Dagblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980. 'BlðBB ^ltgafandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Svainn R. Eyjótfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Heigason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhanhes Reykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aóalsteinn Ingólfsson. Aóstoóarfréttastjórí: Jónas Haraldsson.; Handrit: Ásgrímur Páissofi. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn:_Anna Bjamason, Atli Rúnar HalldórssonL Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stofánsdóttir, Elin Áíbertsdóttir, Erna V. íngóífsdóttir, Gunnlaugur A. jónsson* ólafur Goirsson, Sigurður Sverrisson. ^ J Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamloifur Bjamíeifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Pormóðsson. Safn: Jón Ssevar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siöumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Hnur). Setning og umbrot Dagblaölð hf., Siöumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Arvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverð á mánuði kr. 4600. Verð i lausasölu kr. 230 eintakið. Minna logið Minna var logið í eldhúsdags-f/J umræðunum á mánudaginn en oftast áður. En þessi sannsögli stjórnmálamanna var til lítils. Sárafáir landsmanna munu hafa heyrt orð þeirra. Útvarps- umræðuformið hefur gengið sér til húðar. Landsfeðurnir verða að læra, að ekki er við því að búast, að almenningur slökkvi á sjónvarpstækjum til að hlýða heilt kvöld á þjark þeirra. Því er sama, hvort ræðumenn mæla eins og þeir væru á útifundi 1. maí eða hjakka dapurlegri röddu í nokkrum tölum um ástand mála. Áhrifin verða nánast engin. Þó geta ræðumenn komið fréttum á framfæri við þetta tækifæri. Nokkrir blaðamenn kunna að hlusta á umræðurnar. Þetta var því nýtilegt tækifæri Stein- grími Hermannssyni ráðherra, þegar hann vildi koma á framfæri tillögum Framsóknarflokksins um að draga úr kauphækkunum 1. júní. Þetta komst til skila, ekki af því að almenningur tæki eftir því, heldur af því, að blaðamenn sögðu frá því. Sannsögli ræðumanna var athyglisverð. Sjaldan kom fyrir, að þeir beinlínis fölsuðu staðreyndir. Bein lygi var mun algengari fyrr á árum. Þess í stað miðuðu flestir mál sitt við að nefna eitthvað það, sem gæti komið illa við andstæðinginn. Af nógu er að taka, því að allir flokkar eru talsvert syndugir. Til dæmis var talað mikið um verðbólguna og hvert stefndi. Stjórnarliðar sögðu réttilega, að til hefði verið „geymdur vandi”, þegar þeir tóku við, af því að alþýðuflokksstjórnin hefði leyft minni verðhækkanir en nauðsynlegt hefði verið fyrir fyrirtækin. Því hefði nú orðið að leyfa meiri verðhækkanir en ella. Alþýðu- flokksmenn sögðu einnig réttilega, og fengu til þess stuðning Geirsmanna, að hraða verðbólgunnar hefði verið orðinn minni undir þeirra stjórn en síðan hefur orðið. Stjórnarandstæðingar bentu réttilega á, að nú stefndi í svipaða verðbólgu og í fyrra, að óbreyttri stefnu. Stjórnarliðar bentu með sanni á, að þeir hefðu verið skamman tíma við völd og ekki fengið tækifæri til að sýna, hvað þeir gætu. Andstæðingar stjórnarinnar sögðu satt, þegar þeir bentu á, að sköttum vinstri stjórnarinnar er viðhaldið og ekki verður annað séð en yfirstandandi ár verði álíka metár í skattpíningu og síðastliðið ár, ef ekki verra. Stuðningsmenn stjórnarinnar svöruðu einnig þessu með því að skírskota til þess, hversu stutt þeir hefðu setið í stólunum. Þeir segjast munu breyta til síðar á árinu. Þá muni almenningur fá að sjá niðurskurð ríkis- báknsins og minnkun skattpíningar. Stjórnarandstæðingar sögðu með réttu, að lítið færi fyrir því, að staðið væri við fyrirheit stjórnarsátt- málans. Stjórnarliðar sögðu réttilega, að stjórnarandstaðan hefði lítið til mála að leggja. Allir sögðu með sanni um alla hina, að þeir hefðu fengið tækifæri til að stjórna landinu og sýna úrræði sín, sem reynzt hefðu haldlítil við meðferð efnahags- mála. Þannig þurftu ræðumenn sjaldan að grípa til lygi eða hagræða sannleikanum að marki. Af nógu var að taka, sem með sanni mátti færa fram andstæðingunum til vanza. Afhverju er hættara við kjamorkustríði nú en svo oft áður? —ástand alþjóðamála viðkvæmara en nokkru sinni síðan í Kúbudeilunni árið 1962 Sá sem hefði brugðið sér á brott frá heimi okkar um langa hríð en kæmi siðar aftur yrði líklega undrandi af mörgu sem hann kæmist að raun um við endurkomuna. Má til dæmis nefna að nú má fullyrða að við stönd- um nær kjarnorkustyrjöld heldur en nokkru sinni síðan í Kúbudeilunni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna árið 1962. Ótrúlegt en satt. Þetta er staðreynd að þróunin hefur verið í þessa átt á undanförnum mánuðum án þess þó að nokkuð stór- fenglegt hafi gerzt í heimsmálunum, sem í sjálfu sér réttlæti hana. Að vísu má nefna að Sovétríkin fóru með eitt hundrað þúsund manna herlið inn í Afganistan. Ríki, sem hefur verið á áhrifasvæði þeirra frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Auk þess má ekki gleyma því að bylt- ingarstjórnin í Iran tók fimmtíu og þrjá bandaríska sendimenn í gíslingu og eru þeir enn í haldi i Teheran. Báðir þessir atburðir eru mikil- vægir en varla nægar ástæður til þess að neinn fari að hugleiða að koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni. Það var með afbrigðum heimsku- legt af Sovétmönnum að ráðast inn í Afganistan, þegar ljóst var að komm- únistastjórnin þar var að falla vegna andstöðu múhameðstrúarmanna við ýmsum þeirra nýjunga sem ætlunin var að koma á. Skynsamlegra hefði verið að ráðamenn í Moskvu hefðu beðið átekta um sinn. Þeir hefðu síðan átt að reyna að þrýsta Afganist- an til þess að verða áfram óháð ríki. Þeir hefðu jafnvel átt að sætta sig við að ráðamenn i Kabul yrðu eitthvað meira hallir undir vestræn ríki. Slíkt hefðu þeir getað gert í trausti þess að landfræðileg staða landsins mundi um síðir verða þess valdandi að það kæmist aftur undir hina sovézku himinsæng. Þrátt fyrir þessi heimskupör Sovétrikjanna í Afganistan er tæp- lega hægt að réttlæta að aðgerðir þeirra þar, með eitt hundrað þúsund hermönnum rétt við eigin landamæri, stefni heimsfriðnum í hættu, þegar aðgerðir Bandaríkjanna í Vietnam á sinum tíma gerðu það ekki. Vietnam er um það bil tíu þúsund mílur frá Bandaríkjunum og þar voru sex hundruð og fimmtíu þúsund banda- rískir hermenn þegar mest var. Sama má raunar segja um mál bandarísku gislanna í Teheran. Það mál ætti engan veginn að geta orðið að heimsófriðarneista. Lifi gíslanna virðist aldrei hafa verið reglulega mikið hætt nema þá að það hafi verið rétt eftir tilraunina til þess að frelsa þá. Sú tilraun Bandaríkjamanna fór hörmulega eins og flestum er í fersku minni. Svo mikil reynsla hefur fengizt við að eiga við mannræningja að allir eiga að vita að rétta aðferðin er sú að ræða við þá af þolinmæði. Ekki er rétt að bregða frá því fyrr en þá að mannræningjarnir eru farnir að myrða gísla sína. Þrátt fyrir að þessi tvö mál, Afgan- istanmálið og mál gíslanna í Teheran eru hvorugt í sjálfu sé nægilega „stór” mál til að valda þriðju heims- styrjöldinni, þá eru þau samt stór- hættuleg. í dag er hætta i alþjóðamálum. Deilurnar um Afganistan og íran gætu kveikt ófriðarbálið á örskots- stundu. Þar sem við höfum áður komizt að þeirri niðurstöðu að Er þriðja heimsstyrjölðin yf irvofandi?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.