Dagblaðið - 21.04.1980, Qupperneq 36
Ófagrar lýsingar á einangrunarvist á Litla-Hr^uni:
MARGAR FULLYRDING-
AR FANGANS RANGAR
— segir Þorsteinn Jónsson fulltrúi ífangelsismáladeild dómsmálaráðuneytisins
Róstusamt hefur verið á Vinnu-
hælinu að Litla-Hrauni að undan-
förnu. Um kl. 23.45 að kvöldi föstu-
dagsins langa neituðu 10—II fangar
að fara í klefa sína fyrr en þeir hefðu
fengið tækifæri til að ræða mál sín
og jafnframt einangrun tiltekins sam-
fanga þeirra. Þrir þessara fanga voru
— eftir nokkurt þóf — settir í ein-
angrun í fangelsinu, nokkrir læstir
inni i klefum sinum og fimm fluttir i
gæzluvarðhaldsfangelsið í Siðumúla i
Reykjavík. -
Einangrunarfanginn sem um ræðir
hefur nú ritað dómsmálaráðuneytinu
bréf, þar sem hann óskar. eftir að
verða leystur úr einangruninni, krefst
rannsóknar á meðferð fanga i ein-
angrunarklefum og gefur ófagrar lýs-
ingar á vistinni þar. Hann ber fanga-
vörðum illa söguna og segir þá hafa í
hendi sér hvernig farið sé með fang-
ana.
Þorsteinn Jónsson, fulltrúi í fang-
elsismáladeild dómsmálaráöuneytis-
ins, sagði í samtali við DB i morgun,
að ráðuneytið hefði tekið afstöðu til
hluta málsins. Það hefði t.d. verið
skýlaust agabrot af hálfu fanganna
að neita að fara i klefa sina á þeirri
stundu sem um ræðir, og fangelsis-
stjóra væri heimilt að grípa til viðeig-
andi aðgerða gegn því.
Verið væri að kanna sannleiksgildi
ýmissa fullyrðinga fangans en þegar
væri ljóst, að margar þeirra væru
beinlinis rangar. Beðið væri skrif-
legra skýringa fangelsisstjórans á til-
teknum atriðum.
Einangrunarklefarnir á Litla-
Hrauni eru fjórir, um 180 x 250 cm
að stærð og að verulegu leyti notaðir
af Selfosslögreglunni undir drukkna
menn. t þeim eru allir „innanstokks-
munir” steyptir, hreinlætisaðstaða
lítil sem engin og loftræsting i algjöru
lágmarki.
Bolungarvík:
Pörupiltar
læstu lög-
regluna inni
Tveir pörupiltar, sautján og átján
ára, sóttu að fangageymslu lögregl-
unnar i Bolungarvik aðfaranótt
sunnudagsins i þeim tilgangi að reyna
að leysa úr haldi félaga sinn sem þar
var í geymslu. Tókst þeim um stund
að halda tveim lögreglumönnum
bæjarins inni i fangelsinu og meina
þcim útgöngu.
Ekki leið þó á löngu unz taflið
snerist við og fór svo, eftir þvi sem
næst verður komizt. að pörupiltarnir
og lögrcglumennirnir höfðu vista-
skipti og slóð svo enn þegar sjðast
fréltist.
Vegna þessa máls fóru tveir menn
frá Rannsóknarlögreglu rikisins
vestur til Bolungarvíkur siðari hluta
dags í gær. Rannsökuðu þeir málið
og liggur það i aðalatriðunt ljóst
fyrir. -DS
Ölvaðir á
stolnum bíl
Tvcir nítján ára piltar komust
ttndan er lögrcglan í Kópavogi ætlaði
að kanna hagi þeirra kl. 04.30 á
laugardagsmorgun, en þa voru þcir i
Toyotabíl. Hlupu þeir ftá bilnum og
hurfu út i náttmyrkið. Annar fannst
um klst. siðar en hinn á laugardaginn
Þá hafði komið i Ijós að bilnum
höfðu þeir stolið i Teigahvern t
Reykjavik.
Við yftrheyrslur kom i ljós að þeir
höfðu framið innbrot i Sigtún um
páskana og viðurkenndu stuld á 10
flöskum af áfengi og 6 vindlinga-
lcngjum. Þá áttu þeir sök á öðrum
bilþjófnaði viku áður.
Báðir voru piltarnir ölvaðir og þvi
brotlcgir við umferðarlögin. Einnig
voru þeir réttindalausir. — -A.St.,
Smiðurféllaf þaki
Tuttugu og ftmm ára gamall
smiður liggur stórslasaður i sjúkra-
húsi eftir vinnuslys sem varð við
byggingu Framkvæmdastofnunar
rikisins á mótum Stórholts og
Rauðarárstigs klukkan rúmlega tvö i
gær. Voru smiðir þar að vinna við að
klæða þakið og fóru vægast sagt
heldur óvarlega. Að sögn lögregl-
unnar var búið að leggja óneglda
klæðningu á þakið og stóð lagningin
5—6 borð út fyrir þakbrún og hafði
þessu limbri á engan hátt verið nagl-
tyllt. Smiðurinn sté út á þessa laus-
lögðu klæðningu og féll af þakinu
niður á svalir I. hæðar. Er maðurinn
mikið særður eftir, viða brotinn.
Öryggiseftirlitiö hefur nú stöðvað
alla vinnu við húsið, þvi þar hafa
vinnuaðgerðir þótt nokkuð gáleysis-
lcgar. -A.St.
Dauðaslys
á Patreksf irði
Dauðaslys varð á Patreksfirði i
gær. Gamall maður féll i höfnina og
drukknaði. Ekki er hægt að segja frá
nafni hans að svo stöddu. -EVI.
„Vona að égstandi
mig fynr Austuríand"
— sagði Elsa Dóra Gísladóttir ungfrú Austurland, eftir kjörið á laugardag
Elsa Dóra Gísladóttir, 18 ára nem-
andi við menntaskólann á Egilsstöð-
um var kjörin ungfrú Austurland í
Valaskjálf á laugardag. Troðfullt hús
varð í Valaskjálf þegar kjörið fór
fram.
„Þetta er þriðji veturinn minn i
menntaskóla. Áður hef ég verið tvo
vetur i Reykholti,”sagði nýkjörin
fegurðardrottning Austurlands i sam-
tali við blaðamann. DB. Elsa Dóra er
á uppeldissviði í menntaskólanum.
Áhugamál hennar eru iþróttir og
sagðist hún reyna að stunda eins
mikiðaf þeim og færi gæfist.
„Ég kom hingað á ballið, en átti
ekki von á því að verða beðin um að
taka þátt í fegurðarsamkeppni. Mér
þykir þetta nú ekkert sérstaklega
spennandi. Ég er úr Sandgerði og ég
finn að það eru einhverjir óánægðir
með það. Mér þykir það mjög leiðin-
legt ef einhverjir eru á móti mér,”
sagði Elsa Dóra.
„Elsa Dóra er l,76cm á hæð. Hún
sagðist aldrei áður hafa verið við-
stödd fegurðarsamkeppni, ekki einu
sinni hugsað út í þær. Ég kom hingað
ekki með því hugarfari að taka þátt i
fegurðarsamkeppni en fyrst svona er
komið vona ég að ég geti staðið mig
fyrir Austfirðinga,” sagði ungfrú
Austurland.
Á föstudaginn voru undanúrslit
keppninnar á Neskaupstað. Tvær
stúlkur voru valdar þaðan til að taka
þátt í keppninni um titilinn. Voru
það Unnur Eiríksdóttir, 22 ára
bankamær, og Erla Jónsdóttir, 17
ára.
Troðfullt var á báðum þessum
stöðum enda frábær skemmtun i
boði. Ferðaskifstofan Úrval var með
ferðakynningu og bingó, Halli,
Laddi og Jörundur skemmtu og
hljómsveit Stefáns P. lék fyrir
fjörugum dansinsum fram á nótt. ELA
Fegurðarsamkeppni íslands 1980:
Ungfrú Austurland, Elsa Dóra Gisladótlir.
frfálst, úháð dagblað
MÁNUDAGUR 21. APRtL 1980.
Rauð fjöður
fyrir 50 millj.
— í Reykjavík einni
„Við vitum ekki ennþá hvað selzt
hefur úti um land en i Reykjavík höfum
við selt rauðar fjaðrir fyrir um 50
milljónir,” sagði Jóhann Briem fram-
kvæmdastjóri. Jóhann ásamt félögum
sinum í Lions-hreyfingunni stóð um
helgina fyrir sölu á rauðum fjöðrum og
á ágóði sölunnar að renna til styrktar
heyrnarskertum. Jóhann sagði að þeir
félagarnir hefðu alls staðar fengið mjög
góðar undirtektir enda mátti hvarvetna
sjá fólk á ferli, skreytt rauðum fjöðrum.
_____________________-DS.
Gunnar
talar ekki
„Mér skilst að það sé öruggt, að
Gunnar Thoroddsen talar ekki i út-
varpsumræðunum,” sagði Ólafur G.
Einarsson, formaður þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins í morgun. „Það
hefur engin ósk komið um það til for-
manna þingflokkanna og ég tel ekki
óeðlilegt, að hann tali ekki í þessum
umræðum,” sagði Ólafur.
Ólafur G. Einarsson sagði að nokk-
uð öðru máli mundi gegna i „eldhús-
umræðum” þingsins. Þá mætti halda
fram að forsætisráðherra ætti að fá að
tala. „En ég get sagt, að fyrir stjórnar-
andstöðuna talar hann ekki,” sagði
Ólafur. „Spurningin yrði þá hvort
stjórnarflokkarnir létu honum eitthvað
eftiraf sínum tíma.”
Ólafur sagði að útvarpsumræðurnar
yrðu annaðhvort annað kvöld eða mið-
vikudagskvöld. -HH.
Ávonáþvíað
útvegsmenn
samþykki
„Við eigum von á þvi að útvegs-
mannafélag Vestfjarða samþykki það
samkomulag sem við höfum gert við
sjómenn hér,” sagði Óskar Kristjáns-
'son, einn af þrem sem semja af hálfu
útvegsmanna á Suðureyri. Hinir eru
Einar Ólafsson og Halldór Bernódus-
son.
Hanns agði að samningar þeir sem
gerðir hefðu verið á Suðureyri væru
afar likir samningum Bolvikinga. Sjó-
menn á Suðureyri boðuðu aldrei verk-
fall, þar sem alltaf-hafa staðið yfir við-
ræður milli útvegsmanna og sjómanna.
Róðrar halda þvi áfram ótruflaðir.
Ekki hefur enn náðst samkomulag á
Flateyri. - EVI
— Sjá viðtal við Pétur Sigurðsson
formann Alþýðusambands
Vestfjarða ð bls. 7
LUKKUDAGAR:
20. APRÍL 16396.
Kodak Pocket A1 myndavél.
21. APRÍL 15181 j
Skil 1552H verkfærasett.
Vinningshafar hringi
ísíma 33622.
1