Dagblaðið - 21.04.1980, Qupperneq 22
22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980.
HEFST
ÍDAG
MIKILL AFSLATTUR
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir marsmánuð 1980
hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25.
þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir
hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga, uns þau
eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 4,5% til
viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og
með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga.
Fjármálaráðuneytið,
18. april 1980.
BÍLAMÁLARAR
Óskum eftir að ráða bílamálara og vana
aðstoðarmenn. Upplýsingar veittar milli kl. 5
og 7 næstu daga.
Upplýsingar ekki veittar i síma.
Varmi
Bilasprautun
AuÓbrekku 53. Sími 44250.
Box180. Kópavogi.
NÝ SENDING FRÁ ARAUT0
BARNASKÓR
Götuskór
Stærðir: 24—33
Utur.Brúnn
Verðfrókr. 13.775.-
Sanda/ar
Stærðir: 24-33
Verðfrákr. 10.930.-
Utur: Belge
Stærðir: 24—33
Verðfrikr. 9.816.
Utur: Rauður
Stœrðir:24-33 Stærðir: 24-38
Verðfrikr. 13.775,- SoOttskÓr Verðfrákr. 12.125.-
Utur: Blir og rauður r*** Lrtur: Gulur og rauður
PÓSTSENDUM
SKÓGLUGGiNN
RAUDARÁRSTÍG16 - S/M111788.
I mörg hom að líta hjá öryggisvörðum borgarinnar:
AÐALHÆTTURNAR
FALL 0G VATNSELGUR
„Yfirleiti gengur okkur vel i
samskiptum okkur við húsbyggjendur
og aðra, sem hafa með mannvirkjagerð
að gera.”
Þetta sögðu Gisli Guðmundsson,
Kjartan Ólafsson og Ragnar Eðvalds-
son. Þeir sjá um öcyggiseftirlitið í
Reykjavik og við fengum þá til þess að
keyra með okkur um borgina til fiess að
kynna okkur starf jreirra.
Aðallega verða þeir að fylgjast með
hvort girða þurll i kringum grunna jiar
sem hætta gaeti stafað af falli eða
vatnselg, einnig hvort hættuástand
skapist af völdum náttúrunnar eða
nianna.
Þeir sögðu að oftast væri miklu
betra að eiga við stærri verktaka, sem
hefðu meira fé handa milli, en þá
smærri og einstaka húsbyggjendur.
Þegar farið væri út í verk með
takmarkaða peninga yrði mönnum það
oft ofviða.
T.d. vildi það brenna við að sökklar
væru steyptir og væru þannig í lengri
tima, án þess að nicira væri gert. Þar
slæðu steypustyrktarjárn beint upp úr.
Ekki er langl siðan drengur i
Garðahreppi missti annað augað í slysi,
þar sem hann var að klifra og datt á
steypustyrktarjárn. „Úr þessu mætti
bæta með þvi að hafa tvö járn saman,
sem mynduðu öfugt U,” sögðu
öryggisverðirnir.
Þá vill það brcnna við að stórvirkar
vinnuvélar koma til þess að grafa fyrir
grunni. Þótt stútur sé fyrir hendi
(sem er skylda), vegna klóaks og ræsis,
er ekki hirt um að grafa að honum. Þá
er þegar i stað komin hætta á vatnselg.
Krakkar ættu
ekki að hreyfa
aðvörunarmerkin
Menn geta fengið leigðar dælur,
veifur, búkka, vila (blikkandi luktir) og
alls konar aðvörunarmerki hjá
borginni. „Þvi miður hafa krakkar
ákaflega gaman af að koma þessuni
merkjum ofan i næstu skurði, snúa
þeim öfugt og allt þar fram eflir
götunum,” sögðu öryggisverðirnir.
Kjartan, Gisli og Ragnar sögðusl
ntega grípa til skjótvirkra aðgerða og
kalla út vinnuflokka, ef hættuástand
skapaðist i borginni. Hins vegar linnst
þeini að einfalda mætli ýmislegl i slarfi
þeirra, t.d. með þvi að þeir gætu tekið
ákvarðanir sjálfir í þvi að bæta úr því
Gfsli Guðmundsson, Kjartan Úlafsson og Ragnar Eðvaldsson vinna allir hjá öryggis-
eftirliti borgarinnar. Sjórinn hefur þama grafið sig inn i bakkann i fjörunni við
Nauthólsvik. Samráð verður m.a. að hafa við Náttúruverndarráð um hvort eitthvað
megi hrófla við svona hellum en þeir geta hæglega orðið stórhættulegir.
Alls konar aðvörunarmerki er hægt að fá leigð hjá borginni, fyrir utan búkka, vita og
dælur. Hérer vel staðið að málum á Hverfisgötunni rétt við Barónsstíg.
DB-mynd Hnrður.
sem aflaga fer. Ábendingar þeirra
þurfa oft að fá umsagnir margra aðila
og kostar það ærinn tima, fyrirhöfn og
peninga.
Við ræddunt það hættuástand, sem
er að myndast i fjörunni i Skerjafirði.
Sögðu þeir þá að Náttúruverndarráð
spilaði þar inn í og hefði sitt að segja
um málið. Við hjá DB sögðum frá þvi
fyrir stuttu að þar hefði orðið dauða-
slys fyrir um I2árum.
Þegar við gengum um fjöruna frá
Naulhólsvik að Nesli málti sjá ýmsa
Ireisiandi slaði lyrir börn lil leikia.
Kjarian sagðisi hala séð bú hjá
nokkrum. Þau höfðu komið þvi fvrir í
einum af hinum fjölmörgu hellum í
fjörunni.
Öryggisvörðum er ýmis vandi á
höndum við að vega og meta hvenær
taka þarf i taumana þarna i fjörunni.
Viða má finna griðarsióra grjól-
hnullunga, sem hrunið hafa úr
bökkunum.
Öryggisverðirnir hafa sameiginlega
bækistöð i Borgartúni I og eru þar til
skiptis á daginn. Hægl er að ná i þá í
sirna I 8000. Einnig er starfandi neyðar-
vakt hjá borginni um helgar og á öllum
límum eftir venjulegan vinnutíma, sem
erfráS—17 5 daga vikunnar.
-KVI.
Athugasemd frá innheimtustjóra Ríkisútvarpsins:
ÚTVARPSGJALD EKKIINNI-
FAUÐ í SJÓNVARPSGJALDI
Fréllamaður Dagblaðsins er
örlálur á slórl fyrirsagnaletur i
blaðinu þann 15. þ.m. þegar hann
skrifar um innheimtu afnolagjalda
sjónvarps- og úlvarpslækja. Stóra
letrið skreytir bæði 1 og .1. síðu
blaðsins og hrekkur ekki lil, heldur er
bætt við rammafyrirsögn um þver-
brot á lögum og reglugerð um Rikis-
úlvarp.
Fréttamaður vitnar í 24. gr.
reglugerðar um Rikisúlvarp máli sínu
til stuðnings. Nú er það svo að reglu-
gerðin er byggð á úlvarpslögum nr.
19 frá 1971 og eflir þeim verður að
sjálfsögðu að fara. '
Ég leyfi mér að vekja athygli
blaðamannsins á 15. gr. 2 mgr. út-
varpslaga en þar er heimilað að
sameina sjónvarpsgjald og útvarps-
gjald i eitt gjald.
Ég fæ ekki betur séð en lagagrein
þessi renni styrkum stoðum undir
það álit stofnunarinnar að útvarps-
gjald sé ekki innifalið í sjónvarps-
gjaldi, eins og það kemur fram í
bréfum frá menntamálaráðuneyiinti
um afnotagjöld, sem sent er
Ríkisútvarpinu, áður en reikningar
fyrir afnotagjöld eru sendir út.
Telja verður að sameining
sjónvarps- og útvarpsgjalds
samkvæmt lagaheimildum hafi enga
þýðingu nema ákveðið sé eill nýtl
gjald, sem innheiml sé af sjónvarps-
og úlvarpseigendum.
Telji blaðamaður að reglugerðará-
kvæði 24. gr. um Rikisúlv. hnekki
þessari staðreynd er hægt fyrir þá
sem sama sinnis eru að leita lil
dómstóla um ágreiningsefnið.
Hátind góðrar og traustrar frétta-
mennsku klífur svo þessi snjalli
blaðamaður þegar hann fræðir
lesendur blaðsins um það að Rikisút-
varpið hafi þverbrotið lög og reglur.
nteð þvi að senda út afnotagjalds-
reikninga 4—5 dögum áður en gjald-
skárnefnd og menntamálaráðuneyti
hafi ákveðið gjöldin.
Blaðamaðurinn telur afnola-
gjaldsreikninga hafa verið senda úl
12. marz, sem ekki er rangfærsla,
heldur er þarna um að ræða dag-
setningu útskriftar, sem i þessu tílfelli
tók 2—3 daga en það staf-
aði af tæknilegum galla við
prenlun. Einnig tekur það tvo
til þrjá daga að ganga frá
60—70 þúsund reikningum til úl-
sendingar i pósli. Blaðamaðurinn
hefði gelað fengið það slaðfesi hjá
pósistjórninni að reikningar voru
bornir út til viðskiptavina þann 17.
marz. Gjaldskrámefnd og mennta-
málaráðuneytið höfðu að sjálfsögðu
tilkynnt Rikisútvarpinu upphæð
afnolagjalda, þegar útskrift hófst.
Afgreiðsla sijórnvalda varðandi
afnotagjöld drósl eins og gjald-
hækkanir fjölmargra annarra rikis-
slofnana.
Ég visa aftur heim til
föðurhúsanna aðdrótlunum um
trassaskap og lögbrot Rikisúl-
varpsins.
Axel Ó. Ólafsson,
innheimtustjóri Rikisútvarpsins.