Dagblaðið - 21.12.1979, Side 14

Dagblaðið - 21.12.1979, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979. ",M,r........... FramkvœmdastJÓH: Sveinn R. EyjóHsson. R>tstjórí; /ónas Kdstjánaaon. RKstjómarfuVtníI: Maukur Heigason. Fróttastjóri: Ómar VaJdimarsson. Skrtfstofustjórí rítstjómar: Jóhannas Raykdal. (þróttir: Haflur Sknonarson. Menning: Aóalstainn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit: AsflHmur Páisson. * Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgek Tómasson, Atii Rúnar Hafldórsson, Atli Stainarsson, Bragi Sig urðsson, Dóra Stafánsdóttir, Elín AKsertsdóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafurj Geirsson, Sigurður Svarrisson. Hönnun: Hilm-v Karísson. Ljósmyndir: Ami Páll Jóhannseon, Bjamleifur Bjamietfsson, Hörður VNhjálmsson, Ragoar Th. Sig- urðsson, Svainn Þormóðsson. |Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjóffsson. Gjaidkarí: Práinn ÞoríeHsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. CpaHing- arstjórí: Már E. M. Haldórsson. RKstjóm Siðumúla 12. Afgrelðala, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þveríiohi 11. Aðalsimi biaðeins er 27022 (10 llnur) Setning og umbrot: Dagbtaðið hf., Sföumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hflmir hf., Slöumúla 12. Prantu - Arvakur hf., SkeHunni 10. Báðir eiga sök Ekki eru horfur á vinstri stjórn, en vinstri viðræðurnar hafa leitt í ljós samstöðu Framsóknar og Alþýðuflokks um mikilvægustu þætti efnahagsmála. Einhverjir möguleikar eru á, að þessir tveir flokkar reyni að mynda minni- hlutastjórn og biðji Sjálfstæðisflokk eða Alþýðubandalag að veita slíkri stjórn hlutleysi. Þessi möguleiki þarf ekki að koma upp á yfirborðið strax, öllu fremur síðar í tilraunum til stjórnar- myndunar. Margir leggja mikið upp úr þeirri spurningu, hvorum það sé að kenna, Alþýðubandalagi eða Alþýðuflokki, að svo illa horfir um myndun vinstri stjórnar. Forystumenn þessara flokka álíta, að margir kjósendur vilji vinstri stjórn og muni óspart láta þann flokkinn finna fyrir því, sem sekur reynist um að hafa eyðilagt vinstra samstarf. Klögumálin ganga á víxl. í yfirlýsingu Alþýðubandalagsins á viðræðufundin- um í fyrrakvöld sagði: ,,Það er skoðun Alþýðubanda- lagsins að með afstöðu sinni til nefndakosninga og trúnaðarstarfa á Alþingi hafi Alþýðuflokkurinn sýnt það berlega, að flokkurinn vill ekki vinstri stjórn og gerir allt, sem hann getur, til að torvelda vinstra sam- starf á Alþingi.” Auðvitað er það rétt hjá Alþýðubandalaginu, að meirihluti þingflokks Alþýðuflokksins hefur ekki ætl- að sér í vinstri stjórn. Hið merkilega er, að Alþýðu- bandalagið hefur heldur ekki ætlað sér í vinstri stjórn. Það sést bezt á öðrum hluta yfirlýsingar Alþýðu- bandalagsins, þar sem segir: „Framsóknarflokkurinn hefur einnig lagt fram tillögur um nokkrar aðgerðir í efnahagsmálum til að draga úr verðbólgu. Það sem einkennir þessar tillögur er einkum það, að reynt er að leysa verðbólguvandann á kostnað launafólks, meðal annars láglaunafólks. Flest bendir til þess, að’ fram- kvæmd þessara tillagna mundi leiða til mjög verulegrar kjaraskerðingar á næstu tveimur árum, en hins vegar mundi verðbólga lækka lítið frá því sem nú er.” Það er því Alþýðubandalagið, sem hafnar þeim málefnagrundvelli, sem hinir flokkarnir tveir virðast geta komið sér saman um, og hefði því getað orðið grundvöllur stjórnarsamstarfs. Alþýðubandalagið tekur sér sérstöðu í þeim málum, sem eru öllu mikilvægari en einhverjir prúðuleikar stjórnmála- manna við kosningar embættismanna. Vissulega kom áhugaleysi alþýðuflokksmanna á vinstri stjórn í Ijós, þegar þeir kusu Sverri Hermanns- son forseta neðri deildar, Geir Hallgrímsson formann utanríkismálanefndar og gerðu bandalag við sjálf- stæðismenn, til þess að Eiður Guðnason yrði for- maður fjárveitinganefndar. Á sama hátt birtist áhugaleysi Alþýðubandalagsins á vinstri stjórn í því, að flokkurinn hafnar alfarið efna- hagstillögum Framsóknar, leitar ekki málamiðlunar, heldur varpar fram harðri ádeilu á Framsóknarflokk- inn og sakar hann um að leysa verðbólguvandann á kostnað láglaunafólks. Alþýðubandalagið tapaði í siðustu kosningum eftir setu í ríkisstjórn. Það mun nú kjósa að vera utan ríkisstjórnar. Úr miklum efnahagsvanda þarf að leysa og það verður ekki gert án fórna. Alþýðubandalagið þvær hendur sínar af slikri lausn. Framsóknarflokkurinn er eini vinstri flokkurinn svokallaði, sem í reynd vill mynda vinstri stjórn. Að sjálfsögðu bendir reynslan af síðustu vinstri stjórn ekki til, að ný útgáfa vinstra samstarfs yrði sérstaklega gæfuleg. Á hinn bóginn geta menn varla bundið miklar vonir við, að minnihlutastjórn sé æskileg í núverandi stöðu. KRISTIN TRUI SÓKNVESTRA EN A FALLANDI FÆTI í V-EVRÓPU Áður fyrr kölluðu Bandarikja- menn land sitt ,,Guðs eigið land” — God’s own country. Svo gæti hugsanlega farið ef heldur áfram sem horfir á Vesturlöndum að Bandarikin verðir einnig „Guðs eina ríki”. Bandaríki Norður-Ameríku verði þá nokkurs konar eyland í trúarlegum efnum. í Bandaríkjunum teija 94% af fólkinu sig trúa á guð eða einhvers konar heilagan an'da. Meirihluti þess fcr í kirkju í það minnsta einu sinni í mánuði og fjórir af hverjum tíu telja að trúa beri orðum Biblíunnar bók- staflega. Rétt tæplegasjöaf hverjum tiu trúa á líf eftir dauðann. í Bretlandi er aðra sögu að segja. Aðeins rétt um 5% fólks þar mæta reglulega til kirkju á sunnudögum. Þar af er heimingur af hinum tiltölu- lega fámenna kaþólska söfnuði þar en innan hans er helzt fólk sem kom- ið er frá írlandi. Einu tengsl meginhluta fólks í Bretlandi við kirkjuna eru vegna sRírnarathafna, giftingar og jarðarfarir. Ekki er hægt að draga þá ályktun að mismunandi trúarþátttaka fólks i Bandarikjunum stafi af hlutfallslega fleiri kaþólikkum þar en í Bretlandi. Vikuleg þátttaka í kirkjulegu starfi hefur lækkað meðal fólks af þeirri trú úr 71% niður í rétt um 50% á síðasta áratug. Þar með er nánast enginn munur á þeim og mót- mælendatrúarfólki að þessu leyti. Ekki er heidur neinn sérstakur munur á trú og kirkjustarfi i hinum kaþólska hluta Evrópu miðað við þar sem mótmælendatrú er ríkjandi. Samkvæmt könnunum trúir aðeins helmingur ítaia á líf eftir dauðann. I Vestur-Þýzkalandi þarsem opinberar tölur sýna að helmingur fólks sé kaþóiskrar trúar er það aðeins þriðjungur sem telur sig trúa á líf eftir dauðann. Minnkandi kristni meðal Evröpubúa virðist ekki hafa leitt til opinberrar vantrúar heldur einhvers konar afskiptaleysis. í Bretlandi seeist meirihluti fólks til dæmis enn ERLEND MALEFNI Gwynne Dyer trúa á einhvers konar ,,æðra vald”. Slíkt vald er síðan stöðugt minna tengt kristinni trú í hugum þessa fólks né sú staðreynd að trú þess hafi einhver áhrif á daglegt líf þess og iífsafstöðu. Kannski lýsa orð ungs Breta þessu bezt en hann var einn þeirra, sem spurður var um trú sína: —Ég er mótmælendatrúar, því ég fer ekki í kirkju. Hann sagðist reyndar ekki heldur trúa á guð. Ekki virðist vera nein einföld skýring á því hvers vegna þróun í trúarmálefnum er svo mismunandi í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. í fyrrnefnda heimshlutanum er ekki annað aðsjá en kistin trú sésmátt og smátt að deyja út en í Bandaríkjun- um er þessu þveröfugt farið. Trúarlíf virðist meira að segja vera í vexti meðal kristinna safnaða vestan hafs. Vaxandi þéttbýli, iðnþróun, vaxandi almenn menntun, allt atriði sem hugsanlega geta valdið minnkandi guðstrú hafa orðið beggja megin Atlantshafsins. Auðveldast er að bera saman Bret- land og Bandaríkin. í þessum lönd- um er talað sama tungumálið og ríkjandi menning er hin sama. Bretland og Bandaríkin voru raunar eitt og sama ríkið þar til fyrir tvö hundruð árum en einmitt um það leyti má segja að kristinni trú hafi farið að hraka meðal fólks í Bret- landi. Eina svarið sem virðist hægt að gefa við slaknandi trúarákafa fólks í Vestur-Evrópu er það að síðan á :ímum siðskiptanna á sextándu öld lefur kirkjan þar verið ríkiskirkja. Klerkar hafa verið á launum og fram- 'æri ríkisins og sem stofnún hefur (irkjan verið fjarlæg fólkinu. Stefna arezku kirkjunnar beindist jafnvel :ins mikið að því að gera fólk að góðum þegnum Bretlands eins og að góðu kristnu fólki. Og með vaxandi fylgi nútíma þjóðernisstefnu missti kirkjan þar tilgang sinn að miklu leyti. Landsmenn sjálfir fóru því sífellt meira að missa áhuga fyrir kirkjunni sem stofnun kannski frem- ur en þeir misstu trúna. í Bandaríkjunum varð þróunin hins vegar önnur. Það ríki var stofnað af þeim Bretum eða af- komendum þeirra sem höfðu mikinn áhuga á trúmálum og voru sjálfir miklir trúmenn. Þar hikja jafnvel ekki miklir árifamenn við að vitna um endurborna trú sína á Jesú og þau áhrif sem þeir hafi orðið fyrir af lestri Biblíunnar. Nægir þar að visu til Jimmy Carters núverandi forseta Bandaríkjanna og fjölmargra annarra áhrifamanna vestan hafs. Slíkt er nánast óþekkt i Vestur- Evrópu. Einnig má geta þess að í hópi þeirra milljón innflytjenda, sem til Bandaríkjanna komu á síðari hluta nítjándu aldar voru margir kaþólikkar, sem héldu dauðahaldi i trú sína eins og bjarghring í óðaveðri ókunnrar menningar. Afleiðing þess hefur orðið sú að mikill trúarhiti varð almennur í Bandaríkjunum og svo er enn í dag.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.