Dagblaðið - 18.06.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1980
Spurning
■ •
3
Úðun garða:
HEFUR AHRIF A HREIÐ-
URSTÆÐIFUGLA
Gurtrún Á. Runólfsdöttir skrifar:
Garðeigandi hefur hringt í Dag-
blaðið og beðið um birtingu á at-
hugasemd sinni um ketti og fugla.
Það er orðið nokkuð langt, sem
betur fer, síðan ég hef séð svona at-
hugasemdir í garð þessara húsdýra og
vina okkar kattaeigenda og get því
alls ekki látið það kytrt liggja athuga-
semdalaus.
Garðeigandi þessi mun vilja gefa í
skyn að hann sé nokkur dýravinur—
að minnsta kosti fuglavinur — og er
það gott ef rétt er. Ég verð þó að
segja að við lestur áðurnefndar
greinar sýnist mér æði djúpt á dýra-
vinarhugsjóninni.
Ég vil aðeins vekja athygli allra
garðeigenda, og reyndar miklu fleiri,
á að allt fram á þennan tíma sumars
er verið að láta úða garða með ýms-
um eiturefnum. Ég er ekki vel kunn-
ug samsetningu efna þeirra sem þar
eru notuð en það kæmi mér ekki á
óvart þótt sum hver að minnsta kosti
gætu haft slæm áhrif á fuglalífið i
görðum bæjarbúa. Það gæti verið að
þetta hefði áhrif á val fugla á hreiður-
stæðum og fleira í því sambandi og
eins finnst mér úðun svo siðla vors og
sumars sérstaklega vítaverð með til-
liti til þess að ungar eru víða að koma
úr eggjum. Það er nokkuð til sem
heitir keðjuverkun eða er keðjuverk-
andi i lífríkinu og menn þurfa að fara
um það afar nærfærnum höndum og
taka tiliit til þess miklu oftar en nú er
gert.
Að lokum vil ég eindregið taka
undir þá beiðni, sem mjög oft hefur
verið komið á framfæri, að kattaeig-
endur taki sig á og merki kettina sína
vandlega með vel merktri ól og
bjöllu. Þetta getur ekki verið of oft
endurtekið því þetta er afar nauð-
synlegt öryggisatriði fyrir alla við-
komandi aðila. Þetta er ekki mjög
dýrt, ekki mikil fyrirhöfn, kemur í
veg fyrir mikil leiðindi og mikla fyrir-
höfn og þess vegna mælir allt með því
að allir kattaeigendur taki þessu sem
sjálfsögðum hlut.
Borðarðu
hvalkjöt?
Sigrún Einarsdóttir húsmóflir: Nei,
yfirleitt ekki.
Þegar svo loksins kom heim fórum
við rakleitt daginn eftir á skrifstofu
Flugleiða til að kvarta undan þeim
vandræðum sem rangbókanir þeirra
hefðu valdið. En allt og sumt sem
félagið bauðst til að gera fyrir okkur
var að greiða eitt símtal sem við
höfðum hringt frá Heathrow og
heim.
Nei, ef til væri annað flugfélag en
Flugleiðir flygi ég ábyggilega ekki
nteð þeim.
Innkaupastjórar!
Kaupmenn!
AMERÍSKAR
Hafdís skrifar:
Mig langar að koma reynslu minni
á Emco buxum á framfæri vegna les-
endabréfs sem birtist i Dagblaðinu
fyrir nokkru.
Það má segja að reynsla min sé allt
önnur en bréfritara. Sl. tvö og hálft
ár hef ég svo til eingöngu verið með
tvö athafnasöm börn í Emco buxum
og þær hafa allar reynzt vel. Einnig
hef ég keypt efnisbúta hjá fyrirtæk-
inu og hafa buxur úr þeirn líka enzt
vel og haldið lit.
Ég mun í framtiðinni hiklaust
styðja íslenzkan iðnað og kaupa
Emco buxur.
Þriggja
daga
biðá
Heathrow
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
fang
'jíýtt he,n‘' HEILDVERZLUN
F
NÓATÚN117
SÍMAR 17010 OG 23518
Raddir
lesenda
Góð reynsla
af buxunum
SWEAT SHIRTS
FYRIR DÖMUR
OG HERRA
5977-8277 hringdi:
Vegna þeirra lífsreynslusagna sem
nú eru i gangi um Flugleiðir langar
mig til að bæta við einni sögu sem því
miður þarf lika að vera á neikvæðan
hátt.
í fyrra fórum við til Norður-
Spánar í sumarfrí og keyptum því
flugmiða hjá Flugleiðum leiðina
Reykjavík—London—Oporto og
sömu leið til baka.
Þegar við höfum dvalið á Spáni
eins og til stóð og héldum aftur heim
á leið, kom babb í bátinn. Höfðu
Flugleiðir ekki bókað okkur nema út
en ekki aftur frá Oporto til London.
Þó fengum við, þar sem við vorum
með ungbarn með okkur, að fljúga
með til London. Hins vegar höfðum
við misst af Flugleiðavélinni þegar
þangað kom og ekki var von á ann-
arri vél til íslands fyrr en eftir þrjá
daga. Starfsfólk Flugleiða d\elur
aðeins úti á Heathrow flugvelli þá
daga sem flogið er, svo ekki gátum
við hitt neitt af því fólki. Var nú úr
vöndu að ráða, við peningalaus með
kornabarn, stödd úti á Heathrow
flugvelli. Urðum við að bíða í flug-
stöðinni i þrjá daga, eða eftir næstu
ferð til íslands.
Bréfritari vill fá þessi gatnamót betur máluð en nú er.
DB-mynd: Ragnar.
MALIÐ VESTURLANDSVEG
2601—9052 skrifar:
Í umferðarlögunum stendur eitt-
hvað á þá leið, að ef tvær akreinar
renni saman i eina akrein eigi sá á
hægri akrein réttinn fyrir þeim sem á
vinstri akrein ekur.
Á mótum Vesturlandsvegar og
Bæjarháls þarf hins vegar að mála, eins og þeir séu einir í umferðinni.
svo þetta fari ekki á milli mála. Merkja þyrfti götuna á svipaðan
Fjöldi fantalegra ökumanna ekur á hátt og gert var sunnan Arnarnes-
vinstri akrein yfir gatnamótin í vestur hæðar áður en þarna verður stórslys.
TAKA EKKI GLER
Þórlaug Einarsdóttir hringdi:
Ég vildi kvarta yfir því að sæl-
gætissalan í Umferðarmiðstöðinni
neitar að taka við glerjum sem keypt
eru þar nema nýbúið hafi verið að
kaupa þau.
Svo vildi til að ég þurfti einn
sunnudagsmorgun að taka mér far
með rútu og koma aftur til baka um
kvöldið. Keypti ég mér gosdrykk þá
um morguninn, hafði hann með mér í
rútuna og ætlaði síðan að selja flösk-
una þegar ég var komin aftur. Gekk
það ekki af þeim ástæðum sem fyrr
ergetið.
Robert Boulter byggingaverkamaflur:
Já, svona einu sinni á ári. Mér finnst
það gott á bragðið.
Pétur Sörensen starfsmaður hjá
RARIK: Nei, sjaldan.
Helgi Sigurgeirsson bókbindari: Nei,
utan hvað ég fæ mér smábita á þorra-
bakkann.
Stgra Þorgrímsdóttir húsmóflir: Helzt
ekki, mér finnst það ekki nógu gott á
bragðið.
Guðmundur Egilsson verkstjórí: Já, ég
geri það stundum og finnst það mjög
gott.