Dagblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980. MMBIAÐW ‘UtgefmxH: Dsgbleðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. ^Ritstjómarfulhnji: Haukur Hatgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skihftltofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Haliur Simonarson. Menning: Aöalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: ÁsgrímurPMsson. Hönnun: Hilmar Karisson. BlaÖamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, AHi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Stgurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Erna V. fngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson/ ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. 1 Ljósmyndir Ámi PáH Jóhannsson, BjamleHur Bjamieifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn ÞormóÖsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sökwtjóri: Ing^ir Sveinsson. DreHing- arstjóri: Már E.M. Haildórsson. Ritstjóm Siöumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aöalsimi blaðsins er 27022 (IQHnur).______ Hugmyndir leynifundar Á „leynifundi” nokkurra verkalýðs- foringja, stjórnmálamanna og forsætis- ráðherra í gær voru ræddar athyglis- verðar, nýjar tillögur í verðlags- og kjaramálum. Sumt af þeim eru nytsam- legar breytingar, annað vegur minna. __________________ Nú eru líkur til, að vísitala framfærslukostnaðar, það er „verðbólgan”, hækki um þrettán prósent frá febrúar til maí. Undirstraumur verðbólgunnar er ekki undir 9—10 prósent ársfjórðungslega. Hækkun verðbóta 1. júní yrði sennilega að óbreyttum reglum 11—12 prósent þrátt fyrir nokkra frádráttarliði. Búvöruhækkun til bænda yrði líklega meiri, eða 12—13 prósent, meðal annars vegna hækkunar áburðarverðs. Kröfur sjómanna og út- gerðarmanna um hækkun fiskverðs um þær mundir yrðu sennilega af svipaðri stærðargráðu. Áð þessu at- huguðu, svo og þróun í verðlagsmálum almennt, virðist útilokað að hemja almennar verðhækkanir á tímabilinu frá maí til ágúst innan marka, sem sett hafa verið með „niðurtalningarstefnu” ríkisstjórnarinnar, það er 7 prósent samkvæmt stjórnarsáttmálanum. Á leynifundinum voru rædd hugsanleg úrræði, sem bæði gætu orðið til að draga úr verðbólgu og gefa launþegum nokkrar skattalækkanir. Hugmyndir komu fram á fundinum um að verðhækkun á vöru og þjónustu verði sett efri mörk, 7—8 prósent, fyrir tímabilið frá maí til ágúst. Hækkun verðbóta á laun 1. júní verði innan þeirra marka, einnig hækkun á búvöruverði 1. júní og hækkun fiskverðs 1. júní. Tillögusmiðirnir, sem eru úr röðum stjórnarliða, vilja, að vísitöluhækkunum verði haldið niðri en á móti komi skattalækkanir og niðurskurður ríkisút- gjalda. Þeir leggja til, að persónuafsláttur frá tekjuskatti einstaklinga verði í ár hækkaður um nálægt 25 þúsund krónur. Þá verði niðurgreiðslur auknar frá 1. júní í hlutfalli við hækkun búvöruverðs og áhrif þeirrar hækkunar tekin til greina þá þegar. Hækkun hús- næðisliðar vísitölunnar verði ekki látin koma öll fram 1. júní, heldur verði henni dreift á þrjú vísitölutimabil, þannig að þriðjungur hækkunarinnar komi í vísitölu 1. maí, þriðjungur 1. ágúst og þriðjungur 1. nóvember. Ríkisstjórnin beiti sér síðan fyrir lækkun ríkisút- gjalda á þessu og næsta ári til að standa undir kostnaði af þessum ráðstöfunum. Tillögusmiðirnir segja, að frá sjónarhóli launa- manna felist „nokkur fórn” í því að dreifa hækkun húsnæðisliðar vísitölunnar, en þeir telja, að þyngra vegi þær hagsbætur, sem launamenn hafi af því, að verðbólgan verði minni en í stefnir á tímabilinu júní- ágúst. Því ber að fagna, að þeir stjórnarliðar, sem tillögurnar sömdu, sýna lit í lækkun skatta með hækkun persónuafsláttar og niðurskurði ríkisútgjalda. Lækkun skatta ætti þó að verða miklu meiri og niðurskurður útgjalda gerður að sama skapi og fram- kvæmdur nú þegar. Að öðru leyti er lítið leggjandi upp úr tilboðum um auknar niðurgreiðslur. Með þeim er enginn vandi leystur. Við frestun á að láta húsnæðisliðinn koma fram í vísitölu er að sjálfsögðu verið að skerða kjörin. Tillögurnar í heild bera með sér, að hugmyndin er að svipta launþega að miklu leyti bótum af verðhækkunum, sem nú þegar hafa orðið. Að því leyti eru tillögurnar ófullkomnar og fela ekki í sér lausn á yfirstandandi vanda. Á hinn bóginn gætu launþegar hugsanlega knúið á um frekari skattalækkanir en í tillögunum felast og þannig fært sér hina nýju stöðu í nyt. Þingmenn, verkalýðsfélög, innf lytjendur og Samtök baráttufólksgegn nasisma krefja lögregluna í Bretlandi sagna: EITT ÁR LIDIÐ FRÁ DAUÐA BLAIR PEACHS kennarans sem lögreglan barði til bana Fyrir kosningarnar í Bretiandi á sl. ári hélt flokkur nýnasista í landinu, Þjóðarfylkingin, marga kosninga- fundi. Sérstaklega lögðu nasistar sig eftir því að efna til funda í þeim borgarhverfum þar sem margir innflytjendur búa. Þann 23. apríl söfnuðust 10.000 manns saman í hverfinu Southail í jaðri Lundúna- borgar til að mótmæla starfi og stefnu Þjóðarfylkingarinnar. 5.000 lögreglumenn umkringdu fundarstað nasistanna til að verja þá aðkasti andstæðinganna. Brutust út slagsmál þar sem særðust 40 manns og 700 lentu í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Á leið heim frá mótmælastaðnum var hópur mótmælenda umkringdur af lögreglumönnum. Urðu enn átök og í þeim fékk Blair Peach, 31 árs gamall kennari, kylfuhögg í höfuðið. Hann reikaði nokkur skref og datt síðan meðvitundarlaus í götuna. Fjórum klukkustundum síðar lézt Peach á sjúkrahúsi. Þetta atvik vakti athygli í Bretlandi á sínum tíma enda gerðu baráttu- menn gegn nasisma, og þá ekki sízt fulltrúar innflytjenda, sitt til að vekja athygli á því. Lögreglan hafði áður verið sökuð um að beita fólk í kröfu- göngum hörku en nú var hún sökuð um að hafa lamið til bana mótmæl- Stuðningur Jónasar íslenskur sjávarútvegur hefur nú eignast d^yggan stuðningsmann sem lætur að sér kveða. Þessi maður er enginn annar en Jónas Kristjánsson ritstjóri DB. í forystugrein í blaðinu 9. apríl sl. segir Jónas m.a.: „Sennilega verður Háskóli íslands búinn að útskrifa hundraðasta félags- fræðinginn áður en hann útskrifar fyrsta sjávarútvegsfræðinginn. . . Margir eiga sök á því að við höfum látið Norðmenn skjóta okkur ref fyrir rass i sjávarútvegi. Það eru stjórnmálamennirnir og flokkarnir. Það eru embættismenn menntamála og ráðamenn embættismanna- framleiðslunnar í Háskóla íslands.” Tilvitnun lýkur. Enga forystugrein hefur undir- ritaður lesið með jafnmikilli ánægju og umrædda. 1 henni er mikill sannleikur. Við íslendingar erum sannkallaðir klaufar í því að sniða menntakerfið eftir okkar aðstæðum. Ábyrgð á þessu bera auðvitað þeir, sem yfirstjórn þessara mála hafa annast. Kjallarinn Kristinn Pétursson Menntakerfið og sjávarútvegurinn íslenskur sjávarútvegur er hornreka I menntakerfinu. í hinum FJÖLBRAUTA- SKÓU Á BANDA- RÍSKAVÍSU Fjölbrautaskóli er tiltölulega nýtt hugtak í íslensku máli. Orðið er að því leyti rammislenskt, að það gefur, með langri samsetningu, vísbend- ingu um hvað það merkir, ólikt því sem um er að ræða í flestum öðrum nútíma tungumálum. Að vísu getur brugðið til beggja vona um hvernig til tekst, þegar nýyrði eru sköpuð. Ekki er ólíklegt að orðasmiðir hafi stundum teygt sig einum of langt í þessari viðleitni sinni. Stundum hefur þó ímyndunaraflið bjargaðskemmti- lega í horn. Gott dæmi um það er orðið skriðdreki, sem er ólíkt litrík- ara en enska orðið tank. Fjölbrautaskólar, eins og við þekkjum þáá íslandi, eru ekkert nýtt fyrirbæri. Þeir hafa þekkst bæði austan hafs og vestan allt frá því fyrir 1920, að visu með ýmsu sniði, en þó með þeim grundvallareinkennum, sem gera fjölbrautaskólann sérstak- an. Ég ég hér fyrst og fremst við einingakerfíð og samskilakerfið, og 'nota ég siðara orðið hér í merkingunni tveir eða fleiri skólar (eða námssvið) undir sameiginlegri stjórn. • Að vísu er það rétt, að fjölbrauta- hugmyndin er fyrst og fremst banda- rísk að uppruna, og hvergi annars staðar hefur þessi skóli náð jafnmik- illi útbreiðslu sem í Bandaríkjunum. Að vísu eru til einstakir starfsgreina- skólar, s.s. iðnskólar, verslunar- skólar, matreiðsluskólar o.fl., en menntaskólar, eins og þekkjast í Evrópu, eru með örfáum undan- tekningum nær óþekkt fyrirbæri i Bandaríkjunum. Fjölbrautaskólinnn í Pulaski Fyrir nokkrum dögum heimsótti ég fjölbrautaskóla í Pulaskisýslu i Virginíu, en skólinn var byggður á „Fjölbrautahugmyndin er fyrst og fremst bandarísk aö uppruna...”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.