Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980.
Leiðtogar íþróttamála í heiminum
hittast í Sviss:
Moskvuleikarnir
í kastljósinu
— Sovétmenn segja að aðeins 10 ríki
hætti við þátttöku í ólympíuleikunum
Forystumenn íþróttamála í heimin-
um hittast í dag i Lausanne í Sviss og
reyna að komast að þvi hve mörg riki
af' þeim 143 sem eiga þátttökurétt á
ólympíuleikunum í Moskvu ætla að
taka þátt í þeim. Þeir munu sitja
þriggja daga fund um málið. Þá munu
jafnhliða verða haldnir fundir alþjóða
ólympiunefndarinnar með fulltrúum
íþróttasambanda, svo og með fulltrú-
um ólympíunefnda sem annaðhvort
hafa lýst sig fylgjandi eða ekki fylgj-
andi þátttöku i Moskvuleikunum.
Nú er ljóst að Bandaríkin taka ekki
þátt í sumarólympíuleikunum.
Ólympíunefndin þar i landi ákvað fyrir
skömmu að taka áskorun Carters for-
seta um að hundsa þá í mótmælaskyni
við innrás Sovétríkjanna i Afganistan.
Sovétmenn segja að þegar liggi fyrir
bein eða óbein staðfesting á þátttöku
frá 106 ríkjum. Aðeins 10 riki hafi
formlega boðað forföll. Hvað sem því
liður er Ijóst að mörg ríki hafa ekki
ákveðið afstöðu sína til Moskvuleik-
anna og vilja draga það fram í maí að
taka ákvörðun. Væntanlegir þátttak-
endur í ólympíuleikunum verða að til-
kynna það fyrir 24. maí. Frakkland og
önnur NATO-ríki biða átekta eftir því
hvað Vestur-Þýzkaland gerir í málinu.
Ef Vestur-Þjóðverjar ákveða hundsun
á leikunum má búast við þvi að mörg
ríki fylgi í kjölfarið.
Syndabaggi Nixons karlsins þyngist enn:
Var á dagskrá að
myrða Agnew?
Spiro Agnew fyrrum varaforseti
Bandaríkjanna segist hafa sagt af sér
embætti árið 1973 af ótta við að
verða myrtur af útsendurum Nixons
forseta.
Það var blaðið Baltimore News
American sem birti fréttir þess efnis í
gær. Sagt er að Agnew hafi túlkað
skilaboð frá Alexander Haig þáver-
andi aðstoðarmanni Bandarikjafor-
seta sem „augljósa hótun”. Agnew
sagði af sér þegar Watergate-hneyksl-
ið var í hápunkti. Hann hafði þá
verið sakaður opinberlega um skatt-
svik en gerði litla tilraun til að bera
hönd fyrir höfuð sér. Kærur um enn
frekari fjármálaafbrot voru látnar
niður falla.
„Ég óttaðist um líf mitt,” skrifar
Spiro Agnew: Sagði hann af sér ein-
göngu vegna ásakana um skattsvik
eða var morðhótun 1 spilinu?
varaforsetinn fyrrverandi i endur-
minningum sínum sem eiga að koma
út i bókarformi eftir einn rnánuð.
„Ef ákvörðun lá fyrir um að koma
mér fyrir kattarnef: í bílslysi, með
sviðsettu sjálfsmorði eða á annan
hátt, þá hefðu orsakirnar ekki verið
raktar til Hvíta hússins.
Sóknaraðilar og Elliot Richardsson
saksóknari, sem stjórnaði rannsókn i
niáli Agnews, hafa brugðizt hart við
ásökunum hans og kallað þær hlægi-
legar” og „heimskulegar”.
Spiro Agnew er nú 61 árs að aldri
og býr i Kaliforniu. Þar starfar hann
sem tengiliðurí samningum fjármála-
manna í Bandaríkjunum við erlend
riki, einkum arabaríkin og 3ja heims
riki.
Verðtrygging spariskírteina ríkissjóðs byggist nú á raunhæfustu
vísitöluviðmiðun sem völ er á — lánskjaravísitölunni.
Lánskjaravísitalan miðast að 1/3 við byggingarvísitölu og 2/3
við framfærsluvísitölu, og eru hún reiknuð út og birt
mánaðarlega.
Þannig geta eigendur spariskrteina nú fylgst með verðgildi
þeirra og vexti frá einum mánuði til annars.
Lánskjaravísitalan verðtryggir spariskírteinin að fullu.
Vandfundin er öruggari fjárfesting.
Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eru til sölu nú.
SEÐLABANKI
ÍSLANDS
Bandaríkin:
Hervaldi verði
beittííran
Skoðanakannanir I Bandaríkjunum
sýna að tveir af hverjum þremur lands-
mönnum eru fylgjandi þvi að hervaldi
verði beitt til að frelsa úr haldi gislana I
sendiráðinu í Teheran. Brezkur ráð-
herra hefur um helgina sagt að stjórn
sin mundi þrýsti á að Efnahagsbanda-
lagsrikin sameinist um refsiaðgerðir
gegn íran.
Tékkóslóvakfa:
Norskir glímu-
kapparfóru
ífússi
Norska landsliðið i fjölbragðaglímu
yfirgaf í fússi Evrópumót í glimu í Prie-
vidza í Tékkóslóvakiu í mótmæla-
skyni við þá ákvörðun iþróttasambnds
Noregs að hundsa sumarólympiuleik-
ana í Moskvu. Kjell Osfoss, fararstjóri
Norðmannanna, sagði að ákvörðun
þeirra um að hætta við þátttöku í
mótinu væri einungis tekin i mótmæla-
skyni við gerðir forystu íþrótta-
hreyfingarinnar i Noregi en beindust
ekki gegn Alþjóða glímusambandinu
eða tékkneskum yfirvöldum.
Osfoss sagði að í boðskap norskra
iþróttafrömuða fælist tvískinnungur
sem glímumenn gætu engan veginn
sætt sig við. Annars vegar væri talað
um að hundsa Moskvuleikana, hins
vegar að skaða ekki íþróttasamskipti
viðSovétrikin.
Svíþjóð:
Óveður
um helgina
Hávaðarok og snjókoma olli miklu
tjóni og erfiðleikum í suður- og
miöhluta Svíþjóðar um helgina. Vegna
veðurs fóru áætlunarferðir farartækja
á sjó, lofti og á landi úr skorðum.
Rúður í verzlunum og íbúðarhúsum
brotnuðu i Málmey. Þá fauk þak af
fjölbýlishúsi í nágrannabænum Eloev.
Eerjuferðir milli Danmerkur og Svi-
þjóðar lögðust niður um tíma og
hundruð bíla sátu fastir á vegum vegna
fannkomunnar.
Spassky - Portisch:
Jafntef li enn
Portisch og Spassky sömdu um jafn-
tefli eftir 44 leiki í 8. einvígisskák
þeirra. Skákin hafði farið i bið eftir 40
leiki. Portisch heldur því óskertu eins
vinnings forskoti sínu og þarf aðeins
jafntefli úr tveimur næstu skákum til
sigurs í einviginu. Portisch hafði heldur
betur með hvítu mennina í 8. skákinni.
Spassky varðist vel og tókst að halda
jafntefli.