Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.03.1980, Qupperneq 4

Dagblaðið - 17.03.1980, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. MARZ 1980. DB á ne ytendamarkaði Leysir úr hvers kyns vanda Spurt um allt milli himins og jarðar hjá Leiðbeiningarstöð húsmæðra „Það er nánast spurt um allt milli himins og jarðar. 1 dag hringdi t.d. kona sem spurði hvað hún ætti að gera við þrjátíufætta pöddu sem hún rakst á á eldhúsgólfinu og önnur sem var í vandræðum með orð í sænskri prjónauppskrift,” sagði Sigríður Kristjánsdóttir, sem tekið hefur við Leiðbeiningarstöð húsmæðra af nöfnu sinni Haraldsdóttur. I.ciðbeiningarslöð húsmæðra cr rekin á vegum Kvenfélagasambands Íslands að Hallveigarstöðum og leysir úrvandmálum milli kl. 3 og 5 á daginn. Erfittum val á heimilistækjum „Annars er mikið spurt um leiðbeiningar um val á heimilistækjum. Það er ákaflega erfitt fyrir okkur að gefa leiðbeiningar því við getum ekki bent á ákveðnar ' vélategundir. Við verðum að styðjast við rannsóknir sem gerðar hafa verið á heimilis- tækjum á Norðurlöndum. Annars eru þær rannsóknir að hætta og oft á tíðum eru þau merki sem þar eru í gangi ekki til hér á landi. Einnig er mikið spurt um hvernig eigi að ná úr blettum. Auðveldara er að gefa leiðbeiningar um slíkt,” sagði Sigríður. Sigriður Kristjánsdóttir hefur tekið viö af nöfnu sinni Haraldsdóttur og svarar i simann milli ki. 3 og 5 á daginn hjá Leiðbeiningastöð húsmæðra. DB-mynd Bjarnleifur. í ritstjórn Húsfreyjunnar Hún er öllum hnútum vel kunnug hjá Kvenfélagasambandi íslands. Hún hefur verið í ritnefnd Hús- freyjunnar unt tultugu ára skeið og ritstjóri sl. tiu. ár. Kvenfélaga- Upplýsingaseðill til samanburöar á heimiliskostnaöi Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Pannig eruö þér orðinn virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von i að fá nytsamt heimilistæki. Kostnaður i febrúarmánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. m ifftiv Fjöldi heimilisfólks sambandið hefur annazt útgáfu á ákaflega fróðlegum bæklingum um sitthvað sem viðkemur heimilinu og heimilisrekstri. Má nefna bæklinga um glóðarsteikiningu, gerbakstur, sjálfvirkar þvottavélar, hreindýra- kjöt, nútírna mataræði, mat og hrein- læti og síðasti bæklingurinn fjallar um mataræði barna 1—7 ára. Þetta eru ódýrir bæklingar með mjög greinargóðum upplýsingum sem settar eru fram á auðskiljanlegan hátt. Bæklingarnir fást á skrifstofu Kvenfélagasambandsins að Hallveig- arstöðum við Túngötu. Við á Neytendasíðunni leitum oft til Leiðbeiningarstöðvarinnar þegar okkur verður svarafátt, sem kemur æði oft fyrir, og hefur jafnan verið greitt úr spurningum okkar. Við bjóðum Sigríði Kristjáns- dóttur velkomna til starfa og þökkum jafnframt Sigríði Haralds- dóttur fyrir ágætt samstarf á umliðnum árunr. -A.Bj. 38 FORSUDAII. Kjöt sem notað er í samsoðna rétti, til dæmis kálrétti, er ekki lagt í bleyti í rennandi vatni eins og í fyrri kafla forsuðu. Það er sett út í sjóðandi vatn og suðunni hleypt upp á því. Síðan er það skolað vandlega i köldu vatni. Sori kjötsins næst ekki. úr því nema með forsuðu en nauðsynlegt er að ná honum burt fyrir samsuðu með tií dæmis káli. - Laukur og kál er aftur forsoðið til að ná burt óheppilegum bragöefnum. Laukurinn og kálið er þá sett yfir til suðu i köldu vatni og fært upp úr soðinu við suðu. Grænkál og spínat er sett yfir til suðu i sjóðandi vatni og þegar sýður erkálið fært upp úr og skolað til þess, að það haldi sínum græna lit. Næst segir af blásuðu. Megrunarmatur í rauninni ekki annað en hollur og góður matur — en það ber að forðast sætindi og mikla fitu, borða sig aldrei pakksaddan og hreyfa sig meira sleppa ekki úr máltíðum, borða allar máltíðir en bara minna en ella. Þá má einnig benda fólki á að hreyfa sig meira en það gerir vana- lega ef það langar til að losna við aukakíló. Mælt er t.d. með rösklegum gönguferðum og sundi. -A.Bj. Sannfærð að búreiknings- hald leiðirtil spamaðar „Um leið og ég sendi janúar- seðilinn vil ég þakka fyrir fróðleik og uppskriftir. Ég hef hugsað mér að verða virkur þátttakandi því ég er alveg sannfærð um að búreiknings- hald er til sparnaðar. Að visu er janúar ekki mjög hár hjá mér núna. Það kemur til af þvi að kjöt og fisk þurfti ég ekki að kaupa. En febrúar bætir það sjálfsagt upp, þvíkomiðeraðstórinnkaupum.. .” segir m.a. í bréfi frá H.F.R. á Akureyri. Meðaltal í mat og hreinlætisvörum er rúml. 25 þúsund kr. á mann en fjölskyldan er þriggja manna. „Annar” kostnaður er hins vegar nærri 300 þúsund kr. Við erum sammála þessari Akureyrarhúsmóður að það leiðir óhjákvæmilega til sparnaðar að skrifa öll útgjöldin niður. -A.Bj. „Ég vil taka það fram um liðinn matur og hreinlætisvörur, að frúin var ekki heima, en þrátt fyrir það finnst mér þetta vera lágt,” segir í bréfi B.B. í Reykjavík er kom með febrúarseðlinum. B.B. er með 30.199 kr. að meðaltali á mann en fjölskyld- an er tveggja manna. Liðurinn ,,ann- að" hljóðar upp á 282.579 kr. „í liðnum „annað” er flugfar sem kostaði 52.200 kr. og hleypir það liðnum upp. Við hjónin þökkum ykkur góða Neytendasíðu. P.S. Hvernig væri að koma með upp- skriftir að megrunarmat?” Veitir víst ekki af megrunarmat Fleiri hafa beðið um uppskriftir að megrunarmat. Og víst er um það að margir þurfa á slíkum mat að halda — Annars er megrunarmatur ekki svo mjög frábrugðinn öðrum|mat,að öðru leyti en því að hann er sykur- snauðari og ekki eins feitur og venjulegur matur. Hins vegar er engum hollt að borða mikinn sykur, borða mikla fitu o.s.frv., þannig að hollur og góður matur er raunverulega megrunarmatur um1 leið. Óhætt er að ráðleggja fólki sem vill megra sig að borða allan algengan mat en sleppa sykri, kökum, gos- drykkjum (nema sykurlausum eða sykursnauðum) og mikilli fitu og gæta þess umfram allt að borða ekki of mikið. — Þá er einnig ráðlegt að

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.