Dagblaðið - 29.05.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 29.05.1980, Blaðsíða 1
fríálst, úháð Hanhlað RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA bVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. OUUSORANUM UR KYNDU —að beiðni Siglingamálastofnunar ríkisins—svartolía líka í sjóinn«bræðslunni á Neskaupstað „Það hefur ekki borizt nein kaera frá Neskaupstað vegna olíumengunar i sjó, en vegna fréttar DB um olíumengun og sora í kjölfar KyndiLs hafði ég samband við borgardóm og málið veröur rannsakað,” sagði Páll Ragnarsson aðstoðarsiglingamála- stjóri i morgun. „Kyndill kemur til Reykjavíkur í dag, en vegna anna i borgardómi dregst málið að öllum iikindum þar til I næsta túr.” „Sjómenn hafa rætt þessa olíumengun hér,” sagði Sigurjón Jónsson lögreglumaður á Nes- kaupstað í morgun, ,,en engin kæra hefur borizt. Ég var á sjó í fyrra og varð þá oft var við mikla oliumengun, en ástæðu hennar veit ég ekki. Þess má og geta að óhapp varð hér í bræðslunni fyrir nokkrum dögum og misstu þeir nokkuö af svartoliu i sjóinn. Sjómenn eru þó vissir á því að það sé ekki orsök mengunarinnar út af Dalatanga, þvi þar sé ekki um svartolíu að ræða.” „Ég ræddi við áhöfnina á Kyndlí í gær og vildu þeir ekki kannast við þetta og eru óhressir með að eingöngu sé bent á þá í þessu máli,” sagði Magnus Gunnarsson hjá útgerð Kyndils í morgun, Gunnari Guðjóns- syni sf. skipamiðlurum. Siglinga- málastofnun mun hms vegar rannsaka málið, þannig að bezt er að geyma öll svör. Við höfum hins vegar heyn að ástæðurnar séu aðrar en frá Kyndli og það gelið þið á DB kannað.” -JH, Í 5 t \ í i i \ i i i i i i Mikill reykur í fjölbýlishúsi: KVIKNAÐI í ÞEYTIVINDU Mikinn reyk lagði um ganga i fjöl- býlishúsi við Hjaltabakka i Reykjavík er kviknaði þar í þeytivindu í gfcr- kvöld. Slökkviliðið fór þegar á staðinn og hafði litið fyrir þvi að slökkva i vindunni og þvottinum sem verið var að þurrka. Vindan er ónýt. -ÁT 6. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980. - 119. TBL. og fór vel, eins og sjá má á ánægjusvipnum. DB-mynd: Ragnar Th. Það stóð stutt — Gúanórokkarinn Bubbi Morthens: Athyglis- verðasti popparinn umþessar mundir Bubbi Morthens er sú poppstjarna hérlend sem vekur hvað mesta athygli þessa dagana. Gúanórokk i blússtil kallar hann tónlist sina, — yrkisefnin sækir hann í frystihúsin og fiskvinnsl- una þar sem hann virðist býsna hag- vanur. Enda starfaði Bubbi sem far- andverkamaður áður en hann sneri sér að rokkinu. Bubbi og hljómsveit hans, Utan- garðsmenn, skemmtu á tónlistarkvöldi Samtaka alþýðutónlistarmanna og -tónskáldaí gærkvöld og vöktu verð- skuldaða athygli. Tónlist þeirra var eins hrátt rokk og það frekast getur orðið og fiskverkunartextarnir féllu í góðan jarðveg áheyrenda. — Hljóm- sveitin Hljómar átti einnig að skemmta á tónleikum þessum. Ekki varð af því í þetta skiptið, þar eð einn Hljómanna átti ekki heimangengt. -ÁT/DB-mynd: RagnarTh. Sig. HAFNFIRZKIR SÓLDÝRKENDUR voru ekki seinir á sér frekar en aðrir i þeim landshluta þegar lygndi og hiýnaði eftir helgina. Á Norður- og Austurlandi var fremur kalt i gær — og jafnvel hraglandi eins og á Eskifirði og Akureyri, þar sem Hliðar- fjallið gránaði. Lögreglumenn viðs vegar um landið sem DB ræddi við, létu i morgun allir vel af veðri. Á Akureyri og Húsavik var glampandi sólskin, en ekki sérlega hlýtt. Léttfættir Kópavogsbúar á leið á tveim jafnfljótum i vinnu I Reykjavik urðu jafnvel varir við skæni á pollum. Þessi pör nutu sólar i hafnfirzkum hraunboila þegar DB áttu leiðþarum. DB-mynd: Ragnar Th. Holland: 5000eiturtunnur fundustíjörðu undirþorpinu Guatemala: Ennmorðáverka- mannaforingjum íKók-fyrirtæki —sjá erl. fréttir ábls.6og7 „Dragnótin ekki mjög skaðlegt veiðarfæri” (Nær því hver einasti ibúi í Garði mun hafa ritað undir þau mótmæli við auknum dragnótaveiðum i Faxaflóa J sumar, sem sagt var frá í DB i gær. t dag er rætt við Aðaistein Sigurðsson fiskifræðing, sem telur dragnótaveiðar nú á tímum ekki sambærilegar við veiðar áöur fyrr. _ ..........1 A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.