Dagblaðið - 29.05.1980, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980.
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Bikarkeppni KSÍ hóf st í gær:
Markakóngur-
inn skoraði 4
Cufljón Guðmundsson þrumar hér rélt fyrir markifl úr góðu færi i siðari húlfleiknum.
DB-mynd GSE.
FLOAMARKADSMORK
—er Víkingur og FH skildu jöfn, 2-2
Vikingur og FH skildu jöfn, 2—2 i
viðureign liðanna á efri vellinum í
Laugardainum i gærkvöld og voru þau
úrsiit eftir alvikum sanngjörn. Það sem
menn munu hins vegar minnast eftir
þessa viflureign eru ekki úrslitin heldur
Ivö markanna i leiknum. Mú mefl sanni
segja afl þau hafi komifl af flóa-
markaflnum — svo ódýr voru þau.
Annað þeirra — siðara mark Víkings
— var með eindæmum klaufalegt og
verður algerlega að skrifast í reikning
Friðriks, markvarðar FH. Guðjón
Guðmundsson, miðvörður FH, ætlafli
afl hreinsa frá, en tókst svo illa til að
knötturinn barst af fæti hans i stórum
sveig inn i vítateiginn. Boltinn hafnafli
rétt utan við vitateigshornið og ætlafli
Friðrik, sem var kominn út úr mark-
inu, að handsama hann. Knötturinn
var hins vegar ekki á þeim buxunum að
hætta för sinni og með miklum snún-
ingi þeyttist hann í hornið fjær án þess
afl Friflrik fengi rönd vifl reist. Þó svo
að snúningur hafi verifl á bollanum var
þetta einkar klaufalegt mark hjá FH.
Virðist lengi ætla að loða vifl liflið að fá
á sig mörk ef þessu tagi.
Þetta mark, sem kom á 55. minútu.
hleypti miklu fjöri i Vikingana og tvi-
vegis á næstu minútum komst Hinrik
Þórhalisson i góð færi en tókst ekki að
skora. FH-ingar sem höfðu verið sterk-
ari aðilinn lengst af voru nokkuð lengi
að komast yFir áfallið en hresstust ailir
er Viðar Halldórsson, þeirra bezti
maður í leiknum, skoraöi sannarlega
ævintýralegt mark á 71. min. Hann var
þá úti á hægri kantinum og hugðist
gefa fyrir markið. Sending hans var há
og stefndi í vinkilinn fjær. Diðrik hljóp
út, öskraði: „hef’ann”, en missti bolt-
ann klaufalega yfir sig og i netið, 2—2.
Víkingar hófu leikinn betur og á 18.
minútu uppskáru þeir mark eftir sér-
lega fallega sókn. Hafþór Sveinjónsson
gaf þá laglega inn á Hinrik Þórhalls-
son, sem sneri laglega á einn varnar-
mann FH og sendi úl á Lárus
Guðmundsson, sem var utarlega í
teignum. Hann sendi þvert fyrir markið
þar sem Heimir Karlsson kom á fullri
ferð og sendi knöttinn í netið, 1—0.
Eftir markið dofnaði hins vegar veru-
lega yfir Vikingunum og FH tók leikinn
í sinar hendur, drifið áfram af stór-
góðum leik þeirra Viðars og Ásgeirs
Arnbjörnssonar. Frammi skapaði
Heimir Bergsson mikla hættu. Það var
einmitt Heimir sem jafnaði metin á 28.
mínútu eftir mikið harðfylgi. Hann
fékk knöttinn á vitateig frá Helga
Ragnarssyni og hafði betur í baráttu
við tvo Vikinga og sendi knöttinn i
netið, 1 — 1.
Nokkrum sinnum i leiknum skall
hurð nærri hælum við mörkin en aldrei
þó eins og á lokaminútu fyrri hálfleiks-
ins. Lárus Guðmundsson fékk þá
fallega sendingu inn á vitateig og skaut
að marki. Friðrik varði skot hans með
fótunum en Lárus fékk knöttinn aftur.
Lyfti honum fallega yfir Friðrik og var
byrjaður að fagna marki er Ásgeir
Eliasson kom á útopnu og bjargaði
ævintýralega á linunni.
Lárus Guðmundsson var beztur
Víkinga en þeir Róbert og Magnús Þor-
valdsson traustir i vörninni. Hjá FH
voru auk Viðars og Ásgeirs, Guðjón og
Valþór sterkir. I heild gerðu leikmenn
sig seka um sifelldar tæklingar aftan
frá og hefði Vilhjálmur Þór Vilhjálms-
son dómari mátt taka miklu harðar á
þeim brotum.
-SSv.
er Leiknir breytti stöðunni úr 0-1 í 6-1
sér í vil í síðari hálfleik
Bikarkeppni KSÍ hófst i gærkvöld og
fóru fram 10 leikir víðs vegar um
landið. Einum varð að fresta en hann
verður leikinn í næstu viku. Aldrei
þessu vant var lítið um óvænt úrslit en
ein óvænt urðu þó. Óðinsmenn gerðu
sér lítifl fyrir og lögðu Grindvíkinga að
velli i Melavellinum og fer umsögn um
þann leik sem og aðra bikarleiki í gær
hér á eftir.
Óflinn — Grindavik 1-010-0).
Úrslit þessa leiks komu nokkuð á
óvænt því Grindvíkingar hafa átt
sterku liði á að skipa undanfarin ár.
Þeir sóttu líka mun meir í fyrri hálfleik
og fengu þá eitt mjög hættulegt mark-
tækifæri en Bjöm Bergmann, for-
maður Óöins, sem lék í markinu i for-
föllum aðalmarkvarðar liðsins, varði
vel. Um miðjan síðari hálfleik skoraði
Konráð Árnason mark fyrir Óðin sem
reyndist sigurmarkið. Eftir markið
dofnaði mjög yftr leikmönnum Grinda-
víkur. Guðmundur Bjarnason mið-
vörður Óðins var mjög fastur fyrir í
vörninni og Björn Bergmann sýndi
einnig ágætan leik í markinu.
Víflir - Leiknir 2-0 (2-0).
Þjálfari Víðis, Eggert Jóhannesson,
leggur litla áherzlu á bikarkeppnina og
tefldi þvi fram níu b-liðsmönnum i
leiknum gegn Leikni. Engu að síður
vann Víðir sigur og er því tilneytt
að halda keppninni áfram. E.t.v. tefla
þeir c-liöinu fram næst. Guðmundur
Jens Knútsson skoraði bæði mörkin i
fyrri hálfleik undan sterkum norðan-
vindi.
-emm.
UMFN — Reynir, Sandgerði 0—1 (0—
0).
Það var Ari Arason sem skoraði
sigurmark Reynis 10 mínútum fyrir
leikslok undan vindi. Leikurinn var
jafn og brá fyrir góðum samleiksköfl-
um.
-emm.
waax
run/v
BLAÐSÖLUBÖR
óskast í Stór-Reykjavík:
Kópavog
Hafharfjörð og Garðabæ
ENNFREMUR VANTAR BLAÐSÖLUBÖRN
VÍÐS VEGAR UM LANDIÐ.
SÍMI 27022 - VIKAN AFGREIÐSLA
IIMV
vmm
Huginn — Sindri 2—1 (1—0).
Sigur Hugins var sanngjarn því þeir
áttu meira í leiknum. Ólafur Már
Sigurðsson skoraði fyrir Hugin i fyrri
hálfleik. í siðari hálfleik jafnaði
Gunnar Páll Halldórsson fyrir Sindra
áðuren Kristján Jónsson skoraði sigur-
mark Hugins.
Þróttur - Súlan 3-0 (2-0).
Hér var nánast um að ræða einstefnu
að marki Súlunnar þó mörkin yrðu
ekki fleiri. Þórhallur Jónasson (víti),
Njáll Eiðsson og Eirikur Magnússon
skoruðu mörk Þróttar.
Hrafnkell Freysgoði — Leiknir 1—6
(1-0).
Strekkingsvindur var meðan leikur-
inn stóð yfir og setti hann mjög mark
sitt á leikinn. Hrafnkell lék undan vindi
i fyrri hálfleik og skoraðl þá eitt mark.
Það var Þorvaldur Hreinsson sem skor-
aði markið á síðustu sekúndum hálf-
leiksins. í síðari hálfleik snerht leikur-
inn mjög við og þá opnuðust allar flóð-
gáttir. Markakóngur íslandsmótsins í
fyrra, hinn 19 ára gamli Ólafur Ólafs-
son, skoraði þá fjögur mörk fyrir
Leikni. Hin mörkin skoruðu Svanur
Kárason og Steinn Jónasson. Mark
Steins kom beint úr hornspyrnu.
Austri — Einherji frestað:
Af ókunnum ástæðum var þessum
leik frestað og fer hann fram næsta
miðvikudag.
-VS.
Skallagrfmur — (safjörflur 2—7 (0—4)
Ísfirðingar komust strax í upphafi í
2—0 og þar með var öll mótspyrna
brotin á bak aftur. Staðan var orðin
4— 0 i hálfleik og ísfirðingar komust i
5— 0 áður en Borgnesingarnir komust á
blað. Þá skoraði Garðar Jónsson fyrra
mark þeirra og skömmu síðar bætti
Gunnar bróðir hans öðru marki við úr
vitaspyrnu. Ekki tókst að fylgja þessu
eftir og ísfirðingar bættu tveimur
mörkum við í lokin. Mörk „vestan-
manna” skoruðu: Haraldur Stefánsson
2, Andrés Kristjánsson 2, Haraldur
Leifsson, Kristinn Kristjánsson og
Gunnar Guðmundsson eitt hver.
Bolungarvfk — Ármann 2—7 (1—4)
„Jafn leikur” sögðu heimamenn en
Ármenningar voru ekki á sama máli
enda unnu þeir 7—2. Varla hafa þeir
þurft að hafa mikið fyrir sigrinum því
þeir voru komnir í 4—1 í hálfleik.
Mörk Ármanns skoruðu þeir Egill
Steinþórsson 3, Bryngeir Torfason 2,
Óskar Ásmundsson 1 og Jens Jensson
l. Fyrir heimamenn svöruðu þeir
Reynir Ragnarsson og Sigurður
GuðFtnnsson.
Leiftur — HSÞ 0—1 (0-1)
Þetta þótti afar slakur leikur og til-
þrifalitill með eindæmum að því er
tíðindamaður blaðsins á Ólafsfirði
tjáði okkur. Eina mark leiksins var
skorað á 30. mínútu en ekki var hægt
að finna út hver það skoraði.
Völsungur — Magni 6—5 (1—1)
Hringur Hreinsson kom Magna yfir í
leiknum með góðu skoti af vítateig en
Helgi Benediktsson jafnaði metin þegar
8 mín. voru eftir af venjulegum leik-
tíma. Ekki voru fleiri mörk gerð og
varð því að framlengja. Þá náði Gísli
forystu fyrir Völsung en er 3 mínútur
voru til leiksloka náði Sigurður Illuga-
son að jafna fyrir Magna. Lokamínút-
urnarsóttu Magnamenn linnulítið, áttu
m. a. skot i stöng, en tókst ekki að
knýja fram sigur. Vítaspyrnukeppni
varð því að fara fram og þar skoruðu
heimamenn úr 4 spyrnum en gestirnir
aðeins úr þremur. -GS.
/s
Sigurður
Sverrisson