Dagblaðið - 29.05.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.05.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAl 1980: DB á ne ytendamarkaði Dóra Stefánsdóttir Kindakjötsneyzla aö minnka: BORÐUÐUM 600 TONNUM MINNA EN í FYRRA Smávegis höfum við dregið saman kjötneyzluna, að minnsta kosti í kindakjöti. Þannig neyttum við 5262 lesta af kindakjöti frá þvi i september 1979 til maí í ár eða 654 lestum minna en við geröum á sama tíma í fyrra. Þar af minnkaði salan á kjöti af full- orðnu um 123 lestir. Til þess að bæta upp hvað við höfum verið lök við átið hefur út- flutningurinn verið aukinn. Þannig voru fluttar út 300 leslir af kindakjöti á þessum tíma umfram það sem var í fyrra. En til þess að hvetja nú landann til að láta ekki við svo búið standa hefst í næstu viku mikil kynning á kinda- kjöti í verzlunum í Reykjavík. Að sögn Agnars Guðnasonar blaðafull- trúa verður allt kapp lagt á að kynna fólki hina fjölbreyttu grillrétti sem fá má og viðeigandi meðlæti. -DS. Heldur höfum við dregið saman neyzluna á kindakjötinu sem þýðir meiri útflutning. DB-mynd R. Th. Veizlukæfan er bökuð en ekki soðin í potti KAFFI OSTA TVIBOKUR Ávallt í fararbroddi. Ragnarsbakarí með nýjar umbúðir og kringlurnar geymast betur, haldast stökkar og taka minna pláss. Auk þess geturðu valið um þrjár tegundir af þessari viðurkenndu gæðavöru. ficjnovs RAGNARS BAKARI. SÍMI 92-2120. Erlendis er kæfa yfirleitt notuð á allt annan hátt heldur en við gerum hér á landi. Þar er kæfa oft notuð, sem gestamatur enda búin til á kannske örlítið öðruvisi hátt en við gerum. En góð kæfa hvort sem hún er „innlend” eða búin til samkvæmt erlendri forskrift er bæöi lystug og góður undirstöðumatur, sér i lagi þegar áfengi er haft um hönd. Þá er oft miklu betra að borða „óklístraðan” mat frekar heldur en margvísleg salöt sem búin eru til úr majonesi. Hérna er uppskrift að fínni gestakæfu. Bezt er að búa hana til daginn áður en hún er borin fram. Uppskriftin er stór, — dugar vel fyrir 8—10 manns. Með kæfunni má t.d bera fram heitt, langt brauð, gróft brauð,, sultaðar agúrkur, maís eða hrásalat. 450 gr hakkað kálfakjöt 250 gr hakkafl, magurt svínakjöt 450 gr hakkað, feitt svinakjöt 250 gr hökkuð kálfa- efla svinalifur 200 gr hökkuð svinafeiti (spæk) eitt þeytt egg salt, nýmalaður pipar 1 tsk. merian 2 hvitlauksrif, marin 1 staup koniak eða púrtvín ' ca 200 gr beikon í þunnum sneiðum til að fóflra formið mefl og 2 lárberja- lauf. Blandið hakkað kjötinu, lifrinni og svinafitunni vel saman, bætið egginu og kryddinu út í ásamt víninu og hrærið vel í. Klæðið eldfast leirmót að innan með beikonsneiðunum og látið nokkrar sneiðarnar hanga út fyrir barmana. Þegar farsið hefur verið látið í skálina eru beikonsneiðarnar lagðar yfir, þannig að þær myndi eins konar lok. Lárberjalaufin eru lögð efst, ofan á beikonið. Látið því næst tvöfaldan álpapplr ofan á formið. Stingið nokkur göt á hann með bandprjóni til að gufan komist í gegn. Kæfan er síðan bökuð í 175C° heitum ofni í allt að tvo klukkutíma, eða þar til hún er gegnum bökuð. Stingið í hana prjóni, ef safinn sem vellur út er rauður er kæfan ekki bökuð. Ef hann er glær er hún tilbúin Takið hana þá úr ofninum, takið álpappírinn ofan af og setjið farg á kæfuna og látið hana kólna. -A.Bj. Uppskrift dagsins PÆKILS0LTUN Við pækilsöltun er lagaður svokallaður saltpækill sem er lögur með þessum efnum í eftirfarandi hlutföllum: 24 lítrar kalt vatn, 6 kg salt, 480 grömm sykur og 100 grömm saltpétur. Hjálparefnin eru leyst upp i vatninu eða pækillinn er soðinn ef vatnið inniheldur mikið af járni, kalki og öðrum- steinefnum. Þá verður að fleyta vel og vandlega allan sora ofan af. Saltmagn í pækli má mæla með sérstökum saltmæli; talið er að hæfilegt saltmagn í pækli sé 16 gráður. Meðan á söltun stendur þrýstist saltið inn í kjötið en um leið þrýstir saltið öðrum efnum úr kjötinu aðallega kjötsafa. Þess vegna er saltkjöt þurrara. Kjötsafinn sem kemur úr kjötinu við söltun þynnir smám saman saltpækilinn og þarf því að bæta i hann salti öðru hvoru, ef hann er notaður lengi. Næst fjöllum við um hraösöltun.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.