Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980. f ................ ” " ' Aðgát skal höfð í nærveru sálar: „HERSTOÐIN A MIÐNESHEIÐI BÝfHJR HEIM ÞJÓÐARMORÐT KJÚRGRIPURINNISAFNIÐ. Sigurjón Sigurbjörnsson, Lindar- hvammi 7, skrifar: Birst hefur í Morgunblaðinu langloka nokkur eftir Þorstein Sæmundsson til ófrægingar Vigdísi Finnbogadóttur frambjóðanda við væntanlegt forsetakjör. Þó að ég sé ekki stuðningsmaður hennar i því efni, finnst mér greinin svo rætin og illkvittnisleg að ég leyfi mér að stinga niður penna. Það hefir hingað til ekki verið talið til mannslýta þótt viðhorf fólks til manna og málefna haft orðið breytilegt á lengri eða skemmri tima. Og menn ekki verið alla ævi á sama kálfabásnum og þeir voru settir i upphaflega án þess að lita til hæeri eða vinstri. 'Ég heft varla þekkt einbeittari og ákveðnari sjálf- stæðismann en Pál Kolka læknir, þó var hann með í því að stofna sovét- vinafélag i Vestmannaeyjum 1934. Svo segir i ævisögu Einars rika II. bindi bls. 144, þar sem Einar er að lýsa stefnufestu Jóhanns Þ. Jósefs- sonar alþm. og fvrrv. ráðherra. „Árið 1934 var stofnað sovét- vinafélag. Menn úr öllum stjórn- málaflokkum og óflokksbundnir gengu 1 félagið. Þetta var fræðslufélag. Páll Kolka læknir gerðist félagsmaður. Finnig Áslþór Mallhiasson. Ég varkosinn formaður. Þetla félag starfaði nokkuð og hélt nokkra fundi. Það lét líka setja upp á Gunnarshólma auglýsingakassa nteð rúðu fyrir. í þennan kassa voru festar upp myndir frá Rússlandi með skýringum fyrir neðan. Páll Kolka lét myndir i kassann. Þær voru af hvbýlum verkamanna i Rússlandi, og þýddi Páll skýringarnar. Jóhann, Páll og Ástþór voru þá í bæjarstjórn og fulltrúar sjálfstæðismanna. Og var Jóhann sjálfkjörinn foringi. Ekki hefir Jóhanni fundist þessi félagsskapur jafn saklaus og okkur Kolka og mörgum öðrum. Jóhann hefur kannske verið veraldarvanari eða séð alstaðar rautt. Ég held síður en svo, að Kolka haft verið á leið að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn, þó hann gerðist félagsmaður.” Kolka, sem var á þessum tima forseti bæjar- stjórnar, flutti sama ár til Blönduóss og vildi þá strax vera i framboði til þings fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en var hafnað, ekki vegna þess, að hann hafði stofnað sovétvinafélag, heldur af þvi að Jóni Pálmasyni þótti ekki á- stæða til að vikja sæti. RAUÐA FJÖÐREN tíl hjálpar heymarskertum Hringið's,rna ,l3ogl5 milliW eðas ,,Ég mótmæli því, að Vigdfs hafi unniö sér til óhelgi með þvi að taka þátt í andmælum gegn hersetu í' landinu," skrifar Sigurjón Sigur- björnsson. DB-mynd Bjarnleifur. Hvers HEIMILi: Pöntunarsimi COOftO kl. 10-12 Sólspil ft Á.Á, Hraunkambi 1, Hafnarfirði. Sama var að segja um Einar sjálfan. Þegar Bandaríkjamönnum var að striðslokum veitt aðstaða á Keflavíkurflugvelli þótti honum Sjálfstæðisflokkurinn hafa brugðist, svo hann sagði sig úr flokknum og lagði niður umboð sitt sem bæjar- fulltrúi i Vestmannaeyjum. Ekki hindraði þessi afstaða Einars það, að hann varð síðar I þingframboði fyrir Sjálfstásðisflokkinn á Austurlandi og komst á þing sem varamaður. Ofanrituð dæmi sýna, að frjáls- huga menn eru sifellt leitandi þess, sem betur má gegna, en láta ekki tjóðra sig um aldur og ævivið hæl of- stækis og einstrengingsháttar. Ég mótmæli þvi að Vigdis haft unnið sér til óhelgi með þvi að taka þátt i andmælum gegn hersetu í landinu. Með því var hún að vinna að heill og hamingju þjóðar sinnar. Það sér hver heilvita maður, að hið bandaríska vígahreiður á Miðsnesheiði býður heim þjóðarmorði. Ef til ófriðar kæmi milli austurs og vesturs myndu Rússar senda fyrstu kjarnodda-eld- flaugina nákvæmlega á þessa fram- varðarstöð óvinarins og allt mannlif frá Reykjanesskaga að Snæfellsnesi myndi þurrkast út á augnabliki, en meðan 100.000 islendingar væru að velli lagðir fengju Bandaríkjamenn örlitið ráðrúm til að búast til varnar heima fyrir. Þó ennþá finnist ein- hverjir sem þola vilja slíkan píslar- dauða í þágu Bandaríkjanna, eru þeir þó langtum fleiri, sem frábiðja sér slíkar takteringar. eiga váttygginga- menninnan BSRBað gjalda? — Ýmsumættibætaí félagsmála- pakkann langþráöa Vátryggingamaður skrifar: utangarðs innan þeirra, að mörgu Ein er sú starfsstétt innan samtaka leyti ágætu samtaka. Á ég þar við BSRB er virðisl vera að mörgu leyti starfsmenn tryggingafélaga á vegum Söludagar: 18., 19. og 20. apríl Enn einu sinni minna lesenda- dúlkar DB alla þú, er hyggjast senda þœttinum llnu, aö lúta fylgja fullt nafn, heimilisfang, slmanúmer (ef um það er að rœða) og nafh- númer. Þetta er lltil fyrirhöfh fyrir bréfritara okkar og til mikilla þœgindafyrirDB. Lesendur eru jafnframt minntir ú að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn erfullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efhi betur til skila. Bréfœttu helzt ekki að vera lengri en 200—300 orð. Slmatlmi lesendadúlka DB er milli kL 13 og 15frú múnudögum tilföstuduga. ILAGI HEILDARÚTGÁFA JÓHANNS G. 500 tölusett og árituð eintök lOára timabil. 5 LP-plöturákr. 15.900. PÚSTSENDUM: NAFN: _____________________ Kaupió fjöóur i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.