Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 23
23 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980. Utvarp Sjónvarp ÞINGSJÁ—sjónvarp kl. 21,05: ÞARF AUKNA FRAM- LEIÐNIÁ ALÞINGI? Áður en Alþingi hætti störfum fyrir’ páska lá mikið fyrir og þá spurði einn þingmannanna hvort ekki þyrfti að auka framleiðnina á Aiþingi. Þetta ætla ég að fjalla um,” sagði Ingvi Hrafn Jónsson, þingfréttamaður sjónvarpsins, um þáttinn sinn, Þing- sjá, sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöldkl. 21.05. „Mig minnir að það hafi kostað um einn milljarð að reka Alþingi í fyrra. Svo þetta kostar mikið. Ég ætla að ræða þessi mál við nokkra þingmenn og síðan ætla ég að fá for- menn þingflokkanna hingað í beina útsendingu. Það verður þá rætt um hvort breyta eigi vinnubrögðum á Alþingi og starfsháttum. Þeir sem koma eru Ólafur Ragnar Grimsson, Ólafur G. Einarsson, Páll Pétursson og Sig- hvatur Björgvinsson. Stjórnandi út- sendingar er Örn Harðarson,” sagði Ingvi Hrafn. Þátturinn er tæplega klukkustundar langur. -ELA. ,,Ég mun ræða um framleiðnina á stjórnarsáttmálanum að auka þurfi Alþingi. Það er talað um það í framleiðnina um 60—70% í landinu. Hver eru afköst þingmannanna? Sitja þeir bara og gera ekki neitt. Og þarf að auka framleiðnina? Þessum spurningum verður svarað í Þingsjá í kvöld. DB-mynd Ragnar Th. DÝRÐARDAGAR KVIKMYNDANNA — sjónvarp kl. 20,40: MIKLAR0G SÖGULEGAR KVIK- MYNDIR FRÁ ALDAMÓTUNUM —nýr myndaftokkur í þrettán þáttum „Þetta eru gamlar myndir. Margar sögulegar kvikmyndir sem gerðar voru rétt eftir aldamótin, t.d. Ben Húr og fleiri slikar. Ég held að margir verði hissa er þeir sjá þessar myndir þvf margir halda að myndir sem gerðar voru í gamla daga hafi bara verið einfaldar. Það er nú ekki og þarna eru sýndar miklar myndir,” sagði Jón O. Edwald, þýðandi nýs framhaldsmynda- flokks, í samtali við DB. Myndaflokkurinn nefnist Dýrðar- dagar kvikmyndanna. Hann er í þrettán þáttum og fjaliar um sögu kvik- myndanna, allt frá því að kvikmynda- gerð hófst fyrir tæplega 90árum. Douglas Fairbanks talar i myndinni um það hvernig myndirnar voru gerðar. Hann var mjög frægur leikari hér fyrr á árum og sonur Douglas Fairbanks eldri sem einnig var mjög frægur leikari. Sáeldri lézt 1939. Fyrsti þátturinn nefnist Epískar myndir. Hann er um hálfrar klukkustundar langur. -ELA. Ur myndaflokknum Dýrðardagar kvikmyndanna sem hefur göngu sína í sjónvarpi i kvöld. FRANSKIR SÖNGVAR —útvarpkl. 15,00: Kunnir franskir söngvarar syngja MAÐURINN MEÐ HATTINN Lyftingar eru kyndug iþrótt með öllum sinum hvalablæstri, stríðsöskrum og öðru brambolti með ióð . En þó er þetta sjálfsagt með eldri iþróttum alþýðunnar á islandi, samanber þjóðsögur um kraftamenn ýmsa. iþróttaþáttur sýndi glöggt að við erum að eignast afreksmenn á þessu sviði og svo framarlega sern þeir iáta ekki pumpa sig fulla af kraftalyfjum, óska ég þeim ails góðs. Eða eins og lyftingamaðurinn sagði: Ooeeeeeaaaahhhhh. Þættirnir i flokknum Bærinn okkar eru ijúfir og mættu að ósekju vera oftar á dagskrá. Sagan um hattinn var óvenju heilsteypt. Sjald- séðir hvitir hrafnar: Bernard Shaw. Það er orðið ærið langt síðan minnzt hefur verið á þann ágæta sérvitring, og kannski enn lengra síðan hann var hér á sviði. Er Shaw ekki sýningar- hæfur lengur? En þáttur um ævi hans var bráðskemmtilegur, ekki sist fyrir tilburði skáldsins sjálfs, sem virðist snemma hafaorðið fjölmiðlapersóna og skilið eðli auglýsingar. Christopher Plummer virðisl vera á lausu þessa dagana, kannski á hag- stæðu verði, og leiðbeindi áhorf- endum um líf Shaws og störf. Plummer virðist einnig hafa komið sér upp nýrri hárgreiðslu, var ekki vitund líkur hinum grafalvarlega milligöngumanni i þáttunum um dauða Krists. Shaw hélt því fram að annað hvort hefði hann fæðzt brjálaður eða óvenju heilbrigður á sálinni. Ég held að það þurfi ekki að lesa sér mikið til í verkum hans til að sjá að þar fór maður með sálarkirnuna stál- slegna. -AL — og Friðrik Páll Jónsson kynnir í dag kl. 15.00 kynnir Friðrik Páll Jónsson fréttamaður franska dægur-, popp- og vísnatónlist. Þetta er fimmti þátturinn, sem Friðrik sér um um franska tónlist. Er hver þeirra hálftími að lengd. Friðrik hefur oft áður séð unt tónlistarþætti í útvarpi svo ekki er hann með öllu ókunnur tónlistinni. Þekktari er hann þó sem fréttamaður útvarpsins og fyrir eldri Víðsjárþættina. ,,Ég hef farið svona vítt og breitt i þessari kynningu. í dag mun ég leika lög með mjög kunnum tónlistar- mönnum og söngvurum í Frakklandi. Má þar nefna Barböru, Moustaki, Yves Montand, Jacques Brel, Edith Piaf, Brassens Georges og Julette Graeco. Ég hef áður fjallað um franska tónlist í útvarpinu og fékk einu sinni Albert Guðmundsson til að spjalla við kunna söngvara,” sagði Friðrik. Það er ekki oft sem heyrist frönsk tónlist í út- varpinu og er þetta því skemmtileg tilbreyting innan uyn klassíkina. -ELA. Friðrik Páll Jónsson, fréttamaöur út- varpsins, kynnir franskrar tónlistar i útvarpinu í dag. DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.