Dagblaðið - 15.04.1980, Side 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980.
3
Frá mótmælum námsmanna við Alþingishúsið. DB-mynd: Árni Páll.
Aðeins 50-60% af lán-
unum endurgreiðist
—Hví skyldu námsmenn ekki taka á sig byrðar eins og aðrir?
Spurning
dagsins
Hvað finnst þér um
nýja bensínverðið
(430 kr.)?
Björgvln Ormarsson, blikksmíðanemi:
Það mætti vera miklu lægra. Minn bíll
eyðir svona 20 litrum á hundraðið hér i
bænum og það þýðir, að ég fer með á
milli 20 og 30 þúsund í bensín á viku.
Ég reikna þó ekki með að minnka
aksturinn.
Krlstófer Kristjánsson leigubilstjóri:
Þetta er alveg oröinn hreinasti glæpur.
Ég var að fá mér nýjan mjóg sparneyt-
inn bíl til aö sporna gegn þessu. Hann
evðir um það bil 11 litrum á hundraðið.
S.S. skrifar:
Ein af 14 breytingartillögum
Alþýðuflokksins við fjárlaga-
frumvarp Ragnars Arnalds var
lækkun á framlagi til Lánasjóðs ísl.
námsmanna, að upphæð 2 milljarðar
120 millj. kr. Lækkunin er við það
miðuð að framlag til Lánasjóðsins
frá sl. ári hækki sem nemur
verðbreytingum á milli ára. Sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi Ragnars
Arnalds er gert ráð fyrir að lán- og
styrkveitingageta sjóðsins verði tæpir
6 milljarðar á árinu 1980 þegar
greiddara hafa verið afborganir og
vextir. Framlag ríkisjsóðs hækkar því
um rúma 3,5 milljarða kr.
Alþýðuflokkurinn
frumkvöðull
Alþýðuflokkurinn var frum-
kvöðull að stofnun Lánasjóðs
íslenzkra námsmanna. Sjóðurinn var
stofnaður á viðreisnarárunum, þegar
Gylfi Þ. Gíslason var menntamála-
ráðherra og má þakka honum fyrir
að Lánasjóðurinn var í öndverðu
stofnaður. Markmið Gylfa með
stofnun Lánasjóðs ísl. námsmanna
var að tryggja efnaminna fólki
greiðari aðgang að framhalds-
menntun. Menntun hefur verið og er
að vissu marki enn forréttindi þeirra
sem meira mega sín. Tveir
megingallar þykja mér þó vera á
reglunum um Lánasjóðinn. Annar
gallinn er sá að tillit skuli vera tekið
til tekna námsmanns og maka við út-
reikning lánanna. Þetta hlýtur að
valda því að áhugi námsmanna á
vinnu yfir sumartimann minnkar.
Hinn gallinn er sá að aðeins er gert
ráð fyrir að 50—60% af lánunum
endurgreiðist samkvæmt skýrslu
stjórnar Lánasjóðsins. Þessu atriði
verður að breyta ef sjóðurinn á að
gegna hlutverki sínu í framtíðinni.
Allir verða að
taka á sig byrðar
Nokkrir námsmenn, sem hags-
muna eiga að gæta vegna Lánasjóðs
ísl. námsmanna, hafa lýst yfir
óánægju sinni vegna þeirrar breyting-
artillögu Alþýðuflokksins, sem ég gat
hér um að framan.
Alþýðuflokkurinn hefur lengi
hamrað á því í málflutningi sínum að
ef draga á úr verðbólgu og skapa hér
á landi heilbrigt efnahagslíf þurfi allir
að taka ásig byrðar um stundarsakir.
Hví skyldu námsmenn ekki gera það
einnig? Almennt verkafólk hefur nú
orðið fyrir 5% kjaraskerðingu og
ríkisstjórnin þyngir stöðugt skatt-
byrði þessa fólks. Námsmenn verða
að gera sér grein fyrir að ekki er
endalaust hægt að ganga í vasa skatt-
greiðenda og heimta meira fé. Það
J
verður að vera raunsæi i þessum
efnum.
Þingmenn
Alþýðuflokksins
Nú er það svo að flestir af þing-
mönnum Alþýðuflokksins hafa
stundað nám i Háskóla íslands og
eflaust hafa þeir notfært sér lán úr
LÍN á sínum tima. Fullvíst má þvi
telja að þeir hafi vel vitað hvað þeir
máttu leyfa sér í þessum efnum. Út af
fyrir sig get ég vel skilið gremju þeirra
félaga í hinu nýstofna Stúdentafélagi
jafnaðarmanna, að ekki skuli hafa
verið leitað álits þeirra áður en ráðizt
var í þennan tillöguflutning. Það
kemur stundum fyrir að þingmenn
Alþýðuflokksins gleyma baráttu
flokksins fyrir virkara lýðræði.
Forréttindi
að námi loknu
íslenzka þjóðin þarf á menntuðu
fólki a'ð halda og allir hljóta að skilja
að töluverðu fjármagni þarf að verja
til þess að þjóðin geti staðið sig í
samkeppni við aðrar þjóðir í
menningarlegu tilliti. Hins vegar
vekur það gremju almennings að þeg-
ar hann hefur lagt fram sinn skerf til
menntunarmála, þá skuli stór hluti
þessara námsmanna að námi loknu
koma sér i þá aðstöðu að geta kúgað
samborgarana. Þetta á við um lækna
og sér í lagi tannlækna. Þeir taka
okurverð fyrir þjónustu sína við
almenning með þeim afleiðingum að
þeir sem minna mega sín hafa ekki
efni á að leita sér lækninga vegna
sjúkdóma sinna. Ég nefni ekki neinar
tölur í þessu sambandi vegna þess að
það er svo misjafnt hvað tannlæknar
ganga langt í þessari fjárkúgunar-
starfsemi sinni.
Svipaða sögu má segja um marga
lögfræðinga. Þeir leggja út í
fasteignasölur og alls konar brask að
námi loknu. Fasteignasali sem tekur
að sér að selja 2ja herb. íbúð á 20
milljónir tekur fyrir það kr. 400.000
í sinn vasa og kr. 800.000 fyrir að
selja 5 herb. íbúð á 40 milljónir (sams
konar vinna í báðum tilvikum),
aðeins fyrir að auglýsa íbúðirnar,
veita nokkrar upplýsingar og gera
samning sem tekur ca 30 mínútur.
Einnig er mikið ósamræmi í lífsstíl
þessara manna annars vegar og
uppg fnum tekjum til skatts hins
vegar. Það eru einmitt þessir
aðilar, sem gera það að verkum að
fólk sér eftir þeim miklu fjárrhunum,
sem varið er til Lánasjóðs ísl. náms-
manna. Það er ekkert samræmi í því
að tala um jafnrétti allra til náms og
loka síðan augunum fyrir því, að
hluti þessara námsmanna skapi sér
forréttindaaðstöðu til að fjárkúga
samborgara sína að námi loknu. Það
er svo sannarlega ekki i anda
j af naðarstef nunnar.
Komið ogskoðið eina af húsagerðum okkar,
að Kársnesbraut 128.
Húsið er opið laugardaga ogsunnudaga kl. 13—18
og virka daga frá kl. 10—18.
KR SLJMARMLJS
Kristinn Ragnarsson húsasmíöameistari
Kársnesbraut 128, sími 41077,
Kópavogi
Kjartan Jónsson leigubilstjóri: Það er
enginn grundvöllur fyrir mig að lifa af
akstrinum einum. Ég er þvi i annarri
vinnu og stunda aksturinn aðeins sem
aukastarf. Mér finnst orðinn allt of
mikill munur á verðinu á bensíni og
disil þar sem svo litlu munar í
innkaupsverði.
Ári Jóhannesson bensinafgreiðslu-
maður: Mér finnst það of hátt. Mér
finnst, að rikið gæti vel gefið eitthvað
af þessu eftir. Auðvitað er ekkert hægt
að segja yfir erlendu hækkunum en
megnið af þessu eru innlendar hækk-
anir. Þaö er ekki orðið auðvelt fyrir
verkamenn að reka bíl.
Erlendur Einarsson bensinafgreiðslu-
maður: Það er oröiö einum of dýrt.
Ætli ég eyöi ekki 30—40 þúsundum á
mánuði i bensin þó ég hafi minnkað
aksturinn.
Valtýr Guðmundsson bilstjóri: Þaö
væri gott að eiga mikið af bensini núna
og geta selt. Er ekki allt of dýrt sem við
kaupum en allt of ódýrt sem við selj-
um?