Dagblaðið - 17.03.1980, Síða 26
26
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. MARZ 1980. -
Spáfl er hœgri breytílegri átt á land-
inu í dag. Vffla láttskýjafl inn til lands-
ins.
Klukkon sex í morgun var léttskýj-
afl og —3 stig í Reykjavftt, Gufuskálar
—3 stíg og skýjafl, Galtarviti 0 stig og
lóttskýjafl, Akuroyri —1 stíg og al-
skýjafl, Raufarhöfn —1 og hoiflríkt,
DaLatangi 2 stíg og lóttskýjafl, Höfn f
Hornafirfli —1 stig og léttskýjafl,
Stórhöffli I Vestmannaeyjum 1 stíg
og heiflrfkt
Þórshöfn í Færeyjum alskýjafl og 5
stig, Kaupmannahöfn háifskýjafl og 0
stig, Osló —3 stíg og lóttskýjað,
Stokkhólmur —7 stig og hálfskýjafl,
London abkýjafl og 1 stíg, Hamborg
vantar, París skýjað og —3 stig,
Madrid skýjafl og — 1 stig, Lissabon
10 stíg og háKskýjafl og New York 3
stíg og skýjafl.
Andlát
Stefán F.iríksson, sem lézt 3. marz sl.,
var fíeddur 3. maí 1926 á Sveinsstöðum
i Lýtingsstaðahr. i Skagafirði. Foreldrar
hans voru Rut Ófeigsdóttir og Eirikur
Einarsson. Ólst hann upp í Skagafirði
til ellefu ára aldurs er hann flutti með
foreldrum sínum og systkinum til
Akureyrar, þar sem hann bjó siðan
allan sinn aldur. Hann vann framan af
við ýmis störf en gerðist umboðs- og af-
greiðslumaður Morgunblaðsins á
Akureyri árið 1962. Vann hann við það
starf til dauðadags. Eftirlifandi eigin-
konu sinni, Jódísi Kristínu Jósefs-
dóttur, kvæntist hann árið 1950. Eign-
uðust þau tvö börn, Eirík sem er
kvæntur og búsettur á Akureyri og
Huldu, sem er gift kona og búsett í Svi-
þjóð. Stefán er jarðsunginn frá Akur-
eyrarkirkju í dag kl. 13.30.
I.úövík Kristján Sigurðsson, Goðheim-
um I8, sem lézt 5. marz sl., verður
jarðsunginn i dag kl. 15.00 frá Foss-
vogskirkju.
Guðrún Þorsteinsdóttir, Keldulandi I,
var jarðsungin frá Fossvogskirkju i
morgun.
Illlllllllllllllllllll
Teppahreinsun Lóin.
Tökum að okkur hreinsun á teppum
fyrir heimili og fyrirtæki, einnig
stigahús. Við tryggjum viðskiptavinum
okkar góða þjónustu með nýrri vökva-
og sogkraftsvél, sem aðeins skilur eftir 5
til 10% af vætu í teppinu. Uppl. í símum
26943 og 39719.
Hreingerningafélagið Hólmbræður.
Unnið á öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu
fyrir sama verð. Margra ára örugg
þjónusta, einnig teppa- og húsgagna
hreinsun með nýjum vélum. Símar'
50774 og 51372.
Betúel Jón Betúelsson Görðum, sem
lézt 6. marz sl., var fæddur 17. april
1897 i Höfn i Hornvík. Foreldrar hans
voru Anna Guðmundsdóttir og Betúel
Betúelsson bóndi og kaupmaður. Árið
1919 kvætnist hann Kristjönu Jósefs-
dóttur frá Görðum i Aðalvík þar sem
þau stunduðu búskap þar til þau flutt-
ust til Reykjavíkur árið I947. Gerðist
Betúel Jón þá starfsmaður Landssima
íslands, þar sem hann vann um tuttugu
og fimm ára skeið eða meðan honum
entist heilsa. Þau hjón eignuðust fimm
börn og einn fósturson og eru þau öll
uppkomin og á lifi. Betúel Jón er jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju i dag kl.
13.30.
Svend A. Johansen stórkaupmaður
andaðist í Kaupmannahöfn 11. marz sl.
Jarðarförin hefur farið fram.
Ingveldur Guðfinna Baldvinsdóttir',
Skorhaga Kjós, lézt í Landspitalanum
15. marz sl.
Kristinn M. Þorkelsson bifreiðarstjóri,
Krummahólum 4, áður Stórholti 30,
verður jarðsunginn á morgun, þriðju-
dag, kl. 13.30 frá Fossvogskirkju.
Bogi Sigurðsson, Tómasarhaga 40, sem
andaðist 14. marz, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19.
marz kl. 3 síðdegis.
Aðaifundir
Aðalfundur
knattspyrnudeildar
Stjörnunnar
f Garðabæ
verður haldinn fimmtudaginn 20. marz næstkomandi.
Hefst hann í barnaskólanum klukkan 20.00.
Aðalfundur Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna
í Njarðvík
verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, mánudaginn 17.
marz kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál.
Blár mánudagur
Undanfarið hefur jass verið að endurlífgast á
Islandi. Jassistar hafa dustað ryk af hljóðfærum sinum
og hópazt til jassleiks á ýmsum stöðum borgarinnar.
en áheyrendur þyrpzt að hvaðanæva. Nú hefur verið
ákveðið að ná saman á einn stað þvi bezta sem verið
hefur á boðstólum i islenzkum jassi, og halda konsert
og danssýningu i Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld.
mánudag, undir heitinu Blár mánudagur. Til að jass
inn renni auðveldar niður verða gestum bornar rauðar
veigar ásamt ostaréttúm, og verða þær veitingar inni
faldar i miðaverði.
Þeir sem sjá um hljóðfæraleik veröa: Tríó Gvendar
Ingólfssonar, sem að þessu sinni verður skipað fjórum
hljóðfæraleikurum: Árni Scheving, víbrafónn; Guð
mundur Ingólfsson, pianó; Gunnar Hrafnsson, bassi
og Guðmundur Steingrímsson. trommur.
Þá mun koma fram hljómsveit skipuð: Graham
Smith. fiöla; Gestur Guðnason, gítar; Richard Corn,
bassi og Jónas Björnsson, trommur.
Hápunktur kvöldsins verður dansatriði lslenzka
dansflokksins, sem dansa mun frumsamda jassdansa.
Einnig er búizt við góðum gesti sem leika mun listir
sinar.
Af þessu má enginn missa, sem vill fá góða skemmt
un og fylgjast með. og fólki er bent á að hægt er að
ráðstafa borðum i síma 19636.
Danskur píanóleikari
heldur tónleika í
Norræna húsinu
Mánudaginn 17. marz kl. 20.30 heldur danski pianó
leikarinn Eyvind Moller tónleika i samkomusal
Norræna hússins. Eyvind Moller fæddist 1917, nam
við Konunglega tónlistarháskólann i Höfn, m.a. hjá
Victor Schioler, i Paris hjá Lazarre Levy og Yves Nat
og hjá Edwin Fischer í Sviss. Fyrst kom hann fram
1941 og frá 1945 hefur hann verið kennari við tón-
listarháskólann í Kaupmannahöfn. Eyvind Moller
hefur fariðfjölda tónlistarferða um Evrópu, bæði sem
einleikari og undirleikari og sém kammertónlistar
maöur og leikið inn á fjölmargar hljómplötur. Hann
fór einnig til Ameriku 1976 og lék þá m.a. sem einleik
ari með kammerhljómsveit Chicago-borgar. Hann
hefur tvívegis fengið Det danske grammofonpris. Á
tónleikunum í Norræna húsinu leikur hann verk eftir
Carl Nielsen, Beethoven (sónötu i As-dúr, op. 110).
Chopin og Mozart.
Kristilegi þjóðarf lokkurinn
andvígur öllum
vinveitingaleyfum
Á fundi, sem fulltrúar Kristilegu þjóðarflokkanna i
Noregi, Finnlandi og Danmörku á þingi Norðurlanda
ráðs sátu i Hallgrimskirkju kom fram að þeir berjast
mjög fyrir auknum hömlum á áfengisdreifingu. Lars
Korvald, fyrrum forsætisráðherra Norðmanna, lýsti
því svo að þeir væru algerlega andvigir öllum
vínveitingaleyfum („Konsekvent imod alle
bevillinger."). Þá lýsti finnski fulltrúinn andstöðu
þeirra við frjálsa ölsölu, að því er segir i frétta
tilkynningu frá Áfengisvarnaráði.
Jökarannsóknarfélag
íslands
Fundur verður haldinn i Domus Medica þriðju
daginn 25. marz 1980 kl. 20.30. Fundarcfni: I. Sig
finnur Snorrason jarðfræðingur flytur erindi með
skuggamyndum. Jöklar á Mýrum og Vatnsdalslón.
2. Kaffidrykkja.
3. Sigurður Þórarinsson sýnir skuggamyndir af hafis
við Island o.fl. Stjórnin.
Kvenfélag Bæjarleiða
Félagsmálafræðsla verður á fundinum þriðjudaginn
18. marz kl. 20.30 að Síöumúla 11. Mætið vel.
Skipadeild Sambandsins
Skip Sambandsins munu ferma til Islands á næstunni
sem hér segir:
ROTTERDAM:
Helgafell...................................26/3
Helgafell.................................. 10/4
Helgafell...................................24/4
ANTWERP:
Helgafell...................................11/3
Helgafell................................. 27/3
Helgafell...................................11/4
Helgafell................................. 25/4
GOOLE:
Helgafell.................................. 13/3
Helgafell...................................24/3
Helgafell....................................8/4
Helgafell.................................. 22/4
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell..................................15/3
Hvassafell..................................28/3
Hvassafell..................................17/4
GAUTABORG:
Hvassafell................................. 14/3
Hvassafell..................................26/3
Hvassafell..................................15/4
LARVIK:
Hvassafell.............................. 13/3
Hvassafell..................................25/3
Hvassafell..................................14/4
SVENDBORG:
Jökulfell...................................14/3
Hvassafell..................................27/3
Dísarfell....................................1/4
Hvassafell..................................16/4
„Skip"...................................Ca.20/4
HANGÖ/HELSINKI:
Dísarfell...................................26/3
Dísarfell................................. 25/4
GLOUCESTER, MASS.:
Skaftafell..................................18/3
Jökulfell....................................8/4
Skaftafell..................................18/4
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell..................................21/3
Jökulfell...................................11/4
Skaftafell..................................21/4
Thailandsfarar
snúnir heim
Fimm af þeim sex íslendingum sem
héldu til Thailands í desemberbyrjun
eru komnir aftur heim. Kom fólkið
hingað frá Evrópu þar sem það hefur
verið í hálfsmánaðar frii. Sjötti ís-
lendingurinn, Jóhannes Reykdal skrif-
stofustjóri DB, er hins vegar enn fyrir
austan og verður til mánaðamóta.
DB hafði í morgun samband við
Björgu Viggósdóttur hjúkrunarfræð-
ing sem er ein fimmmenninganna. Hún
var þreytt eftir ferðina og varðist allra
frétta af árangri hennar. í dag verður
haldinn blaðamannafundur með fólk-
inu og skýrt frá dvölinni eystra.
- 1)S
Sveitarstjórnarmál
l.tbl. 1980
Sveitarstjórnarmál, l. tbl. 1980, flytur m.a. grein um
Bláfjallafólkvanginn, eftir Kristján Benediktsson,
borgarfulltrúa , Hrólfur Ásvaldsson, viðskipta
fræðingur á Hagstofu Islands, skrifar um nýtt form
undir ársreikninga sveitarfélaga, Zóphónias Pálsson,
skipulagsstjóri rikisins, um nýja byggingarreglugerð
og Guttormur Sigurbjörnsson, forstöðumaður Fast-
eignamats ríkisins um fasteignamat og álagningu
fasteignaskatta á árinu 1980. Finnbogi Jónsson,
verkfræðingur i iðnaðarráðuneytinu á grein um
þjóðhagslegt gildi orkusparnaðar, Björn Sveinbjörns-
son, deildarverkfræðingur i Iðntæknistofnun Islands
kynnirstaðlaog notkun þeirra, Hafsteinn Þorvaldsson.
bæjarfulltrúi á Selfossi, skrifar um iðngarða á Selfossi,
Haraldur Gislason, framkvæmdastjóri, um
sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Guðrún Halldórs
dóttir skólastjóri ritar greinina. Námsflokkar Reykja
vikur fjörutíu ára. Birtar eru fréttir frá sveitar
stjórnum, samtöl við oddvita, og Helgi Már Halldórs
son á grein um Sundskála Svarfdæla fimmtiu ára.
Sitthvað fleira efni er i þessu tölublaði. sem er 64
blaðsiður að stærð með litmynd úr Bláfjöllum á kápu.
GEIMGIÐ
GENGISSKRÁNING Ferðamanna-
NR. 48 — 10. MARZ1980 gjaidayrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandaríkjadollar 406,00 4» ‘ * • 407,00 447,70
1 Sterlingspund 900,60 902,80* 993,08*
1 Kanadadollar 350,20 351,10* 388,21*
100 Danskar krónur 7201,15 7218,85* 7940,74*
100 Norskar krónur 8116,75 8136,75* 8960,43*
100 Sœnskar krónur 9481,50 9504,90* 10455,39*
100 Finnsk mörk 10667,35 10693,65* 11763,02* C
100 Franskir frankar 9620,30 9644,00* 10608,40*
100 Belg. frankar 1386,85 1390,25* 1529,28*
100 Svissn. frankar 23525,30 23583,30* 25941,63*
100 Gyllini 20522,65 20573,25* 22630,55*
100 V-þýzk mörk 22502,45 22557,85* 24813,64*
100 Lfrur 48,44 48,56* 53,42*
100 Austurr. Sch. 3150,95 3158,75* 3474,83*
100 Escudos 831,95 834,05* 917,48*
100 Pesetar 600,15 601,65* 661,82*
100 Yen 163,71 164,11* 180,52*
1 Sérstök dráttarréttindi 524,85 628,14*
* Breyting fré sfflustu skráningu. Sfmsvari vegna gengisskráningar 22190.
Grípið simann
gerið góð
kaup
Smáauglýsingar
WBIABSINS
Þverholti11 slmi 2 70 22