Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980. Athafnamaður í Grindavík: Ætlar að byggja dráttarbraut upp á eigið eindæmi tvar Þórhallsson stendur hér á nýju uppskipunarbryggjunni i Grindavik. Framan við hann sést það svæði sem hann hyggst byggja dráttarbraut á. Þarna er svo grunnt að stendur upp úr á flóði. ,,Ef þetta væri eins og að byggja dráttarbraut við venjulegar aðstæður legði ég ekki út í það. En hér er svo grunnt og þarf hvort eð er að dýpka höfnina og rétt eins má láta það sem dælt er upp hérna framan við og byggja svo dráttarbrautina þar ofan á,” sagði ívar Þórhallsson, smiður í Grindavik, sem hyggst núna í sumar koma upp dráttarbraut þar í plássi. ,,Mér reiknast til að hún komi til með að kosta 192 milljónir á núverandi gildi krónunnar. Ég ætla að reyna að klára fyrir haustið þannig að verðið kemur ekki til með að hækka verulega.” — En hvernig hefurðu hugsað þér að fjármagna brautina? Hin nýja dráttarbraut kemur til meó aó vera héma i krikanum á milli gömlu viðlegubryggjunnar og nýju bryggjunnar. DB-myndir Bj. Bj. „Þaðermitt mál.” — Kemur Byggðasjóður til með að hjálpa þér? „Það er alveg óljóst á þessu stigi málsins. Og ekkert veit ég um það hvort ég fæ eitthvað frá ríki og bæ. Það sem ég er að gera er fyrst og fremst að búa mér sjálfum til betri vinnuaðstöðu. Ég hef verið að gera við bátana hérna uppi á landi með enga aðstöðu en úr því ætla ég að bæta.” — Hvað kemur brautin til með að taka stóra báta? „Hún tekur allt upp í 250 tonna skip. Það er öll skip sem héðan eru gerð út nema loðnuskipin,” sagði ívar. -DS. Lionsmenri selja Rauðu f jöðrína: Vilja rjúfa múr þagnarínnar „Okkur er ákaflega þröngur stakk- ur búinn hjá háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans. Það hefur verið barizt við neikvæð heilbrigðisyfir- völd og fjármálastjórnendur,” sagði- Stefán Skaftason yfirlæknir deildar- innar á blaðamannafundi, sem lands- hreyfing Lions hélt á föstudaginn. Tilefnið var að n.k. föstudag, laugardag og sunnudag munu Lions- menn um land allt selja Rauðu fjöörina til að styðja við bakið á heyrnarskertu og heyrnarlausu fólki. Stefán sagði að háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspitalans væri eina deildin á sínu sviði á landinu þar sem skurðaðgerðir færu fram. Hún væri rúmlega 10 ára gömul. Hefði byrjað með 10 legurúm, en væri nú með 15, sem væri allt of lítið, eins og sjá mætti á þvi að hjá hinum menntuðu þjóðum væri reiknað með 18 rúmum á hver 100 þús. Hér þyrftu því að vera401egurúm. Varla starfhæf háls-, nef- og eyrnadeild án hjálpar Lions Hann sagði að ef ekki hefði komið til hjálp Lionsfélaga og annarra líknarfélaga vissi hann ekki hvernig deildin hefði verið starfhæf. Það hefði meira að segja komið fyrir að hann hefði svo að segja stillt stjórn Borgarspítalans upp við vegg og sagt þeim aö þeir gætu ekki verið þekktir fyrir að taka við dýrum tækjum frá líknarfélögum, sem ekki væri einu sinni til rúm fyrir. Þörfin til að rjúfa múr þagnar- innar væri brýn. Stjórn Lions hefði spurt sig hvernig verja ætti þvi fé sem safnaðist fyrir Rauðu fjöðrina. Við stiklum á stóru um það sem Stefán taldi upp. 1. Að koma á fót skurðstofuein- ingu af fullkomnustu gerð við háls-, nef- ogeyrnadeildina. 2. Að byggja upp svokölluð raf- Góöur maöur, ekki yngri en 20 ára, óskast til framtíöarstarfa. Upplýsingar á auglýsingaþjón- ustu Dagblaösins, sími 27022. H-761. Lionsklúbbarnir um landið hafa stutt við bakið á háls-, nef- og eyrnadeild Borgar- spftalans. Einkum þó LK Njörður f Reykjavfk, sem gaf þessa smásjá fyrir 10 árum. Hún var þá af fullkomnustu gerð, notuð við skurðaðgerðir. segulsvið í öllum helztu samkomu- húsum, kirkjum og elliheimilum landsins. Þá getur hinn heyrnardaufi sett heyrnartæki sitt í sambandi við rafsegulsviðið og notið þess, sem þar fer fram, sem eðlilega heyrandi maður. 3. Að fá símafjarrita hannaðan sérstaklega fyrir heyrnardauft og heyrnarlaust fólk. 4. Að fá fjárhagsstuðning til text- unar fréttaflutnings í sjónvarpi a.m.k. einu sinni í viku. Þar væri þá um að ræða útdrátt vikufrétta. Þá nefndi Stefán heyrnarrann- sóknarbíl, sem ekið væri um landið. Slíkur bíll kostaði offjár, en þá gæti ríkið einnig lagt sitt af mörkum á móti. Lions-klúbbarnir eru 77 að tölu og félagsmenn um 3 þús. Ætlunin er að fara í hvert hús á landinu og bjóða Rauðu fjöðrina. Lionsmenn setja markið hátt og vonast til að verða að sem mestu gagni. -EVI. Ferlíki í Hvalfjarðarbryggju Þetta ógurlega ferlíki sem Jlutningabíll frá G.G. ekur með kemur til með að verða uppistaða að nýrri bryggju I Hvalfirðinum. Unnið hefur verið að því undanfarna mánuði að flytja stoðir sem þessar ofan frá Ártúnshöfða, þar sem þær eru smíðaðar og út á Gelgjutanga, þar sem á að geyma þær I einhvern tíma. Olíufélagið og Hvalur hf. standa fyrir þessum flutningum, sem eru ekkert smá- rœði, þvi hver svona súla er 30 metra löng og eftir þvíþung. -DS/DB-mynd: Bj. Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.