Dagblaðið - 21.04.1980, Side 20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980.
20
I
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
D
Liverpool kastaði
f rá sér sigrinum
—Arsenal náði að jafna á Anf ield og nú munar aðeins einu stigi
á Liverpool ogUnited íbaráttunni um meistaratitilinn
Joe Jordan, miðherjinn sterki, skoraði bæði mörk Manchester United á laugardag.
„Leikmenn Liverpool fengu fjölda
tækifæra en nýttu þau ekki eins og í
mörgum undanförnum leikjum," sagði
fréttamaður BBC á Anfield. Það voru
vissulega orð að sönnu því Liverpool
virtist hafa leikinn í hendi sér lengst af.
Kenny Dalglish skoraði fyrir Liverpool
strax á 10. minútu. Nokkur heppnis-
stimpill var á markinu því knötturinn
fór af fótum David O’Leary og í
markið. Sammy Irwin átti nokkru síðar
skot i þverslá og þeir David Johnson og
David Fairclough fóru illa með góð
færi áður en blásið var til leikhlés.
Sama sagan endurtók sig í síðari
hálfleiknum og Liverpool virlist stefna
i sigur allan tímann. En lánið er fallvalt
— það fengu leikmenn liðsins að
reyna. Alan Sunderland hafði betur í
baráttu við Phil Neal út við endamörk
og sendi knöttinn vel fyrir markið.
Varnarmenn Liverpuol höfðu öll tök á
að hreinsa en hreinlega sváfu á
verðinum. Brian Talbot læddist að
baki þeim og skallaði knöttinn laglega í
nelið, I — 1, og aðeins 10 mín. til leiks-
loka. I.iverpool sótti alll hvað af tók til
leiksloka en tókst ekki að bæta við
öðru marki þrátt fyrir örvæntingar-
fullar tilraunir. Kitt dýrmæll stig var
þvi farið í súginn og á sama tima lagði
Manchester United Norwich að velli á
Carrow Road.
Með þeim sigri náði United að
minnka bilið á toppi deildarinnar niður
i I stig. Liverpool hefur að vísu einn
Brian Talbot jafnaði á Anfield þegar 10
min. voru til leiksloka.
Celtic fékk á laugardag sinn versta
skell í 8 ár er liðið tapaði 1—5 fyrir
Dundee á útivelli. Dundee berst nú
hatrammri baráttu við að halda sæti
sínu í deildinni svo sigurinn kom gífur-
lega á óvart. Allt gekk upp hjá
Dundeee en ekkert hjá Celtic, sem þó
skoraði fyrsta mark leiksins. Roy
Aitken var þar að verki á 7. minútu. En
á næsta klukkutímanum skoraði
Dunde 5 sinnum. Ferguson tvö, eitt úr
viti, Fleming, Sinclair og Mackie
skoruðu. Undir lokin fékk Celtic vita-
spyrnu en Ally Donaldson varði hana
glæsilega. Celtic átti skot i stöng alveg í
blárestina og það var sama hvað leik-
menn liðsins reyndu — ekkert gekk.
Úrslit annarra leikja urðu, sem hér
segir:
Hibernian — Dundee U 0—2
Kilmarnock — Aberdeen 1—3
leik til góða en af þeim fjórum leikj-
um sem liðið á eftir eru þrír á útivelli.
United á hins vegar aðeins þrjá leiki
eftir — tvo á heimavelli.
United var allan tímann sterkari
aðilinn á Carrow Road en snilldar-
markvarzla Roger Hansbury hélt Nor-
wich á floti framan af. Hann varði þri-
vegis þrumufleyga framherja United og
Andy Ritchie var stöðugur ógnvaldur.
Ekkert mark var þó gert í fyrri hálf-
leiknum en á 12. mínútu þess siðari
skoraði United loksins. Ritchie sneri þá
laglega á varnarmenn Norwich og lagði
boltann fyrir Jordan, sem skoraði
örugglega. United sótti nokkuð stift
áfram en það var ekki fyrr en á loka-
minútu leiksins að þeir skoruðu aftur.
Jordan var þá aftur á ferðinni með gott
mark af stuttu færi.
Þrátt fyrir þennan góða sigur United
eru fremur litlar líkur á að liðið kræki í
hinn eftirsótta Englandsmeistaratitil.
United á eftir að leika gegn Aston Villa
og Coventry á heimavelli og Leeds úti.
Liverpool á Aston Villa eftir heima og
Crystal Palace, Stoke og Middles-
brough á útivelli. United á þvi mun
auðveldara „prógramm” eftir en
Liverpool nægja nær örugglega 5 stig
úr þessum fjórum leikjum. Það myndi
færa þeim 60 stig alls — jafnmörg stig
og United getur mest náð. Markatala
Liverpool er hins vegar svo góð að hún
myndi færa liðinu titilinn, færi svo að
liðin yrðu jöfn. En litum á úrslit leikja í
Englandi á laugardag. I.deild
Bolton — Stoke 2—1
Brighton — Middlesbrough 2—1
Coventry — Crystal Palace 2—1
Leeds — Aston Villa 0—0
Liverpool — Arsenal 1 — 1
Manchester C — Bristol C 3—1
Norwich — Manchester U 0—2
Nottingham F — Derby 1—0
Southamtpon — Ipswich 0—1
Tottenham — Everton 3—0
WBA — Wolves 0—0
2. deild
Birmingham — l.uton 1—0
Bristol R — Sunderland 2—2
Cambridge — Burnley 3—1
Cardiff — West Ham 0—1
Charlton — QPR 2—2
Chelsea — Notts County 1—0
Newcastle — Swansea 1—3
Orient — Preston 2—2
Shrewsbury — Oldham 0—1
Watford — Fulham 4—0
Wrexham — Leicester 0—1
3. deild
Blackburn — Reading 4—2
Blackpool — Mansfield 1 — 1
Brentford — Carlisle 0—3
Chesterfield — Bury 2—0
Colchester— Millwall 0—0
Morton—Rangers 0—I
Partick — St. Mirren I—2
Aberdeen bætti upp fyrir mistökin
gegn Hibs fyrr í vikunni með sigri á
Kilmarnock með mörkum Strachan,
McGee og Archibald. Bobby Russell
skoraði sigurmark Rangers. Willie
Pettigrew og Eamonn Bannon skoruðu
mörk Dundee United gegn Hibs, sem er
nú loks endanlega fallið.
Úrvalsdeild
Celtic 32 16 10 6 56—34 42
Aberdeen 31 16 8 7 56—33 40
St. Mirren 32 14 11 7 52—44 39
Morton 33 14 6 13 50—43 34
Dundee U. 32 11 11 10 39—27 33
Rangers 31 13 7 11 43—36 33
Partick 31 8 13 10 35—41 31
Kilmarnock 32 8 II 13 31—50 27
Dundee 34 10 6 18 48—69 26
Hibernian 30 5 5 20 25—56 15
Grimsby — Oxford 2—0
Plymouth — Sheffield U 4—1
Rotherham — Exeler 2-0
Sheffield Wed. — Chester 3—0
Southend — Barnsley 2—1
Swindon — Gillingham 3—0
Wimbledon — Hull 3—2
4. deild
Aldershot — Doncaster 1 — 1
Crewe — Stockport 1—0
Darlington — Newport 1 — 1
Halifax — Portsmouth 1—2
Hartlepool — Lincoln 0—0
Hereford — Huddersfield 1—3
Northampton — Wigan 1 — 1
Peterborough — Bournemoulh 2—0
Port Vale— York 1—2
Torquay — Tranmere 3—1
Walsall — Bradford City 1 — 1
Rochdale — Scunthorpe 0—1
Manchester City hefur að öllum
líkindum bjargað sér frá falli með
sigrinum yfir Bristol City. Bæði liðin,
einkum þó Bristol, virkuðu geysilega
taugaveikluð framan af en það var
Mick Robinson er tók af skarið á 15.
mínútu. Hann sneri þá laglega á vörn
Bristol-liðsins og sendi knöttinn i netið
með fallegu skoti. Kazimierz Deyna
bætti síðan öðru marki City við á 34.
mínútu og Dennis Tueart skallaði
knöttinn í netið fyrir hlé. Staðan var
því 3—0 í hálfleik. í síðari hálfleiknum
tók Bristol aðeins við sér en ekki nóg.
David Rodgers miðvörður skoraði eina
mark liðsins og líklegt er nú að 2.
deildin biði liðsins næsta haust. Liðið
gæti þó hugsanlega bjargað sér á
kostnað Stoke eða Everton, sem sekkur
núdýpraog dýpra.
Tottenham lék sér að Everton eins og
köttur að mús á White Hart Lane.
Everton byrjaði leikinn þokkalega en
greinilegt var að tapið gegn West Ham í
bikarnum í vikunni sat í þeim. Eftir að
Paul Miller skoraði fyrir Tottenham á
27. mínútu var aldrei nein spurning um
sigurvegara. Ardiles bætti öðru marki
við á 35. mínútu og Galvin því þriðja á
50. mínútu. Eftir það mark urðu yfir-
burðir Tottenham slíkir að engu líkara
var en aðeins eitt lið væri á vellinum.
Ekki urðu mörkin þó fleiri og var það í
raun furðulegt því Martin Hodge í
marki Everton átti afleitan dag, vægast
sagt.
Talsverð læti urðu á Highfield Road
í Coventry þegar Crystal Palace kom
þar i heimsókn. Leikurinn skipti i raun
engu máli fyrir liðin, sem bæði eru um
miðja deild. Ekkert var þó gefið eftir
allan timann og undir lokin sauð
uppúr. Var þeim lan Wallace og Ken
Sansom þá vikið af leikvelli fyrir stimp-
ingar. Tom English hafði náð forystu
fyrir Coventry strax á 2. mínútu en
Vince Hilaure jafnaði á 4. min. og
Gary Thompson skoraði siðan það sem
reyndist sigurmarkiðá 18. mínútu.
Bolton sigraði Stoke nokkuð óvænt
á Burnden Park með mörkum þeirra
.Carter og Whatmore. Stoke leiddi í
hálfleik með marki Garth Crooks.
Stoke er nú komið í talsverða fallhættu
og svo gæti hæglega farið að liðið félli
niður ef ekki kemur til breyting á leik
þess.
Ipswich heldur enn áfram sigurgöng-
unni og nú var það Southampton sem
lá í valnum. Southampton var þó sterk-
ari aðilinn framan af lengi vel en það
var þrumufleygur Arnold Múhren sem
tryggði Ipswich sigurinn á 87. mínútu.
Þeir Mick Channon og Phil Boyer fóru
illa með góð færi i fyrri hálfleiknum.
Derby fellur nú örugglega eftir að
hafa tapað síðasta hálmstráinu. Liðið
þurfti a.m.k. jafntefli gegn Forest en
tókst það ekki. Það var Frank Gray
sem sá til þess að bæði stigin urðu eftir
á City Ground. Hann skoraði fallegt
mark af 25 metra færi á 42. minútu og
þar við sat. Brighton er nú endanlega
úr allri fallhættu eftir góðan sigur á
Middlesbrough. Ray Clarke skoraði
fyrst fyrir Brighton en Micky Burns
jafnaði fyrir Boro. Það var siðan Peter
Ward sem átti lokaorðið er hann
skoraði úr vítaspyrnu á 88. mínútu.
í 2. deildinni er allt i hnút sem fyrr og
ógerningur er að sjá hvaða lið fara upp.
Fimm lið, Leicester, Chelsea,
Birmingham, Sunderland og West
Ham, eru enn inni í myndinni en aðeins
þrjú þessara liða koma til með að fara
upp. Chelsea er enn mjög ósannfær-
andi og þrátt fyrir sigurinn gegn Notts
County er Chelsea ekki líklegt til að
krækja i eitt af þremur efstu sætunum.
Gary Chivers skoraði sigurmarkið á 18.
mínútu.
Sunderland lenti í miklu basli með
Bristol Roversá Eastville. Byrjunin var
þó nógu góð því Bryan Robson skoraði
strax á 4. mínútu. en síðan skoraði
Stewart Barrowclough og jafnaði
metin. Bates náði siðan forystunni en
Dunn jafnaði fyrir Sunderland snemma
i síðari hálfleiknum. Eftir það sótti
Sunderland stift en tókst ekki að
tryggja sér sigur. Liðið hefur nú tapað
tveimur dýrmætum stigum i s.l.
tveimur leikjum. Fyrst jafntefli á
heimavelli gegn Orient og nú á útivelli
gegn Bristol Rovers. Stig sem gætu
skipt sköpum þegar upp verður staðið.
Hörkuleikur var á St. Andrews þar
sem Birminghamn og Luton áttust við.
Eina mark leiksins skoraði Keith
Bertschin í fyrri hálfieiknum en ekki
skorti marktækifærin í þessum leik.
T.d. varði Jake Findley vítaspyrnu
Archie Gemmill i siðari hálfleik og
Brian Stein skaut yfir Birmingham-
markið þó svo enginn stæði til varnar.
Þá þrumaði Bob Hatton framhjá i
dauðafæri og þannig mætti telja
áfram. Fleiri mörk voru ekki skoruð og
Luton er nú úr leik í baráttunni um 3
efstu sætin.
Leicester er nú með pálmann í hönd-
unum eftir afar mikilvægan sigur á
Wrexham á útivelli. Það var fyrirliðinn
Eddy Kelly, sem skoraði sigurmarkið
og það kann að reynast dýrmætt. West
Ham á enn sæmilega von um að
komast upp. Ray Stewart skoraði eina
markið í Cardiff og Hammers gæti
husanlega komizt í eitt þriggja efstu
sætanna. Til þess að svo geti orðið þarf
liðið að fá fullt hús stiga úr siðustu sex
leikjum sínum og það kann að reynast
erfitt. Síðari leikur West Ham er gegn
Sunderland á útivelli og verður hann
leikinn í vikunni eftir bikarúrslitaleik-
inn. Það gæti orðið úrslitaleikur fyrir
bæði West Ham og Sunderland.
Nú er nær öruggt að Grimsby fer
upp í 2. deildina og að öllum líkindum
fylgja Sheffield Wednesday og Black-
burn á eftir. Chesterfield á þó enn smá-
von. Charlton, Burnley og Fulham
falla niður úr 2. deildinni. Síðasta von
Fulham fauk á laugardag er liðið
tapaði 0—4 fyrir Watford, sem um leið
tryggði sig endanlega.
-SSv.
l.deild
Liverpool 38 23 9 6 75—28 55
Manch. Utd. 39 22 10 7 61—31 54
Ipswich 40 21 9 10 66—37 51
Arsenal 37 16 14 7 47—29 46
Aston Villa 38 14 14 10 46—43 42
Southampton 39 16 9 14 56—48 41
Wolves 37 17 7 13 49—41 41
Nottm. For. 36 17 6 13 55—40 40
WBA 39 11 17 11 53—48 39
Middlesbro 37 14 11 12 42—37 39
Crystal Pal. 40 12 15 13 41—46 39
Coventry 39 16 7 16 54—61 .39
LeedsU. 40 12 14 14 43—47 38
Tottenham 39 15 8 16 50—59 38
Norwich 39 11 14 14 51—60 36
Brighton 39 11 14 14 47—56 36
Manch. City 40 11 13 16 40—62 35
Stoke 39 11 10 18 42—56 .32
Everton 38 8 15 15 41—50 31
Derb C. 40 10 8 22 42—62 28
Bristol C. 38 8 12 18 30—57 28
Bolton 40 5 14 21 38—72 24
2. deild
Leicester 39 19 12 8 54—36 50
Chelsea 40 22 6 12 62—51 50
Sunderland 39 19 11 9 61—41 49
Birmingham 39 20 9 10 53—34 49
Luton 40 15 16 9 62—42 46
QPR 40 16 13 11 70—51 45
Newcastle 40 15 13 12 51—46 43
West Ham 36 18 6 12 46—35 42
Preston 40 11 19 10 52—49 41
Cambridge 40 12 16 12 56—50 40
Oldham 39 15 10 14 47—49 40
Orient 39 12 15 12 47—52 39
Cardiff 40 16 7 17 40—45 39
Swansea 39 16 7 16 45—51 39
Wrexham 40 16 6 18 40—44 38
Shrewsbury 40 16 5 19 52—50 37
Notts. Co. 40 11 13 16 47—48 35
Watford 40 1 1 13 16 35—41 35
Bristol R. 39 11 12 16 48—55 34
Fulham 39 10 7 22 38—67 27
Burnley 40 6 14 20 39—69 26
Charlton 38 6 10 22 36—69 22
Celtic í hættu
—Aberdeen sækir stöðugt á