Dagblaðið - 21.04.1980, Qupperneq 2
2
r
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980.
Mótmæli voru höfð uppi þegar átti að ráðast i byggingu Borgarfjarðarbrúarinnar.
DB-mynd Bjarnleifur.
Ekki stendur á mótmælunum
þegar gera á eitthvað stórt og myndarlegt
Helgi Jóhannesson skrifar:
Nú nýlega var samþykkt í borgar-
ráði og borgarstjórn að gera átak til
að lagfæra ofremdarástand í
umferðarmálum við Breiðholtshverfi
með vega- og brúargerð á milli hverfa
Ártúns og Breiðholts.
Það er alltaf sama sagan að ef
eitthvað stórt og myndarlegt á að
gera risa upp skriffinnar og mót-
mælahópar og vilja hrópa niður allar
framkvæmdir.
Hvernig var það ekki þegar breyta
átti úr vinstri umferð yfir i hægri?
Ýmsir mótmæltu þá og helzt á þeirri
forsendu að stórslysaalda og
manndráp í umferðinni yrðu svo
óskapleg að þjóðin myndi ekki um
áratugi ná sér, svo ég tali nú ekki um
þann hryllilega kostnað sem þetta
uppátæki átti að hafa i för með sér.
Mótmæli voru uppi höfð þegar
vegaframkvæmdir voru í Kópavogi
og ef ég man rétt mótmæltu þeir i
Garðabænum stórvegaframkvæmd-
um, vildu eiga tvo bila við hús sin en
ekki vegi.
Þegar átti að byrja á byggingu
Elliðaárbrúarinnar nýju var mótmælt
á þeim forsendum að laxinn þyrði
ekki að fara undir brúna upp í ána.
Svona mætti halda áfram að minna á
endalaus mótmæli í sambandi við
framkvæmdir, Borgarfjarðarbrúna,
Seðlabankann o.s.frv.
Þetta mál eða þessar fram-
kvæmdir sem nú er verið að mót-
mæla snerta mig sjálfan ekki á
nokkurn hátt en ég get ekki annað en
brosað að þessum fádæma mót-
bárum, sem hafðar eru uppi og þeim
rökum, sem tilfærð eru fyrir mót-
mælunum. Dæmi um þessi rök er:
Það gerir árnar svo ljótar ef brú
kemur yfir þær. Það breytir öllu
útliti á Elliðaárdalnum, eyðileggur
allt útivistarsvæðið þar. Þvilikt kjaft-
æði. Væri e.t.v. réttara að byggja
brúna á einhverjum öðrum stað, t.d.
uppi áEsju?
Önnur ástæða: Stórir og góðir
vegir meðfram eða nálægt Árbæjar-
safni eru af þvi vonda, segja
mótmælendur. Til Árbæjarsafns
þurfa svo margir að fara. Þangað er
alltaf straumur af fólki og þess vegna
mega ekki vera góðar samgöngur
nálægt safnsvæðinu. Eru menn að
gera grin, eða hvað? Er e.t.v. réttara
að gera breiða og góða vegi, þar sem
enginn þarf að fara um? Borgin ætti
e.t.v. frekar að leggja hringveg i
kringum Viðey.
Geta f ullorðnir ekki
sýnt börnum kurteisi?
Yasmin Haraldsson, 7 ára, skrifar:
Mér finnst svo leiðinlegt þegar ég
fer i strætó að fólk glápir alltaf á
mig. Af hverju talar það ekki frekar
við mig?! Mamma mín sagði mér frá
þvi, að hún fór einu sinni í strætis-
vagn í Bandaríkjunum, fullan af
svertingjum, en enginn glápti á hana
Raddir
lesenda
þar. Ég er enginn svertingi en samt
glápa allir á mig hérna. Stundum
hvisla þau lika og þá heyri ég að þau
segja: Mikiðer hún sæt.
Og það er líka leiðinlegt, að þegar
ég býð gamalli konu sæti, þá
afþakkar hún það oft: Nei, nei, það
er allt í lagi, eða: Ég fer út næst. Af
hverju getur hún ekki sagt: Þakka þér
fyrir, elskan, og fengið sér sæti?
Stundum er ég lika rekin úr sætinu en
þau segja ekki við mig: Má ég fá
sætið þitt, elskan? Þú getur staðið
hjá mér.
Kunna menn hérna ekki að tala
hver við annan á almannafæri, eða
koma kurteislega fram við börn?
Bara einu sinni þakkaði gamall
maður með staf mér fyrir að bjóða
honum sætið mitt. Og hann lét mig
líka sitja hjá sér, svo að ég þurfti ekki
að vera hrædd við troðninginn i
stóra fólkinu. Ég er nefnilega ennþá
svo lítil.
Útvarpsleikritiö Böm mánans:
Má ekki sýna sannar
svipmyndir úr lífinu?
Steinar Sigvaldason hringdi og
vildi koma á framfæri athugasemd í
sambandi við útvarpsleikritið Börn
mánans, sem flutt var 10. april
siðastliðinn af nemendum i Leiklist-
arskóla íslands.
Mér fannst þetta leikrit ljómandi
gott og full ástæða til að hafa orð á
OSTA.
SMJÖRSALAN
9.99
hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæöi aö
Nýja símanúmerið er
mm
3PHI
p|Rppþþ|Bf
aSi. ístabúöin veröur á&amað Snorrabráut 54, simi10034
því. Leikrit þetta er að mínu viti
ákaflega vel skrifað og skemmtilegt,
ekki sízt fyrir þá sök að það er svo
ólíkt þvi sem maður hefur heyrt áður.
Það var hressandi að heyra loksins
nýjar raddir í útvarpsleikriti. Nýlega
var í lesendabréfi í DB gerð athuga-
semd við málfarið á leikritinu. Ég
verð að segja að það er ákaflega litið
siðferðisþrek hjá fólki ef það þolir
þetta ekki.
! hvaða fílabeinsturni er það fólk
eiginlega sem þolir ekki aö hlusta á
mál sem aðeins er hiuti af daglegu
máli, ekki sizt máli unglinga.
Varðandi málfarið á þessu leikriti
vil ég segja það að textinn var unninn
af mikilli einlægni. Hann var, að þvi
erégbezt fæséð, satt alþýðumál.
Ef ekki má sýna sannar myndir úr
lifinu þá tel ég að við séum komin
ákaflega nálægt ritskoðunarbákni
þvi sem er við lýði fyrir austan járn-
tjald.
Hitt finnst mér lika undarlegt að
fólk þurfi að einblina á klám og
blótsyrði sem aðeins var örlítið brot
af þessu verki. Mér finnst miklu
mikilsverðara hvað í verkinu fólst.
Hér var um að ræða merkilega
umfjöllun um fyrirbæri sem hafði
griðarleg áhrif á alla æsku Vestur-
landa, þ.e. friðarhreyfingin. Áhrifa
hennar gætir enn. Þetta eru hlutir
sem koma okkur öllum við og þess
vegna er ankannalegt að einblína á
þau atriði leikritsins, sem voru aðeins
örlítill hluti af verkinu.