Dagblaðið - 29.05.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 29.05.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980. Enn um símann: Fljótvirk fjáröflunarleið? Sigurður Elíasson skrifar: Hvenær síma þínum er lokað þér að óvörum viröist vera háð algerri tilviljun. Ég varð fyrir þvi í vetur að síma mínum var lokað hálfsmánaðar- lega nokkrum sinnum fyrir meintan ógreiddan reikning. { byrjun marzmánaðar fæ ég svo reikning frá aðalinnheimtu Landssimans með fjórum lokunargjöldum að upphæð 1300 kr. hvert. Að sjálfsögðu mót- mælti ég þessum lokunargjöldum og fékk þau niöurfelld að einu undan- skildu. Nú líða tveir og hálfur mán., verð ég þess þá aftur var að síminn er skyndilega sambandslaus og við frekari eftirgrennslan fæ ég vitneskju um að ég eigi ógreiddan reikning um 5800 kr., fyrir hvað? Þrjú lokunar- gjöld + eitt heillaóskaskeyti sent í apríl. Nú er búið að hækka hin svo- kölluðu lokunargjöld i 1500 kr. Nú hef ég hvergi séð einn stafkrók eða reglugerðarákvæði um hin svokölluðu lokunargjöld. Nú leyfi ég mér að spyrja: Hefur þessi stofnun sjálfdæmi um sín gjöld? Undir öllum kringumstæðum mundi það flokkast undir auðgunar- brot hjá einkaaðila að búa til reikninga á viðskiptavinina. Að lokum vildi ég hvetja fólk til að hafa tölu á símtöium, því margir hafa undrazt umframskref á síma- reikningum sínum. Raddir lesenda A að tortíma launþegum undir vinstri stjórn? Sjaldan hefur hið opinbera gengið eins langt í blekkingum sínum við launþega eins og nú, undir vinstri stjórn. Og auðvitaö er núverandi ríkis- stjórn sú dæmigerðasta vinstri stjórn, sem hér hefur setið um árabil því nú ráöa kommarnir einir. Nú talar Alþýðubandalagið og þeirra málpípur á Alþingi ekki lengur um samningana i gildi — nú tala þeir um að ekki sé aðalatriðið. að launin séu hœkkuð heldur að kaupmátturinn haldi sér og leggja til um leið að engin laun verði hækkuð! Og allt er fundið upp til þess að deyfa vitund launafólks til þess að fylgjast með aumingjahætti Alþýðubandalagsins i verkalýðs- málum. Nýjasta „bragð” þeirra er áð „finna upp” kjarnorkuvopn á Keflavíkur- flugvelli. Og hljóðvarpið er notað til hins ýtrasta enda hæg heimatökin, þar eru allir á rnóti vörnum laniK og lýðs. Tvö kvöld i röð voru „fréttaaukar" um kjarnorkuvopn á Keflavikurflugvelli. einn nægði ekki. Nú ætlast kommúnistar til þess að launafólk leggi niður baráttuna fyrir þvi aö hafa ofan í sig og hrópi sem einn maður: „Gleymum laununum, tökum upp baráttu gegn kjarna vopnuni í Kejiavik." Allir hugsandi menn hljóta að sjá að þessi skyndilegi áróður einmitt nú er til þess að fá launþega til þess að gleyma launamálunum, en snúa hugsuninni til Keflavíkur! Þeir eru ekki kallaðir „gáfumenn” fyrir ekki neitt, þeir í menntadeild Alþýðubandalagsins. En hvar er nú Guðmundur J.? Hann var kampakátur i sæti sínu á Alþingi og Raddir lesenda tók í nefið (í mynd frá Alþingi í sjónvarpinu), en er hann kom í pontuna mátti sjá gjörbreyttan mann, svo mjög lagði hann upp úr að sýnast „ábyrgur”. En vita mega launþegar að i Alþýðubandalaginu er enginn á- byrgur. Og sennilega væri það Alþýðubandalaginu að skapi að þessir „bannsettir launþegar” færu norður og niður. Og eitt er víst, betra þykir Alþýðubandalaginu og verkalýðs- forystunni að æsa til umræðna um kjarnorkumál en standa í stappi um launamál! Hvers vegna heyrist ekkert frá þessum mönnum, sem telja sig í forsvari fyrir launafólki annað en að nú komi vel til greina að ræða um „félagslegar umbætur” í stað launa? Vita þeir ekki að ekkert annað én aukin laun dugar til þess að halda i við verðhækkanir? Þetta er einn víta- hringur. Og hver vegna tekur enginn undir þá ósk, sem margir launamenn með mánaðarlaun hafa bryddað upp á að þeir fái laun sín greidd vikulega eða hálfsmánaðarlega í stað mánaðarlauna, vegna þess að annars ná endar hreinlega ekki saman? Ætli nokkur vikukaupsmaður myndi vilja skipta við þá sem fá greitt mán- aðarlega? Enginn myndi vilja slikt enda er það hvergi tíðkað í nálægum löndum. En nú þykir það brýnast að ræða kjarnorkuvopn i röðum verkalýðs- rekenda! Þeir um það. Eitt er vist, og það er að launafólk er búið að fá nóg af forystu verkalýðs- og launþega samtaka almennt hvar sem þeir standa i flokki. Eina stefnan, sem þeir virðast hafa er að ganga af launþegum dauðum- með þvi að stefna hér í algjört einræði svo að þeir geti skammtað þeim á sama hátt og gert er i austantjalds- löndum. „Og hvers vegna tekur enginn undir þá ósk sem margir launamenn með mánaðar- íaun hafa bryddað upp á, að þeir fái laun sin greidd vikulega eða hálfsmánaðarlega i stað mánaðarlega?” spyr launþegi i bréfi sinu. Myndin er tekin i einum bankan- um um miðjan mánuð eins og glögglega kemur i Ijós. DB-mynd Ragnar Th. Akureyringar eru alltaf jafnheppnir, fá sól og hita upp á hvern dag. Nú vill einn Akureyringurinn skira bæinn sinn upp á nýtt og kalla hann Sólnes. Kannski við ættum að biðja Sólnes að flytjast til Reykjavíkur og sjá hvort sólin kemur ekki með honum. Akureyri heiti f ramvegis Sólnes Kaupandi hringdi: stiga hita (fimmtudag) og þvi væri Ég hef tillögu um að Akureyri tilvalið að breyta um nafn og kalla verði skírð upp . Við sitjum nú i 25 kaupstaðinn héðan i fráSólnes. Landið okkar vantar höfðingja Það er ákaflega einkennilegt, þeg- ar um er að ræða stjórnarmyndun.að svo að segja hver sem er getur verið ráðherra. Virðist svo sem nær engar kröfur séu gerðar til þeirra, sem verða þess hnoss aðnjótandi að setjast i hina eftirsóttu ráðherrastóla og finnst mörgum skrítið. Til ýmissa manna er gegna mikils- verðum stöðum eru gerðar kröfur um menntun, svo og próf o.þ.h. og í sumum tilfellum endurnýjun prófs til viðhalds hæfni og skulu hér nefnd nokkur dæmi: Flugstjórar, bifreiða- stjórar, skipstjórar, læknar, lög- fræðingar og m.m. fleiri, sem verða að hafa lokið prófi til þess að teljast færir um að taka að sér ýmis störf. S sumum tilvikum koma líka aldurs- takmarkanir til greina, svo sem hjá flugstjórum, og læknar starfa ekki á sjúkrahúsum eftir 70 ára aldur. Það er aðeins með æðstu stjórn landsins, sem ekki sýnist að séu gerðar sérstakar kröfur um próf og hæfni og finnst mér þetta harla skrítið. Það telst að sjálfsögðu vandi að taka þátt í stjórn landsins og ættu einungis að veljast til setu í ráðherra- stóla menn (og konur) er hefðu einhverja sérþekkingu á þvi starfi sem embætti þeirra nær til. í fæstum tilfellumerþetta þóþannig. Ágætur verkfræðingur þarf ekki endilega að vera hæfur til þess að gegna embætti sjávarútvegsráðherra eða lögfræðingur að gegna embætti viðskiptaráðherra né blaðamaður að gegna embætti félagsmálaráðherra og ekki heldur lögfræðingur að gegna embætti fjármálaráðherra. Mér finnst hins vegar að landbúnaðar- ráðherra ætti að vera bóndi, eða þá að minnsta kosti hafa próf frá land- búnaðarháskóla og höfuðpaurinn, sjálfur forsætisráðherra, eða sá er hefur verkstjórn rikisstjómarinnar með höndum, að vera a.m.k. hag- fræðingur eða lögmaður með langa reynslu að baki eða þá eitthvað ennþá meir. Aldurstakmark ætti einnig að hafa í huga við skipan í þessi embætti, eins og með flugstjóra, en t.d. laun þeirra, sem óneitanlegau eru mjög há eru miðuð við að þeir hætti starfi fyrr en aðrir. Þeir verða líka að standast stranga læknisskoðun. Virðing fyrir æðstu stjórn landsins og Alþingi hefur farið dvínandi undanfarin ár. Þetta stafar m.a. af þvi hve litlar kröfur eru gerðar til þeirra manna sem með vöidin fara. Ættartengsl, kunnings- skapur og ýmislegt annað ræður hér oft úrslitum. Við höfum ekki lengur á að skipa mönnum, sem við berum takmarka- lausa virðingu fyrir, eins og i gamla daga, eða mönnum, sem við treystum, og er það einna verst. I gamla daga voru til héraðs- höfðingjar sem til forustu voru fallnir. Þessir menn urðu af eðli- legum ástæðum frammámenn enda þótt menntun væri af skornum skammti sem og á meðal manna almennt i landinu. En það var eitt sem þessir höfðingjar höfðu og sem okkur skortir nú oft, en það var að þessum mönnum mátti treysta. Þessir höfðingjar okkar höfðu líka reisn, en þessa reisn skortir suma okkar frammámanna mjög. Allt, smátt og stórt, er skorið niður á flatneskju meðal- mennskunnar, þar sem enginn stendur upp úr og enginn skarar fram úr öðrum. ísland, landið okkar, vantar höfðingja, menn sem þjóðin lítur upp til og treystir, í stað hins lág- kúruléga flatneskjulýðs sem hefur tekið að sér að stjórna landinu um hríð. Mérdatt þetta (svona) í hug. SIGGI flug. 7877—8083. Sjónvarpið erað drepa mann úr leiðindum 0357—6043 hringdi: Lesið hef ég i Dagblaðinu að sak- sóknari rikisins hafi krafizt þess að itarleg rannsókn verði gerð á sjón- varpssenditækjum i heimahúsum. Á ég við þessi umtöluðu fjölbýlishús. Því vil ég segja: Það er ekki verið að senda hið umtalaða sjónvarpsefni út nema til einkaafnota. Þetta fólk hefur lagt sína eigin peninga í þessi tæki og það er ekki verið að senda út til neinna annarra en eigendanna sjálfra. Þetta fólk þvingar ekki sínu efni upp á einn eða neinn. Og ekki er verið að selja almenningi aðgang. Því vil ég spyrja: Vill saksóknari ríkisins ekki gera stereógræjur og önnur hljómflutningstæki upptæk hjá almenningi? Ef hann vill vera rétt- látur, þá gerir hann það! Ég segi þetta vegna þess að á þá ekki ríkisút- varpið allan rétt á að leika alla tónlist, sem leikin er? Ég bara spyr. Svona sjónvarpsstöð er ekki á mínu heimili. En ég verð að segja að ég vildi að svo væri. Þvi ríkis- sjónvarpið er að drepa mann úr leiðindum. Það er ekki horfandi á það i heild. Regina Thorarensen fréttaritari DB á Eskifirði. REGÍNU ÞAKKAÐ Jóhann Þórólfsson skrifar: Égvilaðgefnu tilefni færa Regínu fréttaritara Dagblaðsins á Eskifirði þakkir fyrir þann fréttaflutning er frá henni kemur í DB. Hann er ætíð fróðlegur og skemmtilegur fyrir þá sem lesa Dagblaðið. Ég efast um að Dagblaðið eigi betri fulltrúa en Regínu, enda er hún vel gefin og fróð um margt er lýtur að þjóðmálum og fylgist vel með. Ég sem þessar linur skrifa þekki Regínu mjög vel og það má ekki minna vera en ég sendi henni kveðju mína með þakklæti fyrir þær frétlir af Austurlandi yfirleitt er við les- endur Dagblaðsins verðum aðnjótandi. r

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.