Dagblaðið - 29.05.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980.
13
Eskifjörður:
Úrhitabylgju
í snjófjúkið
Hestir Eskfirðingar eru búnir að slá
lóðir sínar og héldu töðugjöld á hvita-
sunnu í 20 stiga hita, logni og sól. En á
skammri stundu skipast veður í lofti.
Seinni partinn á mánudaginn fór að
kólna og er á vikuna leið fór hitinn
niður í 3 stig, snjófjúk og hvassvirði.
Viðbrigðin eru þvi mikil eftir háls-
mánaðar hitabylgju.
-Regína, Eskifirði.
Hafnfirðingar voru i gær að njðta veður-
blfðunnar, sem hvarf frá Eskifirði eftir
hvitasunnu, meðal annars þessi pipu-
reykjandi heiðursmaður.
DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson.
Háskólarektor vegna f rétta um dönskukennslu:
Lektorsstaða í
dönsku er ekki til
í Þjóðviljanum og Dagblaðinu voru í
síðastliðinni viku viðtöl við fulltrúa
vinstrisinnaðra stúdenta i háskólaráði,
þar sem alrangt er farið með afgreiðslu
ráðsins á beiðni heimspekideildar þess
efnis að Peter Soby Kristensen verði
áfram settur lektor í eitt ár frá 1. sept-
ember nk. að telja. Háskólaráð sam-
þykkti hinn 23. april sl. tillögu rektors
þess efnis að þess verði farið á leit við
menntamálaráðuneytið að það heimili
að auglýst verði til umsóknar lektors-
staða i dönsku til tveggja ára út á fjár-
veitingu til prófessorsembættis i
dönsku, enda að því stefnt að auglýsa
þá prófessorsembættið aftur.
Þær ástæður sem ég tel að vegi
þyngst í þessu sambandi eru þessar:
1. Prófessorsembætti í dönsku var aug-
lýst árið 1973. Enginn hæfur um-
sækjandi fékkst. Menntamálaráðu-
neytið heimilaði þá að auglýst yrði
lektorsstaða i dönsku til 4—5 ára út
á fjárveitingu til prófessorsembætt-
isins. Árið 1978 var umrætt prófess-
orsembætti enn auglýst. Það fór á
sömu leið og áður, enginn umsækj-
enda hlaut hæfnisdóm. Peter Soby
Kristensen var meðal umsækjenda.
2. Með auglýsingunni 1978 ergreinilega
ætlast til að lektorsstöðuheimildin sé
úr gildi fallin og í fyrra voru þau 4—
5 ár, sem heimildin náði til, liðin.
Því hefði að réttu lagi átt að óska
eftir nýrri heimild árið 1979 fyrir
lektorsstöðu I dönsku. Sennilega var
setning framlengd þar sem álit dóm-
nefndar dróst á langinn og tryggja
þurfti aðekki yrði kennaralaust.
3. Það er því ekki til nein lektorsstaða í
dönsku og ósk heimspekideildar því
formlega gölluð og það svo að telja
má líkiegt að ráðuneytið geti ekki
fallist á slika málsmeðferð. Verði
ráðuneytið hins vegar við beiðni há-
skólaráðs er eðlilegt að staðan sé
auglýst eins og skylt er um stöður
hjá hinu opinbera.
4. i 18. gr. reglugerðar fyrir Háskóla
íslands er heimild til að skipa lektora
og dósenta tímabundinni skipun til
allt að S ára i senn. Ég tel að háskól-
inn eigi alltaf að tryggja sér sem
hæfast starfslið og almennt eigi ekki
að setja menn til langframa í stöður
án þess að þær séu auglýstar. Með
þvi er ekki verið að gagnrýna Peter
Saby Kristensen persónulega. Hann
getur að sjálfsögðu sótt um stöðuna
og fengið hana verði hann talinn
hæfastur. Hann fengi þá stöðuna
meira að segja til tveggja ára i stað
eins árs skv. tillögu heimspekideild-
ar.
5. Skylt er að geta þess að menntamála-
ráðuneytið óskaði umsagnar rektors
um bréf Peter Rasmussen, samkenn-
ara og meðumsækjanda Peter Söby
Kristenssen, þar sem hann átelur
málsmeðferð heimspekideildar árið
1979 og færir rök fyrir því að aug-
lýsa beri eftir kennara.
6. Ég tel ekki síst mikilvægt í þessu
máli að Háskóli íslands taki ábyrga
afstöðu sjálfur en velti ekki ákvörð-
un yfir á ráðherra. Ég tel að svo
veigamiki! rök mæli með auglýsingu
á stöðinni, ef hún fæst, að háskólinn
—trúnaðarbrot
íStúdentablaðinu
tekinfyriránæsta
háskólaráðsfundi
hafi ekki haldbær gagnrök.
7. Þar sem ég taldi mér ekki fært að
mæla með þessu erindi heimspeki-
deildar taldi ég rétt að fá álit há-
skólaráðs í málinu, þar sem það fer
með æðsta ákvörðunarvald innan
háskólans.
Þetta er kjarni málsins. Hvað sagt
var i háskólaráði og hvernig einstakir
menn greiddu atkvæði er trúnaðarmál
og þvi freklegt brot af hálfu þeirra er
skýrðu frá þvi i Stúdentablaðinu. Mun
það tekið fyrir á næsta háskólaráðs-
fundi.
Hvernig unnt er að lesa pólitíska afr
stöðu út úr framangreindum athuga-
semdum hlýtur að verða mér hulin ráð-
gáta.
Að lokum óska ég eftir því við Þjóð-
viljann og Dagblaðið sérstaklega að
þau birti þessa leiðréttingu á jafnáber-
andi stað og hina staðlausu stafi.
Með þökk fyrir birtinguna.
Guðmundur Magnússon
rektor
HRAUN
KERAMIK
íslenskur listiðnaður
m
QLIT
HÖFÐABAKKA 9
REYKJAVlK
SÍMI 85411
jrumsýnir
fAT,er
an.
"i'inan
AN
fiu
«nd Directed by PAUI Mfl y/m d TONv RAY
'«• l.pr, j
Hækkað verð.
Sýnd kl. 5,7.15 og 9.30.
Tværgóðarfrá GOÐA
Tjaldsalat
Þegar farið er í útilegu, er gott að geta
undirbúið nestið sem best heima. Þetta
er næringarríkt pylsusalat, sem búa má
til, áður en lagt eraf stað.og geymist vel
til næsta dags í kælitösku eða matar-
kælibrúsa.
400—500 g. GOÐApylsa
5—6 soðnar kaldar kartöflur
5—6 sneiðar rauðrófur (sýrðar)
2 harðsoðin egg
1 dl. sneiddar púrrur eða Vi dl.
saxaðurlaukur
vínedik
vatn
matarolía
örlítið salt og pipar
steinselja (söxuð)
Skerið pylsu, kartöflur og egg í sneiðar
og rauðrófurnar í ræmur.Hristið sósuna
saman í hristiglasi.
Blandið öllu saman í plastboxi eða
matarkælibrúsa, kælið vel, áður en lok
ersett á.
Ljúffengt með grófu brauði og smjöri.
Berið kaffi, te eða heita súpu með.
Goðapýlsur á grillið.
$ Kjötiðnaðarstöö Sambandsins
Iúrkjusandi sími:86366
Tilíaga að matreiðsh.
Sósa:
1 msk.
1 —