Dagblaðið - 10.05.1980, Page 9

Dagblaðið - 10.05.1980, Page 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980. Alveg hryllileg mengun Ófreskjan Kvikmynd: Ófreskjan (Prophecy) Leikstjóri: John Frankenheimer. Leikarar: Talia Shire, Robert Foworth o.fl. Sýningarstaður: Háskólabfó. Það er meira hvað Bandaríkja- menn hafa gaman af því að láta hræða sig í biói. Hver hrollvekjan eftir aðra sér nú dagsins ljós (eða myrkur) i kvikmyndahúsum vestan hafs og menn láta ekki staðar numið fyrr en hold, blóð og innyfli liggja eins og hráviði um alit eftir ýmiss konar ókindur, drauga eða illfygli. Jafnvel virtir leikstjórar eins og Stanley Kubrick og Johr. Franken- heimer eru i þvi að koma út á fólki gæsahúðinni. Er þetta löngun til að sjá eitthvað sem er mun hræði- legra en það sem við nú stöndum frammi fyrir í veröldinni? Billegur hrollur fyrir Kvik myndir Y AÐALSTEINN INGÓLFSSON A. USMlldÉM John Frankenheimer við töku á „Öfreskjunni”. Indjánar og verksmiðjulið eigast við. lífsþreytta og firrta borgara, sem telja sig hafa séð og upplifað allt það sem getur talist krassandi? Svari nú hver fyrir sig, því þessar myndir birtast nú óðfluga hér á landi. „Öfreskjan” er ein slík en leikstjóri hennar John Frankenheimer er ' þekktur að mörgum spennandi myndum, French Connection II, Black Sunday, The Fixer meðal þeirra. Hins vegar er lítið sameigin- legt með þeim myndum sem hann hefur leikstýrt og er ekki óliklegt að hann hafi einfaldlega viljað glíma við hrollvekjuna, án þess að gera sér miklar grillur um markmið hennar og þýðingu. Vistfræði hefur sömuleiðis verið mikið í fréttum síðastliðin ár og Frankenheimer er svo lúsheppinn að fá í hendur efnivið sem blandar saman hrolli og vistfræðilegum igrundunum. í fljótu bragði virðist þetta einkennilegur kokkteill, en getur þó gengið upp með góðum viija áhorfandans. Ungur læknir og eld- heitur hugsjónamaður (Robert Fox- worth) starfar í fátækrahverfum New York borgar.Hann fær það skamm- timaverkefni að rannsaka hvað hæft sé í umkvörtunum indjána við vatn eitt í Maine, um að pappírsverk- smiðja mengi þar umhverfi og spilli bæði fólki og lífríki. Með unnustu sinni (Talia Shire —elskuleg í „Rocky” og systir Francis Ford Coppola) sem er sellóleikari. heldur læknirinn á staðinn, en þá er komið fram að unnustan er með barni. Þarna taka að gerast einkennilegir hlutir. Ljóst er að grunnt er á þvi góða með indjánum og forsvars- mönnum pappírsverksmiðjunnar sem Talia Shire i hlutverki sínu. auðvitað telja allt hjal um mengun bábiljur einar. Þess á milli verða sak- lausir ferðamenn fyrir hinum voða- legustu árásum í skógunum kringum vatnið. Læknirinn kemst loks að því að pappirsverksmiðjan hefur brúkað mjög hættulegt hreinsiefni, metýl- kvikasilfur, sem eitrað hefur allt vatnið og fiska þess og hafa allir sem neytt hafa vatns og fiska fengið í sig efnið. Sérstaklega kemur það illa niður á fóstrum, manna sem dýra,og brátt rennur upp fyrir lækninum 1 ii’•. Fóstur ýmissa dýra hafa skaddast og i raun breyst i ófreskjur sem leggjast á menn. Lenda þau læknirinn, unnusta hans og indjánarnir í hinum mestu hrakningum og láta margir lífið með býsna óhugnanlegum hætti. Um síðir komast söguhetjurnar undan, en á eftir þeim horfa enn lleiri ófreskjur sem eru ekki aldeilis útdauðar. Það sem meira er, unnustan er hrædd um að fóstur það sem hún ber hafi orðið fyrir skaða og verði hugsanlega að einni ófreskjunni i viðbót. Kvik- myndin endar sem sagt á spurningu, sem er alltaf fjarskalega frústrerandi. Það er kannski óþarfi að fara mörgum orðum um þessa mynd. Hún hangir ekki ýkja vel saman á þessu tvennu, hryllingi og vistfræði, en öll tæknivinna er vitaskuld í sérflokki eins og Frankenheimers er von og vísa. Ekki eru gerðar miklar kröfur til leikara, en Talia Shire nær samt að fá út úr sínu hlutverki það sem i því er og gott betur. Nú, ef menn gera þær kröfur einar til mynda af þessu tagi að þær veki mönnum ótta, þá skal það upplýst að fólk tókst á loft á þeirri sýningu sem ég var viðstaddur. -Al. r v Auga fyrir auga...? Kvikmynd: Á garðinum (Scum). Leikstjóri: Alan Clarke. Handrit: Roy Minton. Myndataka: Phil Meheux. Meðal leikenda: Ray Winstone, Mick Ford, Julian Firth, Jo KendaH, John Grillo. Sýningarstaður: Laugarásbió. Kvikmynd þessi gerist að öllu leyti á betrunarstofnun fyrir unglinga, sem þar eru vegna hinna marg- víslegustu afbrota. Áhersla er lögð á að þeir eiga fátt sameiginlegt og eru býsna súndurleitur hópur. Stofnunin þar sem þeir dveljast sem fangar starfar hins vegar eftir því markmiði að þeim á að lærast að verða betri og nýtari þjóðfélagsþegnar. Og það markmið kannast maður svosem við frá öðrum svipuðum stofnunum. í upphafi myndarinnar sjáum við þrjá drengi koma inn á stofnunina í fyrsta skipti. Þeim lærist fljótt að hlýða reglunum, sem yfirboðarar og gæslumenn setja. Annars hlýst verra af. Með iliu skal illt út reka, eins og þar stendur. Tvö samfélög En innan drengjahópsins er sams ■konar félagskerfi við lýði. Þar er að finna hinn óumdeilda sterka foringja, sem ræður í krafti afls- munar. Undirsátar hans neyðast til að fara eftir skipunum hans í einu og öllu. Annars hlýst verra af. Einn hinna þriggja nýgræðinga á stofnuninni, Carlin, lætursemhann þoli þá niðurlægingu sem hann og félagar hans verða fyrir. En um siðir hrifsar hann völdin af foringjahum og verður sterkastur. Félögum hans sumum hverjum reynist leikurinn ekki svo auðveldur. Þeir standast ekki með neinu móti þá kúgun og það ofbeldi sem þeir eru beittir, bæði innan hópsins og af stofnuninni, og „leysa” málin með því að stytta sér aldur. En það er ekki þar með sagt að Carlin sé hinn sterki. Á stofnunni eru í reynd tvö samfélög starfandi hlið við hUð, og ræður annað yfir hinu. Jafnvel þeim, sem stjórnar innan drengjahópsins, er stjórnað af stofnuninni. Kvik myndir Piltarnir gera uppreisn í matsalnum eftir dauða eins þeirra. Einn drengjanna þolir ekki álagið og fýrirfer sér. Dýrðlega skemmtilegar Archer, einn drengjanna, er öðrum fremur sá sem hefur sitthvað að segja um það sem gerist. HeimspekUegar vangaveltur hans eru ekki einungis dýrðlega skemmtilegar, þær hitta einnig naglann á höfuðið svo syngur í. Atriðið sem sýnir hann og einn gæslumannanna er bráðfyndið — en lika hroUvekjandi sökum hins bitra sannleiks sem þar er sagður. Kvikmyndin er býsna trúverðug- lega gerð og kvikmyndatakan minnti mig á köflum á heimUdar- kvikmyndun. Leikur piltanna og stjórnenda stofnunarinnar er einnig trúverðugur. Reyndar skal ósagt látið hvort myndin styðjist við eitthvað sannsögulegt. Hitt skiptir meira máli að mínu viti, að mynd þessi hefur boðskap fram að færa og vekur mann til umhugsunar um sitthvað. Það er hiklaust hægt að mæla með þessari mynd. Skipstjóra- stólar Sterkir og vandaðir skipstjórastólar. Þeim er hægt að snúa og halla aó vild. Athugið, þeir eru einnig sérstaklega ódýrlr. íslensk framlelðsla. ERLENDUR HJARTARSON sfmi 40607-44100 HEILDARÚTGÁFA JÚHANNS G. 500 tölusett or árituð eintök 10 ára timabil. 5 LP-plötur á kr. 15.900. PÚSTSENDUM: NAFN: HEIMILI: Pöntunarsimi COOIIO kl. 10—12 MtUJ Sólspil & Á.Á, Hraunkambi 1, Hafnarfirði. KJÖRGRIPURINN i SAFNIÐ.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.