Dagblaðið - 10.03.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.03.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. MARZ 1980. 7 Mildi að ekki hlauzt slys af fantaakstrinum „Það var mesta mildi að ekki jhlauzt slys af þessum fantaakstri,” sagði Magnús Einarsson aðalvarð- stjóri lögreglunnar í Reykjavík í gær. Sl. föstudagskvöld sá lögreglan i Reykjavík til Mustangbifreiðar og var aksturslag hennar dularfullt. Ökumaður Mustangsins sinnti ekki Stöðvunarmerkjum lögreglunnar og ók á glæfrahraða suður Kringlu- mýrarbraut. „Talið er að hraði bif- reiðarinnar hafi verið á milli 130 og 140 km,” sagði Magnús. ,,Á þessum tíma var mikil umferð í borginni.” Lögreglubílar fylgdu Mustangbíln- um eftir svo sem þeir máttu. Er komið var í Arnarneshæðina missti ,'ökumaður Mustangsins stjórn á bíln- um og ók á staur, kastaðist á lög- reglubíl og kastaðist síðan út fyrir veg. Þegar bifreiðin stöðvaðist var hún illa farin og hjól brotin undan. Ökumaður var ölvaður og slapp hann án meiðsla. -JH 1 Mustangbifreiðin cftir glæfraakslurinn *> DB-mynd RagnarTh. —--- Hásetidrukknaði erhannféll útbyrðis ámiðunum Sævar Jensson háseti á Gjafari VE 600 féll útbyrðis á föstudag og drukknaði. Báturinn var að veiðunt út af Ingólfshöfða og var verið að leggja netin. Sævar mun hafa ætlað að stytta sér leið og fór út um neta- rúllugat í stað þess að fara upp stiga. Talið er að hann hafi fallið útbyrðis er hann ætlaði að vega sig upp á efra þilfar utan á borðstokknum. Skipverjar sáu hann falla og var bátnum þegar snúið við. Háseti og skipstjórinn stungu sér í sjóinn, en Sævar var ósyndur. Þeir náðu honum og voru komnir um borð eftir tæp- lega 10 mínútur í sjónum. Sævar var þá látinn og báru lífgunartilraunir ekki árangur. Sævar var 31 árs að aldri, ókvæntur og barnlaus. Hann átti heima að Bergstaðastræti 28 í Reykjavík. - JH „Engin sameining bankafyrir þettaþing” segir Tómas Ámason „Verulegar tnubætur þarf aðgera i bankakerfinu en líklega verður ekki fjallað um þær á þessu þingi,” sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra, er fréttamaður DB spurði hvort á döfinni væri sameining ríkisbank- anna. Hann kvað þá aðgerðekki vera i sérstakri athugun nú en unnið yrði að henni með hliðsjón af næsta þingi. „í þeirri athugun yrði þetta mál skoðað sérstaklega en um ákvarðanir ræðst af því hvern stuðning samein- ing bankanna hefur þá meðal þing- manna,” sagði viðskipta- og banka- málaráðherra. - BS VASJUK0V SEGIR FRA REYNSLU SINNI KUPREITSHIK GEFUR K0ST Á FJÖLTEFU Evgeny Vasjukov, sem nú teflir á Reykjavikurskákmótinu, var aðstoðar- ntaður Anatóli Karpov, þegar hann tefldi við Kortsnoj um heimsmeistara- titilinn á Filippseyjum á dögunum. Frá þvi segir Vasjukov meðal annars i erindi sem hann flytur i MÍR-salnum næstkomandi þriðjudagskvöld. Þá ræðir Vasjukov um það sem ber hæst í skákheiminum um þessar mundir, sem og þátttöku sína í alþjóða- mótum. Þá mun Kupreitshik gefa kost á að tefla fjöltefli ef menn verða ekki mjög langorðir við Vasjukov og tími vinnst tii. Þeir sem hafa hug á þátttöku í því verða að hafa með sér tafl. - BS VANTAR FRAMRÚDU? trqp** BÍLRÚDAN Ath. hvort við getum aðstoöað. ísetningar á staðnum. SKÚLAGÖTU 26 SÍMAR 25755 0G 25780 iiyíilOroiQ sýnir Sikileyjarkrossinn ^kSs: Hér er barizt af hörku um hverja mínútu, og það gera engir lakari en Roger Moore og Stacy Keach. íslenzkur texti. Bönnuð innan 16 ára Sýrid kl. 5,7,9 og 11. IGERÐ TRÉLÍMS <§> J' J3 jv /# <?0y' í/: 1,- A Jfo C v,- t) ;Q & KRISTJAN O. SKAGFUÖRÐ HF Hólmsgata 4 Box 906 121 Reykjavík

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.