Dagblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 1
/V 6. ÁRG. — LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980. — 116. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. „Kommabylting í Skáksambandinu” —búizt við f ramboði varaforsetans gegn forsetanum sjá ttffcsíðu Aöalfundur Skáksambands Íslandsí mánaðarlok: mJ Dýr „lykill að framtíðinni” —en nauð- synlegur — sjábis.6 Sólarhrings seinkun á útkomu vegna bilunar í prentsmiðju Þetta eintak af Dagblaðinu er sólarhring seinna á ferðinni en gert var ráð fyrir. Blaðið kom ekki út i gær vegna bilunar i prentsmiðju Árvakurs. Er verið var að prenta Morgunblaðið í fyrrinótt brotnaði stykki í brota- vél. Unnið var að viðgerð allan daginn í gær og í nótt og snemma í morgun v'ar síðan hægt að hefja prentun á ný. Vegna frídags prentara í dag er meginhluti blaðsins í dag sá sami og hefði átt að koma út í gær, föstudag. Eru því timasetningar og efni inn- blaðsins samkvæmt þvi. Útsiður blaðsins eru hins vegar miðaðar við daginn í dag. Dagblaðið biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi seink- un á útgáfu blaðsins hefur valdið. Næsta blað kemur út á þriðju- daginn. Ungf rú ísland kjörin í gær: Elísabet Traustadóttir fegurðardrottning íslands Ungfrú tsland, Elisabct Traustadóttir, gengur að krýningarstólnum. Til hægri situr Hlif Hansen sem varð númer tvö og til vinstri situr Kristin H. Daviðsdóttir sem varð númer þrjú. Ásdis Eva Hannesdóttir stendur i hvitum kjól við stólinn og Lára Kristfn Jónsdóttir stendur á milli Elisabetar og Hlifar. Á litlu myndinni óska afi og amma Elisabetu til hamingju með titil- inn, en þau eru Einar Ágústsson stórkaupmaður og Sigriður Einarsdóttir. DB-myndir Ragnar Th. Sigurðsson. Sautján ára nemandi í Menntaskól- anum í Hamrahlið, Elísabet Trausta- dóttir, var í gærkvöldi kjörin fegurðar- drottning íslands 1980. Elisabet var kosin ungfrú Reykjavik 4. maí sl., en i fyrra var hún kjörin ungfrú Útsýn, þannig að enginn ætti að efast um feg- urð hennar. Helztu áhugamál hinnar nýju fegurðardrottningar eru dans og teikning. Foreldrar Elísabetar eru Maria Á. Einarsdóttir og Trausti Ólafs- son. Úrslitakeppnin fór fram á Hótel Sögu í gærkvöldi og kepptu þar þrettán fegurðardísir víðsvegar af landinu. í öðru sæti varð Hlíf Hansen frá Reykja- vik, þriðja varð Kristín H. Davíðsdótt- ir, Suðurnesjum, fjórða varð Ásdís Eva Hannesdóttir, Reykjavik, og fimmta Lára Kristin Jónsdóttir, ungfrú Vest- firðir. Glæsileg verðlaun bíða ungfrú ísland 1980 og má þar nefna 500 manna kokkteilboð í Hollywood, demants- hring frá Gulli og silfri óg utanlands- ferð fyrir tvo. Stúlkurnar sem komust í fimm efstu sætin fá gjafir frá Hild i hf. og Rolf Johansen. Nánar verður sagt frá úrslitum keppninnar áþriðjudag. -JH Allir keppendurnir 13 er þeir komu fram á sundbolum. Ungfrú tsland er númer 10. DB-mynd Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.