Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.03.1980, Qupperneq 10

Dagblaðið - 05.03.1980, Qupperneq 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980. ....... MBIAÐIÐ Utgofandi: DagblaÖið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjóffsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannos Reykdal. íþróttir: Haliur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrlmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir TómassofC Brag* Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Eíín ARsertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurður Svorrisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjarnlerfsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th 3igurðs- son, Sveinn Þormóösson. Safn: Jón Snvar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Svoinsson. Drorfing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Sfðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aöalsfmi blaösins er 27022 (10 Ifnur). Norsk útþensla Hugmyndir norskra stjórnvalda um 200 mílna efnahagslögsögu kringum Jan Mayen eru út í hött. Smáeyja, sem frá ómunatíð hefur hvorki haft inn- fædda íbúa né sérstakt efnahagslíf, getur ekki skert rétt þjóðríkja í nágrenninu. Þetta lögmál gildir, hvort sem menn telja Jan Mayen íslenzka eyju eða norska. Réttur, tengdur eignarhaldi á þessari eyju, getur ekki skert mikilvægari rétt strand- ríkjanna umhverfis, Noregs, íslands og Grænlands. í leiðara Dagblaðsins í gær voru rifjuð upp nokkur hin sögulegu rök þess, að Jan Mayen væri íslenzk eyja. í rúmar sjö aldir voru það íslendingar, en ekki Norð- menn, sem heimsóttu eyjuna og drógu þaðan björg í bú. Aðeins siðustu hálfa öldina hafa Norðmenn haft ítök á Jan Mayen. Á þriðja áratugnum lét danska krúnan undir höfuð leggjast að gæta hagsmuna íslendinga, þrátt fyrir yfirlýsingar tveggja forsætisráð- herra íslands. ítök íslendinga hafa þó haldizt, því að þeir hafa umfram aðra nýtt fiskistofna við Jan Mayen. Þar sást tæpast norskt fiskiskip fyrr en í fyrra. ísland hefur því haldið efnahagshefð sinni við Jan Mayen allt fram á þennan dag. Slík efnahagshefð er raunar meira virði en skrípaleikur viðurkenningar hæstaréttar Noregs árið 1933 á eignarhaldi Birgis Jacobsen og kaupa norska ríkisins árið 1952 á eynni af erfingjum hans. Birgir átti ekkert í Jan Mayen. Verið getur, að alþjóðadómstóllinn í Haag mundi telja hefð komna á útþenslu Noregs inn í íslenzkt efna- hagssvæði. Dómstóllinn hefur fengið orð fyrir að vera hallur undir nýlendustefnu, ef hún hefur náð að festa sig'í sessi. Jón Magnússon forsætisráðherra áskildi þó árið 1924 íslendingum jafnan rétt á Jan Mayen við hverja aðra. Og árið 1927 tilkynnti Jón Þorláksson forsætis- ráðherra, að Jan Mayen væri á íslenzku hafsvæði og tengdist íslenzkum efnahagsmunum. Slíkar yfirlýsingar kunna að vera lítils virði, þegar menn standa andspænis vel heppnaðri útþenslustefnu Noregs. Fráleitt væri þó annað en að láta reyna á gildi þeirra, sem og alla átta alda sögu afskipta íslendinga af Jan Mayen. Færi svo, að eignarhald íslands yrði viðurkennt, mundi það hvorki skerða efnahagslögsögu né hafs- botnsréttindi Noregs né Grænlands. Aðeins út- þenslusinnuðum Norðmönnum dettur í hug, að slíka frekju megi byggja á Jan Mayen. Öll þessi strandríki, Noregur, ísland og Grænland hafa rétt til óskertrar 200 mílna efnahagslögsögu í átt til Jan Mayen, óháð því, hver telst eiga eyjuna. Og sú lögsaga, sem þá er eftir við Jan Mayen, á að vera íslenzk. Sú skoðun byggist ekki aðeins á fornum landa- fundum eða formlegu eignarhaldi, heldur fyrst og fremst á þeirri staðreynd, að það eru íslendingar, sem frá ómunatíð hafa nýtt haf og land við Jan Mayen.Átta alda hefð er löng. Hkki er siður ljóst, að ísland á allan hafsbotninn umhverfis Jan Mayen. Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna er í stórum dráttumsammála um, að botns- réttindi strandríkja nái að 360 mílum út eftir land- grunni og landsökkli þeirra. Jan Mayen er á landgrunni íslands, næsta nágranna síns. Hún er eldfjallsey á Mið-Atlantshafshryggnum. Mikið hafdýpi skilur hana bæði frá Noregi og Græn- landi. Hún situr á landfræðilegum hluta íslands, að skilningi hafréttarráðstefnunnar. Vegna alls þessa er Jan Mayen íslenzk eyja. /—..... Zimbabwe/Ródesía: Frelsiö lyftistöng fyrir efnahagslff nágrannalanda Járnbraularlinurnar á milli Zim- babwe/Ródesíu og Mósambik eru afiur komnar i notkun og búið er að opna aftur brýrnar yfir Zambezi- fljótið en þar fer umferðin á milli Ródesiu og Zambiu um. Flug er aftur hafið á milli nágrannaríkjanna og Z.imbabwe/Ródesiu, simi, skeyti og telexsendingar eru aftur hafnar. Þannig er þetta eða réttara sagt nokk- urn veginn. Þó flestir samgönguþa'ttir scu aftur farnir að snúast þá er talið að það nntni taka nokkra mánuði eða jafnvel ár þar tii samgöngurnar i syðri hluta Afríku verða aftur koninar i eðlilegt horf. í þeim efnum var Ródesia nefnilega miðpunktur- inn. Kunnugir segja að ef stjórn þeirri, sem við tekur í Zimbabwe/- Ródesiu, takist að halda vel á spilun- um þá muni það hafa veruleg áhrif á cfnahagslif viðkomandi landa. í fvrsta lagi verði þá hætt að sprengja brýr og járnbrautarlinur og landa- mærin haldist opin áeðlilegan hátt. í öðru lagi mun takast að draga úr þvi gifurlega efnahagslega óhagræði sem lokun landamæra Ródesiu á undan- förnum árum hefur haft. Er þá ekki einvörðungu átt við óhagræðið fyrir ibúa Ródesiu heldur ekki siður fyrir |>a sent búa í nágrannaríkjununt. Zimbabwe/Ródesia er ekki einu sinni það riki sent verst hefur orðið úti vegna Itinna óeðlilegu santgangna nteðan landamærin voru lokuð. Zantbia hefur lent i niiklum efna- hagslegum erfiðleikum vegna þessa ástands. Auk annarra erfiðleika Itefur þetfa valdið þvi að landið er nú á ntörkum þess að vera gjaldþrota og lutngursneyð voflr ylir. Mósambik tapaði cinnig ntiklum tekjum þegar hætt var á sínum tinta að llytja vörur að og frá Ródesíu þar i gcgn. Auk þess ntá nefna að ríki eins og Botswana, Zaire og Malawi hafa öll átt við verulega flutningaerfíA- leika að etja. Járnbrautarkern Ródesiu var allt frant á siðustu ár undirslaðan undir CtkZ7 alla flutninga til og frá Zaire og Zantbiu. Útflutningur á kopar og innflutningur á ýntsum nauðsynjum fór um Ródesíu og þaðan að og frá Itöfnum i Suður-Afríku og Mósant- hik. Járnbrautarkerfi Ródesíu varð sérstaklega ntikilvægt cftir að borgarastvrjöldin i Angóla hófst er landið hlaut sjálfstæði árið 1975. Þá rofnaði santbandið sent verið hafði um Benguela-járnbrautarlinuna, sent liggur um Angóla. Átök ntilli striðandi al'la i Angóla blossa silellt upp aftur og Benguelabrautin hefur tæpast komizt i gagnið aftur. Nokkur bót var það fyrir Zambm þcgar Kinverjar lögðu járnbraut frá norðurhluta landsins til hafnarinnar i Dar-es Salaam í Tanzapiu. Það nægir þó engan veginn til að anna allri flutningaþörf Zanibíu, einkum vegna þess að bæði hafa bilanir verið tíðar á járnbraularlínunni og svo er alkasta- gela hafnarinnar i Dar-es Salaam of lítil. Þetta vandræðaástand i flutninga- tnáliim til og l'rá Zambiu hefur valdið þvi að jalnvel þungavara, eins og varahlutir, bifreiðir og olíufarmar, hefur verið flutt með flugvélum. Óneitanlega kostnaðarsamt fyrir þá scm flutningskostnaðinn eiga að greiða, ekki sizt ef það eru fátæk Al'rikuríki. Zambiustjórn stóð fyrir lokun landamæranna að Ródesht árið 1973. Hins vegar neyddist hún (il að opna þau aftur 1978 þegar Benguelabraut- in lokaðist og erfiðleikarnir með höfnina i Daræs Saalam koniu í Ijós. Þá vildi Ródesiustjórn ekki taka aftur upp l'yrri samskipti vegna sluðnings Zambiustjórnar við skæru- liða i Ródesíu. Þrátt fyrir opinbert ferðabann á milli Ródesiu og Zambíu voru ýmsar lciðir nolaðar til að komsl fram hjá þvi. Með þvi að lara með ferju yfir Zambezifljótið og nokkra krókaleið þá koniust bifreiðir þar á milli. Aðcins var skipti um skrásetningar- spjöld á bifreiðunum þegar þær fóru yfir landamæri rikjanna. Ymsar l'leiri leiðir voru notaðar til að komast fram hjá hinu opinbera banni. Nú virðist aftur á móti.vera koniin bjartari tið i þessum efnum. Ferju- leiðir og brýr hafa aftur verið opnaðar og nú þarf ekki að flytja vörur fram og aftur á kostnaðarsam- an hátt cftir leiðum sem stjórnvöld viðurkenndu ekki opinberlega að væru til. Ekki má þó gleyma þvi að ekki er nægilegt að opna landamærin. Gera verður við járnbrautarlinu, vegi og brýr auk þess sem endurnýja verður bæði flutningabifreiðir og eimvagna og llutnignavagna járn- brautanna. Ef tækist að byggja upp flulninga- kerfið i suðurhluta Afriku á tiltölu- lega stuttum tíma þá mundi það hafa mjög mikilvæg áliril' á efnahag land- anna þar eins og áður sagði Til dæmis hefur verið reiknað út að í Mósambik mætti efna til eitt hundr- að þúsund nýrra starfa ef aftur væri liafin flutningastarfsemi frá Zimba- bwe/Ródesíu þar i gegn. Auk þess mundu gjaldeyristekjur landsins aukast mjög. Auk þess mun Zimbabwe/Ródesía njóta góðs af tekjum vegna flutninga þar i gegn Irá Zambiu og Zaire, Zambía og Malawi njóta siðan auð- vitað góðs al' ódýrara, hagkvæmara og öruggara flutningakerfí. 7 z m&fb ,/' * ,

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.