Dagblaðið - 21.04.1980, Síða 14

Dagblaðið - 21.04.1980, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980. FÓLK Hún á hvergi heima í ketjinu: Ég er í geymslu texta með innihaldi Jón L. Árnason, alþjóðlegur skák- meistari. DB-mynd Þorri. Áhyggjulaus • j • i sveitinm Þegar blaðamaður DB var á ferðalagi um Egilsstaði um páskana urðu á vegi hans þessir krakkar sem léku sér áhyggjulaus í sandi og drullu. Bílar komust þarna hvergi nærri enda ekki margir akandi um þorpið. Það voru því börn allt niður í ársgömul sem gengu um i drullupollunum i pollabuxum, stig- vélum og öllu tilheyrandi. Einhver varð þó að fylgjast með krílunum og þarna var ein stúlka mætt til að hafa gætur á þeim. Annars var athyglis- vert að taka eftir þvi að mæður á Egilsstöðum voru áhyggjulausari um börn sín heldur en mæður hér á höfuðborgarsvæðinu. Enda ekki hægt að líkja stöðunum saman. Það kemur skýt í Ijós á myndinni að eftir þvi sem börnin eldast því erfiðara eiga foreldrar með að fá börnin til að klæðast hlýlega — en töluvert kalt var í veðri þegar myndin var tekin. -ELA. Sigrún Sigfínnsdóttir er ein afþeim ellilífeyrisþegum, sem oiga við húsnæðisvandamál að strrða. Flytur ur emum stað i annan. Herbergið hennar er um 12 fermetrar, skattholið er eldhúsið og hún rótt kemst fyrir sjóH fyrir dótinu sínu. Söngtríóið Þjóðþrif á Akureyri flytur þjóðþrifatónlist: Reynum að flytja „Við reynum að flytja tónlist og lexta með innihaldi en ekki þessa sakleysislegu vitlausu texta sem margar íslenzkar hljómsveitir hafa flutt á undanförnum árum. Sumt semjum við sjálf, annað ekki,” sögðu Haraldur Baldursson, Björg Gísladóttir og Hermann Arason við FÓLK-síðuna. Haraldur, Björg og Hermann stofnuðu fyrr á árinu Söngtríóið Þjóðþrif á Akureyri. Uppistaðan í tónlistinni hjá þeim er söngur með undirleik tveggja hljómgítara. Auk þess bregða þau fyrir sig þverflautu, banjói, munnhörpu, fiðlu og fjöldan- um öllum af ásláttarhljóðfærum. ,,Við höfum komið fram á ýrnsum árshátíðum og annars konar sam- komum að undanförnu og hyggjumst halda þvi áfram. Með vorinu leggjum við ef til vill land undir fót. Plata? Ja, kemur hún ekki til greina ef við fáam góðar mót- tökur?!” -HMH. Þjóðþrrfafóikið: Hermann Arason tv., Björg Gísladóttir og Haraldur Baldursson. Þau hafa spilað á árs- hátiðum og fieiri samkomum á Norðurlandi. „Með vorinu leggjum við ef til vill land undir fót," sögðu þau við FÓLK-siðuna. DB-mynd Holgi Már Halldórson. Jón L. til New York Jón L. Ámason skákmeistari heldur til New York í næstu viku þar sem hann mun taka þátt í sterku alþjóðlegu skákmóti. Jóni var boðið að taka þátt i mótinu eftir hina ágætu frammistöðu í Lone Pine-skákmótinu fyrir skömmu en þar lagði hann meðal annars tvo stórmeistara að velli. Jón sagði í samtali við FÓLK- siðuna, að keppendur á mótinu yrðu tiu, þar á meðal nokkrir stór- meistarar. Þekktastir þeirra eru Dzindzihashvili frá Israel, sem sigraði á Lone Pine-mótinu, sovézk- bandarísku stórmeistararnir Alburt og Shamkovich og búlgarski stór- meistarinn Ermenkov. Það er því Ijóst að það verður við ramman reip að draga hjá Jóni á þessu skákmóti. -GAJ. I0 ár á Snorrabrautinni. Þá var húsið selt og hún á götunni. Hún fékk inni hjá ættingjum og siðar herbergi svipað stórt og það sem hún er i nú. Missti það og leigir nú þetta fyrir 25 þús. kr. á mánuði. ,,Já, þetta er stofan min, svefnherbergið og eldhúsið. Verst þótti mér að þurfa að selja ísskápinn. En ég kom honum hvergi fyrir. Litið þið á. Ég hef kæli. Það er glugga- kistan.” Sigrún sagðist vera í stöðugu isambandi við Tryggingastofnunina og Félagsmálastofnunina til þess að reyna að fá húsnæði. Hún fær þau svör að það séu svo margir á biðlista, lað þeir geti ekki orðið henni að liði. Hún svaraði spurningu okkar um það hvort hún hefði leitað fyrir sér !með húsnæði á hinum almenna markaði á þá leið að hún gæti ekki hugsað sér að leigja upp á þau kjör að verða sagt upp, jafnvel eftir 6 mánuði. Sigrún bætti því við, að hún væri ekki ung lengur. Væri hún það tæki hún þessu öðruvisi. Það væri að gera út af við sig að hafa ekki öruggan samastað. Hún væri orðin svo áhuga- laus fyrir lífinu og þjáðist af innilokunarkennd. Stundum labbar hún um bæinn og bregður sér í bíó. „En, það verða allir leiðir á manni, ef niaður er alltaf að koma í heimsókn, hvort sem það er til vina eðaættingja,” sagði Sigrún. -KVI. ísskápinn varð hún að selja. Hann komst hreinlega ekki fyrir. Glugga- kistan er isskápur Sigrúnar. DB-mynd Bjarnleifur. —segir Sigrún Sigfinnsdóttir ellilífeyrisþegi ,,Ég er hér í geymslu, eða það finnst mér,” sagði Sigrún Sigfinns- dóttir, þegar við komum við hjá henni á Laugaveginum. Þar býr hún í um 12 fermetra stóru herbergi. Þegar við litum í kringum okkur sáum við hvað hún átti við. Þótt allt væri þokkalegl og hreint var hús- gögnum og öðrum nauðsynjahlutum, sem okkur manneskjunum fylgja, slaflað hverjum ofan á annan í her- berginu. Sigrún er ellilífeyrisþegi og sagðist þar að auki fá úr lifeyrissjóði, að hana minnti kr. 30—40 þús. á mánuði. Hún er með of háan blóðþrýsting og þarf ætíð að hafa meðul, sem henni þykja ógurlega dýr i dag. „Tekjurnar eru samt ekki til þess að vanþakka,” sagði hún. Það er annað sem er miklu verra hjá Sigrúnu. Hún getur ekki lengur unnið vegna lasleika. Hún er 68 ára og sagðist hvergi eiga heima i kerfinu. Of ung til þess að fara á elliheimili. Enga ibúð á hún. Leigði i

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.