Dagblaðið - 10.05.1980, Page 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980.
anda á leið heim eftir að sjálfri mót-
mælaaðgerðinni lauk. Atburðurinn
átti sér stað í borgarhverfi þar sem
Indverjar eru fjölmennir. íbúarnir
mótmæltu harðlega, mörg verkalýðs-
félög og andstæðingar nasismans
sömuleiðis. Fimm dögum síðar gengu
25.000 manns í fylkingu fram hjá
staðnum þar sem Blair Peach var
laminn til að minnast hans og sýna
andúð á framferði lögreglunnar og
nýnasismanum. Fulltrúar innflytj-
enda stóðu heiðursvörð við líkkistu
Peachs og jarðarför hans varð fjöl-
menn og táknræn mótmælaaðgerð.
Lögreglan reyndi að verjast
hörðum árásum og gagnrýni vegna
dauða Blair Peachs. Daginn eftir að
hann var laminn var sett á fót nefnd á
vegum lögreglunnar til að kanna
málið. Skýrsla frá henni átti að liggja
fyrir þann 24. maí. Skilafrestur var
síðan framlengdur til 17. júli og aftur
til II. október. Þá hafði fjölskylda
Peachs sjálf látið rannsaka atvikið,
án afskipta lögreglunnar, og sú
skýrsla var birt opinberlega. Læknir
sem hlýddi á vitnisburð sjónarvotta
og skoðaði líkið skrifaði m.a. í
skýrslu sína:
„Þungt högg vinstra megin á
höfuðið er dauðasökin. Aðrir áverk-
ar finnast ekki á líkinu.
Hluturinn sem notaður hefur verið
hlýtur að vera þungur og samtímis
eftirgefanlegur og ávalur, þar sem
höfuðkúpan var ekki sprungin.
Bareflið kann að hafa verið gúmmi-
kylfa eða gúmmíslanga með
Þúsundir manna minntust Blair Peaches, 31 árs kennara og baráttumanns gegn nýnasismanum i Bretlandi, i april með
kröfugöngu I innflytjendahverfinu Southall i London. 140 þingmenn og fjölmörg verkalýðssamtök taka undir kröfur um að
lögreglan geri hreint fyrir sfnum dyrum.
blýkúlum eða öðru álíka innaní.”
Við yfirheyrslur neituðu allir
lögreglumenn sem voru á vettvangi
þegar Blair Peach var laminn niður
að hafa slegið hann. Þeir gátu heldur
ekki bent á þann seka. Þá var því lýst
yfír að rannsókn væri lokið. Vitni úr
röðum mótmælenda mótmæltu
kröftuglega. Þau voru ekki köiluð
fyrir og beðin að þekkja mögulega
árásarmenn lögreglunnar úr hópi
manna fyrr en þremur mánuðum
eftir að atvikið átti sér stað. Og þá
höfðu lögreglumennirnir látið sér
vaxa skegg!
Samtök baráttufólks gegn nasisma í
Bretlandi kröfðust þess að fá upplýs-
ingar um hvaða vopnabúnað óeirða-
lögreglan hefði til umráða. Það tók
lögfræðing samtakanna hálft ár að fá
umbeðnar upplýsingar. Þar kom
fram að í átökunum í Southall var
lögreglan búin margvíslegum barefl-
um: Venjulegum lögreglukylfum,
látúnskylfu, leðurkylfu með hnúð á
endanum, átta tommu langri
járnkylfu með leðri utan yfir, svipu
úr nashyrningshúð, járnkörlum með
krók í endann, sex tommu löngum
hnífum með beinskafti, tveimur
kúbeinum, tveimur bareflum úr tré,
þrjú fet á lengd og tvær tommur á
þykkt.
Upptalningin sýnir að mótniæl-
endur í Bretlandi geta búið sig undir
að verða ekki teknir með silkihönzk-
um ef kemur til átaka við lögregluna.
Sérstaklega beindist athyglin að járn-
kylfunni með leðri utan yfir í
upptalningunni. Lýsingin þótti koma
heim og saman við bareflið sem
kostaði Blair Peach lífið.
Fjölskylda Peachs og Samtök
baráttufólks gegn nasimsa hafa
krafizt þess að kviðdómur fái að
fjalla um málið og skýrslur vitna sem
eru í höndum lögreglunnar verði
gerðar opinberar. Vaxandi
stuðningur er fyrir þeim kröfum.
Verkalýðsfélög, verkalýðssambönd
og 140 þingmenn eru meðal þeirra
sem lýst hafa stuðningi við kröfur
Peach-fjölskyldunnar og samherja
hennar.
Réttarhöld í máli þeirra sem hand-
teknir voru í Southall-slagnum
stóðu yfir sl. haust og í vetur. Þrir af
hverjum fjórum voru innflytjendur
eða afkomendur þeirra. 70 manns
voru dæmdir í fangelsisvist og fjár-
sektir námu í allt 100.000 pundum.
Sagt er að farið hafi verið í einu og
öllu eftir vitnisburði lögreglumanna
við dómsuppkvaðningu, en ekkert
gert með vitnisburð mótmælenda.
Eitt dæmi er sagt af 14 ára dreng sem
þurfti að borga 100 pund fyrir að
hafa „borið hættulegt vopn á sér”.
Lögreglumaður vitnaði á móti
drengnum. Sjö vitni, þar á meðal
sjúkrabílstjóri og læknir, vitnuðu
hins vegar um að drengurinn hefði
verið slasaður á hendi og þurft
aðhlynningu eftir átök við lögregl-
una.
(M.a. byggt á Information).
almennu skólum er vart að finna staf
um islenskan sjávarútveg og hina
gífurlegu þýðingu sem þessi at-
vinnugrein hefur fyrir velferð lands-
manna, bæði fyrr, nú og i
framtíðinni. j dýrafræðinni las
maður einu sinni eitthvað á þessa
leið:
„Þorskurinn hrygnir fyrir sunnan
land. Seiðin ganga norður fyrir land
og alast þar upp.” Einnig var getið
um aldur og þyngd. Þegar kom að
ýsunni var aðalatriðið i umræðunni
svarta röndin. Sagan sagði að
skrattinn hefði reynt að ná taki á
ýsunni, en hún hefði verið svo sleip
að hann heföi misst takið og skilið
eftir svarta rönd eftir klærnar.
Þarna erum við nú að komast að
kjarna málsins. Menntakerfið
hefur svikist um að kenna í hinum
almennu skólum landsins mikilvægi
sjávarútvegsins. Þess vegna m.a. er
ástandið eins og það er i landinu í
dag.
Nóg af formúlu-
frœðingum
Sjávarútvegsfræöingur má ekki
Glugginn
Bragi Jósepsson
árunum 1972 til 1974. Skólinn er
byggður fyrir 2.500 nemendur og er
að sjálfsögðu fullsetinn. Kostnaður
við bygginguna nam 7.7 milljónum
dollara, eða tæpum 3.4 milljörðum
samkvæmt núverandi gengi.
Byggingin er mjög sérstök, en þó
einföld, nær öll á einni hæð, og er
gólfflöturinn 27.194 fermetrar, en
skólalóðin er rúmir 39 hektarar.
Langflestir fjölbrautaskólar og grunn
skólar, sem reistir hafa verið í Banda-
ríkjunum á síðustu tveim áratugum
eða svo, eru aðeins ein hæð. Að því
er háskólana varðar er þessu öðruvísi
farið, enda eru þeir margir hverjir
staðsettir inni í miðjum borgum og
því þröngt um vik.
Bandariskir fjölbrautaskólar eru
verða formúlufræðingur, af þeim
höfum við meira en nóg. Formúlu-
fræðingur verður til jjegar Háskólinn
útskrifar sérfræðing í tengslum við
einhverja atvinnugrein eða at-
vinnulífið almennt og umrædd tengsl
við atvinnulífið er nafniö tómt, þ.e.
meðan á náminu stóð vann
viðkomandi nemandi ekkert við þá
atvinnugrein, sem hann átti síðar
eftir að verða sérfræðingur við. Það
sem ég er að halda fram er að
Háskóli islands sé ekki í nægilegum
tengslum við atvinnulífið. Kennslan
fer allt of lítið fram í atvinnulífinu
og nauðsynlegt er að nemendur allra
skóla fái meiri innsýn í atvinnulifið.
DÆMl: Hugsum okkur að á
morgun ákvæði Háskólaráð að hefja
kennslu i sjávarútvegsfræði. Sá sem
ætlaði að hefja námið yrði að hafa
lokið stúdentsprófi úr
stærðfræðideild. Síðan færi kennslan
fram í Háskólanum í fimm ár t.d. og
þá væri ímyndaður nemandi orðinn
sjávarútvegsfræðingur, en hefði
kannski aldrei komið á sjó, eða aldrei
unnið i fiski. Slíkur „sérfræðingur”
ætti eftir að gera mörg asnastrik áður
en hann tengdist útvegnum nægilega
til þess að geta hagnýtt sér það
teoretiska nám sem hann hefur
stundað. Þess ’íegna þyrfti Háskóli
íslands að gera miklar kröfur um
starfsreynslu væntanlegra nemenda í
sjávarútvegsfræði samhliða náminu
og á undan þvi. Þannig fengjum við
þá fagmenn sem okkur vantar i
sjávarútveginn í dag.
Hugmyndir um auðlindaskatt,
þ.e. sölu veiðileyfa á fiskimiðin, sem
^ „Viö skulum fínna 10% verðmæta-
aukningu.”
yfirleitt fjögurra ára skólar og
spanna yfir síðustu námsár skóla-
kerfisins allt að háskólanámi. Þettaer
að þvi leyti eins hjá okkur íslending-
um. Þó er nokkur munur á. Banda-
ríski grunnskólinn er 8 ára skóli,
nemendur hefja nám í 1. bekk 6 ára
að aldri og byrja i fjölbrautaskóla í 9.
bekk og ljúka því fjölbrautanámi
venjulega 18 ára að aldri. Islenski
grunnskólinn er hins vegar 9 ára
skóli, nemendur hefja nám í 1. bekk^
7 ára að aldri og byrja í fjölbrauta-
skóla i 10. bekk og ljúka því
fjölbrautanámi 19 eða jafnvel 20 ára
og þá úr 13. bekk. í sambandi við
þennan samanburð er námsefnið
sjálft athyglisvert umhugsunarefni,
sem verður þó ekki rætt hér að þessu
sinni.
Skipulag skólans
Ég mun hér á eftir víkja nokkrum
orðum að skipulagi og stjórnun Fjöl-
brautaskólans í Pulaski. Þessi skóli er
tiltölulega stór, eins og að framan
greinir, enda þjónar skólinn svæði
sem er svipað að stærð og Reykja-
nesumdæmi. Stærð þessara skóla er
mjög misjöfn, eða allt frá 200
nemendum, eða jafnvel minna, upp í
fimm til sex þúsund nemendur. Þetta
fer að sjálfsögðu eftir ýmsu, og er því
erfitt að tala um hæfilega stærð
skóla. Hér er fyist og fremst um að
ræða skipulagslegt atriði og svo að
sjálfsögðu stjórnunarlegt.
Fjöldi námsbrauta fer eftir stærð
skólanna og mætti því ætla að minni
skólar veittu ekki þá þjónustu sem
skyldi. Svo virðist þó ekki vera. í
sambandi við þetta atriði er augljóst,
að aukin fjölbreytni og örar breyt-
ingar í atvinnulífinu hafa það í för
með sér, að hinn svonefndi náms-
kjarni verður stöðugt sveigjanlegri
(þ.e.a.s. inn á hinar mismunandi
brautir) og um leið mikilvægari.
Einnig er athyglisvert, að þrátt
fyrir þann sveigjanleika í námsvali,
sem einingakerfið veitir, er augljóst
að áhrif bekkjarkerfisins eru aftur
farin að segja til sín. Með bekkjar-
kerfi á ég hér við fyrirkomulag,
sem hægt er að beita í skólum, þar
sem námið er skipulagt á grundvelli
einingakerfis.
Stjórnkerfið
Skipulag Fjölbrautaskólans i Pul-
aski og Fjölbrautaskólans i Breið-
holti er mjög ólíkt, og skal ég sérstak-
lega víkja að hinum fyrrnefnda.
Stjórnendur skólans eru: í fyrsta lagi
skólameistari. í öðru lagi fimm
aðstoðarskólameistarar, sem eru að
verulegu leyti sjálfstæðir skóla-
stjórar. Verkaskiptingu þeirra er
þannig hagað, að einn þeirra stjómar
öllu fagnámi til starfsgreinanáms.
Hinir 4 stjórna öllu bóklegu námi,
iþróttum og undir þá heyrir einnig
allt félagsstarf nemenda. Að öðru
leyti er verkaskipting milli þessara
fjögurra stjórnenda mjög hrein, þar
sem hver um sig hefur tiltekinn náms-
árgang, þ.e. einn með 9. bekk, annar
með 10. o.s.frv.
Ráðgjöf og
öhnur þjónusta
Þá starfa einnig við þennan skóla
sex námsráðgjafar, sem auk þess að
leiðbeina nemendum um námsval
stjórntæki við fiskveiðar, er gott
dæmi um vansmíðaða formúlu sem
er glórulaus. Formúlu sem er smíðuð
í góðum tilgangi af „fagmönnum”
sem ekki hafa í raun hundsvit á
sjávarútvegi nema máski fiski sem
matvöru. Ég tek svo stórt til orða
vegna þess að auðlindaskatts-
kenningin er alls ekki
framkvæmanleg, fyrir utan það að
yrði þessi stjórnunaraðferð reynd, þá
myndi skapast stórfellt vandræðaá-
stand í landinu. Um það ætla ég ekki
að hafa fleiri orö að sinni enda hef ég
áður gert þessu skil hér í blaðinu.
Frœðsla í sjávarút-
vegsmálum er
lausnin
Nú skal gert stórátak um fræðslu í
sjávarútvegsmálum. Til þess að svo
geti orðið þurfa allir aöilar tengdir
þessari atvinnugrein að leggjast á eitt
og gera þetta. Það er allt hægt ef
viljinn er fyrir hendi. Ef hafinn yrði
skipulegur áróður fyrir bættri
meðferð á fiskinum strax um borð
mástraxná 1—2% hærra fiskverði,
jafnvel meira, það fullyrði ég. í
o.þ.h. veita þeim einnig aðstoð við
félagsleg vandamál og leiðbeina þeim
um starfsval þegar að námslokum
dregur. i sambandi við þennan skóla
er rétt að benda á sérstaka þjón-
ustu sem veitt er þroskaheftum
nemendum. Hér er ekki einungis um
að ræða námið heldur er einnig lagt
kapp á að aðstoða þessa nemendur
við að komast í starf að námi loknu.
Önnur starfsemi, og hliðstæð, er
veitt afburða nemendum skólans, en
segja má að slík kennsla sé orðin
fastur liður í öllu skólastarfi í Banda-
ríkjunum.
Við Fjölbrautaskólann í Pulaski er
starfrækt fullorðinsfræðsla
(Öldungadeild með svipuðu sniði og
Fjölbrautaskólinn i Breiðholti áætlar
að taka upp) alla virka daga milli kl.
5 og 11 á kvöldin.
Skólahúsnæðið
Að lokum langar mig til að reyna
að lýsa byggingum skólans, sem eru
mjög athyglisverðar og einstaklega
hentugar fyrir alla starfsemina.l meg-
indrailum er hér um að ræða tvær
byggingarsamstæður sem tengjast
saman af stjórnunar- og ráðgjafar-
skrifstofum. Önnur samstæðan er í
raun fjögur hringlaga hús, með
kennslustofum í hring og opnu svæði
í miðju, þar sem nemendur geta lesið
og hvílt sig milli tíma. Yfir þessu
opna svæði er önnur hæð, einskonar
hringlaga pallur með um 60—70 cm
háum vegg. Af þessum palli má sjá
inn í allar kennslustofurnar (gler-
veggur, sem sést inn um en ekki út
um) og einnig hluta af opna rýminu,
athafnasvæði nemenda. Upp á pall-
inn er gengið frá opna svæðinu, og
vinnslunni má strax ná öðru eins og
jafnvel meiru með ýmiss konar hag-
ræðingu, þótt það eigi ekki við þá
sem lengst eru komnir í þróuninni í
dag. Þá eru það mörgu smáu atriðin
sem við erum ekki búin að koma
auga á enn þá. Þau eru auðvitað til
og það þarf að útvega fjármagn svo
gera megi meiri háttar rannsóknir
nú strax. Rannsóknir frá því veiðar-
færið er sett í sjó, þar til fiskurinn
fer ofan í neytandann. Rannsóknir
með krítisku hugarfari, þar sem
kjörorðið væri: VIÐ SKULUM
FINNA 10% VERÐMÆTA-
AUKNINGU. Þetta er hægt. Þegar
húið væri að finna 2% af þessum tíu
gætum við hætt að fella gengið á
hverjum degi. Þegar hin kæmu í
leitirnar þá gætu allir aðilar tengdir
sjávarútvegi fengið kjarabót.
Við þurfum að vera hreint
fantatísk á hreinlæti og gæöi af-
urðanna. Gæðin hafa úrslitaáhrif á
mörkuðunum og þar er slagurinn
harður og á eftir að harðna meir.
Um öll þessi mál þarf strax að hefja
markvissa fræðslu og rannsóknir.
Kristinn Pétursson,
Bakkafirði.
þar eru bóknámskennararnir með
aðstöðu sina, hver með sitt skrif-
borð.
Ákveðin deildarskipting kemur hér
fram, sem er að mörgu leyti ólík þvi
þvi sem gengur og gerist í bandarísk-
um fjölbrautaskólum. Þessi fjögur
hringlaga hús eru nýtt á þann hátt,
að hvert þeirra um sig er í raun sjálf-
stæð kennsludeild. í einu eru erlend
mál og félagsfræðigreinar, í öðru er
enska, í hinu þriðja stærðfræðigrein-
ar, og í hinu fjórða eru eðlisfræði,
efnafræði og náttúrnfræðigreinar.
Kennararnir eru svo stað.ettiri við-
komandi kennarastofu eftir kennslu-
trein.
Á milli þessara fjögurra hús r sem
óil eru gluggalaus, kemur svo iimmta
hringlaga nlhafnasvæðið (að
mestu opið), sem er bókasafn og
kennslutækjasaln skoiatts. Yfir
þessum fjórum húsum og nefndu at-
hafnasvæði er svo eitt þak, þannig að
svæðið milli húsanna kemur út sem
gangur. í þessari samstæðu eru svo
einnig íþróttahús á aðra hönd og
samkomusalur á hina. Þök þessara
bygginga, og reyndar alls skólans,
stinga mjög i stúf við hin þungu og
efnismiklu þök sem við þekkjum frá
íslenskum skólahúsum, t.d. smiðj-
unum í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti.
Hin samstæðan, þar sem fag-
námið fer l'ram, samanstendur al
þrem sjálfstæðum byggingum, hlið
við hlið og er gengið inn í nær allar
kennslustofurnar beint utan frá, en
kennaraaðstaðan er í miðju.
Bragi Jósepsson
Blacksburg,
Virginia