Dagblaðið - 05.03.1980, Síða 20
20
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1980.
'eðrið
Sunnan og sfðan vestangola, smó-
ól eða slydduól vostan til og með
ströndum austanlands. Um 700
kBómetra suðaustur af Vestmanna-
eyjum er 980 millíbara lœgð ó
hreyfingu austur, önnur 980 millibara
djúp lœgð 700 kRómetra austur af
Nýfundnalandi ó hreyfingu aust-
norðaustur. Hiti breytist Iftið.
Veður klukkan sex I morgun:
ReykjavBt hssg broytileg ótt, skúr í
grennd, -1 stig, Gufuskólar suðvestan
4, ól ó siöustu klukkustund og -1 stig,
Galtarviti hœg breytileg ótt, skýjað
og 0 stig, Akureyri sunnan 2, slydduól
og 1 stig, Raufarhöfn sunnan gola, al-
skýjað, skyggni ógœtt og 0 stig,
Dalatangi suösuöaustan 4, alskýjað,
skyggni ógœtt og 2 stig, Höfn I
Hornafiröi suðaustan gola, súld og 2
stig, og Stórhöfði í Vestmannaeyjum
suðvestan 5, lóttskýjað og 2 stig.
Þórshöfn í Fœroyjum rigning og 4
stig, Kaupmannahöfn skýjað og -3
stig, Osló lóttskýjaö og -8 stig,
Stokkhólmur skýjað og -9 stig,
London lóttskýjað, mistur og 2 stig,
Hamborg skýjað og -4 stig, Parfa
heiðrikt og 1 stig, Madrid lóttskýjaö
og 6 stig, Lissabon hoiðskirt og 9 stig
og New York veðurskeyti vantar.
Ancilát
Ingimar Halldórsson lézt mánudaginn
25. febrúar. Hann var fæddur 2.
oklóber 1925. Foreldrar hans voru
hjónin Sigríður Slefánsdóttir og
Halldór Oddsson, sem nú lifir í hárri
elli. Ingimar vann við ýmis störf til
lands og sjávar, en sjómennskan varð
hans ævistarf. Ingimar verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag,
miðvikudag, kl. 13.30.
Inger Marie Juhlin lézt í Osló sunnu-
daginn 2. marz.
Stefán Kiríksson, Norðurgötu 54 Akur-
eyri, lézt í Fjórðungssjúkrahúsi Akur-
eyrar mánudaginn 3. marz.
Höskuldur Austmar bryti, Snælandi 4
Reykjavík, lézt mánudaginn 3. marz i
Borgarspítalanum.
Stefán Sturla Stefánsson verður
jarðsunginn frá Dómkirkju Krists
konungs, Landakoti, föstudaginn 7,
marz kl. 15.
Alþjóðlegur bæna-
dagur kvenna
Samkoma i Dómkirkjunni föstudaginn 7. marz kl.
20.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Fíladelfia
Almennar samkomur i kvöld og annaö kvöld með
Howard Anderson, kl. 20.30.
Kristniboðssambandið
Almenn samkoma verður I kristniboðshúsinu Bctania.
Laufásvegi 13 I kvöld kl. 20.30.
Benedikt Arnkelsson talar.
Fórnarsamkoma.
Allir hjartanlega velkomnir.
St. Einingin
Opinn fundur I kvöld kl. 20.30.
Systrakvöld.
Félagar mætið vel og stundvislega.
Æðstitemplar.
Fyrirlestrar
Háskólafyrirlestur
um kvikmyndir, sjónvarp
og þjóðlegt sjálfstæði
Sænski fjölmiðlafræðingurinn Ole Breitenstcin flytur
opinberan fyrirlestur i boði félagsvísindadeildar Há
skóla Islands fimmtudaginn 6. marz kl. 20.30 í stofu
201 i Lögbergi.
Efni fyrirlestursins er kvikmyndir, sjónvarp og
þjóðlegt sjálfstæöi.
öllum cr heimill aðgangur.
Árshátídlr
Árshátíð
Skaftfellingafélagsins
verður að Hlégaröi laugardaginn 8. marz og hefst með
boröhaldikl. 19.00.
Gestir kvöldsins verða Egill Jónsson alþingismaöur og
frú, Scljavöllum, Hornafirði.
Dagskrá:
1. Söngfélag Skaftfellinga syngur. fjórnandi Þor
valdur Björnsson.
2. Afmælisávarp, Jón Pálsson frá Heiði.
3. Ómar Ragnarsson skemmtir.
Hljómsvcit Hauks Þorvaldssonar frá Hornafiiði leikur
fyrir dansi.
Aðgöngumiðar verða seldir i Skaftfcllingabúð. Lauga
vegi I78.sunnudaginn 2. marz frá kl. 14—17.
Árshátíð Átthaga-
félags Strandamanna
í Reykjavík. Árshátíð félagsins vcrður i Domus
Medica laugardaginn 8. marz. Miöar afhentir og borð
tekin frá I Domus Medica fimmtudaginn 6. marz kl.
17-19.
Árshátíð
Sölumannadeild VR
Árshátíð sölumannadeildar VR verður haldin að
Hótel Esju II. hæð föstudaginn 7. marz kl. 19.00.
Matur — skemmtiatriði — happdrætti — dans. Miðar
fást hjá: Jóni Isakssyni, c/o Matkaup sími 82680 og
Jóhanni Guðmundssyni, c/o Davið S. Jónsson, simi
24333. Miðar verða að sækjast fyrir fimmtudags
kvöldiðó. marz.
Tifkymtsngar
Árnesingar
Alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson og Jón
Helgason verða til viðtals og ræöa landsmálin á eftir-
töldum stöðum:
Fimmtudaginn 6. marz: Brautarholt á Skeiðum.
Föstudaginn 7. marz: Félagsheimili Hrunamanna
Flúðum.
Allir viðtalstímarnir hefjast kl. 21.00.
Vilhjálmur Hjálmarsson
sáttasemjari í kjaradeilu
BSRB og ríkisins
Með visun til 5 mgr. I. gr. laga nr. 33/1978 um sátta
störf i vinnudeilum var Vilhjálmur Hjálmarsson. fyrr
verandi menntamálaráðherra, skipaður aðstoðarsátta
semjari 29. febrúar (il að vinna sjálfstætt að lausn
kjaradeilu Bandalags starfsmanna rikis og bæja og'
fjármálaráðherra f.h. rikissjóðs. Áður höfðu þeir
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands al I
mennra lifeyrissjóða, og Jón Erlingur Þorláksson.
framkvæmdastjóri Tryggingasjóðs fiskiskipa. verið
kvaddir i sáttanefnd til'aö vinna aö lausn þessarar.
kjaradeilu ásamt rikissáttasemjara. Var sú skipan
sáttanefndar gerð skv. I5. gr. laga nr. 29/I976. Mun
því Vilhjálmur Hjálmarsson taka sæti rikissáttasemj
ara i sáttancfndinni.
Nýr ráðunautur í
Leiðbeiningastöð
húsmæðra
Um mánaðamótin fcbrúar — marz verða starfs
mannaskipti á Leiðbeiningastöð húsmæðra hjá Kven-1
félagasambandi íslands. Sigriður Haraldsdóttir, sem.
verið hefur ráðunautur á Leiðbeiningastöð húsmasðra)
undanfarin 15 ár, tekur við nýju starfi hjá Verðlags
stofnun. Við hennar starfi tekur Sigriður Kristjáns
dóttir húsmasðrakennari. Hún starfaði áður við Leiö
beiningastöðina fyrstu árin cða frá 1963—65. Hún
hcfur siðan um árabil verið ritstjóri Húsfreyjunnar.
málgagns Kvenfélagasambands Islands. Er hún því
vel kunnug málefnum K.l.
Leiðbeiningastöð húsmæðra verður sem áður opin
alla virka daga, nema laugardaga, kl. 3—5. Svaraðer
fyrirspurnum varðandi heimilishald i sima 12335.
Kvöldsímaþjónusta
SÁÁ 81515
Kvöldsimaþjónusta SÁÁ hófst í júni 1979 með
hjálp Lyonsklúbbsins Fjölnis. Við símann situr einn
maður á vakt frá kl. 5—ll e.h. alla daga ársins og
leitast viðað leysa úr vandamálum fyrirspvrjenda.
Simanúmerið er 81515 — átta fimmtán fimmtán.
Happdrættí Bindindisfélags
ökumanna
Þann 15. febrúar sl. var dregið í happdrætti Bindindis-
félags ökumanna. Upp komu cftirtalin númer: 1500
Utanlandsferð með Útsýn, 2952 Mercur-tölvuúrf
3586 Fjölskyldumyndataka með stækkun, 0528
Slökkvitæki og reykskynjari. 2953 Hraðgrill, 3155 2
fólksbíladekk, 2827 Vatnsheldur sjúkrakassi, 0254
Rafmagnsborvél, 2245 Innskotsborð og stóll, 2549 '
Bílafylgihlutir.
Vinninga skal vitja á skrifstofu félagsins að Lágmúla
5, Reykjavík.
Námskeið
íþróttadeildar Fáks
verður haldið i húsum „Efri Fáks" mánudag—föstu-
dag í næstu viku kl. 6—8 (hvert kvöld) um byggingu
hrossa.
Kenndar verða allar mælingar hrossa, að dæma bygg-
ingu þeirra o.s.frv. Leiðbeinendur: Friðþjófur Þorkels-
son, Sigurður Haraldsson, Sigurður Sæmundsson og
Þorkell Bjarnason.
Tímarit vanræktasta
sjúklingahóps á íslandi
Blaðinu hefur borizt tímarit Gigtarfélags íslands. I.
tbl. 2. árg.
I timaritinu er m.a. grein um gigtarlyf ?ftir Jón Þor
stcinsson. yfirlækni á Landspitalanuni og grein um
skattlækkunarheimildir i nýju tekjuskattslögunum. til
handa þeim, er hafa orðið fyrir útgjöldum og tekju-
missi af völdum sjúkdóma m.a. gigtsjúkdóma. en gigt
sjúkdómar kosta sjúklinga. fyrirtæki og þjóðlelagið
stórar fjárhæðir árlega.
Einnig cru i timaritinu fréttir úr félagslifi Gigtar
félagsins. auk þcss scm Guðjón Hólm. forniaður
félagsins og Kristín Erna Ciuðmundsdóttir sjúkra
þjálfari rita i tímaritiö.
Gigtsjúkir eru i dag fjölmennasti og vanræktasti
sjúklingahópur á lslandi, og hefur Gigtarfélagið efnt
til happdrættis til styrktar stofnun endurhæfingar-
stöðvar.
Timarit Gigtarfélags lslands má fá á skrifstofu
félagsins að Hátúni 10 i Reykjavik. cn skrifstofan er
opin á niánudögum kl. 2—4 siðdegis.
Afmæii
Axel Thorsleinsson rithöfundur er 85
áraídag. Hann verður að heiman.
Akstur-Lagerstarf
Óskum eftir að ráða nú þegar ungan, reglusaman
mann til aksturs- og lagerstarfa.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
0RKA H/F
Síðumúla 32.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING
Nr. 44 — 4. marz 1980
Ferðamanna-
gjaldeyrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandaríkjadollar 406.00 407.00 447.70
1 Storlingspund 910.40 912.60* 1003.86*
1 Kanadadollar 355.30 356.20* 391.82*
100 Danskar krónur 7301.80 7319.80* 8051.78*
100 Norskar krónur 8217.80 8238.00* 9061.80*
100 Sœnskar krónur 9575.45 9599.05* 10558.96* '
100 Finnsk mörk 10749.30 10775.80* 11853.38*
100 Franskir frankar 9711.20 9735.10* 10708.61*
100 Bolg. frankar 1402.40 1405.90* 1546.49*
100 Svissn. frankar 23734.40 23792.80* 26172.08*
100 Gyllini 20710.60 20761.60* 22837.76*
100 V-þýzk mörk 22778.30 22834.40* 25117.84*
100 Lfrur 49.09 49.21* 54.13*
100 Austurr. Sch. 3185.60 3193.40* 3512.74*
100 Escudos 838.50 840.60* 924.66*
100 Pesetar 602.55 604.05* 664.46*
100 Yen 528.17 529.47* 529.47*
1 Sórstök dráttarréttindi 164.84 165.25* 181.78*
* Breyting frá síöustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.
d
DAGBLAÐIÐ ER SMAAUGLYSINGABLAÐIÐ
SIMI 27022
ÞVERHOLTI 11
D
Diskótekiö Dollý
er eins og óvæntur gjafapakki. Þú opnar
pakkann og út koma klassa hljóm-
flutningstæki, hress plötusnúður með
hressilegar kynningar. Síðan koma
þessar frábæru hljómplötur með lögum
allt frá árinu 1950—80 (diskó-ið, rock-
ið, gömlu dansarnir og fl.). Samkvæmis
leikir qg geggjað Ijósasjóv fylgja með (ef
þess ér óskað). Allt þetta gerir dans
lcikinn að stórveizlu. Diskótekið sem!
heldur taktinum. Simi 51011 (sjáumst).
1
Spákonur
8
Les I spil og bolla.
Sími 29428.
I
Kennsla
8
Kenni stæröfræöi
og eðlisfræði 9. bekkjar grunnskóla.
stærðfræði á fyrsta námsári mennta
skóla og alla efnafræði menntaskóla
stigsins. Uppl. ísíma 77830 og 12189.
I
Garðyrkja
Trjáklippingar.
Nú er rétti timinn til trjáklippinga.
Pantið timanlega. Garðverk. sínii
73033.
Þjónusta
Annast dúklagningar
og veggfóðrun. Látið meistarann tryggja;
gæðin. Hermann Sigurðsson, Tjarnar
braut 5. Uppl. í sima 51283 milli kl. 12
og 13 og 19 og 20.
Glerisetningar sf.
Tökum að okkur glerísetningar. Fræs-
um í gamla glugga fyrir verksmiðjugler
og skiptum um opnanlega glugga og
pósta. Gerum tilboð i vinnu og verk-
smiðjugler yður að kostnaðarlausu.
Notum aðeins bezta ísetningarefni.
Vanir menn, fljót og góð þjónusta.
Pantið tímanlega fyrir sumarið. Símar
53106 á daginn og 54227 á kvöldin.
Dyrasimaþjónustan.
Við önnumst viðgerðir á öllum tegund
um og gerðum af dyrasímum og innan
hússtalkerfum.Einnig sjáum við um
uppsetningu á nýjum kerfum. Gerum
föst verðtilboð yður að kostnaðarlausu.
Vinsamlegast hringið í síma 22215.
Geymið auglýsinguna.
Dyrasfmaþjónusta.
Önnumst uppsetningar á dyrasímum og
kallkerfum. Gerum föst tilboð í ný-
lagnir. Sjáum einnig um viðgerðir á
dyrasímum. Uppl. ísíma 39118.
Tek að mér flestar almennar
viðgerðir á t.d. bílum, heimilistækjum.
vélum og vélum í rriatvælaiðnaði. Uppl.
á vinnutíma í síma 54580, eftir vinnu-
tima í síma 52820.
Get bætt við málningarvinnu.
Uppl. í síma 76264.
Tek aö mér að skrifa afmælisgfeinar
og eftirmæli. Ennfremur að rekja ættir
Austur- og Vestur-lslendinga. Sími
36638 milli kl. 12 og 1 og 5 og 6.30.
Rafþjónusta.
Tek að mér nýlagnir og viðgerðir í hús,
skip og báta. Teikna raflagnir í hús.
Neytendaþjónusta. Lárus Jónsson raf-
verktaki, sími 73722.
Beztu mannbroddarnir
eru Ijónsklærnar. Þær sleppa ekki taki
sínu á hálkunni og veita fullkomið
öryggi. Fást hjá eftirtöldum:
1. Skóvinnustofu Cesars, Hamraborg 7.
2. Skóvinnustofa Sigurðar Hafnarfirði.
3. Skóvinnustofa Helga. Fellagörðum.
Völvufelli 19.
4. Skóvinnustofa Harðar, Bergstaða-
stræti 10.
5. Skóvinnustofa Halldórs, Hrísateig
19.
6. Skóvinnustofa Sigurbjörns, Autur
veri Háaleitisbraut 68.
7. Skóvinnustofa Bjarna Selfossi.
8. Skóvinnustofa Gísla, Lækjargötu 6
A.
9. Skóvinnustofa Sigurbergs. Keflavik.
10. Skóvinnustofan Dunhaga 18.
Tilkynningar
Labrador — Goldcn.
Fundarboð. Fimmtudaginn 6. marz. '80
kl. 20.30 verður haldinn stofnfundur Isl.
Retriever félagsins. Dagskrá fundarins:
Kosinn fundarstjóri, lausleg kynning á.
Retriever tegundum, hlýðninámskeið og
prófun, vinnuhundanámskeið og
prófun, ræktun Retriever hunda. Opnar
umræður. Kosin stjórn félagsins.
Fundurinn verður haldinn i fundarasal
FÍA (Félag isl. atvinnuflugmanna) Háa-
leitisbraut 68 (Austurveri) kl. 20.30).
I
Hreingerníngar
9
Hreingerningastööin Hólmbræöur.
Önnumst hvers konar hreingerningar,
stórar og smáar, í Reykjavik og ná
grenni. Einnig i skipum. Höfum nýja.
frábæra teppahreinsunarvél. Símar
19017 og 28058. ÓlafurHólm.
Hreingerningafélagið Hólmbræður.
Unnið á öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu
fyrir sama verð. Margra ára örugg
þjónusta, einnig teppa- og húsgagna-
hreinsun með nýjum vélum. Símar
50774 og 51372.
Þrif, hreingerningar,
teppahreinsun.
Tökum að okkur hreingerningar á
íbúðum, stigagöngum og stofnunum.
einnig teppahreinsun með nýrri djúp-
hreinsivél, sem hreinsar með mjög
góðum árangri. Vanir menn. Uppl. í
síma 33049 og 85086. Haukur og
Guðmundur.
Teppahreinsun Lóin.
Tökum að okkur hreinsun á teppum
fyrir heimili og fyrirtæki, einnig
stigahús. Við tryggjum viðskiptavinum
okkar góða þjónustu með nýrri vökva-
og sogkraftsvél, sem aðeins skilur eftir 5
til 10% af vætu í teppinu. Uppl. í símum
26943 og 39719.
Ilreingerningar.
Önnumst hreingerningar á ibúðum.'
stofnunum og stigagöngum. Vant og
vandvirkt fólk. Uppl. í simum 71484 og
84017,Gunnar.
Yður til þjónustu:
Hreinsum teppi og húsgögn með há-
þrýstitæki og sogkrafti. Við lofum ekki
að allt náist úr en það er fátt sem ste>r.‘.
tækin okkar. Nú, eins og alltaf 4í>ur,
tryggjum við fljóta og vandaða vinnu.
Ath., 50 kr. afsláttur á fermetra á tómu
húsnæði. Erna og Þorsteinn, sími 20888.
I
ökukennsla
Hvað segir simsvari 21772?
Reyniðað hringja..
8
Ökukennsla — æfingatimar.
Kenni á Galant ’79. Ökuskóli og öll próf-
gögn ef þess er óskað. Nemendur greiði
aðeins tekna tíma. Jóhanna Guðmunds-
dóttir ökukennari, sími 77704.
Ökukennsla, æfingatimar,
bifhjólapróf. Kenni á nýjan Audi,
nemendur greiða aðeins tekna tíma,
engir lágmarkstimar, nemendur geta
byrjað strax. ökuskóli og öll prófgögn ef
óskaðer. Magnús Helgason, simi 66660.
Get nú bætt við nemendum.
Kenni á vinsæla Mazda 626 árg. ’80 nr.
R-306. Nemendur greiða aðeins tekna
tima. Greiðslukjör ef óskað er. Kristján
Sigurðsson, simi 24158.
Ökukennsla — æfingatímar.
Kenni á nýjan Mazda 626, engir lág-
markstímar, nemendur greiða aðeins
tekna tíma. Ökuskóli og prófgögn ef
óskað er. Guðmundur Haraldsson, sími
53651.
Ökukennsla — bifhjólapróf.
Kenni á Mazda 626 árg. 79. Hringdu og
fáðu reynslutíma strax án nokkurra
skuldbindinga af þinni hálfu. Ökuskóli
og öll prófgögn ef óskað er. Eiður H.
Eiðsson, sími 71501.
Ökukennsla — æfingatímar.
Kenni á Mazda 929 79. Ökuskóli og
prófgögn ef óskað er. Ólafur Einarsson
Frostaskjóli 13, sími 17284.
Ökukennsla—Æfingatlmar.
Kenni á Volvo árg. '80. Lærið þar sem
öryggið er mest og kennslan bezt. Engir
skyldutimar. Hagstætt verð og greiðslu-
kjör. Ath. nemendur greiði aðeins tekna
tima. Simi 40694. Gunnar Jónasson.