Dagblaðið - 21.04.1980, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980.
Kristján Runólfsson tekur harna \ið silfurbikar úr höndum Auðuns Einarssonar
frá G. Helgason og Melstui.
Fimmtán barþjónar kepptu sin á milli
Af þeim þremur barþjónum sem
unnu i Long drink keppni Barþjóna-
klúbbsins voru tveir af Hótel Borg og
einn úr veitingahúsinu Glæsibæ.
Kristján Runólfsson af Borginni fékk
fyrstu verðlaun fyrir drykk sinn
Beinasna. Þar með vann hann til þess
að keppa fyrir hönd klúbbsins í
alheimskeppni barþjóna i Portúgal
eftir 3 ár. Sigurður J. Sigurðsson,
Glæsibæ fékk önnur verðlaun fyrir
drykk sinn Glæsi og keppir á Norður-
landameistaramóti sem haldið verður
eftir mánuð. Garðar R. Sigurðsson af
Borginni fékk 3. verðlaun fyrir
drykkinn Sjússó og keppir á Ítalíu
næsta hausl.
Beinasni
1. verðlaun
3clSmirnoff vodka
3 cl bananalíkjör, Bols
I cl grenadine, Bols
1 cl sitrónusafi, fyllt upp með
sinalco.
Skreyting: Sítrónubátar, grænt
kirsuber.'kokkteilpinnar, hrærari og
drykkjarstrá.
Höfundur: Kristján Runólfsson.
Glœsir
2. verölaun
2cl Smirnoff vodka
2 cl Parfait Amour, Bols
1 cl Banana Bols
1 cl Cointreau
Dass þurrt vermút, dass af
sítrónusafa. Fyllt með hi-spot.
Skreyting: Kokkteilber, sítróna, rör
og hræripinni.
Höfundur: Sigurður J. Sigurðsson.
Sjússó
3. verðlaun
3 cl Bacardi romm
2 cl Dry Martini
I cl Royal Mint
Dass af Cre de Menthe M. Brizard.
Fyllt upp með sinalco og
sitrónusafa. -A.Bj.
Hörður Sigurjónsson, formaður Barþjónaklúhbsins er þarna að slá Kristján Runólfsson til riddara, Kristján lékk siðan
sverðið afhent, cn það er farandgripur og skiptir nú unt handhafa i tólfta sinn.
^ Kristján Runólfsson þjónn á
Hótel Borg náði sér i íslands-
meistaratitil i Long drink keppni
ársins 1980 á dögunum. Kristján
bauð fram drykkinn Prize Idiot eða
Beinasna sem náði því að þykja
beztur drykkjanna.
En drykkur Kristjáns átti sannar-
lega harða keppinauta. 15 barþjónar
alls kepptu í greininni og lögðu sig
allir fram um að ná bæði sem beztu
bragði og sem glæsilegustu útliti á
drykkina. Þegar stig voru reiknuð út
af dómnefnd kom i Ijós að þeir þrir
sem voru efstir auk Kristjáns voru
félagi hans af Borginni Garðar R.
Sigurðsson og Sigurður J. Sigurðsson
úr Glæsibæ.
Skipuð var ný dómnefnd til þess
að velja úr þessum þrem drykkjum
og giltu þá ekki þau stig sem
keppendurnir höfðu náð i fyrri
umferðinni. Eftir langa innilokun
komst dómnefndin að því aðdrykkur
Kristjáns væri sá, sem verðlaunin
skyldi hljóta.
Hinir tveir urðu þvi af fyrstu
verðlaunum en þó engan veginn án
verðlauna. Fyrirtækið G. Helgason
og Melsted hafði gefið
verðlaunapeninga handa þeim þrem
mönnum, sem efstir urðu og bikar
handa þriðja manni auk þess sem
Júlíus P. Guðjónsson h.f. gaf
verðlaunabikar fyrir annað sætið.
Kristján fékk hins vegar aukalega
bikar frá G. Helgasyni og Melsted,
farandbikar frá Albert Guðmunds-
syni h.f., silfurhom frá Olgerð Egils
Skallagrímssonar og farandsverð
Barþjónaklúbbsins, sem hann var
sleginn til riddara með. Var þetta í
12. sinn, sem sverðið skipti um eig-
endur.
Kristján hlýtur auk alls þessa
réttinn til að keppa i keppni barþjóna
Evrópu sem haldin verður eftir þrjú
ár í Portúgal. Það er því hreint ekki
til lítils að vinna að geta búið til
góðan drykk.
-DS.
HÖFÐABAKKA 9.
SÍMI 85411.
REYKJAVÍK.
LmJ
Búsáhöld oggjafavörur
Glœsibœ.
HANDUNNIÐ
STELL
MATARSETT,
TESETT,
KAFFISETT
OFNFAST
þúsuncí út
þúsund á mánuði
MATAR- OG
KAFFISETT
U7ÍIKJ
DB á ne ytendamarkaði
Verölaunaregn á Sögu
BORGARÞJÓNAR SIGURSÆUR
í LONG DRINK-KEPPNINNI