Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980. 7 Erlendar fréttir REUTER Góð heilsa hjá gfslum Tveir yfirmenn Rauða krossins fengu að heimsækja bandarísku gíslana í sendiráðið i Teheran í gær og sögðu að þeir væru vel á sig komnir bæði and- lega og líkamlega. Þetta er í fyrsta sinn að gislarnir fá heimsókn erlendis frá í þá 165 daga sem stúdentar hafa haldið þeim í gíslingu. Frá Washington berast fréttir um að Carter forseti hyggist boða til enn frekari refsiaðgerða gegn íran á næst- unni komist ekki hreyfing á lausn málsins. Hann sleit stjórnmálasam- bandi við íran fyrr í mánuðinum. Þúsundir f lýja borgarastríðið í Chad til grannríkisins Kamerún: Milljón dollarar til flóttamannahjálpar Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að Goukouni Oueddi forseti annars hún muni leggja fram 1 milljón doll- ara til hjálpar 85.000 flóttamönnum sem flúið hafa borgarastyrjöldina í Afríkuríkinu Chad til nágrannaríkis- ins Kamerún. Opinberir talsmenn héldu opnum þeim möguleika að aðstoðin yrði aukin ef fyrsta fram- lagið fullnægði ekki þörfum fólksins. vegar og Hissen Habres varnarmála- ráðherra hins vegar. Fimm sinnum hefur verið undirritað samkomulag um vopnahlé, en það hefur jafnoft verið brotið. Innifalið i aðstoð Bandaríkjanna er 5.000 tonn af mat sem dreift verður i Kamerún. Um 20.000 flóttamenn frá Chad eru samankomnir í bænum Roussiri. Nær linnulaus borgarastyrjöld hefur geysað í Chad frá því að landið varð sjálfstætt ríki árið 1960. Chad var áður frönsk nýlenda. Átökin um þessar mundir eru á milli andstæðra sveita Múslima undir stjórn Habré varnarmálaráðherra I Chad stjórnar baráttunni gegn Goukouni forseta. Noregur: 2,8 MILUARÐ- AR í BÆTUR —til aðstandenda þeirra sem fórust á AlexanderKielland Norsk tryggingafélög munu greiða bætur sem nema að minnsta kosti jafn- virði 2.8 milljarða ísl. króna til aðstandenda þeirra 123 manna sem fórust í slysinu mikla á Norðursjó 27. marz. Þá hvolfdi sem kunnugt er ibúðarpallinum Alexander Kielland Heimildir innan samtaka tryggingar- félaga segja að um þriðjungur hinna látnu hafi verið tryggður á eigin vegum auk tryggingarinnar sem atvinnurek- endur keyptu handa þeim eins og öllum öðrum verkamönnum í Norðursjó. Þegar allar tjónabætur eru lagðar saman nema þær frá sem svarar til 2.6—26.1 milljónir ísl. króna fyrir hvern verkamann. Pulitzer-verðlaun til Norman Mailers Bandaríski rithöfundurinn Norman Mailer hlaut í gær Pulitzer-verðlaunin, virtústu bókmenntaverðlaun í Banda- ríkjunum, fyrir bókina The Execution- er’s Song, Söngur böðulsins. Hann fjallar þar um stutt en óhamingjusamt líf Gary Gilmores, fangans sem tekinn var af lífi í Bandarikjunum fyrir tveimur árum. Það var fyrsta aftaka þar í landi i áratug og mikið hitamál á sínum tíma. Mailer byggir bók sína, sem er 1000 blaðsíður að stærð, m.a. á viðtölum við vini og ættingja Gilmores. Gripið simann oerið 4oð kaup Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.