Dagblaðið - 21.04.1980, Page 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR21. APRÍL 1980.
Það fer víst ekki á milli mála að
sýningin • á verkum í eigu Sonja
Henie-Niels Onstad safnsins i
Norræna húsinu er tímamóta-
viðburður hér á landi. Aldrei fyrr
hafa hér verið sýndar frummyndir
eftir meistara á borð við Bonnard,
Ernst, Gris, Klee, Klein, Léger,
Matisse Miró og Picasso, auk
annarra. Hér hafa „stór nöfn” í
alþjóðlegrti myndlist að visu verið til
sýnis áður, þ.á m. nokkrir ágætir
Hollendingar og Bretar — og
skamms er að minnast sýningar á
teikningum bandariskra listamanna I
Listasafni íslands. En einhvern
veginn hefur manni fundist herslu-
muninn vanta, sjálfa jötnana. Varla
þarf að tíunda ástæður fyrir þvi að
ekki hafa verið fluttir inn þeir
Picasso og Matisse til sýninga og
nægir þar að nefna tryggingarnar
einar.
Að sprengja
fjárhirslur
Algengt er að gott verk eftir
einhvern þessara manna sé metið á
ca. 200.000 dollara og þarf sýnandi
að greiða 1% af þeirri upphæð fyrir
trygginguna, eða u.þ.b. eina milljón
íslenskra króna. Það þarf því ekki
mörg verk á sýningu til að sprengja
fjárhirslur íslenskra menningar-
stofnana. Lista- og menningarsjóður
Kópavogs sýnir þvi einstakan stórhug
með þessari framkvæmd i Norræna
húsinu og er vonandi að fyrirtækið
gangi það vel að ekki þurfi að hækka
útsvör á Kópavogsbúum fyrir vikið. .
En þótt þessi sýning sé öðrum
þræði bæði glæsilega uppsett og
mikill sögulegur viðburður, þá fær
maður ekki varist þeirri hugsun að
hún sé 20 árum of seint á ferðinni til
að geta markað veruleg spor í vitund
íslendinga. Ferðalög okkar um önnur
lönd hafa stóraukist og með þeim
hafa æ fleiri sótt heim helstu lista-
söfn heims og barið augum mörg þau
listaverk sem hér þekktust ekki áður
nema af eftirprentunum eða bókum.
Heimslistin er þvi ekki eins fjarlægur
draumurog fyrr.
Aflvakar eða
helgimyndir
Það er einnig ljóst að flest þeirra
verka sem hér eru sýnd tilheyra sjötta
áratugnum, bæði hvað tækni og
viðhorf snertir og því verður þessi
sýning tæpast sú vitaminssprauta
íslenskum listamönnum, sem hún
hefði getað verið fyrir röskum tveim
áratugum. Nú förum við sennilega i
Henri Matisse — Sitrónur, 1954.
Norræna húsið til að skoða safn dýr-
mætra helgimynda fremur en lifandi
aflvaka.
Nú veit maður ekki alveg hvaða
viðhorf réðu vali mynda á þessa
sýningu og hvort hún gefur
marktæka hugmynd um eignir Sonja
Henie-Niels Onstad safnsins og
markmið. Ef þessar myndir eru
einkennandi fyrir safnið, virðist það
ansi gloppótt — og kannski ekki við
öðru að búast al norrænu safni sem
vart getur keppt við Þjóðverja og
Bandaríkjamenn á peningasviðinu.
Það fer best út úr evrópskum
expressjónisma eftir síðara stríð,
Cobra og frönskum „tachisma” og
getur auk þess státað af einstökum
meisturum frá fyrri þróunarskeiðum
nútímamyndlistar, en þó engum
lykilverkum þeirra.
Samsafn
stakra verka
Þarna vantar stefnumarkandi
verk úr kúbisma, Dada, geómt.ríu
millistriðsára, súrrealisma,
amerískum afstrakt-expressjónisma
(að smámynd eftir Sam Francis
undanskilinni) og Popplist. Þess
vegna er varla hægt að rekja þróun
nútímalistar gegnum þessa sýningu
eins og hún er. Þó hefði ugglaust
verið hægt að virkja hana í þeini
tilgangi m»ð fyrirlestrum og
upplýsjngadrcifingu.
Það er þvi best að nálgast þessa
sýningu sem samsafn stakra mynda
frá ýmsum skeiðum og í misjöfnum
gæðaflokkum. Cobra myndir þeirra
Alechinsky, Appels, Corneille og
Jörns eru allar hreint afbragð, en
aðrar stefnur koma tæpast eins
heillega út. Þeir Hartung og Riopelle
gefa ekki nema takmarkaða mynd af
„tachisma”, þótt sá fyrrnefndi eigi
þarna eina prýðilega mynd (T 1962)
og Soulages bætir þar litlu við.
Parísarskólinn er einnig ansi misjafn.
Til fundar
við þá gömlu
Estéve kemur þar einna best út,
enda fara fáir eins vel með lit og
hann. Viera da Silva er hér ekki upp á
sitt besta, og þeir Bazaine, Fautrier
og Manessier eru talsvert langt frá þvi
marki.
Það er hins vegar fengur að mynd
Dubuffets sem er i þeim hálf-
figuratífa krafsstil, sem honum fer
best og sömuleiðis er de Stael mikil
opinberun og fróðlegt að sjá hlið við
hlið dökka og stífa afstraktmynd
hans frá 1946 og svo landslag frá
Pablo Picasso — Sitjandi kona,
1953, I þeim tæra og meitlaða stíl,
sem hann tileinkaði sér rétt fyrir and-
látið. Inn á milli koma svo listamenn,
sem skipta ansi litlu máli: Bitran,
Dahmen, Gundersen, Hundertwass-
er, Music, Sonderborg og Weider-
mann, en hins vegar hefur ítalinn
Gnoli nokkra sérstöðu þarna, fyrir
nákvæmt risa-raunsæi sitt.
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá
hugsa ég að við förum flest til fundar
við þá „gömlu og stóru”. Mynd
Bonnards er mikið gersemi, þótt
ekki sé hún frá frjóasta timabili hans.
Undir og yfir
meðallagi
Ernst veldur mér vonbrigðum með
fálmkenndum vinnubrögðum og Gris
á hér tvö traust verk frá síðari árum,
þar sem finna má leifarnar af
samræmdum (synthetic) kúbisma.
Klee er bráðskemmtilegur að vanda
og Kúbumaðurinn Lam á hér
1941.
magnað epískt verk sem þarflegt væri
að ræða nánar. Léger er að endur-
taka sjálfan sig i mynd sinni af dans-
meyjum, en er ávallt aufúsugestur og
gaman er að sjá verk eftir einn
Duchamp bróðurinn, Jacques Villon,
sem hefur varla fengið þá viður-
kenningu fyrir elskulega myndlist
sína, sem hann á skilið. Mynd
Munchs er þvi miður nokkuð langt
úndir meðallagi. En það eru þeir
Matissc, Miró og Picasso sem lyfta
sýningunni í æðra veldi. Matisse gerir
sína mynd á síðasta aldursári sinu og
hún er eins makalaus tær, fáguð og
klassísk og myndir frá bestu árum
hans. Miró er einnig sjálfum sér sam-
kvæmur i leikandi léttu málverki sem
þó tæpir á alvarlegri viðhorfum og í
sitjandi konu Picassos, gerðri á
fyrstu árum hersetu Þjóðverja í
París, má finna bæði ugg og
þrjósku, en umfram allt trú á þá lífs-
hvöt, sem býr í góðri myndlist. Þá
mynd ættum við kannski að skoða
síðast, áður en við hverfum á braut.
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
HÚSEFITR
ÞÍNU HÖFÐI,
Einbýlishús úr steinsteyptum einmgum.
Margar stærðir, með eða án bflskúrs.
Hafíð samband við söhnnann og fáið frekarí upplýsingar í síma 84599
HÚSASMIÐJAN HF.
SÚÐARVOGI 3-5, 104 REYKJAVÍK
Tfl afsreiðslu í sumar.