Dagblaðið - 21.12.1979, Page 30
42
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979.
SJONVARPSBUDIN
BORGARTÚNI 18
REYKJAVÍK SÍMI 27099
MODEL-ÚTVÖRP
★ Rolls Royce
phantom
★ Lincoln 1928
★ Standsími,
amerískur
★ Sjónvarp
★ Lystikerra
Glæsileg módel sem
jafnframt eru útvarps-
viðtæki!
Leikfangabúðin Hlemmi
Biðskýlið Hlemmi - Sími 14170
Við höfum mikið úrval skrifstofustóla og að sjálfsögðu
nú með sjálfvirkum hæðarstilli.
Athugið að góður skrifstofustóll er tilvalin jólagjöf
fyrir skólafólkið.
Lítið inn og fáið ykkur sæti um leið
og þið skoðið framleiðslu okkar.
STÁUÐJANhf
SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211
Sex bátar ákveðnir í Sjórallið:
ÁSGQR LONG VINNUR
HÐMILDARKVIKMYND
UM SJÓRALL1980
Undirbúningur er hafinn að gerð
kvikmyndar um Sjórall 1980. Asgeir
Long mun annast verkið en hann er
meðal kunnustu fagmanna landsins.
Ráðgert er að sýna kvikmyndina viða
um land og erlendis, til kynningar á
sjóröllum framtíðar.
Sex bátar hafa tilkynnt sig til leiks í
Sjóralli 80. Þeir eru:
1. Láran, 23 feta bátur frá Mótun
með 240 ha. Chrysler vél. Áhöfn
verður sem fyrr hjónin Lára
Magnúsdóttir og Bjarni Björgvins-
son.
2. Hafrót, Flugfiskbátur og sigur-
vegari úr fyrsta sjóralli. Á bátnum
verða tvær 175 ha. utanborðsvélar
af Mariner gerð. Þeir Hafsteinn
Sveinsson og Runólfur Guðjóns-
son verða innanborðs.
3. Bjarni Sveinsson úr Vestmanna-
eyjum og sigurvegari í síðasta sjó-
ralli bíður eftir nýjum Flugfiskbát
til keppni. Hann mun væntanlega
búinn 290 ha. Volvo vél. Óvíst er
um meðskipsmann.
Ofangreindir bátar eru allir með
bensinvélar og af svipaðri stærð. Þeir
munu væntanlega lenda saman við
flokkaskiptingu. Þá hafa þessir tveir
disilbátar boðað komu sína:
1. 23 feta bátur frá Mótun með 140
ha. Mercruiser dísilvél. Skipherra
verður Regin Grimsson en óráðið
er enn með háseta.
2. Annar 23 feta bátur frá Mótun
með 140 ha. dísilvél. Skipsmenn
verða þeir Eirikur Jónsson og
Ásgeir Þorláksson. Ný nöfn í sjó-
ralli og eru boðin velkomin um
borð.
Spáð I sjórallið á vikulegum fundi undirbúningsnefndar. Frá vinstri sitja þeir
Einar Nikulásson frá Snarfara, Hafsteinn Sveinsson siglingakappi og Ásgeir
Long kvikmyndagerðarmaður og bátainnflytjandi. Fvrir aftan stendur Ragnar
Magnússon, formaður Félags farstöðvaeigenda.
DB-mynd Ragnar Th.
Þá mun Madessa umboðið senda
bát til keppninnar. Að sögn Ásgeirs
Long umboðsmanns Madessa á
íslandi er óráðið með vél ennþá en
búizt við annaðhvort þýzkri BMW
eða Mariner. Eftir 'er einnig að
manna bátinn.
Þá berast þær fréttir vestan frá
Ameríku að Ólafur Skagvík hafi full-
an hug á að verja titil sinn frá síðasta
sjóralli en nú sér á báti. Ólafur
stundar humarveiðar við vestur-
strönd Bandaríkjanna og rær þungt í
þarlendum bátasmiðum að leggja til
keppnisbát.
Þá hefur Gunnar Gunnarsson lýst
þvi yfir að hann vilji ekki verða fjarri
góðu gamni næsta sumar. Má búast
við skráningu frá honum í vor þótt
óvíst sé enn um farkost. Sömu
sögu er að segja af félaga hans
Ásgeiri Ásgeirssyni sem einnig liggur
undir feldi að sinni. Þá má vænta
þátttöku frá bátamönnum á Akur-
eyri, ísafirði, Borgarnesi og víðar
þótt engar staðfestingar séu komnar.
- ÁHE
Vikan eykur lesendaþjónustu sína:
r r
VIKAN 0G FELAG HUSGAGNA-
0GINNANHÚSSARKITEKTA
— nýr þáttur í fyrsta tölubladi á nýju ári
„Áhugi fólks á endurnýjun eldra
húsnæöis og ýmiss konar minni háttar
lagfæringum heima við hefur stórauk-
izt i seinni tíð. Það hefur hins vegar
viljað brenna við að fólk hafi ekki
nægilega haldgóðar upplýsingar um
það, sem til er á markaðinum, auk þess
sem margir eru mestu klaufar við að
leysa vandamálin. Það er einmitt þess
vegna sem Vikan og Félag húsgagna-
og innanhússarkitekta hafa tekið upp
þetta samstarf," sagði Helgi Péturs-
son, ritstjóri Vikunnar, i viðtali við
Dagblaðið, en í fyrsta tölublaði Vik-
unnar á nýju ári hefur göngu sína nýr
þáttur sem unninn er i samstarfi við
félagið.
„Félag húsgagna- og innanhússarki-
tekta er 25 ára á árinu og það var eitt af
tilefnunum til þess að við hófum við-
ræður við félagið,” sagði Helgi enn-
fremur. „Þetta félag hefur ekki verið
mikið í sviðsljósinu en telur þó um 40
félagsmenn, sem allir eru sérfræðingar
á sínu sviði. Vikan væntir auðvitað
mikils af samstarfinu og þess má geta
hér, að arkitektarnir munu svara sér-
staklega fyrirspurnum frá lesendum
Vikunnar sem borizt hafa bréflega.
Eins munu þeir kynna í þáttunum ýmis-
og innanhússarki-
Mynd: Jim.
peir hafa skipulagt óg verður
hver þáttur þannig kynning á hverjum
þeirra fyrir sig,” sagði Helgi ennfrem-
Eins og áður sagði hefur þátturinn
göngu sína í Vikunni í fyrsta tölublaði,
sem út kemur fimmtudaginn 3. janúar
nk. - JH
Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt, formaður Félags húsgagna-
tekta og Helgi Pétursson, ritstjóri Vikunnar, fagna samstarfinu.
Sjómenn óhressir með sparnað stjómvalda
— telja að leita eigi spamaðar með öðram hætti en á kostnað sjófarenda
Fundur var haldinn í trúnaðar-
mannaráöi Sjómannafélags Reykja-
víkur fyrir stuttu. Þar kom fram
almenn óánægja sjómanna með
skerðingu yfirvalda á starfsemi Land-
helgisgæzlunnar. Telja sjómenn að þar
sé verið að minnka öryggi sjófarenda,
auk þess sem stórlega mun draga úr
eftirliti með erlendum skipum við 200
mílna mörkin.
Fundurinn taldi að stjórnvöld ættu
að leita sparnaðar með öðrum hætti en
á kostnað sjómanna og hagsmuna
þjóðarheildarinnar á fiskimiðum. Þá
samþykkti ráðið að hefja allsherjarat-
kvæðagreiðslu um vinnustöðvunar-
heimild á kaupskipaflotanum þegar
þurfa þykir. -ELA.