Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 19.04.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. APRÍL1980. * 13 BRAGI SIGURÐSSON FÓLK ATLI RUNAR HALLDORSSON Mikil vinna — segir Öm Egilsson gítaristií hljómsveitinni Aríu „Við spilum alls konar danstónlisi, bæði nýju og gömlu dansana. Á prógramminu eru alltaf nokkur topp- lög hvers tima og það krefst þess að við æfum stíft,” sagði Örn Egilsson gítarleikari og söngvari í hljómsveit- inni Aríu við FÓLK-síðuna. Aria var stofnuð í desember sl. og er skipuð fjórum mönnum: Þeir eru auk Arnar Guðmundur Óskar Kristjánsson bassaleikari, Andri Bachmann trommari og söngvari og Hörður Friðþjófsson gítaristi. ,,Við sjáum fram á mjög mikla vinnu framundan, jafnvel fáum við fleiri tilboð um eina helgi en við ráðum við,” sagði Orn. ,,Um þessar mundir spilum við fyrir dansi á skemmtikvöldum Ferðaklúbbs Fél. ungra framsóknarmanna viða um Iand. Nú um helgina verðum við á Selfossi á föstudagskvöld, Stapa á laugardagskvöld og Hótel Akranesi á sunnudagskvöldið.” Er einhver leið að þið getið lifað af spilamennskunni? „Nei, það getur ábyggilega enginn í þessum bransa lifað mannsæmandi lifi af spilamennskunni einni. Um daginn sagði mér einn af topphljóð- færaleikurunum hér að hann hafi reynt að lifa af þessu. En hann varð að gefast upp og ráða sig i fullt starf annars staðar.” Og svo má að lokum geta þess að þeir Aríusveinar hafa sem fasta reglu að neyta ekki áfengis þegar þeir koma fram á skemmtunum. ,,Ég hef heyrt kvartanir forráðamanna dans- leikja vegna áfengisneyzlu hljóm- sveitarmanna. Hjá okkur er slíkt stranglega bannað,” sagði Örn Egils- son. Þeir sem vilja komast í samband við Aríu getahringt íeftirtalin númer: 71708 eða 86044 (örn), og 994586 (Hörður). -ARH. Mannabreytingar í Hljómsveit Gissurar Geirss. Siguröur vill leysa hvers manns vanda Siguröur Guðmundsson starfs- maður á Melavellinum i 30 ár. Þair vinnufáiagamir hóldu upp á starfs- afmæiisdaginn moð sárbakaðri rjómatertu og möndlulangju með kaffinu. Ekkert var þarkvikt nema kolsvartur hrajh Ólajiir Bachmann í trommarasœtið Hljómsveit Gissurar Geirssonar á Selfossi verður 10 ára á þessu ári. Fyrstu árin starfaði hún á almennum dansleikjum og í einkasamkvæmum um sunnanvert landið. Veturinn '78—'79 starfaði hljómsveitin i veitingahúsum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Á Jónsmessu 1979 lék hún á Suðurlandi skipuð nýjuin mönnum: Helga Hermannssyni (áður í Glitbrá og Logum) og Jóni Guðjónssyni frá Hallgeirsey í Landeyjum, auk Gissurar. Jón hefur nú dregið sig í hlé að sinni. Ólafur Baehmann greip kjuðana í stað hans og settist i trommarasæti hljómsveitarinnar. Ólaf þarf vart að kynna. Að minnsta kosti ekki fyrir Sunnlendingum. Hann er kunnur fyrir bumbuslátt og söng í mörgum hljómsveitum. Ber hæst Mána frá Selfossi og Loga frá Vestmannaey'jum.. Kristján Einarsson Selfossi. Ef eitthvað er hæft í þvi sem ég heyrði á skotspónum í fermingar- undirbúningnum forðum að Drottinn beri ábyrgð á sköpun t mannkyns, þá er það drjúgur heiður að vera talinn í hópi þrettán fræknustu manna sem sá heiðursandi framleiddi og kom á markað. Það kom sannarlega á óvart. Mér kom minna á óvart að heyra að 2/3 hlutar fræknasta hóps sköpunarverksins skuli vera Svarf- dælingar. Þaðer sanngjarnt hlutfall. Það var óspart spáð í verk Drottins i ferðahópi Ferðafélags Svarfdæla á skirdag. Við gengum fram i afrétt Svarfdælinga sem kennd er við eyði- býlið Sveinsstaði í botni Skíðadals. Sveinsstaðir fóru í eyði árið 1906. Framar mátti sjá rústir fremsta bæjarins, Stafns. Öljósar heimildir eru til um að hann hafi farið í eyði seint á 17. öld. Þarna eru fjölmörg önnur eyðibýli, m.a. Krosshóll. Þessi þrjú býli og sköpunarverkið koma við sögu í ferðaljóðinu sem Hjörtur bóndi á Tjörn setti saman á leiðinni, upptendraður af vaskleik göngu- manna og náttúrufegurðinni: Gaman var aö koma á Krosshóls fornu slóð þar kætist jafnan hugurinn og fyllist æskuglóð þrettán voru ferða-félagar i hóp eitt fræknasta og harðsnúnasia lið sem Drottinn skóp. Við gengum fram að Sveinsstöðum og sáum fram í Stafn. og ekkert var þar kvikt nema einn kolsvartur hrafn. Ferðafélagshópurinn þrammaði á skíðum i ágætu veðri nokkra kíló- metra inn í óbyggðir. Færið var að visu ekki sem bezt. Ófá kíló af snjó. vildu ólm sitja sem fastast neðan í skíðabotnunum sér til óþurftar og okkur til ama. En kapparnir Trausti, Ingvi og Stefán kunnu ráð við því. Þeir drógu upp úr pússi sinu áburðarstauka i öllum regnbogans litum og mökuðu neðan í skíði sin og annarra. Snjórinn átti ekkert svar við þeim leik. -ARH. Frœknasta og harðsnúnasta lið sem Drottinn skóp í skír- dagsskíðaferð: öll ál birtir upp um síðir. Lika ófíð sam skall á rátt á maðan ferðafáiagamir stiUtu sár upp á snjóskafl tilmynda- töku. Frá vinsbi: Ingvi Baldvinsson bóndi á Bakka, Hjálmar Herbertsson Dalvík, Stefán Árnason starfsmaður Rarik á Akureyri ifaðir Sigrúnar fráttamanns hjá Sjónvarpinu), ÁrniÁrnason kennaranemi Reykjavík, Einar Hallgrímsson bóndiá Urðum, Hjörtur Þórarinsson og Sigríður Hafstað á Tjöm, Anna Bára Hjaltadóttir kennari Daivik, BrynjóHur Sveinsson landfræðingur hjó Vegagerð rikisins i Reykjavik, Trausti Þorsteinsson skóiastjóriá Dahvík, Jóhanna Skaftadóttir kennari Kópavogi og Guðrún Heigadóttir jarðfræðingur á Hafrannsóknastofnun. 1 DB-mynd: ARH. „Ef nokkuð má að Sigurði ftnna, þá væri það helzt að hann hefur kannski verið of liðlegur,” sagði Baldur Jónsson vallarstjóri á Mela- og Laugardalsvellinum brosandi viðtali við FÓLK-síðuna. Tilefnið var að Sigurður Guðmundsson starfs- maður á Melavellinum átti 30 ára starfsafmæli 14. apríl s.l. Sigurður Guðmundsson frá Görðum i Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi kom til Reykjavikur árið 1940. Hann var heilsutæpur og var á Vífilsstöðum sjúklingur, en Hljómsvaitin eftir breytinguna: Ólafur Bachmann Heigi Hermannsson og Gissur Geirsson. Ariusveinar: Hörður Friðþjófsson basslsti, öm Egtsson gttaristi og söngvari, Andri Bachmann trommari, og söngvari Guðmundur Óskar Kristjánsson gitaristi. náði heilsu. Hann gerðist starfs- maður á Melavellinum i Reykjavik ' 14. apríl 1950 og hefur starfað þar siðan. í tilefni 30 ára starfsafmælisins gerðu vinnufélagar Sigurðar á Mela- vellinum sér dagamun með sér- bakaðri rjómatertu og möndlulengju, i sem allir gestkomandi fengu sinn I skammt af. „Sigurður hefur reynzt góður starfsmaður og viljað hvers manns vanda leysa. Þetta er þjónustustarf og i þvi dúga ekki til lengdar nema velviljaðir, vinnufúsir menn. Sigurður á því vináttu vallargesta og vinnufélaga og er hér enn, eins og sjá má. Það segir sina sðp.u,” sagði Baldur Jónsson vallatmju.i. -B.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.