Dagblaðið - 05.03.1980, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980.
Hvað er að gerast
í Afganistan?
Eitis og flestir vita hafa aðgcrðir
Sovétrikjanna i Afganistan valdið
Itarðnandi átökuni stórveldanna i al-
hjóðlegum stjórnmálum.
Nýlega fór fram opinher untræðu-
fundur iint þessa atburði i Hclsinki,
sem á ntargan hátt var mjög merki-
legur og gefur nokkuð góða lutg-
ntynd um það sent er að gerast i þess-
um heimshluta.
i þessum greinarstúf ætla ég að
leitast við að endursegja nokkuð af
þvi sem þar fór frant, el' vera mætti
að þessar upplýsingar gæfu niönnum
glcggri ntynd af þessunt atburðum.
Mistök
byltingarmanna
Eva Nyberg er fréttantaður við
finttska rikisútvarpið og hún hefur
dvalist í Afganistan unt tinta og tekist
að ntynda sér nokkuð glögga hug-
mynd unt þróunina þar frá april
1978.
I ýðræðisflokkúr afþýðlt (PDPA
stytting á enska heiti flokksins) tók
völdin nteð byltingu i landinu i apríl
1978.
I.ýst var yfir lýðræðislegum breyt-
ingunt á skipan jarðnæðis í landinu
og ólæsi skyldi útrýntt, en það var
95°A> nteðal karlmanna og 99%
mcðal kvenna.
Nýskipan jarðnæðis var orðin
óhjákvæntileg, lénsskipulagið í land-
inu hal'ði gengið sér til húðar.
En hér byrjaði byltingarflokkurinn
ntistökin, ungir byltingarmenn frá
höfuðborginni Kabúl voru sendir út i
sveitir landsins til að aðstoða við ný-
skipan landbúnaðarins, ftestir nteð
litla eða enga kunnáttu á þeint ntálurn
að baki.
Afganistan er citt strangtrúaðasta
múhameðstrúarriki heints, en þegar
tekið var til að útrýnta ólæsi hófu
byltingarmenn samkennslu karla og
kvenna i stórum hópunt, sent brýtur
gegn kenningunt múhameðstrúar-
ntanna.
Byllingarstjórnin lýsti þvi yl'ir að
Itún hefði ekkert við múhameðstrúna
að athuga, á santa tínta og hinunt
heilaga græna lit Múhameðs i þjóð-
fána landsins var eytt og rauður litur
með merki PDPA settur í staðinn.
Ætlun að
myrða Amin
Grindverk unthverfis moskurtiar
voru máluð rauð, voru áður græn, og
rauðunt fánunt var komið fyrir á
moskunum.
Pegar svo byltingin hélt upp á árs-
afntælið i april 1979, þá fyrirskipuðu
byltingarmenn að allar Iturðir i Kabúl
skyldu ntálaðar rauðar, voru grænar
fyrir.
Ett málningin var dýr og til þess að
spara þá þynntu húseigendur liiitttt
riflega með vatni.
Alleiðingin er sú að tui eru flestar
luirðir í Kabúl nteð grisalit. Ástandið
versnaði stöðugt fyrir valdagrtcðgi
Hafbullah Amin sent stoðugt
sölsaðj undir sig mciri vökl.
Pegar Amin fékk veður af Iyrirætl-
ununi forsetans Mohamnted Taraki
unt að konta Aniin fyrir. kattarnef
varð Antin l'yrri til og lét myrða
Taraki.
Antin virðist Ital'a verið mikið
hörkutól og beitti flugvélaárásunt
gegn stjórnarandstöðunni og að
minnsta kosti einu sinni lét hann flug-
vélar varpa napalm-sprengjuni yfir
andstæðinga sina.
Juliani Westntan cr sérfróður unt
alþjóðamál hjá finnska útvarpinu og
liatin setur þróun mála i Afganistan í
alþjóðlégt santhengi.
Þegar 1957 fara Bandarikjamcnn
að scilast til áhril'a i Austurlöndum
fjær, scm m.a. kont frant i hernaðar-
ihlutun Bandárikjanna i l.ibanon.
Eftir ósigur Bandaríkjamanna i
Vietnant hafa þeir lial't Itægt uni sig
unt hrið, en virðast litið Itafa lærl af
Vietnant.
Helst virðast USA vera harmi
slcgin yfir óförunt sinuni þar og bíða
tækifæris til þess að sýna styrk LISA
á alþjóðavettvangi.
Westntan telur alveg Ijóst að USA
hafi verið vel á veg koniin i undirbún-
ingi sínunt að iltlutun i ntálefni
Afganistans og að þau Itafi þar
siuðst við innlend ÖIT
Eva Nyberg telur að byllingin i
Afganistan hal'i verið framkvæmd al
l'ólki sent kontið var ögn lengra á
menningarbrautinni.
PDPA er lítill borgaralJokkur ttg
félagsmcnn eru aðallcga kennarar og
blaðantenn, segir Nyberg, og þessir
nienn styðjast aðallcga við slagorð,
„öreigar allra landa, sameinist”
o.s.frv.
1% af ibúunt Afganistans ertt
verkamenii svo slagorð af þessu tagi
ciga sér erfitt tippdráttar nicðal
þjóðarinnar.
Eva Nybcrg segist hal'a það óþægi-
lcga á tilfinningunni að byltingin Ital'i
ckki vcrið gerð l'yrst og frentst til að
auka vcllíðan alntennings i landinu,
Itcldur al' eiginhagsniunaástæðum
valdahópsins innan PDPA.
í sjálfheldu
Tæplega verður ástaitdið bctra nú.
eftir tilkontu sovésks Iterliðs í land-
„Aftur á móti eru Sovétríkin komin í al-
gera sjálfheldu í þessu máli...”
Kjallarinn
Borgþór S.
Kjæmested
imi, slikur sósíalismi niiin alla tið
vckja tortryggni í auguni afgana, scm
lial'a ntikla mcnningar- og þjóðartil-
finningu.
I ftir vináttu- og varparsanining
sovéimanna við Al'ganistan þá áttii
Sovétrikin aftur á móli larra kosta
völ þcgar hjálparbciðnin barst l'rá
þessum litla byltingarltópi scm þó fcr
mcðopinbcrt vald i landinu.
Allir svipaðir sauiningar Sovétrikj-
anna við önnur lönd licfðu glalað
gildi sinu Itcfðtt Sovélrikin hafnað
hjálparbeiðninni og gcrt Sovétrikin
óábyggileg gagnvart öðrum rikjuni á
sviði alþjóðantála.
Aftur á möti cru Sovétrikin komin
i algera sjálfheldu í þcssu máli og ciga
crliða leið út úr stöðunni sent
tnyndasl hcfur.
I lcstir virðast þó sammála uttt að
hér sé hin Itarða barálta scnt spáð var
i upphafi 8. áratugaritts um oliuna að
hefjast fyrir alvörti, ntcð ófyrirsjáan-
lcgum alleiðingum.
(Hyggt á finnskum blöóum og limarimm)
BorgþórS. Kjærneslctl.
ÍÞRÓTTASAMSKIPTIERU
FRIÐARSTEFNA í VERKI
Það hefur varla farið fram hjá les-
endunt dagblaðanna síðustu vikurnar
að ólyntpiuár er hafið. Ekki er það
santt eingöngu vegna vetrar-ólyntpiu-
leikanna sem voru í Bandaríkjunum
fyrir skemntstu, heldur miklu fremur
vegna þeirrar harðvítugu pólitísku
baráttu sent Carter bandaríkjaforseti
hefur vakið upp fyrir því að íþrótta-
fólk taki ekki þátt i sumarleikunum í
Moskvu vegna innrásarinnar i
Afganistan.
Nokkra liðsmenn hefur Carter
eignast á fslandi, og hefur mátt sjá þá
geysast fram í blöðunum. Skrifum
þessara bannriddara er tvennt sam-
eiginlegt: pólitísk vanstilling og
þekkingarskortur á meginatriðum
ntálsins að því er varðar sjónarmið
iþróttahreyfingarinnar. Þetta er að
vonum. Þessir krossriddarar eru fyrst
og fremst sjálfskipaðir vandlætarar
sem starfa ekki i iþróttahreyfingunni
og vilja ekki skilja sjónarmið
iþróttafólks og hinnar alþjóðlegu
íþróttahreyftngar. Þeim er t.d. um
ntegn að draga nokkrar vitrænar
ályktanir af þeirri staðreynd að bæði
islenska ólympiunefndin og iþrótta-
hreyfingin í heild eru einhuga i þessu
rnáli, svo og Alþjóða-ólympiunefnd-
in og Alþjóðasamband ólyntpiu-
nefnda. lnnan allra þessara stofnana
eru fulltrúar með hin ólikustu stjórn-
málasjónarmið, en þeir eru í þessum
samtökum sem fulltrúar iþróttanna
og samcinast um markntið þeirra og
hugsjónir.
Undrandi á
Magnúsi Torfa
Ekki ætla ég mér að elta ólar við
öll skrif ólympiubannmanna i blöð-
unum, enda margt af því svo hlaðið
ofstæki að ekki er umræðuvert.
Áberandi hefur verið samsöngur
pólitíkusa og presta í Morgunblaðinu
og er það orðin býsna hláleg sibylja.
En mér kom á óvart að Magnús
Torfi Ólafsson skyldi skipa sér í þessa
sveit. Ég hélt satt að segja að
skynsemin stæði traustari fótum hjá
þeim manni en nú blasir við. Það
hefur litið farið fyrir Magnúsi síðan
hann afdankaðist í pólitikinni og Óli
Jó fékk honum þægilegan bitling
þangað til nú að hann virðist t“lia sitt
helsta verkefni að úthellaólnóðri um
iþróttahreyfinguna og öfgafullum
stjórnmálaáróðri yfir blaðalesendur.
Er virkilega svona verkefnasnautt i
þessu náðuga embætti? Eða er þetta
kannski ríkisstjórnarboðskapur sem
blaðafulltrúinn flytur?
MTÓ er sár og reiður yfir fram-
ferði sovéskra stjórnvalda, það hljóta
allir ærlegir menn að vera þó að þeir
fyllist ekki pólitiskri móðursýki og
segi skilið við rök og staðreyndir. í
fyrsta lagi skrifar Magnús furðu
fávíslega um sovéska iþróttamenn.
Þetta slúður virðist hann fiska upp úr
einhverjum erlendunt blöðum þar
sem æsifréttamennskan hefur ráðið
ferðinni. Það gengur þvert á allar
staðreyndir að sovéskir íþróttamenn
noti meira af ólöglegum lyfjum en
íþróttamenn á Vesturlöndum. Það er
líka fráleitt að halda því frani að
sovéskum keppnisdónturum haldist
uppi að vera hlutdrægir eða að
keppnisreglum sé misboðið þar i
landi. (Sjá grein MTÓ i Helgar-
póstinum 8. febrúar.) Að vísu er
iþróttastarfið undir miðstjórn og
eftirliti sovétstjórnarinnar, en það er
lítilmannlegt að kasta rýrð á sovéskt
íþróttafólk og dómara eða þjálfara.
Ef MTÓ hefði kynnst slíku fólki vissi
hann að þetta fólk er sómi sins lands,
drengilegt í keppni og mannlegt i
samskiptum en ekki pólitískar
brúður. Það er hcldur engin sérgrein
austantjaldsrikja að brjóta áhuga-
mannareglur. Allir sem einhverja
þekkingu hafa á þessum málurn vita
að sama er uppi á teningnum hjá
Kjallarinn
Eysteinn Þorvaldsson
öllum hinum ríkari þjóðum á Vestur-
.Iöndum. Allt þetta er skylt að taka
fram, þvi að íþróttafólk i Sovétríkj-
unum býr líka við skert mannréttindi,
og við hjálpum þvi ekki með því að
neita samskiptum við það.
MTÓ skilur ekki fremur en breið-
fylkingin i Morgunblaðinu hvað sú
stefna iþróttahreyfingarinnar þýðir
að halda íþróttunum utan við pólitik.
Hann segir „Leikarnir i Moskvu eru
þegar orðnir rammpólitískir” og þess
vegna „gagnar ekki lengur að halda
því fram að Ólympíuleikum og
íþrójtum skuli halda utan við póli-
tik” (Helgarpósturinn, 25. jan.).
Annað hvort er þetta algert skilnings-
leysi hjá Magnúsi á sjónarmiðum
íþróttahreyfingarinnar eða þetta er
svokölluð hundalógik. Auðvitað eru
allir ólympíuleikar pólitískir að því
leyti að pólitískt kjörnir eða skipaðir
aðilar standa að þeim. Það er ekki
einu sinni hægt að italda Evrópumót
án þess að semja við pólitískt kjörin
yfirvöld einhverrar borgar. Það er
heldur ekki neitt sérlega spámannlegt
að tönnlast á því að iþróttum og póli-
tík hafi verið og sé blandað saman,
t.d. i alræðisríkjununt. Eigum við að
taka það okkur til fyrirmyndar og
gefa upp okkar stefnu?
Brjóta niður múra
Það sem íþróttahreyfingin á við er
það að hún ætlar ekki að láta stjórn-
málamönnum líðast að þeir taki
pólitíska ákvörðun um það hvort
iþróttamenn taki þátt i einu eða öðru
íþróttamóti. Ákvörðunin á að vera i
valdiiþróttafólksins sjálfs og frjálsra
samtaka þess. Og ákvörðunin um
þátttöku er tekin án tillits til þess
hverjir fara með pólitísk völd á
hverjum stað, auðvitað að þvi til-
skyldu að íþróttareglum sé fylgt og
öryggi tryggt. Þetta virðist hinum
pólitisku krossriddurum gjörsam-
lega um megn að skilja eða þá að
þeir vilja ekki sætta sig við þetta
sjónarntið. Það er þess vcgna
afskræming á raunveruleikanum
^ „Ólympíuhugsjónin og öll íþróttasam-
skipti eru nefnilega sú árangursríkasta
friðarstefna í verki, sem heimurinn hefur eign-
ast.”
þegar MTO segir: „Urþvísem kontið
er verður um það citt spurt, hvoru
megin ólympiunefndir og sérgreina-
santbönd skipa sér. .i móti böðlum
Afganistans og kvolurum Sakhar-
ofs eða með þenn.” (Helgarpóstur-
inn, 25. jan.). Hér er Magnús enn
ofstækisfyllri en Carter. Það er
heimskulegt að þykjast vera þess
umkominn að stilla íþróttafólki upp
við vegg á þennan hátt. Hann segir að
umræðurnar fjalli um „hvort
iþróttahreyfing heints geti látið sér
sænta að Ijá sig til áróðurs rikistjórn
sent stendur í árásarstríði út á við”.
Telur MTÓ og bannlið hans að þátt-
taka okkar og annarra i alþjóðlegunt
ntótum í Bandaríkjunum á árum
Vietnamstríðsins hafi verið þjónkun
við stríðsstcfnu Bandarikjastjórnar?
Þá segir Magnús að iþróttalcið-
togar hafi ekki „yfirsýn yfir frant-
vindu rnála utan sins sérsviðs”. Ég
veit satt að segja ekki hvert sérsvið
Magnúsar Torfa er, en svo mikið er
vist að það er ekki iþróttir. Hann og
aðrir forsvarsmenn iþróttabanns
skilja ekki að íþróttamenn vilja láta
samskipti sín brjóta niður þá rnúra
‘scm pólitikusar reyna að hlaða í
kringum þjóðir til að skipta þeim i
fjatidsamlegar fylkingar.
Þcss ntá sjá merki í íslenskum fjöl-
miðlum um þessar mundir að sumit
tclja sig þess umkomna að skopast að
markmiði iþróttahreyfingarinnar og
ólympiuhugsjóninni. En þegar hin
pólitíska óværa skríður af þessunt
mönnum, munu þeir sjá að valds-
menn ná engum árangri með því að
spilla þcssari stefnu. Þeir uppskera
aðeins aukna sundrung og meiri
ófrið. Ölympiuhugsjónin og öll
íþróttasamskipti eru nefnilega friðar-
stefna í verki og sú árangursrikasta
sem heimurinn hefur eignast.
Eysteinn Þorvaldsson
mcðl. i Ólympiunefnd
íslands
XV