Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980. 5 INNHEIMTA ÚTVARPS- 0G SJÓNVARPSGJALDA STANGAST ÁVIÐLÖG Svo virðist sem ríkisútvarpið^hafi við innheimtur á útvarps- og sjón- varpsgjöldum, m.a. þeirri síðustu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, sýnt óskiljanlegan trassaskap og raunar ekki farið að lögum. Má liklegt telja að þessi trassaskapur og lögbrot eigi eftir að verða útvarpinu dýr og Ieiða af sér tekjutap og/eða málarekstur. í reglugerð frá 1972 um útvarps- gjöld segir svo m.a. í 24. grein, að „með greiðslu sjónvarpsgjalda hafi greiðandi fullnægt skyldum um greiðslu fyrir hljóðvarp samkvæmt 25. grein”. 25. grein reglugerðarinnar fjallar um afnotagjald af útvarpi. Áðurnefnd reglugerð frá 1972 er byggð á útvarpslögum frá 1971, þar sem lögin heimiluðu að draga afnota- gjöld útvarps og sjónvarps saman í eitt gjald. Nú vikur sögunni að því, að 17. marz 1980 er birt í Stjórnartíðindum auglýsing nr. 170 um að afnotagjald fyrir hljóðvarp skuli fyrri hluta þessa árs vera 8600 kr., 17700 kr. fyrir svarthvítt sjónvarpsviðtæki og 24400 kr. fyrir litsjónvarpstæki. Auglýsing þessi er undirrituð af menntamála- ráðherra 17.3. og birt sama dag. Þrátt fyrir þessa auglýsingu sem undirskrifuð er og birt 17. marz eru allir gíróinnheimtuseðlar varðandi afnotagjöld rikisútvarpsiuns útgefnir og sendir út 12. marz, fimm dögum áður en afnotagjöldin voru lögleg. Að auki eru gíróinnheimtuseðl- arnir villandi að því leyti að allir eig- endur litsjónvarpstækja fá seðil sem aðeins stendur á: Sjónvarpsgjald, lit- sjónvarp 33.000 kr. Þarna er hrein- lega villt um fyrir fólki því eins og áður segir er afnotagjald fyrir litsjón- varp 24400 fyrir fyrri hluta þessa árs. Sameiginlega innheimtan stangast svo á við lögin frá 1971 og reglu- gerðina sem að þeim lýtur frá 1972. Þar er beint ákvæði um, að þeir sem borga sjónvarpsgjald hafi fullnægt skyldum sínum um greiðslu útvarps- —Gíróseðlamir sendirútáður enþeirvoru lögjegir—lög ogreglugerð þverbrotin iðgjalda. Lagaákvæðin virðast ótvíræð. Á grundvelli þeirra hefur allstór hópur fólks, sem DB er kunnugt um, fengið sér nýjan gíróseðil, útfyllt hann með hinu auglýsta sjónvarpsgjaldi nú og sent Ríkisútvarpinu peningaupphæð- ina, en ætlar að láta útvarpið sjá um innheimtu útvarpsgjaldsins með dómum. Vilja menn þannig láta reyna á ótvíræð iaga- og reglugerðar- ákvæði, sem rikisstofnun hefur á furðulegan hátt farið með. -A.Sl. Evjólfur K. Sigurjónsson, formaður framkvæmdanefndar byggingaráætlunar rikisins og stjórnarformaður verkamannabú- staða Reykjavikur, ásamt eftirlitsmanni, Ólafi Ásmundssyni. Þetta eru parhúsin 15 við Háberg i Breiðholti, sem úthluta á í maí. Framkvæmdanef ndin skilar 248 íbúðum fyrir þá tekjulægstu: 100 FERMETRA PAR- HÚS Á 30 MILUÓNIR „Við ætlum að auglýsa þessi parhús eftir helgi,” sagði Eyjólfur K. Sigur- jónsson, formaður framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar ríkisins og stjórnarformaður verkamannabústaða Reykjavikur. Við ræddum við hann og eftirlitsmann með byggingunum, Ólaf Ásmundsson, fyrir utan parhúsin við Háberg í efra Breiðholti á miðvikudag. Þessi parhús eru 15 að tölu, 30 100 ferm íbúðir og kostar hver íbúð kr. 29,8 milljónir. Framkvæmdanefnd byrjaði að byggja árið 1969 og.skilaði að mestu af sér árið 1975. Samið var um það í upphafi að framkvæmda- nefnd skilaði af sér 1250 íbúðum. Þessar 30 íbúðir vantaði upp á í þá tölu en eru sem fyrr segir tilbúnar nú. Miðað er við að umsækjendur séu búnir að skila umsóknum fyrir 2. maí og geti síðan flutt inn þann 1. júní. Eyjólfur sagði að miðað væri við að borga 10% af verði strax, síðan yrði 10% lánað til 3ja ára, en eftirstöðvar er fast lán, sem borgast upp á 30 árum. Þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík, búa í heilsuspillandi íbúðum, of þröng- um húsakynnum og hafa of litið handa á milli til þess að geta keypt á hinum al- menna markaði, hafa rétt til að kaupa þessi hús. Þau eru fyrir 4—6 manna fjölskyldur. 4 herbergi og eldhús, rúm- gott bað þar sem einnig mætti vera þvottavél og útigeymsla. Lóð frágeng- in. Eyjólfur fræddi okkur á því, að á þessu ári væri verið að úthluta 218 íbúðum í verkamannabústöðum, allar í 3ja hæða blokkum, þar af eru 108 3ja, 72 2ja og 36eins herbergis íbúðir. Verðið er 19,4 millj., 16,6 millj. og 9,1 millj. og greiðist þannig að um- sækjandi, sem hlotið hefur fyrirheit um íbúð, skal greiða 10% af áætluðu kostnaðarverði við afhendingu, það sem á vantar að 20 prósentum af endanlegu kostnaðarverði, yfirtekið skal húsnæðismálalán, en afganginn fær íbúðareigandi lánaðan úr bygg- ingarsjóði verkamanna til 42ja ára. Vextir af því láni eru í dag 2 1/4%. Umsækjendur um íbúðir í verka- mannabústöðum voru 652, 218 fengu íbúðir en 189 umsækjendur voru of tekjuháir. Eyjólfur sagði að byggingarkostn- aður væri þetta hagkvæmur þar sem allt væri boðið út til undirverktaka sem eru einir 20. Meðalaldur eigenda 2ja herbergja íbúða væri 32 ár, 3ja herbergja íbúða 34 ár og einstaklings- íbúða 55 ár. Staðreyndin væri sú að það væri miklu betra að fólk ætti sínar íbúðir en leigði ekki. Umgengni væri þá góð. Fólkið stæði ákaflega vel við skuld- bindingar sínar. Að byggja íbúðir á félagslegum grundvelli væri þjóðfélags- lega hagkvæmt þótt ekki væri talað um ómældar kjarabætur og dæmi um gjör- breytingu í lífsviðhorfi hinna nýju íbúðaeigenda, sagði Eyjólfur. Verkamannabústaðirnir hafa fengið lóðir á Eiðsgranda þar sem byggðar verða 200eins til fimm herbergja ibúðir og á árinu 1981 er reiknað með að 60 raðhús verði tilbúin til afhendingar í Hólahverfi. - EVI 216 blokkaribúðum er verið og verður úthlutað á þessu ári á vegum verkamannabú- staða Reykjavíkur. DB-myndir Bjarnleifur. Máffytja út milljónir tonna afvikri? —úr höf n við Dyrhólaey? „Telja má öruggt, að á næstu árum verði markaður fyrir hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir tonna af íslenzkum vikri árlega í nálægum löndum, þar sem jarðefni til bygg- inga eru aðganga til þurrðar.” Þetta segir í greinargerð með þings- ályktunartillögu 5 þingmanna úr Suðurlandskjördæmi, sem kom fram í gær. Þingmennirnir mæla með bvi, að í ár og næsta ár fari fram ili- aðarrannsókn á hafnargerð við Dyr- hólaey, meðal annars vegna væntanlegra flutninga á vikri. Þingmennirnir segja, að Jarðefna- iðnaður hf. hafi látið rannsaka gæði Kötluvikurs i rannsóknarstofnun hér heima og i Þýzkalandi. Efniseigin- leikar og gæði vikursins uppfylli kröfur þýzkra staðla um léttsteypu og séu verulega meiri en fyrirfram hafi verið búizt við. Nýtilegur vikur séað minnsta kosti 300 milljón rúmmetrar á Mýrdals- sandi vestan og norðan Hjörleifs- höfða, en sennilega þrisvar til fjórum sinnum meiri en það. Höfn við Dyrhólaey gæti leyst úr örðugleikum á flutningi vikurs um borð i skip. Þar sé því komin ný for- senda fyrir hafnargerð við Dyrhólaey í viðbót við eldri rök. Því skuli þær áætlanir, sem fyrir liggja, endurskoðaðar og notagildi hafnarinnar endurmetið. Flutningsmenn eru: Siggeir Björns- son (L-lista), Jón Helgason (F), Steinþór Gestsson (S), Guðmundur Karlsson (S) og Þórarinn Sigurjóns- son(F). -HH Þrír sigruðu varaforsetann —Jurí Averbach í fjöltefli við bankamenn Sovézki stórmeistarinn Juri Aver- bach, sem var einn af sterkustu skák- mönnum heims fyrir nokkrum ára- tugum, tefldi fjöltefli á sunnudag við 19 menn, flesta bankamenn og var teflt í Útvegsbankanum. Einnig voru sex ungir skákmenn í hópnum. Aver- bach sigraði í 13 skákum, gerði þrjú jafntefli og tapaði þremur skákum. Þeir sem unnu hann voru Ágúst Karlsson, Egill Þorsteins og Gunnar Gunnarsson, fyrrum íslandsmeistari. Jafntefli gerðu Arnór Björnsson, kornungur drengur, 12 ára, Hilmar Karlsson og Sólmundur Kristjánsson. Meðal þeirra, sem Averbach — hann er einn ?r saraforsetum FIDE — sigraði v .ru Björn Þorsteinsson og Jóhann Sigurjónsson. Fyrirtækjakeppni í skák hófst í gærkvöldi. í fyrra sigraði sveit Út- vegsbankans en sveit Búnaðarbank- ans er nú af mörgum talin sigur- stranglegust. Ungi Íslandsmeistarinn, Jóhann Hjartarson, teflir á 1. borði Búnaðarbankans. -hsím.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.