Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.03.1980, Qupperneq 5

Dagblaðið - 17.03.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. MARZ 1980. 5 Baráttan um steinuliarverksmiðjuna: NEFND Á NEFND OFAN OG SVO KEMUR ÖNNUR — iðnaðarráðuneytið kannar hentugasta staðarval steinullarverksmiðjunnar Iðnaðarráðuneytið skipaði á föstu- dag nefnd til að kanna hugsanlega stofnun steinullarverksmiðju, sem til greina kemur að koma á fót á Sauð- árkróki eða á Suðurlandi, þá væntan- lega nærri Þorlákshöfn. Almennri könnun á hagkvæmni slikrar verksmiðju er nú lokið en hún var framkvæmd af Iðntæknistofnun íslands en kostuð af iðnaðarráðu- neytinu. Nefnd þeirri er skipuð var i gær er falið að kanna málið nánar og siðan að gera tillögur til ráðuneytisins um forsendur fyrir samanburði vegna staðarvals steinullarverksmiðjunnar — það er Sauðárkróks eða nágrenni Þorlákshafnar. Aðilar á báðum þess- um stöðum hafa lýst fullum hug sínum til að reisa slíka verksmiðju og þá með þátttöku rikisins. Þessi nefnd á að gera tillögur um forsendur fyrir staðarvali eins og áður sagði. Síðan mun ætlunin að skipa aðra nefnd til eða endurskipa sömu nefnd til að hafa umsjón með gerð samanburðarkönnunar á stað- setningu. Formaður nefndarinnar er dr. Vilhjálmur Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs rikis- ins. Við skipan manna i nefndina var þess gætt að sem flest sjónarmið ntundu koma fram, eins og til dæmis byggðasjónarmið, að því er kom fram hjá Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráðherra á blaðamannafundi á föstudag. -ÓG Lögregla og slökkvilið brugðu skjótt við á laugardag er brunaboði á Hótel Loftieiðum gaf til kynna að kviknað vœri í. Stutt varaðfara, sérstaklega fyrir slökkviliðið, sem erínœsta nágrenni hótelsins. Betur fór þó en á horfðist, því það var aðeins brunaboðinn sem gaf rangar upplýsingar en eldurinn var enginn. DB-mynd: Ragnar Th. g73j, Kvartmfludrekinn og öldungurinn — hlið við hlið á bflasýningu um helgina Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykjavíkur efndi til bílasýningar um helgina í húsa- kynnum Bílasölunnar Brautarinnar. Sýndir voru allir helztu rallbílarnir, kvartmilubíll sem er til hægri á mynd- inni og gamall og glæsilegur farkostur sem stendur við hlið kvartmiludrekans. Auk þess sýndu bilaumboð nokkra glænýja vagna. Hafsteinn Hauksson, félagi i Bif- reiðaíþróttaklúbbnum, sagði við DB að starfsemi klúbbsins hefði verið kynnt á sýningunni. Næst á dagskrá klúbbsins væri að kenna rallmennsku á sérstök- um rallökuskóla um mánaðamótin mai/april. Bæði verður bóklegt og verklegt nám fyrir nemendur og eftir það ættu menn að vera færir i flest röll. - ARH m LI r Komið og gerið reyfarakaup LAUGAVEGI 103 pjÍM Q \ m ih ip ff r REYKJAVIK Voríð að koma á Eskifirði: Blómin springa út í görðum Blóm eru farin að springa út í görðum á Eskifirði og litlu munar að hægt sé að taka upp rabarbara i grautar- eða súpulögun. Elztu menn niuna ekki eftir eins góðu veðri og verið hefur það sem af er þessum vetri. Eldra fólk óttast þó, að enn eigi eftir að gera slæmt kuldakast. Hefur það því undir- búið sig með torf tilbúið til að setja yfir útsprungna blómlauka sina. A.SI/Regína, Eskifirði. Búrfellsvirkjun: Vigdís á toppnum Starfsmenn hjá Búfellsvirkjun efndu til skoðanakönnunar um fylgi fram- bjóðenda til forsetakjörs. Úrslit urðu: Vigdís Finnbogadóttir 25 atkvæði Guðlaugur Þorvaldsson I2alkvæði Pétur Thorsteinsson 8 atkvæði Albert Guðmundsson 6 alkvæði Auðir seðlar 1, ógildir 0. Aðrir fengu ekki atkvæði. - ARH SKIPPER siglinga og fiskileitartæki frá SIMRAD lausn sem skipstjóranum líkar! SKIPPER 802 8 tommu þurrpappír, 4 aðalsvið að 2100 metrum, Ijóstölu dýpisteljari innbyggður, rofi milli metra, faðma og fet. Spenna 10,5 — 48 volt jafnstraum eða 220 volt riðstraum, 750 watta sendiorka. SKIPPER 603 6 tommu þurrpappír, 4 aðalsvið að 1100 metrum, sambyggður Ijostölu dýpisteljari, 300 watta sendi- orka, spenna 11—40 volt jafnstraumur. SKIPPER 701 4 tommu þurrpappír, dýptarsvið að 560 metrum, 100 watta sendiorka, 50 kilóriða tíðni, 11-40 volta jafnstraumur. SKIPPER DX 60 rása Duplex örbylgjustöð, sendiorka 25 wött og 1 watt, auðveld að koma fyrir á vegg, borði eða i loft, 24 volta jafnstraumur. SKIPPER SJÁLFSTÝRING Sjálfstýring i allar gerðir báta, hentugar við allar gerðir kompása. FRIDRIK A..JÓ.VSSO.V HF. BRÆÐRABORGARSTIG 1 SIMAR 14135 - 14340

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.