Dagblaðið - 21.04.1980, Side 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980. 25
Sigríður Ella Magnúsdóttir, — „langbesta barnahljómplata sem komið hefur út
hér á landi.”
ABCD, — Hljómplata mefl barnalögum.
Flyljendur: Sigrfflur Ella Magnúsdóttir, Garflar
Cortes, böm úr Kór Mýrarhúsaskóla undir
stjóm Hlffar Torfadóttur og nfu hljóflfœra-
leikarar.
lltsetjari: Gordon Langford.
Útgefandi: íslenskar hljómplötur, ÍSH 003.
Fyrir skömmu barst mér í hendur
barnalagaplata, einfaldlega nefnd
ABCD. Hún hafði komið út rétt fyrir
jólin, en svo virðist sem hún hafi
bókstaflega týnst, eða horfið, í öllu
flóðinu sem fylgir hátíðinni þeirri.
Þulir og ýmsir aðrir, sem stundum fá
að velja músík í dagskrá Ríkisút-
varpsins, hafa þó veitt henni
verðskuldaða athygli.
Stimpilinn vantar
Þegar ég hlustaði á plötuna í
fyrsta sinn, varð mér tíðlitið á
umslagið í leit að stimpli þeim, eða
klausu, sem venjulega er að finna á
hljómplötum af þessu tagi og
gæðaflokki og sýnir hvaða deild eða
sjóður Menntamálaráðuneytis
viðkomandi lands hafi stutt út-
gáfuna. En auðvitað vantar slíkan
stimpil á. Og hver ætti svo sem að
taka það upp hjá sér, af sjálfs-
dáðum, að styrkja útgáfu barna-
plötu? Tæpast nokkur óvitlaus
maður, því að útgáfa á barnaplötum
hefur ekki gefið tilefni til þannig
þankagangs. — Pétur og úlfurinn og
Tobbi túba eru virðingarverðar
undantekningar reglunnar og lögin úr
Kardimommubænum líka. Að öðru
leyti hefur útgáfa á hljómplötum
fyrir börn á íslandi verið á svipuðu
stigi og stór hluti barnabókaút-
gáfunnar. Mestmegnis útþynnt popp,
sem dynur yfir líkt og skæður flensu-
faraldur, sem allir eru fegnastir að
geta gleymt um leið og hann tekur að
réna.
Undantekning
ABCD er klár undantekning frá
þessari Ijótu meginreglu íslenskrar
barnahljómplötuútgáfu. Á henni er
að finna lög, sem foreldrar hafa
sungið fyrir börn sín og með þeim.
Börn hafa sungið þau i skólum og
mörgum þeirra eru tengdir leikir,
sem ekki tilheyra neinni tisku.heldur
eru, í orðsins fyllstu merkingu,
sigildar.
Hljómplötur af svipuðu tagi og
ABCD hafa verið gefnar út með
öðrum þjóðum, svo að hér er ekki
um algjöra nýlundu að ræða. En
einnig hér víkur ABCD frá hefðinni,
að því leyti, að stóru menntuðu
söngvararnir trana sér ekki fram.
Bæði Sigríður Ella og Garðar vanda
að sjálfsögðu sitt verk, eins og
ævinlega. En í staðinn fyrir að vera
„einsöngvarar” með barnakór, nota
þau hæfileika sína og kunnáttu til að
lyfta söng barnanna. Að því leyti
tekur þessi hljómplata öðrum af
sama tagi fram. Hún er sannari
barnaplata fyrir vikið. Hljóðfæra-
leikurinn er af hæsta gæðaflokki.
Stundum vill það brenna við, að
undirleikurinn sé leikinn inn á hunda-
vaði, liklega undir mottóinu — Æ,
þetta er svo sem full gott í krakka-
skinnin. Hér er engu slíku til að
dreifa. Hljóðfæraleikararnir hafa séð
sóma sinn í þvi að vanda sitt verk í
smáu sem stóru.
Frábærar
útsetningar
Eflaust hafa útsetningar Gordons
Langford ekki latt hljóðfæra-
leikarana til vandvirkni. Lúðrasveita-
menn þekkja Langford að góðu, en
barnaefni af þessu tagi hélt ég að lægi
utan hans verksviðs. Langford hefur
auðheyrilega fengið textaþýðingar
laganna, með skýringum og
árangurinn birtist i einstökum út-
setningum. Hann notar tónmálið til
að skerpa mynd textans og gerir það
á svo látlausan, en gegnum vandaðan
hátt, að unun er á að hlýða. Vil ég
benda þar á sem dæmi lögin Kindur
jarma i kofunum, Fljúga hvitu
ftðrildin, Fram fram fylking, Siggi var
úti og Hann Frimann fór á engjar.
Raunar mætli telja upp öll lögin á
plötunni sem dæmi frábærra vinnu-
bragða Gordons Langford.
Ekki er þess getið hvar platan sé
tekin upp, en hljóðritunina annaðist
Þorbjörn Sigurðsson. Upptakan
hefur tekist all þokkalega. Heildará-
ferð er góð, en vel hefði svona fyrir-
tæki mátt hafa haft efni á nokkrum
stúdíótímum til viðbótar.
ABCD er að mínum dómi lang
besta barnahljómplata, sem út hefur
komið hér á landi. Ég vona að út-
,koma hennar verði til að marka tíma-
mót útgáfu barnahljómplama. íslensk
börn eiga skilið að fá góðar
hljómplötur, ekki síður en góðar
bækur. -F.M.
Tónlist
Vi
c
Jarðvinna-vélaleiga
j
Loftpressur Vélaleigð Loftpressur
Tek að mér múrbrot, borverk og sprengingar,
einnig fleygun í húsgrunnum og holræsum,
snjómokstur og annan framskóflumokstur.
Uppl. isíma 14-6-71.
STEFÁN ÞORBERGSSON.
S
S
LOFTPRESSUR - GRÖFUR
Tökum að okkur allt múrbrot, y-,
sprengingar og fleygavinnu í hús-
grunnum og holræsum.
Einnig ný „Case-grafa” til leigu í öll
verk. Gerum föst tilboð.
Vélaleiga Símonar Símonarsonar,
Kríuhólum 6. Sími 74422
C
MURBROT-FLEYGUh
MEÐ VÖKVAPRESSU
HLJÓÐLÁTT RYKLAUST
! KJARNABORUN!
NJ4II Harðarson. Vélaltiga
SIMI 77770
Pípulagnir -hreinsanir
j
Er stíflað? Fjarlægi stíflur
úr vöskum, WC rörum, baðkerum og niður-
föllurh. Hreinsa og skola út niðurföll i bila-
plönum og aðrar lagnir. Nota til þess tanlÆál
með háþrýstitækjum,- loftþrýstitæki, raf—
magnssnigla o.fl. Vanir menn.
Valur Helgason, simi ?702j.
Er stíflað?
Fjarlægi stiflur úr vöskum. wc rörunt.
haðkcrum og niðurföllum. notum ný og
fullkomin taeki. rafmagnssnigla. Vanir
mcnn. Upplýsingar i sima 43879.
Stífluþjónustan
Anton Aðabtsinsson.
c
Önnur þjonusta
D
Skóli Emils
VORNÁMSKEIÐ
ÓFST1. APRÍL.
Kennslugreinar: píanó, harmónlka (accordion), gitar, melódíka, rafmagnsorgel.
Hóptimarog emkatimar. Innrilun I sima .6239. Ado,{sson> Nýlendugöt|1 41.
Sprunguviðgeröir
Málningarvinna
Tökum að okkur alla meiri háttar sprungu- og
máiningarvinnu. Leitið tilboða. Einnig leigjum vió
út körfubfla til hvers konar viðhaldsvinnu. Lyftigeta
allt að 23 metrar.
Andrés og Hilmar, slmar 30265 og 92-7770 og 92-
2341.
30767 HUSAVIÐGERÐIR 71952
Tökum að okkur allar viðgerðir á húseignum, stórum
sem smáum, svo sem múrverk og trésmíðar, járn-
klæðningar, sprunguþéttingar og málningarvinnu.
Girðum og lögum lóðir, steypum heimkeyrslur.
HRINGIÐISÍMA 30767 og 71952.
Innréttingasmíði
Smíða fataskápa, baðinnréttingar, sólbekki o.
fl. eftir máli. Trésmiðjan Kvistur, sími 33177,
Súðarvogi 42 (Kænuvogsmegin).
Klæðum og gerum við eldrí húsgögn
Áklæði / miklu úrvali.
Síðumú/a 31, sími37780, 2. hæð.
Húsaviðgerðir
Tökum að okkur allar meiriháttar viðgerðir, s.s.: Þakrennuviðgerðir,
múrviðgerðir, viðgerðir gegn rata i veggjum, meðfram gluggum og á
þökum. Hreinsum einnig veggi og rennur með háþrýstitæki.
Uppl. í síma 27684.
Fljót og góð þjónusta. Fagmenn.
BIAÐffl
frjálst, áháð dagblað
C
Viðtækjaþjónusta
D
RADÍÖ fr TVPJÓNUSTr“"“/æ
Sjónvarpsviðgerðir — sækjum/sendum.
Hljómtækjaviðgerðir — magn. spil. segulbönd.
Bíltæki, loftnet og hátalarar — ísetning samdægurs.
Breytum biltækjum fyrir langbylgju.
Miðbæjarradíó
Hverfisgötu 18, sími 28636.
LOFTNET TÉfoZ
önnumst uppsetningar á útvarps- og sjónvarps-
loftnetum fyrir einbýlis- og fjölbýlishús.
Fagmenn tryggja örugga vinnu og árs ábyrgð.
MECO hf„ simi 27044. eftir kl. 19: 30225 - 40937.
Sjónvarpsloftnet.
Loftnetsviðgerðir.
Skipaloftnet,
íslenzk framleiðsla.
Uppsetningar á sjónvarps- og
útvarpsloftnetum.
öll vinna unnin af fagmönnum. UIV;
Árs ábyrgð á efni og vinnu.
SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HF.
Siðumúla 2,105 Reykjavik.
Simar: 91-3^090 verzlun — 91-39091 verkstæði.
Verzlun
auöturlenák unbrabernlb
JasrnÍR bf i
Grettisgötu 64 s:n625
nýtt úrval af mussum, pilsum, blúss-
um og kjólum. Eldri gerðir á niður-
settu verði. Einnig mikið úrval
'fallegra muna til fermingar- og tæki-
færisgjafa.
'OPIÐ K LAUGARDÖGUM
SENDUM I PÖSTKRÖFU
áuöturlrnók unbrabrfolti
FERGUSON
Einnig stereosamstæður,
kassettuútvörp
og útvarpsklukkur.
jitsjónvarpstækin
20" RCA
22" amerískur
26" myndlampi
Orrí
Hjaltason
^ Hagamel 8
Simi 16139