Dagblaðið - 29.05.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980.
■
Dragnétaveiðar íFaxaflóa:
EKKISERLEGA SKAÐ-
LEGT VEIÐARFÆRI
—segir Aðalsteim Sig-
urðsson f iskifræðingur
—allt annað veiðarfæri og
aðrar aðstæður en áður
,,Þegar menn eru að mótmæla
veiðum með dragnót þá athuga þeir
ekki að um er að ræða allt annað
veiðarfæri og aðrar aðstæður en áður
fyrr,” sagði Aðalsteinn Sigurðsson
fiskifræðingur hjá Hafrannsóknar-
stofnun í viðtali við DB í gær.
Fregnir hafa borizt af mótmælum
vegna þess að fjórum bátum hafa
verið heimilaðar tilraunaveiðar á
skarkola með dragnót í Faxaflóanum
í sumar eins og fram kom i DB í gær.
„Samkvæmt niðurstöðum af rann-
sóknum okkar þá er dragnótin alls
ekki sérstaklega skaðlegt veiðar-
færi,” sagði Aðalsteinn. „Vegna
gerviefnanna er hún mun léttari en
áður og efnisminni. Því hefur verið
haldið fram að möskvarnir lokist í
drætti en svo er ekki. Hefur það
komið fram við rannsóknir og
myndatökur."
Aðalsteinn Sigurðsson sagði að á
fyrri tíð hefðu togarar veitt allt árið
upp að þriggja mílna landhelginni.
Eins hefði þá verið með dragnóta-
báta. Öðru máli gegndi nú, eftirlit
væri með veiðunum og landhelgin
mun stærri.
Möskvar í bæði trolli og dragnót
hefðu einnig stækkað mjög og væru
nú 155 mm.
1 fyrrasumar veiddust 493 tonn i
dragnót á þeim tveim bátum sem þá
höfðu veiðileyfi í Faxaflóa. Þar af
hefðu 23 tonn verið þorskur og ýsa.
Reynslan hefði sýnt að í þetta veiðar-
færi veiddist ekki nema stór fiskur.
Hefði hann jafnvel heyrt fisksala
kvarta yfir því að ýsan sem honum
bauðst af dragnótabáti í fyrrasumar
væri of stór þar sem húsmæður teldu
hana of mikla i eina máltíð.
í frétt DB í gær var ofmælt að
fiskifræðingar teldu að veiða mætti
tíu þúsund tonn af flatfiski i Faxaflóa
á ári hverju. Þeir teija hins vegar að
svo mikið mætti veiða á miðunum
umhverfis allt landið af skarkola. Þar
af eitt til tvö þúsund tonn i Faxaflóa.
Stærstu miðin eru hins vegar i Flóan-
um að þvi er rannsóknir sýna. Skar-
kolamið eru víðast hvar í fjörðum og
flóum umhverfis landið nema þá
einna sízt við suðurströndina. -OG.
Ólafur Jóhannesson og Annemarie Lorentzen sendiherra Norömanna undirrita Jan
Mayen-samninginn að viðstöddum alvarlegum embættismönnum beggja ríkja.
DB-mynd: Ragnar Th.
JAN MAYEN
„IHÖFN”
Samningur Islendinga og Norð-
manna um Jan Mayen er kominn í
höfn. Ólafur Jóhannesson undirritaði
hann í gær fyrir íslands hönd og Anne-
marie Lorentzen sendiherra fyrir hönd
Noregs. Samkomulagið gengur þó ekki
i gildi fyrr en skipzt hefur verið á orð-
sendingum um að nauðsynlegum
stjórnskipunarákvæðum hafi verið
fullnægt. Þær orðsendingar verða
sendar á næstu dögum.
í samkomulaginu eru meðal annars
ákvæði um samráð og samstarf Noregs
og islands á sviði fiskveiðimála, rétt is-
lenzkra sjómanna til að veiða innan
fiskveiðilögsögu Jan Mayen, ákvörðun
leyfilegs hámarksafla loðnu á svæðinu
og skiptingu hámarksaflans. Þá er
einnig kveðið á um framhaldsviðræður
varðandi skiptingu landgrunns Íslands
og Jan Mayen og skipun sáttanefndar í
því skyni. Gengið er út frá þvi að Norð-
menn ákveði fiskveiðilögsöguna við
Jan Mayen. _ÁT.
Laugavegi 27 — Sími 14415