Dagblaðið - 21.04.1980, Side 35
—segir einn af höf undum hennar
—útvarp í kvöld kl. 19,40:
„50% reglan ent-
ist allt of Sengi”
Skipverjar á Halastjörninni séðir inn um kýrauga þess ágæta skips.
POPP—útvarp í dag kl. 15,00:
SKIPVERJAR Á HALASTJÖRN-
UNNIKYRJA SJÓARAPOPP
VORÍVÍNARBORG
—sjónvarp í kvöld kl. 21,15:
Léttklassísk
tonlist með Vín-
arsinfóníunni
„Þátturinn í dag verður að
Imeginhluta til með islenzku
sjóarapoppi,” sagði Þorgeir Ástvalds-
son um poppþátt sinn í útvarpinu
klukkan þrjú í dag.
„Eldfjörugir og hressir strákar á
Halastjörnunni hafa gefið út fyrstu
íslenzku hljómplötu ársins þar sem
þeir kyrja söngva eftir hinn þjóðkunna
listamann, Gylfa Ægisson. Ég mun
leika lög af þeirri plötu og jafnvel fá
strákana i heimsókn ef þeir eru þá í
landi. Platan þeirra nefnist Stolt siglir
mitt fley, en titillagið var einmitt flutt
um daginn i sjónvarpsþættinum Á
vetrarkvöldi þegar spjallað var við
Gylfa.
Ef einhver timi verður afgangs leik
ég svo Iög úr kvikmyndum. Bæði þá er-
lendum og íslenzkum þar sem popparar
koma við sögu. Má þar til dæmis nefna ,
Veiðiferðina. Lumma dagsins verður'
einnig bökuð ef tími er til,” sagði
Þorgeir.
-DS.
Á vortónleikunum i sjónvarpinu f kvöld verður fluttur forleikur og arfa úr Helenu
fögru eftir Offenbach. Það verk var fært upp í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkru.
DB-mynd Bj. Bj.
,,Ég hef nú ekki alveg ákveðið
hvernig þessu spjalli verður háttað en
þetta verða svona aðfinnslur og
röfl,” sagði Vaiborg Bentsdóttir
skrifstofustjóri Veðurstofunnar i
Reykjavík, þegar hún var spurð um
spjall sitt um daginn og veginn i út-
varpinu i kvöld.
„Ég kem eitthvað inn á það sem
ég kalla skyldusparnað ófjárráða
launþega. Þar á ég við orlofið sem
allir keppast við að ná í fyrsta mai.
Þá nefni ég sennilega lek hús.
50% reglan svonefnda er einnig
ofarlega í huga mínum. Á ég þar við
regluna um 50% skattfrádrátt giftra
kvenna. Ég var ein af höfundum
þessararreglu sem entist allt of lenti.
Hún var orðin jafnafleit í endann og
hún var góð i byrjun. Þvi hefur verið
haldið fram, að reglan hafi verið sett
til þess að fá konur út á vinnu-
markaðinn. En það er alrangt. Hún
var einfaldlega sett til að bjarga
hjónabandinu. Þvi jyegar tekjur
konunnar lögðust ofan á tekjur
manns hennar fengu þau svo ógur-
lega skatta. Því var hreinlega verið
refsa fólki fyrir að vera gift. Svo er
aftur annað mál að reglan varð til
að konur fóru að vinna úti í meira
mæli en áður gerðist. Núna erstaða
Valborg Bentsdóttir skrifstofustjóri.
málsins hins vegar sú að flestar konur
annað hvort standa i stað skattalega
eða græða á þvi að 50% reglan sé
lögð niður. Tekjur útivinnandi
kvenna eru það lágar, að betra er að
frádrátturinn sé á tekjur beggja
hjóna,” sagði Valborg.
-DS.
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 21. APRÍL 1980.
UM DAGINN 0G VEGINN
HVAR ER HÚSMÓÐIRIN?
Dauf hélgi í fjölmiðlunum. Sjón-
varp reis ekki oft upp úr meðal-
mennsku, datt þess á milli í lágkúru.
Það lá við að maður teygði sig
krampakennt eftir takkanum á út-
varpi stöku sinnum — og léti sig hafa
þaða.m.k. ásunnudaginn.
Gestir hjá Prúðu leikurum hafa
undanfarið verið ýmis smástirni sem
enginn i minum „kreðsum” hefur
kunnað deili á. Á föstudag var
Dudley Moore meðal þeirra og nú
bar svo við að ég var eini maðurinn í
ofangreindum „kreðsum” til að
þekkja persónuna. Má ég kynna:
Dudley Moore, grinista af Guðs náð
og frábæran jass pianóleikara — ný-
orðna kvikmyndastjörnu i myndinni
„10”. Ásamt félaga sínum Peter
Cook hefur hann staðið fyrir gráu og
fjarstæðukenndu gamni i sjónvarpi
og á hljómplötum. Þeir sem hafa
meiri áhuga geta hringt í mig. Ég er í
skránni. Kastljós á föstudagskvöld
var í mörgum pörtum, hékk því ekki
saman. Maður mátti ekki skreppa
fram í ísskáp eftir kók, þá tapaði
maður af merku máli. Sjónvarps-
myndin þá um kvöldið var í einfald-
ara lagi og reyndi ekki á gráu sellurn-
ar, sem sagt upplagt „afþreyingar-
efni”.
Laugardagurinn fór fyrir ofan
garð og neðan hjá mér og það sem ég
sá í sjónvarpi sá ég með öðru auganu.
Var athyglin eftir þvi. Hvað finnst
húsmóður i vesturbænum annars um
Löður? Fólk hefur eflaust langtum
meiri áhuga á þvi en mínum skoðun-
um. En frá þeirri ágætu frú hefur
ekki heyrzt bofs. Ég verð samt að
segja að eftir að hafa fengið slæman
skammt af bandarískum sápuóperum
í tvigang, hefur Löður vissa þýðingu
fyrir mig, vegna þess að, ja, nú,
ah . . . . En enska knattspyrnan var
góð, mikið slegizt á knattspyrnuvell-
inum.
Eitthvað virðist hafa tapazt af
sjónvarpsefni sunnudagsins. Á mínu
heimili sat lítið barn fyrir framan
skerminn frá klukkan fjögur — gafst
upp þegar Helgistund loksins birtist
kl. sex og sofnaði af þreytu í miðjum
barnatíma. Þjóðlíf Sigrúnar Stefáns-
dóttur var líkast tii ásjálegasti þáttur
helgarinnar. Þar hefur „magasin”-
hugmyndin verið nýtt á afar eðlilegan
hátt. Þótt þátturinn sé í bútum,
hangir hann saman á persónuleika
stjórnanda, eins og pikaresk skáld-
saga og Sigrún tengir atriði öll afar
blátt áfram og elskulega, þannig að
ekki sést í samskeytin. Úr steindu
gleri var farið í þjóðdansa, þaðan til
hjóna sem áttu 20 börn, þaðan eitt-
hvaðannað.
Eins og margir aðrir horfi ég á
„Hertogastræti” eins og dópaður og
nú snerti efniviðurinn grandalausan
■blaðasnáp. Blaðamaður fékk nefni-
lega útrás fyrir „rannsóknarblaða-
mennsku” í Bentinck hótelinu,
hvorki meira né minna, og lá við
miklum atburðum. En ailt settlaðist
þetta, fyrir það að blaðamaðurinn
var meira gæðaskinn en við héldum.
Við erum ekki aigjörlega spilltir í
stéttinni. Á þeirri hugsun var gott að
sofna.
- AI
Aðaldagskrárliður sjónvarpsins í
kvöld nefnist Vor í Vínarborg. Er þar
um að ræða vortónleika
Sinfóníuhljómsveitar Vínarborgar
undir stjórn Heinz Wallberg sem nú
hefur tekið við af Willy Boskovsky
sem aðalstjórnandi hljómsveitarinnar.
Að sögn Björns Baldurssonar dag-
skrárritstjöra Sjónvarpsins eru vor-
tónleikar þessir næsta keimlíkir nýárs-
tónleikum Vínarsinfóníunnar sem við
fáum að sjá nær hvert ár. Sjónvarpið
hefur öðru hvoru keypt þessa þætti
enda þykja þeir nokkuð skemmtilegir.
Tónlistin sem leikin er, er
léttklassísk eftir höfundana Jacques
Offenbach og Robert Stolz. Þannig
verður til dæmis fluttur forleikur
Offenbachs að Helenu fögru og aría úr
sama verki. Þá verður einnig fluttur
forleikur hans að Parisarlífi.
Eftir Stolz verða flutt nokkur söng-
lög sungin af sópransöngkonunni Sonu
Ghazarian og tenórsöngvaranum
Werner Hollweg.
-DS.
Bakarastofan Klapparstig
Sími 12725
I ljtrfM-niAnL.nl nln
nargreiosiustora Kiapparstig
Tímapantanir
13010
Laust starf á skrífstofu
Ríkisskattanefndar
Ríkisskattanefnd óskar að ráða sem fyrst starfsmann í full-
trúastarf.
Starfið krefst að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu,
fallega rithönd, sé töluglöggur og hafi reynslu og færni í
vélritun.
Laun eru skv. kjarasamningi BSRB og fjármálaráðherra,
12. lfl.
Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og starfsreynslu sendist skrifstofu Ríkisskatta-
nefndar, Laugavegi 13,101 Reykjavík, fyrir 30. apríl nk.