Dagblaðið - 21.12.1979, Qupperneq 19

Dagblaðið - 21.12.1979, Qupperneq 19
- ■ . ■ . •¥■:: Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir DAGBLÁÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979, Glæsileg tilþríf hjá báð- um liðunum í gærkvöld Landsliðið vann pressuna 25-24 og íþróttafréttameim urðu „heimsmeistarar” í innanhússknattspymu á velheppnuðu jólasveinakvöldi HSÍ LandsliAiA hafrti betur í vidureign við pressuliðið er þau leiddu saman hesta sina í Laugardalshöllinni i gær- kvöld á jólasveinahátíð HSÍ. Um 1700 manns urðu vitni að frábærum leik ofl á tíðum og þegar upp var slaðið hafði landsliðið skorað 25 mörk en pressan 24. Naumara gat það ekki verið en rétt er þó að geta þess að sigur landsliðsins var vart nokkurn tima í hættu. Það voru einkum þrír leikmenn, sem voru í sviðsljósinu i gærkvöld. Axel Axels- son, sem lék með pressuliðinu, lék á als oddi og skoraði 7 mörk — mörg Guðrún Á. Símonar spyrnir knettinum faglega á jólasveinahátfðinni i gærkvöld. Hún var leynivopnið i liði skemmtikraftanna og vakti óskipta atgygli fyrir nýja og óþekkta tækni. DB-mynd Hörður. með þrumuskotum. í landsliðinu blómstruðu þeir Þorbergur Aðalsteins- son, sem þó lék aðeins fyrri hálflcikinn vegna meiðsla og Viggó Sigurðsson. Þá átti nýi landsliðsfyrirliðinn, Ólafur Jónsson, mjög góðan leik og svipaða sögu er að segja um flesta i landsliðinu. Pressuliðið átti frekar rólegan dag og ekki bar cins mikið á einstaklingununi þar eins og í landsliðinu. Það fór þó aldrei á milli mála að bæði liðin sýndu á köflum handknattleik eins og hann getur ger/t be/tur og það eitt út af fyrir sig er mikið gleðiefni. Það var sjálfur nýbakaði landsliðs- fyrirliðinn, Ólafur-Víkingur-Jónsson, sem opnaði markareikning landsliðsins en eftir 7 min. hafði pressan forystu 5—4. Mikið skorað og hraðinn í leikn- um var gifurlegur allt frá fyrstu minútu til hinnar síðustu. Pressan leiddi aftur 7—6 en þá komu þrjú mörk landsliðsins i röð og segja má e.t.v. að þau hafi lagt grunninn að sigrinum. Pressunni tókst aldrei að brúa þetta bil og í hálfleik leiddi landsliðið 14—11. Sami munur hélzt nær óbreyttur út allan síðari hálfleikinn og þegar skammt var til leiksloka hafði lands- liðið yfir, 25—22. Prqjsan skoraði tvi- vegis fyrir leikslok án þess að landslið- inu tæícist að svara fyrir sig. Lokatölur þvi 25—24. Leikurinn í gær gefur vissulega góð fyrirheit — mjög góð í mörgum tilvikum. Markvarzla Kristjáns Sig- mundssonar í landsliðinu vargóð og það var hún öðru fremur, sem gerði gæfumuninn i leiknum. Markverðir pressuiinar, Olafur Benediktsson og Þórir Flosason, náðu sér aldrei á strik og einkum var Ólafur slakur. Langt frá sínu bezta um þessar mundir. Sóknarleikur landsliðsins var nokkuð eðlilega dálítið fumkenndur á köflum þar sem nýir menn voru með í spilinu og vörnin var nokkuð veik á hægri vængnum, einkum fyrst i leiknum. Auk þeirra Þorbergs, Viggós og Ólafs Jónssonar voru nafnarnir Sigurður Sveinsson og Gunnarsson mjög ógnandi. Guðmundur Magnússon kom mjög vel úl úr leiknum og sömuleiðis Friðrik Þorbjörnsson. Valsmennirnir í liðinu, Bjarni, Steindór, Þorbjörn Jensson og Brynjar markvörður, voru allir talsvert frásínu bezta. Hjá pressunni var Axel aðal- maðurinn. Geysilega skotfastur og öryggið í vítaköstunum engu líkt. Yfirvegunin i fyrirrúmi. Slæmt fyrir landsliðið að vera án hans. Páll Björg- vinsson og Pétur Ingólfsson komu vel frá leiknum svo og Ólafur H. Jónsson. Erlendur og Steinar voru ágætir og Arni Indriðason sterkur á línunni. Mörk landsliðsins: Viggó 5/3, Þor- bergur 5/1, Ólafur 4, Sigurður Sv. 3/2, Sigurður G. 2, Guðmundur 2, Bjarni, Steindór og Þorbjörn Jensson 1 hver. Mörk pressunnar: Axel 7/2, Páll 4, Erlendur 2, Pétur 2, Þorbjörn G. 2, Ólafur H. 2, Steinar 2, Bjarni Bessa, Árni og Birgir Jóhannsson I hver. Alls skoruðu því 19 leikmenn af þeim 20er í liðunum voru. Aðeins Friðrik Þor- björnsson skoraði ekki. Snáparnir heimsmeistarar iþróttafréttamenn urðu „heims- meistarar” í innanhússknattspyrnu eftir erfiða leiki við alþingismenn og skemmtikrafta. Jafntefli varð hjá fréttamönnum og skemmtikröftum, 5—5 en alþingismenn máttu þola 2—7 tap fyrir fréttamönnum og 2—6 gegn skemmtikröftunum, sem tjölduðu öllu sem til var — meira að segja Guðrúnu Á. Símonar. Þá sigruðu landsliðsmenn íslands frá 1966 islenzka piltalands- liðið — 18 ára og yngri — 9—7 i bráðskemmtilegum leik. Sýndu „gömlu” mennirnir að lengi lifir í gömlum glæðum og tilþrif þeirra vöktu mikla hrifningu áhorfenda. -SSv. Drott sækir í sig veðrið Eins og kunnugt er eiga Valsmenn að leika gegn sænska liðinu Drott í næstu umferð Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Víkingur tapaði eins og flestum er enn í fersku minni fyrir Heim, sem einnig er frá Sviþjóð og bæði þessi lið eru í hópi efstu liðanna eftir frekar slæma byrjun. Við birtum hér til gamans úrslitin úr 11. umferðinni í sænsku Allsvenskan og stöðuna i deildinni að leikjunum loknum. AIK-Ystad 16- 19 H 43-Kristianstad 22- 19 Drott-Redbergslid 23- 19 Vikingarna-LUGl 19- 21 GUIF-Heim 24- 31 Frölunda-Hellas 18- -22 Vikingarna 11 8 1 2 242—219 17 Drott 11 7 3 1 248—228 17 LUGI 11 8 0 3 256—219 16 Ystad 11 7 1 3 226—211 15 Heim 11 6 2 3 258—245 14 Hellas 11 5 2 4 226—216 12 Frölunda 11 4 2 5 216—236 10 Rcdbergslid 11 4 0 7 206—209 8 H 43 11 3 2 6 206—220 8 Krislianstad 11 3 2 6 222—244 8 GUIF 11 2 0 9 227—256 4 AIK 11 1 1 9 198—228 3 Skipan piltalandsliðsins Við greindum frá því hér á íþróttasiðunni að undirbúningur fyrir NM-pilla í handknaltleik væri þegar hafinn og valinn hefði verið 24 manna hópur Það rélta er reyndar að í hópnum eru 25 leikmenn og eru það eftirtaldir: Markverðir: Sverrir Kristins- son, FH, Gísli Felix Bjarnason, KR. Jakob Guðna- son, Aftureldingu, Sigmar Þröstur Óskarsson, Þór, Vm. Aðrir leikmenn: Óskar Þorsteinsson, Víkingi, Guðmundur Guðmundsson, Vík., Heimir Karls- son, Víkingi, Brynjar Stefánsson, Víkingi, Kristján Arason, FH, Valgarður Valgarðsson, FH, Sveinn Bragason, FH, Hans Guðmundsson, FH, Hafsteinn Pétursson, FH, Erlendur Davíðsson, Fram, Egill Jóhannesson, F'ram, Einar Vilhjálmsson, KR, Sigurður Sigurðsson, KR, Georg Guðni Hauksson, Fylki, Ragnar Hermannsson, Fylki, Páll Ólafsson, Þrótti, Oddur Jakobsson, Þrótti, Brynjar Harðar- son Val, Jón Ilalldórsson, Breiðahliki, Björn Jóns- son, Breiðabliki og Gunnar Gíslason, KA, Akureyri. Langflestir þessara pilta hafa leikið og leika reglulega með meistaraflokkum sinna félaga og eru því komnir með talsverða reynslu. íran ekki með . á vetrar-OL íran verður ekki á mcðal þátttökuþjóða i vetrar- ólympíuleikjum scm fram fara í Lake Placid i Bandaríkjunum í febrúar. Var sú ákvörðun tekin i beinu framhaldi af framkomu írana í garð Banda- rikjamanna i sendirráðsmálinu margfræga i Teheran. Þá hafa ísraelsmenn lýst því yfir að þeir hafi hætt við þátttöku i leikunum. Hefur stjórn- endum leikanna létt mjög við þá ákvörðun þar sem mun minni öryggisgæzlu þarf fyrir vikið. ísracls- manna hefur verið stranglega gætt á öllum meiri- liáttar stórmótum alll frá þvi arabískir skæruliðar réðusl inn i Ólympiuþorpið í Miinchen 1972 og drápu fjölda ísraelskra keppenda. Alls munu 37 þjóðir senda þátttakendur á vetrar- ólympíuleikana og er ísland þar á meðal. Bæði Holland og Bólivía hafa beðið um frekari frest til á- kvarðanatöku en lilkynningarfresturinn rann úl á þriðjudag. Evrópukeppnin í körfu Þrir leikir fóru fram í Evrópukeppni meistaraliða i körfuknattleik i gærkvöld. Bosna Sarajevo sigraði Maccabi frá Tel Aviv 84—79 eftir að ísraelarnir höfðu leitt í hálfleik 36-30 Þá sigraði Sinudyne frá Bologna á Ítalíu hollen/ka liðið Den Bosch 77—70. Staðan i hálfleik var 47—31 Sinudyne i vil. Loks sigraði Real Madrid Parti/an Belgrað 110—83 eftir að hafa leitt 55—36 í hálfleik. Stigahæsti lcik- maðurinn í leikjunum i gær var Waltcr hjá Real Madrid. Hann skoraði 30 stig gegn Júgóslövunum. America varð meistarí Knattspyrnuliðið America frá Cali varð í gær kólómbískur meistari i knattspyrnu eftir 2—0 sigur á Madgalena í síðustu umferð meistarakeppninnar þar í landi. Santa Fe varð í öðru sæli eftir 1—0 sigur á Atletico Junior i lokaumferðinni. FERÐAFELAG ISLANOS jjji C* ÖS NNIA DAGBLADIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DÉSEMBER 1979. 31 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Mikill þjálfaraskortur stendur knattspyrnunni fyrir þrifum! — Fjöldi félaga eru þjáHaralaus og útlitid allt annað en bjart Mikill skortur virðist vera á knatl- spyrnuþjálfurum hér á landi um þessar mundir og til marks um það má nefna að helmingur 1. deildarliðanna er enn án þjálfara og a.m.k. 6 félög í 2. deild- inni eru þjálfaralaus. Þrir af okkar beztu þjálfurum hafa dottið út af list- anum frá í sumar og gerir það ástandið enn verra. Guðni Kjartansson tekur næsta örugglega við landsliðinu og hefur m.a. neitað þjálfun félagsliða á þeim forsendum. Viktor Helgason, sem stýrði Eyjamönnum til sigurs í 1. deild- inni í sumar, hefur ákveðið að þjálfa ekki áfram og Jóhannes Atlason, sem var með KA frá Akureyri, mun snúa sér að unglingaþjálfun. Þetta er mikil blóðtaka i fámennri stétt þjálfara og V-Þjóðverjar sterkir í meistarakeppninni Nú stendur yfir í V-Þýzkalandi keppni á milli beztu handknattleiks- þjóða heims — Supercup — og eigast þar við þær þjóðir er unnið hafa heims- meistaratitil í handknattleik. Alls eru sex þjóðir í keppninni og leika þær í tveimur riðlum. í A-riðli eru V-Þjóð- verjar, Rúmenar og Sviar og í B-riðlin- um eru Sovétmenn, Júgóslavar og Tékkar. 1 gærkvöld lauk keppni í riðlunum. V-Þjóðverjar unnu þá afar óvæntan stórsigur á Svíum, 25—12, eftir að hafa leitt 11—5 í hálfleik. Með þessum sigri tryggðu Þjóðverjarnir sér sigur i riðlin- um á markatölu. Rúmenar unnu fyrst V-Þjóðverjana 16—15 en töpuðu síðan óvænt fyrir Svíunum, 19—20. Lokastaðan í A-riðli: V-Þýzkaland 2 1 0 1 40—28 2 Rúmenia 2 1 0 1 35—35 2 Svíþjóð 2 1 0 1 32—44 2 í B-riðlinum lauk keppni einnig í gærkvöld. Þar áttust við Sovétmenn og Tékkar. Sovétmenn sigruðu 16—10 eftir að hafa leitt 7—6 í hálfleik. Sovétmenn unnu Júgóslava í fyrsta leik riðilsins, 19—16 og síöan unnu Júgóslavarnir Tékkana 19—17. Sovét- menn unnu því riðilinn. Lokastaðan í B-riðli: Sovétríkin 2 2 0 0 35—26 4 Júgóslavía 2 10 1 35—36 2 Tékkóslóvakía 2 0 0 2 27—35 0 Á morgun leika V-Þjóðverjar, sigur- vegaramir úr A-riðlunum, gegn Júgó- slövum, liði nr. 2 úr B-riðli, um það hvort liðið kemst í úrslit. í hinum undanúrslitaleiknum mætast Sovét- menn, sigurvegarar B-riðils, og Rúmenar, lið nr. 2 í A-riðli. Úrslitaleikur keppninnar fer svo fram á sunnudag og munum við reyna að birta fréttir af þessu mikla móti strax eftir jólin. John Toshack hefur gefiö afsvar viö óskum um að hann taki við stjórn velska landsliðsins í knattspyrnu. „Ég er á 5 ára samningi við Swansea og hef fullan hug á að Ijúka honum áður en ég ákveð hvað gera skuli næst,” sagði Toshack í viðtali. Ársþing KSÍ verður að þessu sinni haldið laugardag og sunnudag 19. og 20. janúar 1980 í Kristaisal Hótels Loftleiða í Reykjavík, og hefst laugar- daginn 19. janúar kl. 13.30 skv. lögum KSÍ. Ársskýrslur hafa þegar fyrir nokkru verið sendar út til héraðssam- banda, og eru viðkomandi knatt- spyrnuráð beðin að ýta á eftir útfyll- ingu þeirra og senda til KSÍ sem allra fyrst, svo hægt sé að senda kjörbréf til baka tímanlega. Einnig er bent á að málefni þau er sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn KSÍ minnst 15 dögum fyrir þing (bezt sem allra fyrst). Jesper Helledie er talinn 3. bezti badmintonmaður Dana um þessar mundir. Það þýðir að hann er á meðal 10 beztu f heiminum. Hann sxkir TBR heim um jólin ásamt fimm öðrum. kemur á slæmum tima þar sem greini- legt er nú, að félögin vilja fremur fá ís- lenzka þjálfara en erlenda enda reynsl- an af þeim ákaflega misjöfn. Fjögur þeirra fimm 1. deildarfélaga sem þegar hafa ráðið sér þjálfara eru með íslendinga. Aðeins Akurnesingar eru með útlending — Klaus Júrgen Hilpert eins og í sumar. Svo virðist því sem tími erlendu þjálfaranna hér á landi sé senn að liða undir lok og þeim hefur fækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Það er því slæntt að ekki skuli vera til islenzkir þjálfarar þegar eftirspurn- ing virðist vera jafnmikil og raun ber nú vitni. Fjölgun þjálfara hefur ekki orðið eins ör og æskilegt hefði verið hin síðari ár og má vafalítið rekja það til lítilla atvinnumöguleika. Erlendir þjálfarar hafa undantekningarlítið verið leknir fram yfir þá íslenzku og lítil verkefni hafa verið í efri deildun- unt. Eðlilega hafa íslenzkir þjálfarar leitað út fyrir landsteinana í atvinnuleit og síðustu árin hafa að jafnaði 4—5 þeirra verið í Færeyjum oggetiðsér þar undantekningarlítið mjög gott orð. Flestir þjálfaranna hafa kunnað ntjög vel við sig i Færeyjum og margir þeirra -GuðniKjartansson lekur næsia orugg- lega við landsliðinu. hafa endurnýjað samninga sína við þarlend félög. E.t.v. er ekki rétt að segja að ekki sé til nægur fjöldi þjálfara hérlendis en fæstir þeirra hafa næga reynslu til að takast á við stærri verkefni, t.d. þjálf- un 1. eða 2. deildarliðs. í allt of mörgum tilvikum hefur starf islenzkra þjálfara verið stórlega van- metið. Öfgarnar hafa verið miklar og ýmist er þjálfurum hampað sem dýrl- ingum eða enginn vill kannast við þá. Afrek þeirra vilja gleymast fljólt en ekki stendur á mönnum að rifja upp það er miður hefur farið. Þetta hefur tvimælalaust fælt þjálfara frá fremur en hitt. Yfirleitt hafa íslenzkir þjálfarar skil- að verkefnum sínum af stakri prýði og vegur þeirra hefur sjaldan verið eins mikill og á síðasta ári. Eyjamenn urðu líslandsmeistarar undir stjórn Viktors iHelgasonar. Fram varð bikarmeislari undir stiórn Hólmberts Friðjónssonar. jViklor Helgason hyggsl ekki þjálfa næsta sumar. Nýliðar KR i deildinni höfnuðu i 4. |sæti undir stjórn Magnúsar Jónatans- sonar. FH og Breiðablik — liðin sem komust upp úr 2. deildinni — voru bæði undir stjórn íslenzkra þjálfara — Árna Njálssonar og Jóns Herntanns- sonar. Þessi árangur talar sínu máli. I Greinilegt er nú að mikið átak þarf að gera til að bæta úr þjálfaraskortin- um. Á móti þurfa félögin aðgefa þeim þjálfurum, sem fyrir eru, tækifæri til að sanna ágæti sitt. Það er ekki meiri áhætta fyrir þau að ráða islenzkan þjálfara en útlending, sem enginn veit neitt um. Með öðru móti er ekki hægt |að ætlast til þess að við getum eignazt vaxandi hóp frambærilegra þjálfara, sem eru hæfir til að takast á við þau verkefni sem bíða á næstu árum. _£cv Landsmótin í knattspyrnu 1 Lins og undanfarið skulu þáltlöku- lilkynningar og greiðslur vegna móta T980 berast mótancfnd KSI fyrir 1. janúar 1980. Þálttökugjöld hafa veriö samþykkt sem hér segir fyrir árið 1980, log skulu þau fylgja þátttökutilkynn- jingum. 1. deild...............kr. 40.000 2. deild...............kr. 18.000 3. deild...............kr. 11.000 Aðrir flokkar..........kr. 10.000 Bikarkeppni mfl........kr. 18.000 Jafnframt er vakin athygli á því að setja þarf upp nafn á einum starfandi dómara næsta keppnistimabil, fyrir hvert lið sem tilkynnt er þátttaka fyrir (þessi málsgrein taki gildi 1980) sbr. 24. Igr. Reglugerðar KSÍ um knattspyrnu- jmót. Rélt er að ítreka að heimboö crlcndra knattspyrnuflokka svo og jutanferðir innlendra flokka skulu vera í isamráði við viðkomandi knattspyrnu- ráð, meö samþykki KSÍ og leyfi ÍSÍ (sbr. 15. gr. reglugerðar) og þyrftu óskir þar um að berast með þátttökutil- kynningum. Allar upplýsingar í Hand- ■bók og mótaskrá KSÍ 1980 þurfa og að berast með þátttökutilkynningum. |M.a. nöfn, heimilisföng og símanúmer jsljórnarmanna bæði hcima og í vinnu, jeinnig lýsingar á búningum félagsins lo.n. GODIR GESHR TIL TBR — 6 danskir badmintonmenn koma í heimsókn á milli jóla og nýárs Á milli jóla og nýárs munu nokkrir danskir badmintonmenn heimsækja TBR. Þetta eru fjórir karlmenn og kvær konur — allt „toppspilarar” i Danmörku. Danir eiga marga beztu badmintonmenn heimsins og vísl er að sjaldan hafa svo sterkir leikmenn heim- sótt okkur sem nú. Þessir leikmenn verða i förinni: jJesper Helledie; 25 ára nemi. Var sann- jkallað undrabarn i badminton og varð |m.a. lOsinnum unglingameistari í Dan- imörku. Vckur ævinlega athygli og að- 'dáun áhorfenda vegna tæknilegrar full- komnunar og öryggis. Jesper hefur 14 sinnum tekið þátl í landskeppnum fyrir Dani, og m.a. varð hann Evrópumeist- ari með liði þeirra 1976. 1973 varð hann Evrópumeistari unglinga í ein- liða- og tvenndarleik. Hann keppti i undanúrslitum á Norðurlandamótinu í Tromsö nú í nóvember, en beið þar lægri hlut fyrir Morten Frost Hansen sem varð Norðurlandameistari. Jesper er nú nr. 3 á styrkleikalista í Dan- mörku, næstur á eftir Morten Frost og Flemming Delfs. ;Jan Hammergaard Hansen; 21 árs her- maður. Er mjög sterkur leikmaður, einkum í tviliða- og tvenndarleik. Á Norðurlandamótinu í Tromsö nú í nóv- ember lék hann til úrslita i tvenndar- lleik, en beið lægri hlut gegn Lene Koppen og Sten Skovgaard. Jan Hammergaard er rétt að byrja feril sinn í úrvalsflokki danskra badmintonmanna en í unglingaflokk- unum varð hann margoft danskur meistari, einnig hefur hann leikið i sigurliðum Dana i Unglingameistara- móti Norðurlanda og Evrópumeistara- móti unglinga. Jesper Helledie og Jan Hammergaard Hansen leika saman tvi- liðaleik, og eru sterkasta lið „Hvid- ovre-badminton-clubs”, sem nú er .i fyrsta sæti í dönsku liðakeppninni. Kenn H. Nielsen; 21 árs fulltrúi. Varð á sínum tíma margoft danskur unglinga- meistari, einnig sigraði hann á Norður- landamóti ungiinga og hefur leikið i sigurliði Dana í Evrópukeppni ungl- inga. Spilar nú með Svend Pri tviliða- leik í Danmörku, og eru þeir nr. 3 á danska styrkleikalistanum í tvíliðaleik. Mogens Nolsöe; 34 ára framkvæmda- stjóri. Sterkur og öruggur leikmaður, en við vitum litið um hann að öðru lcyti. Hann hefur þó sigrað tvisvar í Idönsku liðakeppninni, og tvisvar orðið í öðru sæti. Liselotte Göttche og Lilly B. Petersen 'eru dömurnpr í hópnum. Þær hafa lengi leiki saman tvíliðaleik, og t.d. urðu þær Evrópumeistarar unglinga 1975. Nú eru þær í fremstu röð í Dan- mörku og hafa orðið í öðru sæti á Norðurlandameistaramóti. Sem stendur eru þær í þriðja sæti á styrk- leikalistanum danska. Þetta er þvi sannkallað stjörnulið, sem heimsækir TBR nú um jólin. Flestir beztu badmintonntenn landsins ,fá að spreyta sig í keppni við Danina, og munu þeir eigast við föstudags- kvöldið 28. des. og laugardag 29. des. nk. Föstudaginn kl. 19 verður sýningar- keppni i húsi TBR, og munu þar Jóhann Kjartansson, Broddi Kristjáns- son, Kristin Magnúsdóttir og Kristín Berglind keppa við dönsku kappana, en einnig er stefnt að sýningarleikjum milli Dananna innbyrðis. Slíka leiki hafa flestir íslendingar aðeins séð í sjónvarpi, en það jafnast ekkert á við að horfa á badminton með eigin aug- unt. Laugardaginn 29. des. hefst badntin- lonmót kl. 14 í húsi TBR. Þá verður keppt i öllum greinum karla og kvenna. Danirnir munu síðan halda heini á leið 30. des. TBR hvetur alla badmintonáhuga- rnenn til þess að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara. Slíkir kappar koma sjálfsagt ekki aftur á næstu ár- um, þvi nú er atvinnumennskan að hefjast í badmintoniþróttinni, og margir úr þessum hópi eru í þann veg- ,inn að gerast atvinnumenn. Eftir það ikeppa þeir aðeins fyrir peninga.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.