Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980. Óska eftir að kynnast heiðarlegum manni sem viðræðufélaga, sem gæti aðstoðað mig við ýmsa hluti sem kona á erfitt með að annast ein. Aldur rúmlega fertug. Tilboð sendist DB merkt „Vinátta 179”. 1 Barnagæzla i Tek böm 1 gæzlu allan daginn, er i Hólahverfi. Uppl. í síma 77212. Hliðar-Norðurmýri. Barngóð kona óskast til að gæta 6 mánaða drengs mánudag-föstudags frá kl. 8.30—17.30. Vinsamlegast hringið í síma 13046. 3 Tapað-fundið l Svört kvenmannsregnkápa tapaðist laugardaginn 12. þ.m. i Óðali. Finnandi vinsamlega hringi i síma 26783 eftir kl. 4. Hluti af gylltri festingu (silki) á möttli tapaðist f.h. siðastliðinn miðvikudag á Lækjargötu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 74216. Framtalsaðstoð Framtalsaðstoð. Einstaklingsframtöl, kærur, rekstur og félög. Símapantanir kl. 10—12, 18—20 9g um helgar. Ráðgjöf, framtalsaðstoð, Tunguvegi 4 Hafnarfirði, sími 52763. Innrömmun. Vandaður frágangur og fljót afgreiðsla Málverk keypt, seld og tekin i umboðs sölu. Afborgunarskilmálar. Opið frá kl 11 —7 alla virka daga. laugardaga frá kl. 10—6. Rena eHciðar. Listmunir og inn römmun, I.aufásvegi58, simi 15930. 3 Kennsla Spænskunám hjá Spánverja. Skólastjóri Estudio Internacional Sampere frá Madrid kennir i eina viku (5 kennslust. alls) i Málaskóla Halldórs. Miðstræti 7. Námskeiðið hefst 28. april. Öllum er frjáls þátttaka. Innritun dagl. frá kl. 2 e.h. Síðasti innritunardagur er 22. apríl.Sími 26908. 3 Sumardvöl 9 2 unglingar, 16—17 ára, óska eftir vinnu I sveit, vanir allri sveita- vinnu, geta byrjað fyrir sauðburð. Barnapössun og húsverk koma ekki til greina. Uppl. t síma 91—76509 milli kl. 4 og 7 næstu daga. Enskunám i Englandi. Sumarnámskeiðin vinsælu í Bourne- mouth hefjast 14. júnL Umsóknir þyrftu að berast sem allra fyrst. Aliar upplýsingar hjá Sölva Eysteinssyni. Kvisthaga 3, sími 14029. 3 Ýmislegt 9 Öska eftir túni til leigu. Tilboð sendist DB merkt „Tún”. Hellur, kantsteinn, brotsteinn. Opið laugardag. Steinmótun, Stórhöfða, sími 81228. 3 Þjónusta 9 Dyrasimaþjónusta. Önnumst uppsetningar á dyrasimum og kallkerfum. Gerum föst tilboð í ný lagnir. Sjáum einnig um viðgerðir á dyrasímum. Uppl. í síma 39118. Glerisetningar sf. Tökum að okkur glerísetningar. Fræsum í gamla glugga fyrir verk smiðjugler og skiptum um opnanlegu glugga og pósta. Gerum tilboð i vinnu og verksmiðjugler yður að kostnaðar lausu. Notum aðeins bezta ísetningar efni. Vanir menn, fljót og góð þjónusta. Pantið tímanlega fyrir sumarið. Símarj 53106 á daginn og 54227 á kvöldin. Húsdýraáburður. Bjóðum yður húsdýraáburð á hagstæðu verði og önnumst dreifingu hans ef óskað er. Garðaprýði, simi 71386. Bón- og þvottastöðin Borgartúni 29. Opið frá kl. 9—10 alla daga. Sjálfsþjónusta. Sími 18398. Máiningarvinna. Getum bætt við okkur málningar- vinnu.Jón og Leiknir, málarameistarar, simi 74803 og 51978. Dyrasimaþjónusta. Önnumst uppsetningar og viðgerðir á dyrasímum og innanhússsímkerfum, sér hæfðir menn. Uppl. í síma 10560. Húsdýraáburður-húsdýraáburður. til sölu, hrossatað, ódýr og góð þjónusta. Pantanir í síma 20266 á daginn og 83708 á kvöldin. Suðurnesjabúar: Glugga- og hurðajjéttingar, góð vörn gegn vatni og vindum. Við bjóðum slotslisten í öll opnanleg fög og hurðir. Ath.: varanleg þétting. Gerum einnig tilboð í stærri verk ef óskað er. Uppl. i sima 3925 og 7560. Rafþjónustan. Tek að mér nýlagnir og viðgerðir í hús. skip og báta. Teikna raflagnir í hús. Neytendaþjónustan, Lárus Jónsson raf verktaki, sími 73722. 3 Hreingerníngar 9 Gólfteppahreinsun. Hreinsum teppi og húsgögn með háþrýstitækni og sogkrafti. Erum einoig með þurrhreinsun á ullarteppi ef þarf. Það er fátt, sem stenzt tækin okkar. Nú. ■eins og alltaf áður. tryggjum við fljóta og vandaöa vinnu. Ath. 50 kr. afsláttur á fermetra á tómu húsnæði. Erna og Þorsteinn. sími 20888. Tökum að okkur hreingerningar á ibúðum, stiga göngum, opinberunr skrifstofum. o.fl. Einnig gluggahreinsun, gólfhreinsun oe gólfbón hreinsun. Tökunr lika hreingerningar utanbæjar. Þorsteinn. simar 31597 og 20498. Þrif, hreingerningar, teppahreinsun. Tökum að okkur hreingerningar á íbúð um, stigagöngum og stofnunum, einnig teppahreinsun með nýrri djúphreinsivél. sem hreinsar með mjög góðum árangri. Vanir menn. Uppl. í síma 33049 og 85086. HaukurogGuðmundur. Hreingerningastöðin Hólmbræður. Önnumst hvers konar hreingerningar. stórar og smáar. i Reykjavík og nágrenni. Einnig í skipum. Höfum nýja. frábæra leppahreinsunar- vél. Símar 19017 og 28058. Ólafur Hólm. Hreingerningafélagið Hólmbræður. Unnið á öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu fyrir sama verð. Margra ára örugg þjónusta. Einnig teppa- og húsgagna hreinsun með nýjum vélum. Simar 50774 og 51372. 3 Ökukennsla Ökukennsla — æfingatimar. Lærið að aka bifreið á skjótan og öruggan hátt. Engir lágmarkstímar. ’ Kenni á Mazda 323. Sigurður Þormar ökukennari, Sunnuflöt 13, sími 45122. Ökukennsla — æfingatímar. Kenni á Mazda 626 árg. ’80, engir lág markstímár. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Guðmundur Haraldsson, simi 53651. Ökukennsla-æfingatímar. Kenni á Volvo ’80. Nýir nemendur geta byrjað strax. Engir skyldulimar. nemendur greiði aðeins tekna tima. Uppl. í síma 40694. Gunnar Jónasson. Ökukennsla-æfingatíingr. Kenni akstur og meðferð bifreiða. kenni á Mazda 323 árg. '79. Ökuskóli og öll prófgögn fyrir þá sem þess óska. Helgi K. Sesselíusson, sími 81349. Ökukennsla — æfingatímar.. Kenni á Mazda 626 ’80, ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Nýir nemendur geta byrjað strax. Geir Jón Ásgeirsson. sími 53783. Andlát Júlia Árnadóttir húsfrú á Selfossi lézt i Landspítalanum föstudaginn 11. apríl á 84. aldursári. Júlía var fædd að Meiritungu í Holtum 16. júlí 1896. Hún giftist manni sínum Halldóri Árnasyni 20. október 1923 og byrjuðu þau búskap i Vestmannaeyjum, en fluttu þaðan að Selfossi árið 1942. Þau byggðu sér hús fyrir utan á og nefndu það Breiðablik. Júlía vann úti allan sinn búskap. Mann sinn missti hún árið 1970. Þau eignuðust þrjá syni, sem eru uppkomnir. Kveðjuathöfn fer fram frá Selfoss- kirkju í dag, laugardaginn 19. april, kl. 13.30, en jarðsett verður frá Skarði á Landi kl. 15.30sama dag. Sýning til styrktar einhverf- um bömum I dag opnar Soffía Þorkelsdóttir málverkasýningu í Eden I Hveragerði. Þar sýnir hún um 40 verk sem flest eru gerð á síðustu tveimur árum. Þetta er önnur einka- sýning Soffíu en áður hefur hún sýnt í Ásmundarsal i Reykjavík. Sýningin er tileinkuð einhverfum börnum og mun heimilisbyggingarsjóður þeirra njóta góðs af sýningunni. Sýningin verður opin alla daga kl. 9—22 og lýkur 28. þessa mánaðar. Gylfi sýnir í Grindavík 1 dag verður opnuð sýning á málverkum eftir Gylfa Ægisson í Sjómannaheimilinu í Grindavík. Þar sýnir hann liðlega tuttugu myndir, allar nýjar. Gylfí sýndi nýlega í fyrsta sinn í Keflavík og seldi þar rúmlega helming allra myndanna. Fyrirhugaö er aö Gylfi sýni fleiri myndir á Menningarviku Siglfirðinga siðari hluta maimánaðar, en hann er ættaöur frá Siglufirði. Guðsþjónustur i Reykjavíkurprófastsdæmi sunnudaginn 20. april 1980. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma i Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10:30. Ciuðsþjón usta i safnaðarheimilinu kl. I4. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Ásprcstakall: Messa kl. I4 að Norðurbrún I. Sr. GrímurGrimsson. BREIÐHOLTSPRF.STAKALL: Fermingarguðs þjónustur i Bústaðakirkju kl. 10:30 og 13:30. Sr. Jón Bjarmlan. BtlSTAÐAKIRKJA: Fermingarmessur Breiðholts safnaðarkl. 10:30 og kl. i 3:30. Safnaðarstjórn. DIGRENESPRESTAKALL: Barnasamkoma i safn aðarheimilinu við Bjarnhólastig kl. II. Fermingar guðsþjónusta i Kópavogskirkju kl. 10:30. Sr. Þor bergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Fermingarmessur Fella- .og-Höía prestakalls kl. 11 og kl. 14. Sóknarnefnd. LANDAKOTSSPlTALI: Messa kl. 10. Sr. Þórir Stephensen. Organleikari Birgir ÁsGuðmundsson. FELLA- og HÓLAPRESTAKALL: Laugardagur: Barnasamkoma i Hólabrekkuskóla kl. 14 c.h. Sunnu dagur: Barnasamkoma i Fellaskóla kl. II. Fermingar i Dómkirkjunni kl. 11 og kl. 14. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSASKIRKJA: Barnasamkoma kl. II. (iuðs þjónusta kl. 14. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Almenn samkoma nk. fimmtudagskvöld kl. 20:30. Sr. HalldórS. Gröndal. HALLGRIMSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. II. Fermdur verður Magnús Helgi Matthiasson. Sjafnar götu 8. — Altarisganga Sr. Karl Sigurbjörnsson. Messa kl. 14 fellur niður Þriðjudagur: 22. apríl. Bæna gúðsþjónusta kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Munið kirkjuskóla barnanna á laugardögum kl. 14. LANDSPlTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. II. Messa kl. 14. Organleikari dr. Ulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barnasamkoma i Kársnesskóla kl. II. Fermingarguðsþjónusta i Kópa vogskirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Fcrming kl. 10:30 Organleikari Jón Stefánsson. Altarisganga fyrir fermingarbörn og aðstandendur þeirra verður mánu daginn 21. april. kl. 20. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardagur 19. apríl: Guðsþjónusta að Hátúni lOb. 9. hæð kl. II. Sunnud. 20. apríl: Barnaguðsþjónusta kl. II. Messa kl. 14. Þriðjudagur 22. april: Bænaguðsþjónusta kl. 18. altarisganga. Æskulýðsfundur kl. 20.30. Sóknar prestur. Hvað sagði Lenin um sósíaiíska hagfræði? — vararektor Moskvuháskóla svarar spurningunni íReykjavíkídag Felix Volkov, einn vararektora Moskvuháskóla flytur í dag kl. 15 erindi um „Meginreglur Lenins um sósíaliska hagfræði” á vegum MÍR. Fyrirlesturinn verður i nýju húsnæði MÍR á Lindargötu 48. í hluta þess húsnæðis hefur verið komið fyrir sýningu á ljósmyndum, myndverkum, og bókum í tálefni þess, að á þriðjudaginn 22. apríl eru liðin 110 ár frá fæðingu Lenins. Eftir fyrir- lesturinn verður kvikmyndasýning. Á morgun flytur prófessor Volkov annan fyrirlestur í salarkynnum MÍR, að þessu sinni um Moskvuháskóla, sem varð 225 ára í ársbyrjun. Fyrirlesturinn verður fluttur að loknum aðalfundi MIR, sem hefst klukkan þrjú. Einnig verður kvikmyndasýning og boðið upp á veitingar. Mynda- og bókasýningin í MÍR- salnum verður opin á fimmtudaginn, næsta laugardag og sunnudag, alla dagana kl. 14—18. Kvikmyndasýning- ar verða þessa daga kl. 15. Þá verða sýndar myndir eftir fræga sovézka kvikmyndagerðarmenn, S. Jútkevitsj, S. Eisenstein og M. Romm. Á meðan vararektor Moskvuhá- skóla dvelst hérlendis mun hann m.a. heimsækja Háskóla íslands, ræða við rektor, prófessora og stúdenta og skoða ýmsar háskólastofnanir. -ÓV. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10:30. Guðsþjón usta kl. 14. Organleikur og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guömundur Óskar ólafsson. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma kl. 11 i Félagsheimilinu. Sr. Frank M. Halldórsson. FRlKIRKJAN i Reykjavík: Messa kl. 14. Organ leikari Sigurður Isólfsson. Prestur sr. Kristján Róbertsson. FRlKIRKJAN I Hafnarfirði: Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Safnaðarstjórn. TiSkynitingar Félag frímerkjasafnara heldur voruppboð sitt í dag kl. 13.30 í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Að venju verður þarna mjög fjölbreytt val frímerkja og uppboðsnúmer hafa aldrei verið jafnmörg, eða 533. Lágmarksverði er yfirleitt mjög i hóf stillt, þannig að allir, sem áhuga hafa á frímerkjum, geta fundið þarna eitthvað sem er fjár- hagnum ekki ofaukið. Þá eru þama boðnir fágætir gripir, eins og t.d. ónotuð fjórblokk af Alþingishúsinu, sem sést afar sjaldan á uppboðum. Einnig eru allar aðrar fjórblokkir frá lýðveldistímanum boðnar upp. Þá má nefna mjög fjölbreytt framboð uppruna-, kórónu- og númerastimpla og eru sumir hverjir mjög fágætir, eins og Leirvogstunga, sem metinn er af Svíum á nærri 230.000, en er þarna með lágmarks boði 65.000. Ekki má glcyma mörgum mjög skemmti legum umslögum frá því fyrir strlð og munu margir hafa áhuga á þeim fyrir söfn sín. Þá er að sjálfsögðu fjöldi stakra frimerkja, sem og heil söfn. Uppboðsefnið er til sýnis i dag. á uppboðsstaö, frá kl. 11 til kl. 13. en uppboðið hefst eins og áður segir kl. 13.30. Ftiwiir JC-Kópavogur Borgarafundur um æskulýðsmál í Kópavogi. Nk., sunnudag, 20. apríl efnir JC-Kópavogur til borgarafundar um æskulýösmál i félagsheimilinu í Kópavogi. Til fundarins hefur verið boðið forystumönnum íþróttafélaga og annarra félaga, sem kafa æskulýðs- mál á stefnuskrá sinni, einnig hafa bæjarfulltrúar verið boðnir. JC-menn i Kópavogi hvetja alla hugsandi menn i bæjarfélaginu til að mæta á fundinn sem hefst kl. 3 í Félagsheimilinu. Sigrún ekki Sigríður Þau leiðu mistök urðu í frétt í blaðinu í gær, að nafn varaþingmanns Framsóknarflokksins í Reykjavik mis- ritaðist. Hún heitir Sigrún Magnús- dóttir. —HH. FERMNGAR Hafnarfjarðarkirkja Ferming 20. april 1980 kl. 10.30 f.h. Prestur: Sr. Gunnþór Ingason. Atli Örvar, Breiðvangi 12. Barði Már Barðason, Suðurgötu 9. Guðmundur Marinó Guðmundsson, Sævangi 42. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Selvogsgötu 9. Halldóra Brandsdóttir, Háukinn 8. Hörður Bjarnason, Arnarhrauni 4. Kristín Gunnarsdóttir, Sunnuvegi 10. Kristján Snæbjörnsson, Álfaskeiði 78. Linda Björk Harðardóttir, Hólabraut 7. Magnús Karlsson, Lindarhvammi 22. Matthildur Helgadóttir, Kelduhvammi 10. Rósa Karen Borgþórsdóttir, Sléttahrauni 26. Rúnar Sig. Guðlaugsson, Suðurbraut 10. Sigrún Jóna Leifsdóttir, Bröttukinn 30. Skúli Birgir Gunnarsson, Móabarði 29. Valgerður Björk Gunnarsdóttir, Móabarði 29. Hafnarfjarðarkirkja Ferming 20. april 1980 kl. 2 e.h. Prestur: Séra Gunnþór Ingason. Andrés Jóhannsson, Fögrukinn 30. Arndis Aradóttir, Klettahrauni 4. Auðbjörg Kristfn Guðnadóttir, Álfaskeiði 94. Árni Ingvarsson, Sléttahrauni 30. Árný Harpa Árnadóttir, Kvfholti 4. Barbara Ósk Ólafsdóttir, Öldugötu 7. Bryndis Eyjólfsdóttir, Melholti 6. Fanney Ásgeirsdóttir, Álfaskeiði 123 Freydís Freysteinsdóttir, Urðarstíg 5. Hálfdán K. Þórðarson, Bröttukinn 11. Kristfn List Malmberg, Smyrlahrauni 56. Maenús Gunnarsson, ölduslóð 2. Margrét Björk Agnarsdóttir, Álfaskeiði 125. Marteinn Hólm Sigurðsson, Álfaskeiði 3. Matthildur Úlfarsdóttir, Arnarhrauni 10. Páll Bergþór Guðmundsson, Arnarhrauni 33. Pétur Jakob Petersen, Tjarnarbraut 7. Sándra Herlufsen, Breiðvangi 22. Sigurður Marel Magnússon, Hringbraut 69. Unnur Berg Elfarsdóttir, Álfaskeiði 54. Þorleifur Grétarsson, Arnarhrauni 13. Þorsteinn Ingi Kristjánsson, Jófriðarstaðavegi 10. Þorsteinn Þorsteinsson, Hólabraut 5. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Ökukennsla, æfingartimar, bifhjólapróf. Kenni á nýjan Audi, nemendur greiði aðeins tekna tíma, engir lágmarkstimar, nemendur geta byrjað strax. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Magnús Helgason, sími 66660. Ökukennsla, æfingartimar. Get aftur bætt við nemendum. Kenni á hinn vinsæla Mazda 626 ’80, R-306. Nemendur greiða aðeins tekna tíma. Greiðslukjör ef óskað er. Kristján Sigurðsson, sími 24158. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Nr.72- 16. aprít 1980. Ferðamanna gjaldeyrir Einingkl. 12.00 1 Bandarikjadollar 1 Sterlingspund 1 Kanadadollar 100 Danskar krónur 100 Norskar krónur 100 Sænskar krónur 100 Finnsk mörk 100 Franskir frankar 100 Belg.frankar 100 Svissn. frankar 100 Gyllini 100 V-þýzk mörk 100 Lirur 100 Austurr. Sch. 100 Escudos 100 Pesetar 100 Yen 1 Sórstök dráttarróttlndi Kaup Sala Sala 439,00 440,10* 484,11* 964,90 967,30* 1064,03* 368,30 389,20* 406,12* 7472,70 7491,40* 8240,54* 8616,30 8837,90* 9501,09* 9976,70 10001,70* 11001,87* 11459,15 11487,95* 12638,75* 10039,40 10064,60* 11071,06* 1444,55 1448,15* 1592,97* 24830,30 24892,50* 27381,75* 21218,00 21271,10* 23398,21* 23215,20 23273,40* 25600,74* 49,76 49,89* 54,88* 3257,90 3266,00* 3592,60* 869,70 871,90* 959,09* 606,90 608,40* 669,24* 174,41 174,85* 192,34* 553,32 554,71* * Breyting frá siðustu skráningu. Sánsvarí vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.