Dagblaðið - 19.04.1980, Síða 5

Dagblaðið - 19.04.1980, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1980. 5 Fraktf lutningar hafa tvöfaldazt frá 1974 — rætt við f raktsölustjóra Flugleiða íBandaríkjunum sem hefur þjónað Loftleiðum og Flugleiðum Í24ár Alfred J. Shea fraktsölustjörí Flugleiða 1 Bandaríkjunum. DB-mynd: Bjarnleifur. Alfred J. Shea fraktsölustjóri Flug- leiða dvaldist hérlendis í vikunni þar sem hann ræddi við forráðamenn Flug- leiða um fraktflutninga félagsins og einnig við starfsbræður sína í Luxem- borg, sem einnig komu hingað til fundarins. Slíkur fundur er haldinn árlega. Dagblaðið ræddi stuttlega við Al, eins og hann er kallaður. Hann er Bandarikjamaður, en hefur starfað sem sölumaður og sölustjóri í frakt- flutningum flugfélaga i 34 ár og þar af i 24 ár sem starfsmaður Loftleiða i Bandaríkjunum og síðan Flugleiða eftir sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands. Hann er því málum þessum gjörkunnugur. Hann hefur komið til íslands a.m.k. einu sinni á ári þessi ár og fylgzt með þeim miklu breytingum, sem orðið hafa á öllu þjóðlífi hérlendis og hann hafði sérstaklega orð á. „Við förum í gegnum áætlanir um pláss og ferðatíðni á þessum fundum okkar,” sagði Al. „Ég er ábyrgur fyrir sölu á fraktflutningum í Bandaríkjun- um og einnig þjónustu við viðskipta- vini okkar. DC-8 þotur Flugleiða eru mjög heppilegar fyrir slíka flutninga, en þær bera um 5 tonn af vörum þótt þær séu fullar af farþegum. Ferðatíðni yfír N-Atlantshafið er að aukast aftur með tilkomu sumar- áætlunar og er gert ráð fyrir 10—11 ferðum á viku. Við höfum vissulega lent í vandræðum í vetur, þegar ferða- tiðniri dróst mjög verulega saman vegna erfiðleika félagsins. Það munar að sjálfsögðu mikið um það, ef ferð- irnar fara allt niður í tvær á viku, frá þvi að hafa verið allt að tveimur á dag. Áætlanir um flug milli Bandarikj- anna og tslands ná aðeins til haustsins, þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um þetta flug lengra fram í tímann, en við vonum að sjálfsögðu að þetta flug haldi áfram og á þessu stigi er engin ástæða til að halda annað. Fraktflutningar með flugvélum hafa aukizt mikið um allan heim undanfarin ár. Með þessu móti ná fyrirtæki meiri veltu vörunnar og þar af leiðandi meiri hagnaði. Það er varla mikið meiri kostnaður af flutningum með flug- vélum en skipum, ef þetta er tekið með i reikninginn og einnig það, að vara skemmist síður i flugvélum, þarf minni pakkningar og útheimtir lægri tryggingakostnað. En að sjálfsögðu er ekki hægt að flytja alla vöru með flug- vélum. Fraktflutningur Flugleiða hefur tvöfaldazt i tonnum á árabilinu 1974— 1979. Flutningur frá Bandarikjunum til íslands er yfirleitt nægur, en verr gengur að fylla fraktrýmið út. Þó hefur sá flutningur aukizt, t.d. fiskur og ull. Sá varningur sem mest er flutt af með fiugvélum er fatnaður og síðan græn- meti. Við reynum að bæta þjónustuna með auknu flugi,” sagði Al Shea, ,,og framboðið i sumar verður meira en í fyrrasumar. Þá er það og mitt hlutverk að aðstoða íslendinga í Bandarikjunum að ná samböndum, sem opna islenzkum vörum markað í Bandaríkj- unum.” -JH. Hellissandur Umboðsmann vantar frá 1. maí nk. Uppl. í símum 93-6749 eða 91 -22078. MMBIAÐIB OPIÐ KL. 9-9 . Allar skraytíngar unnar af fag- mönnum. N«.g bllasfcaSI a.n.k. á kvöldia niOMíAVixrml HAFNARSTRÆTI Simi 12717 ÍGNBOGII Q 19 OOO CAra GTtaNT Lesue Caton TÁTHeR Goose Co-Starring TrevoR Howaro GÆSAPABBI Hvað varðaði Eckland prófessor um svona smámuni eins og heims- styrjöld? — Bráðskemmtileg gamanmynd með úrvals leikurum. Myndin var áður sýnd hér fyrir 12 árum. íslenzkur texti. Sýndkl. 3,5.05,7.10,9.20. 11.-21. maí kr. 248.000 Gisting í Dublin á Royal Marine og South County. Sérstaklega veröur hugsaö fyrir óskum golfáhugamanna, valinkunnur kylfingur verður fararstjóri þeirra og útvegar þeim bestu fáanlegu golfvellina. Knattspyrnuáhugamenn fá heims- meistara Argentínu í heimsókn til Dublin og geta fylgst þar meö landsleik þeirra gegn írum. 21.-26. maí kr. 178.000 Sælkeraferð kr. 198.000 Stutt og bráðskemmtileg hvítasunnuferð. Gisting á Royal Marine og South County. Sérstök dagskrá fyrir sælkera verður einnig skipulögð. Sigmar B. Hauksson þræðir þá alla bestu veitingastaðina og býður samferðafólki sínu upp á allt það besta sem til er í írskri matargerð. Smökkunarferðir verða farnar í helstu bjór- og vínkjallara heimamanna. Innifalið í verði er flug, gisting með ósviknum og vel útilátnum írskum morgun- verði, flutningur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. í sælkeraferðinni er einnig innifalinn allur flutningur á og af veitingastöðum. Verslunarferðir í sérflokki. írska pundið 10% hagstæðara en það enska! Samvinnuferóir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 & 28899 W Odýrar og spennandi feroir í maí

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.