Dagblaðið - 18.06.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.06.1980, Blaðsíða 1
Bilaður löndunarbúnaður ím/s Eddu olli dauða eins ogslasaði tvo íKanada: 50 milljón króna trygging áður en skipið lét úr höfn — aðvörunum um bilaða bómu daginn fyrir slysið ekki sinnt ítrekaðar bilanir á löndunarbúnaði flutningaskipsins Eddu, sem gert er út af skipafélaginu ísafold í Reykja- vík, ollu dauða kanadísks hafnar- verkamanns fyrir skömmu og stór- slösuðu tvo aðra. Var skipið stöðvað í höfninni í Souris, austast á Prins Edward-eyju í Kanada, þar til sett hafði verið um 50 milljón króna trygging vegna hugsanlegra skaða- bótakrafna vegna dauðaslyssins. Það var 27. maí sl., er verið var að landa kartöflum um borð í skipið í Souris, að bóma féll niður á þilfarið. Ekki olli hún slysum og var skip- stjóra tilkynnt um bilunina. Mun ekkert hafa verið aðhafzt í málinu. Daginn eftir féll önnur bóma niður á þilfar. Lenti bóman í höfði kanadísks hafnarverkamanns, 5 bama föður, og beið hann þegar bana. Tveir aðrir slösuðust alvarlega, samkvæmt þeim upplýsingum sem DB hefur aflað sér ytra. Öll vinna var þá stöðvuð um borð, höfninni lokað og fékk skipið ekki að sigla fyrr en áðurnefnd trygging hafði verið sett. M.s. Edda hefur verið í kartöfluflutningum frá Kanada til eyjanna í Karíbahafi síðan í desember og stendur nú til að fram- lengja leiguna. „Þetta var eins og hvert annað at- vinnuslys, hörmulegt óhapp,” sagði Magnús Ármann hjá skipamiðlun Gunnars Guðjónssonar, umboðs- mönnum skipafélagsins (safoldar, I samtali við DB í morgun. ,,Það eru alltaf settar háar tryggingar þegar svona gerist, en ég veit ekki betur en þetta mál sé leyst. Við höfum reyndar engar skýrslur fengið ennþá, svo við vitum lítið um slysið, né hvort eða hvaða skaðabótakröfur kúnna að vera gerðar. Skipverjarnir íslenzku héldu sjálfir áfram vinnu eftir þetta slys og allt gekk samkvæmt áætlun,” sagði Magnús Ármann. M/S Edda fór i gær frá Jamaica til Trinidad. -ÓV. Mannlífið i miðbœnum á sautjánda. Trúður með súrefitishylki sem hefur vafalaust átt eftir að koma mörgum blöðrum til að fljúga I loft upp. Veður var með skásta móti i Reykjavlk I gær og þúsundir manna streymdu niður í miðbœ að sýna sig og sjá aðra. A innfelldu myndinni eru Gunnar Thoroddsen forsætisráöhcrra og forseti Islands Kristján FJdjárn við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. DB myndir Sig. Þorri og ,S'r. Þorm. Nánar segirfrá hátiðahöldum þjóðhátlðardagsins á bls. 8— 9 / dag. Örnólfur rektor MH Örnólfur . Thorlacius verður skipaður næsti rektor Menntaskólans við Hamrahlíð samkvæmt upplýsingum sem DB aflaði sér i morgun. Örnólfur varð stúdent frá MR 1951, en stundaði síðan nám í náttúrufræði i Sviþjóð og lauk þar fii. kand.-prófi 1958. Hann hefur verið kennari i náttúrufræðum við Hamrahlíðarskóla í nokkur ár. Aörir umsækjendur um stöðuna voru Heimir Pálsson konrektor í MH, Hjálmar Ólafsson kennari við skólann og Vésteinn Rúni Eiriksson, einnig kennari þar. -GM. Tvennt féll af svölum — Dauöaslys varð í öðru tilfellinu Tvö slys ;.'ðu í hófuðborginni aðfaranótt j toðhátiðardag-ins. í báðum tilfellum féll fólk af svölum. Varð dauðaslys í öðru tilfellinu en í hinu hlutust af mikil og að er talið talið er lífshættuleg meiðsli. Annað slysið varð í háhýsi við Asparfell. Þar féll kona af svölum á 7. hæð og er talið að hún hafi látizt samstundis. Hitt slysið varð innarlega v ð Laugaveg. Þar féll maður fram af svölum þriðju hæðar. Er hann mikið slasaður, aðsögn lögreglunnar. Ekki var I morgun búið að rannsaka aðdraganda þessara slysa. -A.St. Forsætisráðherra: KAUPHÆKKUNIN VERDUR STÖÐVUÐ ýmsar leiðir færar með eða án samþykkis þingforseta „Þessi kauphækkun til þingmanna mun ekki koma til framkvæmda” sagði Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra I samtali við Dagblaðið í morgun. í þjóðhátiðarávarpi sínu á Austurvelli i gær fjallaði Gunnar um launahækkun þá sem þingfarar- kaupsnefnd hefur afráðið og sagði fráleitt að þingmenn skömmtuðu sjálfum sér meiri kauphækkun en aðrir sæju sér fært að greiða í þjóð- félaginu. Óeðlilegt væri að ákvörðun um launin væri tekin af þingfarar- kaupsnefnd, heldur eðlilegra að þau væru ákvörðuð af hlutlausum aðila. „Taka ætti þennan kaleik frá þing- mönnum” eins og Gunnar orðaði það. Gunnar var inntur eftir því hvernig hann hygðist koma í veg fyrir að kauphækkunin næði fram að ganga. „Þetta verður stöðvað, til þess eru ýmsar leiðir færar sem ég vil ekki Gunnar Thoroddsen flytur þjóð- hátíflaróvarp sitt á Austurvelli i gær. DB-mynd: Sv. Þorm. tíunda á þessu stigi,” sagði Gunnar ,,en það mun koma í Ijós á sínum tíma.” Ákvörðun þingfararkaupsnefndar um laun alþingismanna hefur nú verið áfrýjað til forseta Alþingis og koma þeir saman á morgun. En hvernig svo sem þeim fundi lyktar mun kauphækkunin verða stöðvuð, samkvæmt ummælum Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra. -BH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.