Dagblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 26
38 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979. Sigurgeir Eiriksson lézt fimmtudaginn 13. des. á gjörgæzludeild Landspítal- ans. Sigurgeir var fæddur í Reykjavík 14. júlí 1910, sonur Eiríks Ásgríms- sonar söðlasmiðs frá Rofabæ í Meðal- landi og Guðrúnar Þorbjörnsdóttur frá Auðsholtshjáleigu í Ölfusi. Árið 1937 eignaðist Sigurgeir son, Hannes. Árið 1946 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Valgerði S. Austmar frá Akur- eyri. Eignuðust jrau fimm börn. Sigur- geir verður jarðsunginn í dag, föstu- dag. Gunnar V. Gíslason frá Papey er lát- inn. Anna Guöríður Jónsdóttir, Merkur- götu 2 Hafnarfirði, var jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði i morgun, föstudag. Sigurður Kr. Þorvaldsson vélstjóri, Heiðarbraut 5 Akranesi, lézt í Sjúkra- húsi Akraness fimmtudaginn 13. des. Hann verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju í dag, föstudag 21. des., kl. 13.30. mÉttDTmmít * ' T ilky nmngar Arsþing KSÍ 19. og 20. janúar 1980 að Hótel Loftieiðum, Reykjavfk Ársþing K.S.Í hefst laugardaginn 19. janúar 1980 kl. 13.30 1 Kristalsal Hótel Loftleiða i Reykjavlk, sam kvæmt lögum sambandsins. Aöilareru áminntir um að senda sem allra fyrst til KSl ársskýrslur, er áður hafa verið sendar héraðs samböndum, iþróttabandalögum eða sérráðum, svo hægt sé aðsenda kjörgögn til baka timanlega. Einnig eru aöilar minntir á að senda sem fyrst þau málefni er þeir kynnu að óska eftir, að tekin verði fyrir á þinginu. Veðrið Spóð er suðvestanátt, sfðan vest-( anátt. Stinningskaldi með hvössum) óljum á vestanverðu landinu en heldur hœgari á Austuriandi. Hitii verður í kríngum frostmark. Veður kl. 6 i morgun: Reykjavlc suövestan 5, él og 0 stig, Gufuskálar suðvostan 7, él og 0 stig, Galtarviti suðvostan 6, snjókoma og —1 stig,j Akuroyri suðvestan 4, lóttskýjað og 2 stig, Raufarhöfn vestan 4, léttskýjað og —1 stig, Dalatangi vestnorðvestanl 3 og 5 stig, Höfn í Hornafiröi vestsuö- vestan 6, léttskýjað og 4 stig og Stór- höfði ( Vestmannaeyjum vestsuð- vestan 7, él f grennd og 2 stig. Þórshöfn f Fœreyjum súld og 8 stig, Kaupmannahöfn léttskýjað og —2 stig, Osló léttskýjað og —15 stig, Stokkhólmur skýjað og —4 stig, Hambcrg lóttskýjað og —5 stig, Parfs skýjaö og 1 stjg, Madrid heiðskfrt og —3 stig, Mallorka rigning og 7 stig, Lissabon heiðskfrt og 3 stig og New York skýjað og —2 stig. Séra Pétur Magnússon frá Vallanesi á Völlum lézt miðvikudaginn 19. des. Hann var fæddur 18. apríl 1893. Pétur var stúdent 1916 ög guðfræðingur frá Háskóla íslands 1920. Stundaði hann framhaldsnám í heimspeki og uppeldis- fræði við Hamborgarháskóla veturinn 1920—1921. Pétur starfaði við Íslands- banka og síðan við Útvegsbankann í Reykjavík frá 1923 til ársloka 1933. Pétri var veitt Vallanes 24. sept. 1939. Eftir hann liggja nokkur leikrit og önn- ur ritverk. Páll Ásmundsson er látinn. Hann lézl sunnudaginn 16. des. Hann var fæddur i Reykjavik 17. apríl 1894. Foreldrar hans voru hjónin Ásmundur Ásmunds- son sjómaður og skipasmiður og Vil- borg Rögnvaldsdóttir. Páll vann alla sína tíð við Reykjavíkurhöfn. Hann hóf störf hjá verktakanum við hafnar- gerðina, N.C. Monberg 1913 og vann þar til ársins 1970. Páll kvæntist Marenu Jónsdóttur frá Akranesi, fædd 19. okt. 1896, dáin 1956. Páll og Maren eignuðust fjögur börn. I.ilja Malthiasdótlir er látin. Hún var fædd á Flateyri í Önundarfirði 7. júli 1889. Foreldrar hennar voru hjónin Marsibil Ólafsdóttir og Matthías Ólafs- son, fyrrverandi alþingismaður i Haukadal í Dýrafirði og ráðunautur Fiskifélagsins um langt skeið. Lilja giftist Sölva Jónssyni bóksala. Þau eignuðust ekki börn en tóku i fóstur barnabarn Sölva, Jónínu Pétursdóttur, sem missti móður sína. Lilja verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudag. Anna Jóhannesdóttir Valenti frá Ísa- firði, Seljavegi 3, er látin. Högni Einarsson skósmiður, Furu- grund 30 Kópavogi, lézt í Borgarspítal- anum fimmtudaginn 20. des. Jóhanna Sveinsdóttir lézt á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudag- inn 18. des. Guömundur Guðmundsson innheimtu- maður, Nóatúni 26 Reykjavik, lézt laugardaginn 8. des. Útför hans hefur farið fram i kyrrþey. Guðrún Ásgrímsdóttir, Ránargötu 5A Reykjavik, lézt i Borgarspítalanum miðvikudaginn I9.des. Ölgeir Eggerlsson vélstjóri, Vatnsnes- vegi 24 Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 22. des. kl. 14. Sigurrós Ásta Guðmundsdóttir lézt föstudaginn 14. des. að heimili sinu, Bröttukinn 12 í Hafnarfirði. Hún var fædd í Hafnarfirði 30. okt. 1917. Eiginmaður hennar var Valdimar Randrup og eignuðust þau sex börn. Sigurrós Ásta verður jarðsungin í dag, föstudag. Nýjar bækur og Snorri Bókaútgáfan Hergill hefur gefið út bókina Júlía og Snorri eftir önnu K. Brynjúlfsdóttor. Júlia var ein af hinum fjöldamörgu þjáðu bömum þriðja heimsins. íslenzk kona hitti hana nokkurra vikna gamla i flótta- mannabúðum suður í Afríku og tók ástfóstri við hana. Svo fór að Júlia, sem var munaöarlaus, eignaðist fjöl- skyldu á íslandi. Bókin um Júlíu og Snorra er einkum ætluð yngstu lcsendunum. Hún er með stóru letri og myndum sem 15 ára stúlka, Sólveig Þorbergsdóttir. teiknaði. Bókin er 62 bls. á stærð. Sýnirá dánarbeði Bókaútgáfan Skuggsjá hefur gefið út bókina Sýnir á dánarbeði eftir þá Karlis Osis og Erlend Haraldsson i þýðingu Magnúsar Jónssonar. Þessi bók er ávöxtur ' yfirgripsmikilla rannsókna á reynslu deyjandi fólks og sýnum á dánarbeði. Hér er sagt frá viötölum mjög hundruð lækna og hjúkrunarkvenna sem hafa verið viðstödd þegar dauðvona sjúklingar hafa séð sýnir á dánarbeði. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á athugunum þeirra og niðurstöður þessara rannsókna er ekki hægt að skýra með læknisfræði- legum, sálfræðilegum, menningarlegum eða öðrum rökum. Bókin er 183 bls. Jön Sigurosson forseti, 1811-1879 eftir Einar Laxness. Rit þetta er yfirlit um ævi og starf Jóns Sigurðssonar í máli og myndum, gefið út í tilefni aldarártíðar hans, sem var sama dag og bókin kom út, 7. desember sl. Er þessu riti ætlað að vera alþýðlegt yfirlitsrit fyrir þá, sem vilja fræðast um i hæfilega löngu máli um höfuðleiðtoga íslenzkrar sjálf- stæðisbaráttu, en telja má, að skort hafi slíkt rit um Jón forseta. f ritinu er stjórnmálaferill Jóns Sigurðs- sonar og stefna í sjálfstæðisbaráttunni einkum haft i fyrirrúmi, auk þess sem fjallað er um fræðistörf hans og ýmsa persónulega þætti. Annar aðalkjarni bókar- innar er fjölbreytt myndaefni, sem ætlað er til að bregða Ijósi á hina fjölmörgu þætti, sem varða líf Jóns forseta, samferða- og samstarfsmenn, fjölskyldu hans og vini. auk mynda af umhverfi þvi sem hann lifði og hrærðist i heima á íslandi og i Kaupmannahöfn, þar sem hann átti heimili sitt i nær hálfa öld. — Ritið um Jón Sigurðsson er prentað i Prentsmiðjunni Hólum. Sögufélagið gefur út. Islenzkar þjóðsögur Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur sent frá sér þriðju út- gaiu, pnoja Dinui, ai isienzKuin þjóósogum ciui v^iai Davlðsson sem Þorsteinn M. Jónsson bjó til prent- unar. Bjami Vilhjálmsson sá um útgáfuna. Þetta bindi er 336 bls. á stærð. Minningarkort kven- félags Háteigssóknar ,eru afgreidd hjá Gróu Guðjónsdóttur Háaleitisbr. 47, sími 31339, Guðrúnu Þorsteinsdóttur Stangarholti 32, simi 22501, Bókabúðinni Bókin Miklubraut 38, slmi 22700, lngibjörgu Sigurðardóttur Drápuhlið 38, sími 17883 og Úra - og skartgripaverzlun Magnúsar Ásmundssonar, Ingólfsstræti 3, slmi 17884. Minningarkort Elli- og hjúkr- unarheímilissjóös Austur- Skaftafellssýslu fást í Reykjavik hjá Jóhönnu. sími 32857. e6ir kiJ I8.30ogum helgar. Minningarkort Kvenfélags Háteigssóknar eru afgreidd hjá Guðrúnu Þorsteinsdóttur, Stangar-, holti 32, slmi 22501, Gróu Guðjónsdóttur, Háaleitis- braut_47, ^jmi 31339, Ingibjörgu Sigurðardóttur, DÍrápuhlíð 38, sími 17883, Úra-ogskartgripaverzlun; Magnýsar Ásmundssonar, Ingólfsstræti 3 og Bóka- búðinni Bók, Miklubraut 68, sími 22700. Minningarkort • Laugarneskirkju fást í SÓ búðinni, Hrísateigi 47, sími 32388. Einnig i !Laugarneskirkju á viðtalstima prests og hjá safnaðar- jsystrum, sími 34516. Minningarspjöld Esperanto- hreyf ingarinnar á íslandi fást hjá stjórnarmönnum íslenzka esperanto-sam bandsinsd og Bókabúð Máls og mlenningar Laugaveg 18. f Minningakort ■* Sjálfsbjargar félags fatlaðra I Reykjavík, fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, tlarðs Apótek Sögavegi 108, Vesturbæjar Apótek; Meíhaga 20—22, Bókabúðin Álfheimum 6, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ v. Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, ijJókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60, Kjötborg, Búðagerði 10. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, hjá Valtý' Guðmundssyni, Öldugötu 9. Kópavogur: Pósthúsið Kópavogi. Mosfells^eit: Bókabúðin Snerra, Þver- holti. , ' í JÓLA UMFERÐINNI ALLT STUÐLAR ÞETTA AÐ GLEÐILEGUM JÓLUM OG GÓÐRI VEGFERÐ ALLAN ÁRSINS HRING. |jJUPy1FERÐAR Gengið gengisskrAning Nr. 243 - 20. DESEMBER1979 Ferflmanna- gjaldeyrir Eining Ki. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 392,40 393,40 434,74 1 Stariingspund 863.65 865,85* 952,44* 1 Kanadadollar 333,50 334,30* 367,73* 100 Danskar Mrónur 7297,40 7316,00* 8047,60* 100 Norskar krónur 7858,20 7878,20* 8666,02* 100 Sœnskar krónur 9386,40 9410,40* 10351,44* 100 Rnnsk mörk 10522,95 10549,75* 11604,73* 100 Franskir frankar 9682,90 9707,60* 10678,36* 100 Balg. frankar 1392,50 1396,00* 1535,60* 100 Svissn. frankar 24479,10 24541,50* 26995,65* 100 Gyllini 20529,40 20581,80* 22639,98* 100 V-þýzk mörk 22623,20 22680,90* 24Í48.99* 100 Lfrur 48,44 48,56* 53,42 100 Austurr. Sch. 3140,50 3148,50* 3463,35* 100 Escudos 787,80 789,80 868,78 100 Pesetar 591,65 593,15* 652,47* 1Q0 Yen 165,08 165,50* 182,05* I 1 Sérstök dráttarréttindi 515,13 516,45* * Breytíng frá sfðustu skráningu. Sfmsvari vegna gengisskráníngar 22190

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.