Dagblaðið - 10.05.1980, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980.
Krossgáta
Frá sfðustu umferðinni á tslandsmðtinu — sveit Hjalta Eliassonar að spila við
sveit Skafta Jónssonar.. Gisli i Torfason, I fyrrum landsliðsmaður i
knattspyrnunni, raðar spilum sínum, lengst til vinstri, þá Ásmundur Pálsson,
HelgiJóhannssonogHjaltilengsttilhægri. “ DB-mynd Bjarnleifur.
Sveit Hjalta Elías-
sonar íslands-
meistari 1980
íslandsmótinu í sveitakeppni í bridge
lauk um sl. helgi með sigri sveitar
Hjalta Elíassonar.
Með honum í sveit voru Ásmundur
Pálsson, Guðlaugur R. Jóhannsson,
Þórir Sigurðsson og örn Arnþórsson.
Að þessu sinni var mótið ákaflega
jafnt og þegar aðeins ein umferð var
eftir var staðan þessi. 1.—2. Sveit
Hjalta Eliassonar með 77 stig. 1.—2.
Sveit Sævars Þorbjörnssonar með 77
stig. 3. Sveit Þórarins Sigþórssonar
með 76 stig og sveit Óðals með 75 stig.
Þannig að allar þessar sveitir gátu
unnið mótið. í lokaumferðinni vann
Hjalti Skafta með 20—0, sveitir Sævars
og Þórarins spiluðu saman og vann
Sævar með 15—5 og sveit Helga vann
sveit Óðals með 11—9.
Þannig að sveit Hjalta varð íslands-
meistari árið 1980. Um mótið sjálft er
lítið að segja, nema hvað menn úr
sveitum Óðals og Helga lentu í
veikindum sem er þungt í svona móti.
Röð sveitanna varð annars þessi.
1. Sveit HJalta Elíassonar 97stig
2. Sveit Sævars Þorbjörnssonar 92 stig
3. Sveit Óðais 84 stig
4. Sveit Þórarins Sigþórssonar 81 stig
5. Sveit Helga Jónssonar 61 stig
<T. Sveit Ólafs Lárussonar 52 stig
7. Sveit Skafta Jónssonar 51 stig
8. Sveit Jóns P. Sigurjónssonar 37 stig.
Þannig að innan við vinningur er á
milli efstu sveitar og þeirrar fjórðu.
Þú átt þessi spil og ert að spila
vömina í þrem gröndum eftir skemmti-
legar sagnir. Nomur
+ 853
VÁD6
OÁ54
*ÁG94
Þú ert í norður og vestur opnar.
Vestur Norður Austur Suður
1 S dobl redobl pass
pass 1 gr. dobl 2 H
3 L pass 3gr. pass
pass pass
Norður Austur
2gr 4 H
Suður Vestur
1 S dobl
4S dobl pass pass
Tvö grönd þýddu samþykkt á spaða.
Vestur spilaði út hjartaás og aftur
hjarta. Hér koma þá spil norðurs-
suðurs. Nordur _
* 1096"
V KG96
0 G7
+ Á852
SUÐUK
♦ ÁK752
^4
OÁ9843
+ 73
Þú drepur á hjartakóng og spilar út
tigulsjöi, lítið frá austri og lætur lítið,
drepið á drottningu og vestur spilar
laufi, sem þú drepur á ás og þú hafðir
látið lauf í hjartakóng. Nú spilar þú út
tígulgosa, austur lætur tigultíu og þú
drepur á ás og vestur lætur litinn tígul.
Þá tekur þú spaöaás og vestur lætur
lítinn spaða, spaðasex frá blindum og
austur lætur drottningu. Þá kemur
tígulnía, vestur lætur lítið og lauf frá
bjindim) og austur lætur hjarta. Þá
Keihur tígulátta, drottning frá vestri og
þú trompar í blindum og spilar laufi og
trompar. Þú spilar út fimmta tíglinum
og staðan er orðin þessi.
Noroiik
* 10
V G9
0 enginn
+ 8
Vestlk
AG84
ekkert
0 enginn
+ 9
ÁUSTUIt
* skiptir
a ekki
máli
*
SUÐUR
+ Á75
V ekkert
0 4
*ekkert
Þegar þú spilar fimmta tíglinum,
verða þessir tveir trompslagir, sem
vestur virðist eiga, að einum því ef
hann gefur niður lauf, þá spilar þú
litlum spaða á tíu blinds og vestur
verður að gefa þér tvo síðustu slagina.
Ef vestur trompar hátt, þá er gefið
niður hjarta og sama er hvað hann
gerir.
Þá koma hér allar hendurnar í fyrra
spilinu. Sverrir Ármannsson var með
spil norðurs og hitti á einu banvænu
leiðina.
Norður
+853
VÁD6
OÁ54
+ ÁG94
Vestur
+ ÁK974
^3
076
+KD1075
Auítur
+ D6
<?K875
O KDG1082
+ 6
Félagi spilar út hjartagosa og þú sérð
þessispil íblindum.
VtSTl’K
+ ÁK974
3
O 76
+ KD1075
Þú Iætur hjartadrottningu á gosa og
átt slaginn. Hvað gerir þú næst? Öll
spilinkomaaftar.
Hér kemur annað spil frá íslands-
mótinu og þú ert að spila fjóra spaða
doblaða eftir þessar sagnir.
SUÐUK
+ G102
<7010942
093
+832
Eftir að Sverrir átti fyrsta slag á
hjartadrottningu spilaði hann spaða og
braut um leið samganginn í spilinu og
það varð einn niður.
íslandsmót í
tvímenningi
Fimmtudaginn 15. maí hefjast í
Domus Medica undanúrslit í
tvímenningi fyrir íslandsmót. í þessum
undanúrslitum verða spilaðar 3
umferðir með 64 pörum. Það er að
segja kl. 13 á fimmtudag og kl. 20
um kvöldið og lokaumferð á föstudags-
kvöld. Samtals 84 spil. Á laugardag kl.
13 hefjast úrslitin með þátttöku 24
efstu paranna og spila þau 5 spil við
hvert par. Þá verður spilað á laugardag,
laugardagskvöld og sunnudag. Fyrir
þá sem ekki komast áfram verður
spilaður sárabótatvímenningur, tvær
lumferðir.
Landsliðsmál
Þáhafaþeir Guðlaugur R. Jóhanns-
son og öm Arnþórsson og Helgi
Jónsson og Helgi Sigurðsson valið með
sér pör í landsliðskeppnina. Þessi tvö
pör urðu efst i landsliðskeppninni, sem
háð var fyrir nokkru. Guðlaugur ob
öm völdu sveitafélaga sína, þá Ásmund
Pálsson og Hjalta Elíasson, en Helgi og
Helgi þá Jón Ásbjömsson og Símon
Símonarson. Spiluð verða 128 spil á
milli þessara sveita og voru fyrstu 32
spilin spiluö í gærkvöldi.