Dagblaðið - 17.03.1980, Side 32

Dagblaðið - 17.03.1980, Side 32
Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður: „ Tímabært aö athuga skiptingu F\ug\eiöaf" — milli Evrópuf lugs og innanlandsf lugs annars vegar og Atlantshafsflug hins vegar „Ég tel fyllilega tímabært, að stjórnvöld taki það til alvarlegrar at- hugunar að Flugleiðum hf. verði skipt aftur,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður í viðtali við DB i morgun. Hann er einn þeirra fjögurra þingmanna sem falið hefur verið að fylgjast með og kanna rekstur flugfelagsins. Hinir eru Guð- mundur G. Þórarinsson, Sighvatur Björgvinsson og Matthías Á. Mathie- sen. „Þróun mála undanfarna mánuði og horfur benda til þess, að rétt sé að skipta félaginu á milli innanlands- flugs og Evrópuflugs annars vegar, og Atlantshafsflugs hins vegar,” sagði Ólafur Ragnar. Hann bætti við: „Forsvarsmenn Flugleiða hf. hafa lýst því yfir að ekki sé ákveðið að félagið haldi áfram Atlantshafsflugi eftir 1. október.” „Spurning er um það, hvort halda eigi þvi áfram og hver eigi þá að ann- ast það, þeir eða einhverjir aðrir. Það er þvi brýnt athugunarefni, að ríkis- stjómin og fulltrúar þingflokkanna íhugi það á næstu vikum, hvort stjórnvöld eigi að beita sér fyrir því að Flugleiðum verði skipt upp. Enda sýnist ýmislegt í starfsemi félagsins inn á við og stjómun geta gert það óhjákvæmUegt að rjúfa sameining- una, sem gerð var fyrir hálfum ára- tug,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Flugleiða- mennfarnir til viðræðna við Lux- emborgar- menn — stuðningur yfirvalda íLuxemborgvið Flugleiðir kannaður Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða hf., örn Ó. Johnson, stjórnar- formaður, Sigurgeir Jónsson, stjórn- armaöur og Birgir Guöjónsson, deildarstjóri i samgönguráðuneytinu, fóru til Luxemburg i gærmorgun til viðræðna við flugmálaaðila þar. Rætt verður við stjórnvöld á tiug- málasviðinu og forystumenn flug- mála og meðeigendur í sameigin- legum flugrekstri fyrirtækja beggja landanna, íslands og Luxemburg. Viðræður þessar eru framhald af fyrri viðræðum, sem nýlega fóru frant. Ferðin er farin eftir að ríkis- stjórnin samþykkti aö veita Flugleið- um hf. rikisábyrgö fyrir rekstrarláni, einum milljarði króna, meö ákveðn- um skilyrðum. í síðastliðinni viku var átta manna vinriuhópur Flugleiðamanna og ráðu- neytismanna í viðræöum við flug- málayfirvöld í Luxemburg. Frá Flug- leiðum voru Sigurður Helgason, Alfreð Eliasson, örn Ó. Johnson og Sigurgeir Jónsson. Frá samgöngu- ráðuneytinu voru Brynjólfur Ingólfs- • son, ráðuneytisstjóri og Birgir Guö- jónsson, deildarstjóri. Frá utanrikis- ráðuneytinu voru Hörður Helgason ráðuneytisstjóri og Þorsteinn Ingólfs- son sendiráðunautur. Nú þegar er tap á Atlantshafsflug- inu og fyrirsjáanlegt tap á þessu ári. Þetta flug er því síöur en svo fjár- hagslegur ávinningur fyrir Flugleiðir hf. Hins vegar er þetta farþegaflug til Luxemburg verulegur þáttur í flutn- ingi ferðamanna, sem Luxemburgar- menn sækjast mjög eftir. Það sem meðal annars er verið að ræða er hvort Luxemburgarmenn vilja gefa okkur eftir gjöld af þessu flugi og jafnvel lála Flugleiðum í té stuðning, scm er tiltölulega útlátalítill fyrir þá en mikils viröi fyrir Flug-' leiöir. Sumt er hægt að gera með stjórnvaldsákvörðun en annað þarf lagaselningu til. -BS. Vorboðinn ijúfi er hann stundum kaUaður rauðmaginn þar eð hann kemur með vorinu. Þeirfyrir norðan og austan erufamir að veiða rauðmaga af fiillum krafti og þessi fjúfifiskur er nú kominn i verzlanir hér i Reykjavik. VUhjálmur Hafberg fisksali I Skipholti 70 heldur hér á rauðmaga sem kominn er alla leiðffá Raufarhöfh. KUóið af rauðmaganum kostar 600 krónur, ef hanner hreinsaður kostar hann 2000 krónur. Hérfyrir sunnan eru þeir rétt að byrja veiðarnar svo ennþá er aðeins Utiðmagn sem kemurfrá þeim. - ELA / DB-mynd Bjamleifur. Flest farandverkafólkið yf irgefur Þórkötlustaði: KVEÐJUHÓF ENDAR MEÐ ÓSKÖPUM „Það stóð yfir kveðjuhóf hjá far- andverkafólkinu í hraðfrystihúsinu Þórkötlustöðum i Grindavík á föstu- dagskvöldið, þegar hópur lögreglu- manna ruddist þar inn. Einn farand- verkamaðurinn fór ósköp rólegur til þess að tala við þá, en var umsvifa- laust snúinn niður í gólfið oghand- járnaður. Þá kom þar annar farand- verkamaður og mótmælti, en þá fór á sama veg fyrir honum og þeim fyrri.” Þetta sagði okkur Benedikt Sverrisson, einn úr hópi farandygrka- manna, sem fór ásamt fleirum t rútu til Grindavikur á laugardagsmorgun- inn til þess að sækja fólkið. Tólf íslenzkir farandverkamenn og allar údendu stúlkurnar níu hafa nú yfírgefið verstöðina. Benedikt sagði að alls hefðu þrir verið teknir fastir þarna um kvöldið. Þeir voru í fangelsinu í Grindavík um nóttina og í þrjár klst. i handjárnum. „Kvörtun kom frá Lofti Jónssyni, skrifstofustjóra hjá Þórkötlustöðum um að mikill hávaði væri. Hins vegar höfðu þeir 5 sem enn eru i verstöð- inni ekkert kvartað undan kveðju- hófinu. Farandverkafólkið sagði að allt hefði verið í rólegheitum þar til lögreglan kom. Jón Guðmundsson forstjóri fyrir- tækisins horfði á aðfarir iögreglu án þess að skipta sér af. Lögreglan var ekki með handtöku- eða húsleitar- heimild, en á undirstrikuðu skilti i verbúðinni stendur: Munið að þetta er ykkar heimili á meðan þið búið hér,” sagði Benedikt aðlokum. EVI. frfálst, áháð dagbJað MÁNUDAGUR 17. MARZ 1980. Skákmótið í Lone Pine: Jón L. sigr- aðiífyrstu umferð — Brown tapaði fyrir 14 ára janda sínum Jón L. Árnason sigraði stórmeistar- ann Christiansen frá Bandarikjunum í fyrstu umferð alþjóðlega skákmótsins i Lone Pine i Kaliforníu. Margeir Pét- ursson gerði jafntefli við Torre. Þau úrslit vöktu þó mesta athygli í fyrstu umferðinni að Brown stórmeistari tap- aði fyrir 14 ára landa sínum Benjamin og Miles stórmeistari tapaði fyrir Fedo- rovicich frá Bandarikjunum. í samtali DB við Jón L. Árnason í morgun sagði hann að þetta væri mjög sterkt mót með tuttugu og tveim stór- meisturum, tiu alþjóðlegum ineisturum og tiu titillausum skákmönnum. Meðal stórmeistara má nefna Bent Larsen frá Danmörku, Geller og Bala- shov frá Sovétríkjunum. Ghcorgiu frá Rúmeniu, Miles frá Englandi, Brown slaviu og Torre frá Filippseyjum. Flest- ir þessir kappar unnu í fyrstu umferð nema þeir Brown og Miles. Tefldar verða niu umferðir á skák- mótinu í Lone Pine. Lýkur mótinu i næstu viku. Að sögn Jóns L. Árnason- ar eru aðstæður sæmilegar og allar horfurá skemmtilegu móti. -Ó(í. Starfshópur á vegum iðnaðarráðuneytis: Æskilegt að minnka f lotann um þriðjung Núverandi floti fiskiskipa okkar er alltof stór, og rétt að minnka hann um þrjátíu af hundraði, segir í skýrslu starfshóps um skipasmíðaiðnaðinn, sem hefur starfað á végum iðnaðar- ráðuneytisins. „Fiskiskipafloti, sem nýtist ekki til fulls, táknar hærra fiskverð, lægra gengi og lélegri lífskjör þjóðarinnar en ella. Því er afar mikiivægt, að sem mest samræmi sé milli afkastagetu fiski- skipaflotans og afrakstursgetu fiski- stofnanna,” segir starfshópurinn. „Núverandi floti fiskiskipa er um 104 þúsund brúttólestir og endurnýjun- arverð hans um 520 milljarðar króna. Hagrænum og félagslegum markmið- um fiskveiða er vel fullnægt með 75 þúsund brúttólesta flota, heppilega samsettum, á endurnýjunarverði 375 milljarðar króna,” segir starfshópur- inn. „Óskynsamlegt er þvi að endur- nýja um 30% af þeim flota, sem íslend- ingar eiga nú. Er hér um að ræða flota, sem kæmi til með að kosta 145 miilj- arða að endumýja.” -HH. LUKKUDA6AR:' 16. MARZ: 23355 Kodak Pocket A1 myndavél 17. MARZ: 20797 Kodak Pocket A1 myndavél hringu I J \ 1

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.