Dagblaðið - 18.06.1980, Blaðsíða 24
frfálst, úháð dagblað
Jan Mayen:
p.Hámarkið hærra en
við hefðum viljað”
— segir Jakob Jakobsson fiskifræðingur. Loðnuveiði Norðmanna miðuð
við Grænlandssvæðið líka, segir Jón L. Arnalds
„Vafinn var á því, hvernig fara
myndi um mat á þeim 15% af há-
marksafla, sem Norðmenn mega
veiða eftir að fært hefur verið út við
Grænland og Efnahagsbandaiags-
löndin kynnu að hefja veiðar þar,”
sagði Jón L. Arnalds ráðuneytisstjóri
í viðtali við DB. Hann kvað það hafa
verið viðurkennt, að hluti
Norðmanna yrði miðaður við heild-
arveiðina samkvæmt hámarksafla-
tölum, ekki aðeins á Jan Mayen-
svæðinu, heldur líka hafsvæðum við
Grænland eftir útfærsluna þar.
„Það er þetta scm er sérstaklega
ánægjulegt, hvað sem líður hámarks-
aflatölum,” sagði ráðuneytis-
stjórinn. „Enda þótt þetta gildi
aðeins fyrir næsta veiðitimabil ætti
það að vera stuðningur fyrir næstu
ákvarðanir. Tveir þriðju hluta afla-
magnsins veiðast á svæðinu við
Grænland en ekki Jan Mayen. Þess
vegna er þetta afar þýðingarmikið og
ánægjulegt,” sagði Jón Arnalds.
Samkomulag var gert í
sameiginlegri fiskveiðinefnd um 775
þúsund tonna hámarksafla. Mega
Norðmenn veiða 116 þús. tonn en
íslendingar 659 þúsund.
í Jan Mayen-samningum segir,
að reynt skuli að ná samkomulagi um
hámarksafla. Náist samkomulag
ekki, geti ísland sem sá aðili sem
mestra hagsmuna á að gæta.ákveðið
leyfilegan hámarksafla. Þó er þar
ákvæði sem segir: ,,Ef ákvörðun
þessi er talin bersýniiega ósanngjörn,
getur Noregur lýst sig óbundinn af
heildaraflamagninu.”
„Þetta er náttúrlega hærra en
við hefðum viljað, vegna þess að
næsta veiðitímabil byggist mest á
stofninum frá 1978, sem við erum
hræddir um að sé lélegur,” sagði
Jakob Jakosson fiskifræðingur í
viðtali við DB. „Við hefðum viljað
hafa vaðið meira fyrir neðan okkur,”
sagði Jakob. „Það var verið að
teygja sig eftir samkomulagi og þegar
þetta verður endurskoðað i haust,
getum við, eftir mælingar sem
Hjálmar Vilhjálmsson hefur með
höndum, lagt fram gildari rök,”
sagði Jakob.
Hann sagði að mat á þessum
stofni frá 1978 væri byggt á seiða-
mælingum fyrir tveim árum. Miðað
við þær hefðu íslenzku fiskifræðing-
arnir talið öruggara að hafa há-
marksaflamagnið lægra.
-BS.
Florida tekin með trompi:
SU NORRÆNA VILDI
SVERTINGJANN STRAX
— Flugleiðafólk orðið langþreytt á kófdrukknum landanum í Bandaríkjunum
Það er ekki ofsögum sagt af íslend-
ingum erlendis, þeir eru vanir að
„taka staðina með trompi”. Nú eru
þeir orðnir leiðir á Spánarferðum og
farnir að leggja leið sina vestur um
haf til Flórída. Að sögn eru landarnir
oft skuggalega drukknir þegar þeir
stíga á bandariska grund og starfs-
fólk Flugleiða á Kennedyflugvelli
orðið iangþreytt á því að hjálpa kóf-
drukknu fólki í gegnum útlendinga-
eftirlitið. Á dögunum kom mektarfrú
úr höfuðstaðnum á Kennedyflugvöll.
Var hún meira en lítið drukkin er hún
steig úr flugvélinni. Á flugvellinum
eru þeldökkir burðarmenn og einn
þeirra bar sig til við að aðstoða frúna
við töskuflutning. Frúin gerði sér
lítið fyrir og vildi fá þann þeldökka
til lags við sig og það á stundinni.
Hugðist hún nota töskukerruna til
athafnárinnar. — Sá þeldökki flúði
felmtri sleginn yfir vergirni þessarar
norrænu víkingakonu. Tókst hvorki
betur né verr en að konan dó brenni-
vinsdauða þvert yfir töskurnar á
vagninum. Sá þeldökki sá aumur á
henni og ók töskunum og frúnni í
gegnum „nálaraugað”. Var
viðstöddum að vonum brugðið, — en
ekki fara frekari sögur af „sigrum”
frúarinnar i heimsborginni. A.Bj.
MIÐVIKLDAGUR 18. JÚNÍ 1980.
Þjóðhátíiin:
Minni drykkja
en mikill
sóðaskapur
Lögregiumenn í Reykjavik og víðast
um landið eru tiltölulega ánægðir með
þjóðhátíðarhald landsmanna. í
Reykjavík var drykkjuskapur talinn
minni en verið hefur undanfarin ár, og
sömu sögu er að segja frá
flestum öðrum stöðum, sem DB hafði
samband við.
„I miðborginni voru engin
skemmdarverk unnin, en sóðaskapur
var mikill og mikið verk beið
hreinsunarmanna sem mættu til leiks
um óttubil,” sagði varðstjóri í morgun.
„Það var talsvert kennderi, en það
var eins og þeir sem engri helgi sleppa
hafi verið búnir að rasa út er að
þjóðhátið á þriðjudegi kom,” sagði
annar.
-A.St.
Selfyssingar fá
fullkominn sjúkrabíl:
Höfðingleg
gjöf f rá 81 árs
verkamanni
„Ég er sjúkrahúsvinur og hef þurft á
sjúkrahúsvist að halda. Núna er ég hér
á sjúkrahúsinu vegna sykursýki, en ég
fer nú sennilega heim i dag,” sagði
Stefán Ketilsson, sem gaf í gær sjúkra-
húsinu á Selfossi glæsilegan nýjan
Citroén sjúkrabíl, búinn hinum full-
komnustu tækjum.
Stefán á heima í Sætúni á Stokks-
eyri. Sagðist hann fyrst hafa fengið
hugmyndina að gjöfinni fyrir einum
átta árum. Hann hugsaði sig um i 4 ár
og byrjaði svo að safna. Það tók önnur
4 ár. Stefán er 81 árs og vonast til þess
að geta haldið áfram að vinna eilthvað
við sína verkamannavinu.
Billinn.kostaði kr. 9 milljónir „Hann
hefði kostað um 20 milljónir hefðu
tollar og önnur gjöld ekki verið felld
niður. Ég er skuldlaus við menn en
hvort ég er skuldlaus við Guð það veit
égekki,” sagði Stefán.
-EVI.
Yfirvinnubannið:
Flugumferðar-
stjórar bíða
— Atkvæðagreiðsla
síðar í vikunni
„Við ákváðum að skjóta öllum
ákvörðunum varðandi yfirvinnubannið
og önnur tengd mál á frest þar til siðar í
vikunni,” sagði Baldur Ágústsson, for-
maður félags flugumferðarstjóra i
samtali við DB í morgun. Á mánudag
var haldinn fundur í félaginu þar sem
þessi ákvörðun var tekin.
Síðar í vikunni verður höfð alls-
herjaratkvæðagreiðsla innan félagsins
um yfirvinnubannið.
-SA.
Úr lausamölinni á toppinn
BUaleigubrfreið af Lada-gerO lentí út af vegi skammt ofan G/Júfra- bíinum og slapp fó/kið meö minni háttar meiðsli. Orsök s/yssins er
steins í Mosfellsdal um sjöleytíð á þjóðhátíðardaginn. Tvennt var i talin lausamöl, sem varð tílþess að ekillinn misstístjórn á ökutækinu.
A.St/DB-mynd Sveinn.