Dagblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980. 2 Munurinn á sozial og sozialistisch Ól. Björnsson skrifar: í fréttum útvarps 18. þ.m. talaði Margrét Jónsdóttir fréttamaður um Franz Josef Strauss sem foringja „kristilegra sósíalista” i Bayern í Vestur-Þýzkalandi. Látum nú vera hó að fréttamaðurinn þekki ekki nruninn á „sozial’.og „sozialistisch” eða „S( zialist”, svo aulalegt sem það samt er af hálfu fréttamanns. En starfandi fréttamaður sem opinberar fákunnáttu sína á þennan hátt, þyrfti endilega að komast á byrjendanám- skeið. Fáir evrópskir stjórnmála- menn hafa verið meira áberandi en Franz Josef Strauss síðustu áratug- ina. Sá sem ekki veit að hann er einn stækasti and-sósialisti sem uppi hefur verið, kann ekki barnalærdóminn i alþjóðlegum stjórnmálum. Flokkur Strauss heitir Christlich Soziale Union (CSU). Eins og sú nafngift ber með sér á flokkurinn ekkert skylt við sósialisma, enda er hann yzt á hægri kantinum. Þessi fávizkulegi ruglingur hefur svo senr hcyrzt áður í útvarpinu, t.d. i „morgunpóstinum” hjá einhverjum Franz Josef Strauss. pilti, sem mig minnir að væri titlaður „okkar maður” einhvers staðar, eins og það heitir á máli morgunpósts- manna. Hafa ábyrgir stjórnendur Ríkisútvarpsins ekkert við svona fréttaflutning að athuga? Eru allir hættirað vandasig? Frá húsi Framkvæmdastofnunar rikisins. en það hús var mjng umdeilt fyrir nokkru vegna aðstöðuleysis iðnaðarmanna. DB-mynd Ragnar Th. Raddir lesenda Hrelnlætisaðstaða byggingarmanna: Ekkert breytzt í tuttugu ár 9867-0254 hringdi: Mig langar til að vekja athygli á slæmri hreinlætisaðstöðu byggingar- manna, hvernig hún hefur verið lengi og hvernig hún er. Það er óskapleg skömm að byggingarmenn hafi ekki aðstöðu til að fara á salerni, né að þeir geti þvegið sér um hendur. Þeir þurfa að drekka kaffið sitt í óhrein- um skúrugi. Mér finnsl þetta ekki vera neitt einkamál þessara manna heldur mál sem borgarlæknir ætti að gefa gaum. Jafnvel er þessurn mönn- um boðið upp á óhitaða vinnuskúra. Maðurinn minn hefur unnið i 20 ár í byggingarvinnu og ekkert hefur breytzt i þessum málum allan þann lima. Núna er hann nýbyrjaður á nýjum vinnustað og ég spurði hann hvort þar væri hreinlætisaðstaða. Nei, svaraði hann. Ég spurði hann þá að því hvort ég ætti að tala um það við meistarann. Hann brást hinn versti við og spurði mig hvort ég vildi að hann yrði rekinn strax. Þannig er þetta. Þetta er alveg ömurlegt að þessir menn gvti lariðá salerni án þess að þvo ser um hendur. Mér finnst að þessi mál ætti að athuga gaumgæfi- lega. Kynnist S.O.S. — sveit atvinnuher manna sem eru reiðubúnir að berj ast við hvern sem er, jafnvel djöful inn sjálfan ef nægir peningar eru 4, sjakalann SSagan um viðureign S.O.S.-manne við hryðjuverkamanninn Carlos og morðingjahóp hans. PRENTHUSIÐ SF Undarlegir verzlunarhættir hjá Nesco: L0F0RÐ 0G AFTUR L0F0RÐ — en allt svikið Magnús l.árusson skrifar: 7. eða 8. apríl sl. fór ég í Nesco hf. Laugavegi 10 i Reykjavík með það fyrir augum að kaupa stereoferða- tæki til að gefa í fermingargjöf 13. apríl. Tækið var ekki til, en mér var bent á að ég gæti fengið gjafakort og mér sagt að tækið gæti ég fengið í næstu viku. 9. april fór sonur minn og keypti kortið fyrir mig. Var honum þá sagt að tækið yrði komið föstudaginn 18. april. 15. apríl var hringt og spurt um tækið, en þá var sagt að það kæmi ekki fyrr en undir mánaðamót og þá fyrir fermingar 27. april. Ekkert hefur staðizt af því sem sagt var. Seinna var mér sagt að tækið kæmi öðru hvorum megin við mán.- mótin april-maí. Mánudaginn 5. maí fór ég í verzlunina, þá var mér sagt að tækið kæmi um næstu helgi. Þá fór ég fram á að fá kortið endurgreitt á því verði sem tækið kostar núna. Mér var neitað um það, en boðið upp á þá upphæð sem ég hafði greitt 9. apríl. Hins vegar hefur tækið hækkað um fjögur þúsund krónur. Nú eru komnar tæpar fjórar vikur síðan fermt var og þrjár vikur síðan lækið átti að vera komið. Mér Finnst ástæða til að vara fólk við svona verzlunarháttum. Afgreiðslumaður- inn sagði mér að ca 80 gjafakort hefðu verið seld. Það gerir tæpar 8 milljónir í veltufé fyrir Nesco. Svar Nesco hf.: MISSKILNINGUR 0G RANGFÆRSLUR Við hörmum óþægindi og leiðindi sem mál þetta kann að hafa valdið Magnúsi, en verðum þó að leiðrétta misskilning eða rangfærslur, er fram koma i kvörtun hans. Það almenna í máli þessu er að sú staða kemur iðulega upp að eftir- spurn eftir tilteknum tækjum er meiri en aðdrættir, einkum þegar um sér- staklega eftirsóttan varning er að ræða, eins og er í þessu tilviki. Gefum við þá viðskiptavinum okkar kost á kaupum, þó tækin séu ókomin, en hagur þeirra er, að þeir tryggja sér gildandi verð (við tökum gengisáhættuna) og tækið eða tækin, en við okkur viðskiptin. Ekki mun Magnús hafa komið til okkar 7. apríl, þvi það var 2. páska- dagur. Kaup eru gerð i nafni Magnúsar 9. april og er afgreiðslulof- orð á sölu einfaldlega „þegar kemur”. Söluverð tækisins var kr. 98.500. Á þessum tima var reiknað með að viðkomandi sending kæmi til landsins upp úr nriðjum mánuði og að tækin yrðu til afgreiðslu frá okkur i lok apríl. Vera kann, að hér hafi skapazt misskilningur, sérstaklega þar sem Magnús sendi son sinn til að gera kaupin. Það er alkunna að Nesco býður eitt fyrirtækja hér fullan og skilyrðislaus- an skila- og endurgreiðslurétt á öllum seldum tækjum i 7 daga frá afhend- ingu þeirra, hvað þá, ef tæki eru enn óafhent. Strax og óánægja Magnúsar kom upp og ekki sízt þar sem í Ijós hafði komið að cinnar viku seinkun yrði á komu tækjanna til landsins, buðum við Magnúsi að kaupin gengju til baka og að við endur- grciddum tækið. Söluverð tækisins hafði hækkað nokkuð i millitiðinni, vegna gengissigs, eða i kr. 102.500, og krafðist Magnús með þjósti og æsingi, sem reyndar einkenndi alla hans framgöngu i málinu að hann fengi þá fjárhæð endurgreidda. Á þetta gátum við að sjálfsögðu ekki fallizt og áréttuðum við boð okkar um endurgreiðslu sömu fjár- hæðar og Magnús hafði greitt, eða að hann biði eftir tækinu og nyti gengis- hagnaðarins. Á þessu stigi lá fyrir að tækin yrðu til afgreiðslu frá okkur i 1. viku maí. Föstudaginn 9. maí kom svo Magnús og krafðist endurgreiðslu frekar en að taka við því tæki sem hann hafði keypt, en viðkomandi sending var þá komin i okkar hendur. Ekki varðar Magnús um viðskipti okkar við aðra, en þó má upplýsa að þeir voru 24 sem keypt höfðu umrætl tæki fyrirfram, ekki 80, og nutu þeir verulegs gengishagnaðar, því tækið hafði nú enn hækkað verulega. Hins vegar lágu einnig fyrir fjölmargar pantanir, en þeir aðilar urðu að greiða hið hækkaða verð. Með kveðju, NESCOhf., Birgir Sigmundsson, afgreiðslu- og lagerstjóri. PÓLITÍKIN RÆÐUR HJÁ ÞJÓÐVUANUM Jóhann Þórólfsson skrifar: Ég undirritaður vil senda ritstjóra eða blaðamanni Þjóðviljans fáein kveðjuorð. Ástæðan er sú að i Þjóð- viljanum var skýrt frá láti fyrrver- andi forsætisráðherra, Jóhanns Haf- stein, en frásögnin var ekki önnur heldur en sú að hann hefði verið for- sætisráðherra og nafn ekkjunnar. Mér finnst þetta algert hneyksli, þar sem allir vita að Jóhann Hafstein var einn af helztu leiðtogum þjóðar sinn- ar. Þar að auki gegndi hann margvís- legum trúnaðarstörfum fyrir þjóð sina, sem Þjóðviljinn minnist ekki einu orði á. Á þessu má sjá að þarna ræður pólitikin ferðinni. Ég held að þessir menn ættu að fara heim til að læra að láta hvern og einn njóta þess sem í honum býi, burtséð frá allri pólitik oe gera greinpc^im á léttu oe röngu þö að audsta-ðingar eigi i hlut. i'.li'ð.dj::::: .■ -ii ...... , l mai Olgeirsson, sem skrifaði þá fallegustu minningargrein um Ólaf heitinn Thors þótt þeir hefðu verið and- stæðingar í pólitik, og skrifuðu þó margir um Ólaf, en minningargrein Einarsbaraf þeim öllum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.