Dagblaðið - 21.04.1980, Síða 33
Bók
menntir
vmnyiMiiw
í sumar ?
Húseiningaverksmiðjan SAMTAK HF. á
Selfossi framleiðir margar gerðir ÓÐAL-
einbýlishúsa úr völdum viðartegundum.
Húsin eru samsett úr 30-40 einingum.
auðflytjanleg hvert á land sem er.
Enginn ætti að útiloka timbur þegar
reisa á einbýlishús. Hringið í dag og fáið
sent í pósti, teikningar, byggingarlýsingu
og verð húsanna.
99-2333
"'VEGI 38
rs^Qi
Húseign eftir vali fyrir 35 milljónir.
300 utanferöir á 500 þúsund.
Níu íbúöavinningar ó 10 milljónir.
Skemmtisnekkja meö öllum búnaöi til
úthafssiglinga. aö verömœti um 18,2
miiljóftir. — - •
Sumarbústaöur aö Hraunborgum í
Grímsnesi fullfrágenginn og meö öllum
búnaöi, aö verömæti um 25 xpiUjónir.
Ford Mustang Accent í maí, aö verö-
mæti 7,4 milljónir.
Peuaegt 305 j .ok tóber. aö yerömæti 7,2
mMjónir.
Aðrir vinningar:
7 bílavinningar á 3 milljónir, 91 bílavinningar á 2 milljónir, auk ótal húsbúnaðar-
vinninga á 35 þúsund, 50þúsund og 100 þúsuhd.
Endurnýjun ársmiða og flokksmiða hafin, endurný
krónur. Sala á lausum
miðum hafin. .. miÐI ER mÖGULEIKI
Dúum ÖLDRUÐUm
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980.
Ég hef dvalið þar áður
Viltu byggja
Kristján frá Djúpolœk:
PUNKTAR í MYND, Ijóð, 112 bl».
Bókoútgáfan Skjoldborg, Akurayri, 1979.
Myndir: Ágúst Jónsson.
Kristján frá Ðjúpalæk hefur ort
nýstárlegan Ijóðaflokk sem hann
kallar sjálfur „sögu sálarinnar”. Já,
þetta er saga sálar sem endurfæðist
hér á jörð.sögð i ljóði. Það hefst svo:
Ég hef dvalið á draumsævi,
laugaður
öldum hljóma, Ijóss oggleði
í algóðum faðmi
fegurðar
þar sem ósk er um leið
uppfylling.
Sálinni er miskunnarlaust vikið úr
þessari paradís og gert að taka á sig
ferð til Jarðar og dveljast þar um
sinn. Hún biður sér vægðar og
kveinar:
Hvi hlýt ég þann dóm?
Ég hefi dvalið þar áður
og minningar vekja
óhug, blygðun, ugg.
Retsivist er þar
og reynsluskóli.
(8)
Það er dálítið merkilegt sem ég hef
heyrt að Kristján muni eftir sér í fyrra
lifi hér á jörðinni en ekki er ég nógu
kunnug skáldinu til að geta sagt þá
sögu. Um þetta fyrra líf er lítið meira
sagt en fram kemur i tilfærðu ljóði
utan það sem segir á 92. blaðsíðu um
húmlönd þessa heims — „þangað
sem ég bjó / er ég dvaldi hér áður, /
hvar sól brennir um daga, / kuldinn
nístir um nætur / og gróðurinn er
villimörk / blindrar græðgi.”
Siðan segir höfundur sögu þessarar
sálar, hvernig hún velur sér bústað,
móður, til að vaxa í og fæðast af í
þennan heim, fyrstu æviárin rakin.
Fyrir hverjum kafla fara
einkunnarorð höfð eftir spámönnum
og andans meisturum: Kahlil Gibran,
Lao Tse, Hjalmar Gullberg,
Tagore, Jesúm frá Nasaret, Kristjáni
Jónssyni, Þorsteini Erlingssyni, Erni
Arnarsyni og höfundi sjálfum, K.f.
D., sem hefur m.a. þetta aðsegja:
En blóminn, sem lífstréð ber
ræðst eftir því hvað raulað
við reifastrangann er. (60)
hinn nýfædda á fyrra jarðlif, þegar
hann trúði „að sólin væri guð” (56)
og spyr hvort hann þekki ekki ástvinu
sína aftur í hinu nýbyrjaða lífi. Og
hún hvíslar að honum:
Vertu glaður, gamli maður,
í nýjum kufli.
(54)
Hart er í heimi
lítils drengs
Þá víkur að jarðnesku umhverfi
kornabarns, móðir, faðir, amma og
systkini koma í sjónmál. Þeim fylgja
raddir, misjafnlega ljúfar. Undarleg
hljóð berast að vöggu, breytileg
lykt, skuggar og Ijós. Barn er við-
kvæmara og skynugra en fullorðið
fólk hyggur:
Verst er klukkan á vegg,
Tikk, takk, tik, tak.
Það fyllir loftið, fer i gegnum
hörund eins og nálarstungur,
særir litinn mann.
(67)
Lýst er umhverfi eins og drengur
skynjar það og myndin færð út til alls
heimsins, til þess sviðs sem er utan
skilnings vöggubarns. Ljóðið tengist
sögulegum tíma: Heimsstyrjöldin
fyrri geisar, frostaveturinn heldur
mannlífi í helgreipum, þjóðfélagslegt
umrót, félagslegar endurbætur. —
Það sem er nær: Nýr bróðir fæðist og
deyr, amma deyr, ntóðir veikist,
drengur verður einn, hrekst, veikist,
tekur út sína fyrstu reynslu af
misrétti.
Gestur móður sinnar
Kristján leggur áherslu á að börn
séu sjálfstæðar verur, eigi sér sína
eigin sál og foreldrarnir séu
„farvegur þeirra” (eins og K. Gibran
tekur til orða í Spámanninum, þýð.
Gunnar Dal). Kristján segir:
Haf gát, ó, móðir
hafgát.
Égergesturþinn. (24)
Kristján frá Djúpalæk.
Og sonurinn ófæddi talar við
móðursína:
Vissir þú, móðir, að um þig
var grennslast
og umhverfi þitt?
Ég leitaði móður er byggi yfir erfðum
sem hentuðu mér:
Heila
Þróuðum fyrir íhygli,
hugmyndaflug.
(29
Já, viðerum valin sem foreldrar og
gestir okkar, börnin, koma og setjast
að i bústað okkar og „krefjast alls”.
„Gestur knýr fast á dyr” (35),
fæðingin hefst, er ströng og löng. Að
lokum fæðist sonur, „frumteikning
guðs / að manni” (38).
Heimspeki
höfundar
í 6. og 7. kafla reifar skáldið heim-
speki sína um ferð mannssálar í
gegnum mörg stig jarðvistar og
reynslu:
Einhvers staðar liggurósýnileg bók,
í henni finnast punktar
i lífsmynd þina. (43)
Hann talar um að sál hafi „tveggja
heima sýn” og geti horfið til baka
stund og stund. Drauma skýrir
skáldið sem „ferðalag meðan
líkaminn sefur” — og lífið, það er
langferðalag „ýmist í fjötrum eða
frelsi”. (47).
1 draumi vitrast móður skáldsins:
Þú ert sonur ættar hennar, skálda
og draumamanna.
Hún veit að slíkir þurfa mikia líkn,
þeir búa i veikbyggðu húsi.
Allt skynja þeir næmara skilningi
en aðrir menn.
Tilfinning opin kvika.
Mikil er þeirrasorg.
Mikil og djúp þeirra gleði.
Naktar sálir, gagnsæir líkamar.
(49)
Þarna finnst mér Kristján gerast
æði rómantískur i skoðunum sinum á
eðli skálda. Þetta má vel vera rétt hjá
honum, — ég er ekki skáld og þekki
því ekki reynslu skálda. En ég leyfi
mér þó að halda fram fyrir munn
allra hinna, að í hverri sál leynist
skapandi kraftur, sem getur birst i
mismunandi myndum, og að allar
sálir séu í eðli sinu viðkvæmar en
undurfljótar að byggja sér hlif, mis-
munandi sterka, gegn ytri áhrifum.
Hinn nýfæddi á sér verndarvætti,
sem fylgir honum og styður hann
gegnum ólík tilverustig, örvar hann
og hvetur og þjáist með honum á
erfiðum tímum. Vætturin minnir
Rannveig Ágústsdóttir
Lttto Btndur öllu bagga,
um þrek erekki spurt
né þrár.
Kannski er hægt að finna týndan
veg?
Kannski greina aftur horfinn óm?
Kannski raða punktum upp á nýjan
I T
í mynd? (112)
Þannig lýkur Ijóðaflokknum um
sálina, sem dæmd var til jarðvistar á
ný, á ný og enn á ný. Hvenær er lífs-
náminu lokið?
Ljóðabókin Punktar í mynd er
eftirtektarverð fyrir margra hluta
sakir: I fyrsta lagi frá hugmynda-
fræðilegu sjónarmiði. 1 öðru lagi
gerir höfundur lífsspeki sina að
spennandi söguljóði sem er fágætt. I
þriðja lagi fyrir einkar Ijóðrænan og
hófstilltan texta og í fjórða lagi fyrir
fagurt útlit, góðan pappír, vandaða
vinnu og undarlegar mikró-myndir í
litum, sem munu sennilega vera af
steinum, þeirra innsta eðli, en líta út
eins og heimur í mótun.
UNGIR /EfTl ALDNIR ERUITIEÐ