Dagblaðið - 17.03.1980, Side 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. MARZ 1980.
Þolinmæði skattgreið-
enda eru takmörk sett
Kjallarinn
Það er ekki að undra þó margir
beri kvíðboga fyrir hvernig nýju
skattalögin muni leika skattborgar-
ana, því flestum ber saman um að
varla sé hægt með nokkurri vissu að
sjá fyrir hver útkoman verður fyrr en
eftir mitt ár þegar úrvinnsla framtala
liggur fyrir.
Þegar þetta er skrifað liggur enn
ekki Ijóst fyrir hver skattstiginn
verður, — og því óvissuástandið enn
meira. Engu að síður er þessa dagana
á Alþingi verið að knýja frani af
a.m.k. nokkrum stjórnarsinnunt
heimildarákvæði til sveitarfélaganna
um aukið útsvar á skattgreiðendur
urn 5,1 milljarð kr., ef heimildin
verður fullnýtt.
Krumla stjórnvalda í
vasa skattgreiðenda
Reynslan hefur sýnt að flest
sveitarfélög hafa nýtt sér sambærilegt
ákvæði í lögum um lekjustofna
sveitarfélaga — og efalitið ntunu þau
gera það áfram — þannig að hér er í
reynd um að ræða auknar byrðar á
skattgreiðendur.
Enginn dregur í efa að mörg
sveitarfélög hafa átl í fjárhagserfið-
leikum, og nauðsyn er á að leita leiða
til að rétta hlut þeirra. En þeim
stjórnarsinnum sem nú leggja allt
kapp á aukið útsvar til sveitarfélaga
dettur ekki i hug að til sé önnur leið
til að rétta hag sveitarfélaganna nema
i gegnum vasa skattborgaranna.
Við heyrum títt talað um fjárhags-
erfiðleika sveitarfélaga og rikissjóðs.
En þegar leysa á þá, þá er sífelll
höggvið i sama knérunn — sótt í vasa
skattborgaranna, og iðulega gleymist
þá hjá stjórnvöldum að til er einnig
,annar vandi, en það eru fjárhags-
erfiðleikar heimilanna vegna síauk-
innar skattbyrði.
Samræmist 5 milljarða
útsvarshækkun stjór-
narsáttmálanum?
Það er reyndar fróðlegt fyrir
stjórnarsinna að fletta upp i stjórnar-
sáttmála sínum nú þegar þeir éru í
þann mund að leggja aukið útsvar á
landsmenn. En i kaflanum um kjara-
mál stendur að alhuguð verði lækk-
un útsvars á lægstu tekjum. — Og
það vekur reyndar furðu að slíkt
ákvæði stjórnarsáttmálans skuli hafa
farið framhjá formanni Verka-
mannasambandsins, Guðmundi J.
Guðmundssyni, þegar hann nú er
einn af þeim sem ganga í lararbroddi
fyrir þvi að heimild fáist til útsvars-
hækkunar.
Og þess heldur þegar formaður
Verkamannasambandsins lætur ekk-
ert tækifæri ónotað til að kynria sig
sem sverð og skjöld láglaunafólksinsj
i Iandinu. — Það hefði farið betur á
þvi, að hann athugaði það, að með
því að gerast meðflutningsmaður
slikrar tillögu var hann að skrifa upp
á hækkun útsvars á láglaunatekjur.
Ég er hrædd um að margt láglauna-
fólk, sem treystir formanni Verka-
ntannasambandsins vel fyrir að gæta
hagsmuna sinna hrökkvi illilega við
við slíka staðreynd.
Guðmundur J. Guðmundsson
hefur varla getað meint mikið nteð
orðunt sínum um að nýju skattalögin
væru heljarstökk út í náttmyrkrið, án
þess að nokkur þekki afleiðingarnar.
Þessi gjörð hans gefúr varla tilefni til
að ætla að hann kviði svo mjög af-
leiðingunum af stökkinu fyrir skatt-
greiðendur, þegar hann kippir sér
ekki upp við að skrifa upp á tillögu
um 5 milljarða aukna skattbyrði —
án þess að sjá fyrir hvar nýja skatta-
lagastökkið endar. Hefði það verið
nokkur goðgá fyrir formann Verka-
mannasambandsins og fleiri skatt-
glaða stjórnarsinna að doka ögn við
og sjá hvar okkur ber niður i stökk-
inu, áður en hlaupið er til með nýjar
skattaálögur á landsmenn?
Vandann má leysa án
aukinnar skattbyrði
l.jóst er hins vegar að finna verður
leið til þess að leysa fjárhagsvanda
sveilarfélaganna, en hann verður að
leysa á annan hált en með nýjunt
álögum á skaltgreiðendur. — Og það
er vel framkvæmanlegt ef vilji er lil
þess á Alþingi.
Ég hefi lagl fram tillögu á Alþingi
sem leysir fjárhagserfiðleika sveitar-
félaga, án þess að lil komi nýjar
álögur.
Tillagan miðar að því að á yfir-
standandi ári verði fjárhagsvandi
sveitarfélaganna leystur á þann hátt,
að þeir fái aukna hlutdeild í sölu-
skatlstekjum, sem gefur tæpa 4,5
milljarða króna. Sveitarfélögin fá nú
8,9 milljarða af 123 milljarða sölu-
skatlstekjum og er hér því um 50%
aukningu á söluskattstekjum til
sveitarfélaganna að ræða. Hér er þvi
um timabundna tilfærslu á fjármagni
að ræða niilli ríkis og sveitarfélaga.
Auðvitað er Ijóst að verði þessi til-
laga samþykkl þá skerðast tekjur
rikissjóðs að sama skapi — ef þær
verða þá ekki halaðar inn aftur á
skattstiganum þegar hann sér dagsins
Ijós.
í fjárlagafrv. núverandi ríkis-
stjórnar er um 5,2% hækkun að
ræða auk 26,4% hækkunar á tekju-
skötlum einstaklinga eða um 8 millj-
arða frá fjárlagafrv. minnihluta-
stjórnar Alþýðuflokksins.
Ef tillagan um þessa lekjutilfærslu
milli ríkis og sveitarfélaga nær fram
að ganga, ntun að sjálfsögðu ekki
standa á okkur alþýðuflokksmönn-
um að leggja frani tillögur um niður-
skurð á ntóli við afgreiðslu fjárlaga
— til að komast hjá fyrirhugaðri úl-
svarshækkun á landsmenn. Megin-
málið er einfaldlega það að komast
hjá þvi að leysa vanda sveitarfélag-
anna á kostnað skattgreiðenda —
þegar önnur leið er fær sem skilar
santa árangri fyrir sveitarfélögin.
Eru hagsmunir skatt-
greiðenda gleymdir?
Þessi tillaga unt tilfærslu á fjár-
ntagni kom stjórnarsinnunt úr veru-
Jóhanna Sigurðardóttir
legu jafnvægi og gátu þeir ekki gagn-
rýnt hana nteð efnislegunt röktim.
Þegar hún var til umræðu á Alþingi
töluðu suntir stjórnarsinna tim leik-
sýningu af minni hálfu, en það er iðu-
lega á Alþingi gripið til orðanna leik-
sýning og auglýsingaskrum, þegar
efnisleg rök erti engin við mörgunt til-
lögunt okkar alþýðuflokksmanna. Ég
læt ntér þessi orð í léttu rúnii liggja,
en læt skattgreiðendum eftir að
dænta livort hér sé um leiksýningu að
ræða — en eitt er vist að launaumslag
þeirra mun léttast verulega el' þessi
svokallaða „leiksýning” skilar ekki
þeint árangri sent aðer stefnl.
L.jóst ntá vera af því sem ég hcfi
hér að framan sagl, að til er l'ær leið
til að leysa vanda sveitarlclaganna,
án þess að auka skattbyrðina frekar.
— Ég hef trú á þvi að landsmcnn
nuini fylgjasl vel með liver niður-
slaða þessa máls verður á Alþingi.
En það virðist ekki vera vanþörf að
minna formann Verkamannasam-
bandsins á að þeir kjósendur scm
veittu honum brautargengi inn á Al-
þingi veittu honum það ekki siður til
að gæta hagsmuna skatlgreiðenda en
sveitarfélaga. — Hagsmunir. þeirra
gleymast oft, nema rélt l'yrir kosn-
ingar.
Jóhanna Sigurðardóllir
alþingismaður.
• „Ákvæði stjórnarsáttmálans hefur farið
framhjá formanni Verkamannasam-
bandsins, Guðmundi J. Guðmundssyni, þegar
hann nú er einn af þeim, sem ganga í farar-
broddi fyrir því, að heimild fáist til útsvars-
hækkunar.”
Handarniif fyrir
stjórnmálamenn
Vinsæll, bandariskur harmóniku-
leikari, Anthony Monde, kvartaði
sáran yfir þvi að þegar liann lék opin-
berlega þurfti hann að taka í höndina á
hundruðum ánægðra áheyrenda.
„Þetta gerði það að verkum að ég
var svo auniur í hendinni að ég gal ekki
leikið í þrjá daga,” sagði hann. Monde
þessi er sérlega uppfinningasamur
maðúr. Hann gerði sér lítið fyrir og
l'ann upp handarhlíf til þess að nola
þegar viðkomandi þarf að taka í
margar útréttar hendur. Hlífin er úr
vinyl, gúmmisvampi, með stálgrind.
Þelta hlífir ekki aðeins hendinni heldur
gefur mjög traustvekjandi handtak,
sem getur komið sér vel fyrir stjórn-
málamenn.
Harmónikuleikarinn gaf Margréti
Thatcher, forsætisráðherra Breta,
svona hanzka í fyrra, sem hún hefur
væntanlega notað í árangursríkri kosn-
ingabaráltu sinni. Nýlega gaf hann
varaforseta Bandaríkjanna, Waller
Mondale, sams konar hanzka.
Anthony Monde, uppfinningasamur
harmóníkuleikari, með hanzkann eða
handarhlifina sem hann hefur fundið
upp.
I Ameríku hafa þeir
„pungrottudag”
eins og mæðra-
og feðradag
í Bandaríkjunum eru alls konar sér-
stakir dagar sem haldnir eru meira og
rninna hátíðlegir, eins og t.d. mæðra-
dagur, pabbadagur, Valentínusar-
dagur, tengdamæðradagur. Siðasti
„dagurinn” sent komið hefur veriðá er
„pungrottudagur” (Male chauvanist).
Þykir ntörgum að þetta sé komið út í
algjörar öfgar og nú sé komið nóg.
Stungið var upp á að halda sérstakan
„ekki að gera handtak dag" ár hvert.
Þá er ætlazt til þess að allir haldi að sér
höndum og geri ekki nokkurn skap-
aðan hlul.
Margir hafa komið þessum og hinunt
„dögunum” á til þess að græða á
heillaóskakortum, sælgæti og blómum.
Hvort einhverjum lekst að græða á
slíkunt allsherjar iðjuleysisdegi skal
ósagt látið.
Úrvafíð er
„RENNDU
„Pigalle“
Fimm áttunda hljómborð C-C
Fullkomið sjálfspilarakerfi, sjálfvirkur bassi og
trommuheili. Sjö raddir: Flauta, Horn, Tromp-
ett, Wa Wa, Fiðla, Píanó og Hapsicord. Inni-
byggður 20W magnari og tveir hátalarar. Inn-
stunga fyrir heyrnartól. A þetta hljóðfæri er
hægt aö læra líka eins og venjulegt orgel og
nota venjulegar orgelnótur. Ótrúlega lágt verð.
HAMMOND
Vegna hagstæðs gengis dollaranns eru þessir
Rolls Roycar orgelana nú á mjög hagstæðu
veröi. Þau eru meó mjög fullkomnu sjálfvirku
kerfi, „heil hljómsveit með einum fingri“ og
hinn frábæra Hammondhljóm þekkja allir.
hjá okkur
VIDÍRÍN"
Fullkomiö sjálfsspilkerfi, eins fingurs spila-
kerfi m.m. Strengjasveit, rafmagnspíanó og
hapsicord. Mjög góður orgelhljómur. Ein
bestu kaup á markaónum.
Bjóðum nú á lækkuðu verði Kimball pfanó
og flygla. Amerisk gæðavara.
HUÓÐFÆRAVERZLUN FRAKKASTÍG16 SÍM117692
I
.1 >-Ji «»i linini i *. » ir<
'i 3 Á n i í I fc M