Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.03.1980, Qupperneq 5

Dagblaðið - 05.03.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980. 5 9. umferð Reykjavíkurskákmótsins: STAÐA HAUKS HRUNDI EINS 0G SPILABORG Helmers hættur í gærmorgun tók Helmers hinn norski flugvélina til Ósló þar sem út- séð var um að hann gæti haldið áfram í mótinu sökum veikinda sinna. Reglur alþjóða skáksambands- ins kveða svo á um að þegar kepp- andi hættir og hefur ekki lokið helm- ing skákanna þá skuli öll úrslit hans í mótinu strikast út. Þetta verður því bagalegt fyrir þá skákmenn sem eru búnir að fá vinning á móti honum en þeir verða að sætta sig við að sá vinn- ingur strikist út. Meðal þeirra sem höfðu unnið kappann var Margeir Pétursson og það var jafnframt eini vinningurinn sem íslendingar hafa fengið gegn útlendingum. Helgi — Byrne 1/2:1/2 Það tekur þvi varla að skrifa um þessa skák. Helgi beitti öllum þeim brögðum sem i hans váldi stóðu til þess að leiða skákina i jafnteflið. ,Hann beitti meira að segja fyrir sig þrautleiðinlegasta afbrigði sem hugs- azt getur gegn kóngsindverskri vörn, þ.e. uppskiptaafbrigðinu, og þess vegna var jafntefli samið í aðeins 14 leikjum. Margeir — Schússler 1/2:1/2 Margeir náði snemma örlitlum færum eftir Katalan byrjun, þar sem Svíinn fórnaði peði sem Margeir þáði ekki. Schussler hélt þó jafnvæginu eins og vant er og i kjölfar mikilla uppskipta var jafnteflið samið. Hvor um sig átti þá eftir fimm peð og einn léttan mann. Guðmundur — Sosonko 0:1 Það ætlar ekki af honum Guð- mundi okkar að ganga þessa dag- anna. Hann lék sínum vanalega Rf3 í fyrsta leik og tefldi full varfærnisléga í byrjuninni þannig að Hollendingur- inn átti ekki í erfiðleikunt með tafl- jöfnunina. Guðmundur hélt siðan áfram að tefla veikt þannig að Sosonko seig hægt og bitandi á. Hann náði drottningarkaupum í endatafli og stóð þá uppi með unnið peðsendatafl. Ekki er laust við að þreytu hafi gætt í taflmennsku okkar manns. Haukur — Kupreitshik 0:1 Enn á ný vann Rússinn Kúpreitshik skák og stefnir nú hraðbyri á efsta sætið. Haukur veitti honum lengi framan af öflugt viðnám en staða hans hrundi eins og spilaborg þegar Kupreitshik byrjaði að athafna sig með riddara. Sérfræðingar margir töldu Hauk hafa misstigið sig þegar hann færði fram peð drottningar- megin en staða hans var þá þegar orðin viðkvæm og ekki bætti það um fyrir Hauki að Rússinn er mjög útsjónarsamur i þröngum stöðum. Vasjúkov Torre Þegar við komunt til leiks í skák þeirra stórmeistaranna hafa verið leiknir 22. leikir. Vasjúkov sem hefur hvítt hefur nýlega fórnað peði til þess að skapa sér aukin sóknarfæri. Hann lék siðast 22. Rg6 Eins og sjá má getur svartur ekki drepið riddarann aftur á g6 vegna þess að f peðið er leppur. Torre tekur því þann kostinn að loka skálínu biskupsins á b3. 22. — dS 23. Rxf8 Vasjúkov telur biskupinn vera mikil- vægan varnarmann og skiptir þvi upp áhonum. 23. — Kxf8 24. Df3 He6 25. Be3 Ra5 26. Dg3 Re8 Torre er nú kominn i gifurlegt tima- hrak. Næstu leiki leikur hann nánast viðstöðulaust. 27. Be5 + Kg8 28. Hxe5 Hvitur vinnur nú peðið til baka og hefur vænlega stöðu. 28. — Rxb3 Einfaldara er 28. — Hxe5 en Torre hefur vitaskuld engan tíma til þess að reikna afbrigði þvi samfara. 29. Hxe6 Hvítur hyggsl nolfæra sér síðasla leik svarts en eftir 29. axb3 hefur hann einnig vænlega stöðu. 29. — fxe6 30. Rxh6 + Flækir taflið. 30. Re7 + er einfalt og gott. 30. — Kh7 3I.Rf7 Dc8 Ekki gekk 31. — Dc7 vegna 32. Dxc7 Rxc7 33. axb3 og hvitur hefur sælu peði meira. 32. Be7! Gefur svörtum kost á að vera hrók og manni yfir með þvi að leika nú 32. — Rxal. Torre hefur þó séð að hvitur mátar með 33. Dd3+ í nokkrum leikjum og hafnaði þvi þessum mögu- leika. 32. — Dd7 33. Dh4+ Kg8 34. Re5 I)c7 35. Hel Rd2 36. Rg4 Sumir sérfræðingar vildu leika riddaranum niður til g6 en ekki er Ijóst i hvaða tilgangi. 36. — Re4 37. f3 R4f6 38. Rxf6 Nú slofnar Vasjúkov til mikilla upp- skipta þrátt fyrir að hann hefur manni rninna. 38. — Rxf6 39. Bxf6 gxf6 40. Dxf6 Hf8 41. Dxe6+ Df7 42. Dg4+ I)g7 43. Dxg7 Kxg7 44. He7+ Hf7 45. Hxf7 + Kxf7 Hvitur hefur vitaskuld öll færi í því endatafli sem nú er komið upp. þegar Kupreitshik fóraf stað með riddarann Helmers hættur ogfarinn heim 46. Kf2 b4 47. Ke3 bxc3 48. bxc3 Ke6 49. h4 Bc6 50. g4 Ba4 51. Kf4 Kf6 52. Kg3 Bdl 53. h5 KgS Hér fór skákin í bið. Miles — Jón L. 1/2:1/2 Jón svaraði fyrsta leik Englendingsins g3 með Grúnfelds- vörn og náði að jafna taflið en staðan sem upp kom var þó þrungin mögu- leikum. Uppskipti urðu á hrókum eftir einu opnu línunni og siðan reyndi Miles að þvinga fram drottningakaup, sern hefðu gefið honum betra endatafl. Jón bakkaði með sina drottningu og þófið hélt áfrani. Að lokum urðu þeir þó ásáttir um jafnteflið þegar sýnt þótti að hvorugunt tækist að bæta stöðu manna sinna án þess að raska jafn- væginu. HELMERS HÆTTUR 0G SKAK- IR VID HANN NÚLLAST ÚT „Jú blessaður vertu, það er komin þreyta i þetta,” sagði Ingvar Ásmunds- son fjármálastjóri, er hann sat með segulskákborð og skoðaði skák Jóns L. og Miles. lngvar er mættur alla daga sem teflt er. Hann er oft í miðri þröng með borðið sitt. Það eru talsverðar lík- ur fyrir því, ef maður sér dálitla þyrp- ingu nokkurra áhorfenda á skákinni, að þar sé Ingvar í miðju. Ýmsir góðir skákmenn hafa gripið prikið og skýrt skákir keppenda fyrir áhorfendum í aðalskákskýringasal. Fáir valda þvi eins og Ingvar og eru þó allir góðir. Það er ómetanlegt fyrir áhorfendur að eiga þess kost að fylgjast með meiri háttar skákmóti við aðstæður eins og þær sem Loftleiða- hótelið býður. Það er erfitt að hugsa sér mót eins og þetta annars staðar en á Loftieiðum. „Kupreitshik er einn af þessum Rússum sem ekki hafa fengið tæki- færi,” sagði einn áhorfandinn, þegar rætt var um frammistöðu og árangur Kupreitshiks. „Þeir eiga fullt af svona mönnum,” sagði annar. Því verður ekki neitað. Kupreitshik hefur teflt fyllilega samkvæmt því sem staða hans í styrkleikamælingu lofar. Það er hald manna að hann muni hljóta titil alþjóðlegs stórmeistara á 9. Reykjavíkurskákmótinu. Hann á þess vissulega kost, en hann á líka nokkra erfiða menn eftir. Sosonko er einn Rússinn enn. Hann fluttist rneð foreldrum sínum til ísraels og þaðan fór hann til Hollands og er hollenzkur ríkisborgari. Það fer vel á með honum og Vasjúkov og Kupreits- hik, sem og raunar öðrum keppendum. „Það er alltaf ákaflega slænit að missa menn úr skákmóti eins og þessu,” sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands, er fréttamaður DB innti hann eftir brott- för Norðmannsins K. J. Helmers frá Íslandi í gær. Hann fór illa haldinn af virussótt rneð bólgur og angur i öndunarfærum, munni og háls. „Það hefði verið gaman að fá hann hressan og stæltan, eins og hann á að séraðvera,” sagði Einar. „Hann hefur liklega ekki gengið heill til leiks frá upphafi mótsins.” Knut Jöran Helmers er einn efni- legasti skákmaður af yngri kynslóðinni unt þessar mundir. Hann varð Noregs- meistari 1976, tæplega tvítugur. Hann er sagður vaxandi skákmaður. Miles, Margeir og Sosonko höfðu sigrað Helmers og falla nú vinningar þeirra yfir honum niður, sem og jafn- teflin, sem Helgi, Haukur og Torre höfðu gert við hann. Áhorfendur i gær voru fremur fáir. Þessa þekkti ég: Sigurður Njálsson, frkvstj., Sigmundur Böðvarsson, lögni., dr. Ingimar Jónsson, Jakob Hafstein frkvstj. Kristján Bjarnason, Búnb., fsl., Þórhallur Þorsteinsson, verzlm. Árni Jakobsson rafvm., Jóhannés Jóhannesson, hrl., Eiríkur Ketilsson, stórkaupm., Haraldur Sveinbjörnsson, verkam., Hallur Símonarson, blaðam., Þórir Oddsson, vararannslögrstj., Sæmundur Pálsson, lögrm., Gunnar Vilhjálmsson, Þor- steinn Sveinsson, lögfr., Oddur Thorarensen, vörður, Gísli Halldórs- son, leikari, Hálfdán Hermannsson, flugvstj., Guðmundur G. Þórarinsson, alþni. Egill Valgeirsson hárskerant., ívar Jónsson, skrifstofustj. Úlfar Kristmundsson, kennari, Jakob Jakobsson, vcrzlm., Guðmundur Magnússon, kennari, svo einhverjir séu nefndir. TRÖLL M BING0 Glæsilegt stórbingó verður haldið í Sigtúni fimmtudaginn 6. marz kl. 20.30. Fjöldi stórglæsilegra vinninga, þar á meðal litsjónvarp, utanlandsferð fyrir tvo með Samvinnuferðum-Landsýn, listaverk eftir Jónas Guðmundsson, útifatnaður frá Sportvali, matarkarfa frá Kjötiðnaðardeild Sambandsins, snyrtivörur frá Cradtree of Evelye og fjöldi annarra glæsilegra vinninga. Enginn aðgangseyrir. Húsið opnað kl. 19.30. Stjórn FUF Reykjavík.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.